Vísir - 22.06.1949, Síða 3
Miðvikudaginn 22. júni. 1949
VISIR
WlNSTQN S. CHURCHILL
34. GREIN.
Ástandið var ískijtjfjiloyt. er Ítaiir
huffSust taha Effiptaiand„
Þeir voru margfált liðfleiri
en við, og erfitt var að
veikja varnir heima fyrir.
Þegaz" Frakkland var horfið af vettvangi sem styrjaldar-
aðiíi og Bretland varð að heyja upp á eigin spýtur haráttu
fyrir tilveru sinni, þurf ti enginn að f urða sig á þvi, að
áfussolini ályktaði, að nú myndi draumur hans um yf'irráð
á Miðjarðarhafi og endurreisn Rómavehiis rætast. Nú
þurfti hann ekki lengur að vera á verði gegn Frökkum í
Túnis, og gat því enn eflt hii\ji mannmarga her, scm hann
hafði dregið að sér til innrásar í Égiptaland.
Slriðsstjórnin brezka var ákyeðm í að verja Egiptaland,
gegn hverjum þeim, er koma kynni til árásar, og leggja
frarti til varnar EgiptalantU allt það, sem ekkí þurfti ,til
heimavarnanna. Þetta hlutverlc var miklum erfiðleikum
hundið, og enn meiri en í fyrstu mátti ætla, því að flota-
málaráðuneytið var til neytt að taka þá ákvörðun, að það
gæti ekki veitt hernaðarlegum skipalcstum á Miðjarðar-
hafi nausynlega vernd, vegna loftárásahættunnar. Lið og
hii'gðir allar varð þvi að serida liina löngu leið suður fyrir
(róðrarvonarhöfða. Það gat auðveldlega farið svo, að vér
seridum meira lið og birgðir þessa leið, en hyggilegt var
vegna orustunnar um Bretland, án þess að það kæmi að
lilætluðum notum í orustunni um Egiptaland. Það er-
cinkennilegt, að lun þessar mundir voru allir þeir, sfem
afskipti Iiöfðu af þessum málum, rólegir og vongóðir, en
þegar ritað er irin þetta löngu eftir á. liggur við; að hrollur
fai’i' tim'mann af tilhugsuninni mn livað hefði gelað gerst.
t>egar ttalia sagði oss stríð á hendur 10. júní 1940,
gizkaði brezka leyniþjónustan á —- og alveg rétt, að þvi er
vér síðar fengum staðfest, að Ítalir hefðu. auk seluliðs
sins i Abessimu, Eritreu og' Somalilandi, um 215.000 italska
hermenn á strandsvæðunum í Norður-Afríku-nýlendmn
sínum, í Tripolitania voru samtals 8 herfvlki (divisions),
í Cyrenaica 4. og auk þess voru þrjú herfylki á landamæra-
svæðunum, eða samtals 15 herfylki.
í Egiptalandi höfðu Bretar eftirfarandi herafla: Sjö-
unda vélaherfylkið, % af 4. Indlandslierfyklinu, % Nýja
Sjálands herfvlkisins, og 14 brezkar herdeildir (battalions)
og fvær stórskotaliðshersveitir (regiments), alls samtals
um 50.000 manna lið. Þessi liðsafli átti að duga til varnar
landamæra Egiptalands og vera til öryggis innanlands-
friðimmi í landinu. Það var því um nrikinn liðsmun að
ræða. ítalir höfðu miklu meira lið og þeir höfðu lika
mikiu fleiri flugvélar en vér.
í júlí og ágúst fóru ítalir að láta til sín taka á ýmsum
stöðum. Oss vor ógnað frá Kassala við Ilvitu Níl, í áttina
til Khartoum. Mikili ótti var rikjandi í Ivenya vegna fregna
mn ítalskan herleiðangur á 640 kílémetra hergöngu suður
á lióginn frá Aliessiniu í áttina lil Tana-árinnar og Nairobi.
Talsvert öflugt ítalskt lið hóf sókn inn í Brezka Somali-
land. En allt voru jietta smámunir í samanburði við yfir-
vofandi innrás í Egiplaland, sem var undirbúin í mjög
slórum stíl.
Egiptaland freistar Mussolini,
Um nokkurt skeið lmfði Mussolini stöðugt lialdið áfram
að stefna liði sinu austur á hógiim i áttina til Egiptalands.
l’yrir styrjöldina hafði verið lagðnr ágætis vegur með-
fram ströndinni frá aðallierstöð ítala í Tripoli, gegnum
Tripolitania, Cyrenaiea og Libyu, að landamærum Egipta-
tands. Eftir þessum vegi hafði farið sivaxandi straumur
herliðs og birgðalesta austur á bóginn um margra mánaða
skeið. Miklum vopnabúrum var komið á íót i Benghazi,
Derna, Torbruk, Bardia og Sollum og jafnt og þétt aukið
við birgðirnar i þeim, Þessi vegur var um 1800 kilómetra
langnr og Jiað mátti líkja ’nersveitum ítala og birgðalest-
um á lionum, við tölur á bandi.
Þa.i' sem vegurinn endar, nálægt Iandamærum Egipta-
lands, hafði af mikilli þolinmæði og þrautseigju verið
dreginn saman 70.000—80.000 manna lier, sem hafði tals
vert mikið af hergögnum af allra nýjustu gerð. í augum
Mnssolini og þessa liðs mun Egiptaland liafa verið sem
gh'trandi gimsteinn, sem vcrt var að lcggj„ milrið í söl-
urnar fyrir. Að baki þessa hers.-var bin langa leið til Tri-
poli -— og svo hafið.
Ef þessi her, sem byggðu’r liafði verið upp smátt og
smátt, viku eftir vilcu, áruni saman, hefði getað haldið
iifram sókn sinni austur á bóginn og sigrað alla þá, sem
á veginum urðu, hefði hann Iriotið mikla frægð og mikil
sigurlaun. Hefði hann konrist til hinna frjósömu héraða
við Nilarósa þurfti engar áhyggjur að ala um hina löngu
leið að baki. A hinn Iniginn, ef Jiessi her yrði fyrir miklum
óhöppum, mundu fáir er i honum voru hafa komist heim
aftur.
í aðalhernum og ölfum hinmn mjklu birgða- pg her-
slöðvum meðfram vegmum vorii um haustið sariitals
8(M).000 ítalir, og fef Jieir yrðu ekki fyrir neínuin stór-
áföllum, hefðu J>eir getáð haldið undan vestur á bógirin
aftur, i hópum; stig af stigi, á nokkrum niánuðum. En
ef þeir biðu ósigur í orustu á landamærum Egiptalands,
ef' fylkingar aðalliersins riðlúðust, og. þær fengju ekki
tima til endurskipulagningar, hlutu örlög hermannanna
að verða eitt af tvennu: Falla eða verða teknir höndum.
En í júli 1910 vissi engiun hverjir myndu sigra í orustunni.
Hernaður í smáum stil.
Fremsta varnarstöð vor á þéssum tíma var járnbrautar-
stöðin Mersa Matruh. Vestur á bóginn til Sidi Barani var
góður vegur. en þaðan til landamæranna við Sollum var
enginn vegur, sem dugði til J>ess að hægt væri að hafa
mikið lið við landamærin, rieina Jiá stuttan tima í scnn.
Vér höfðum komið oss upp vélahersveit. sem beita skvldi
fvrst, ef til árásar kæmi. í henni var varalið úr fastahern-
um, margir úr „7th Hussars“ (sem liöfðu létta skriðdreka
til meðferðar) og úr „llth Hussars“ (sem höfðu bryn-
varðar bifreiðar), J>á voru tvær bifhjólaherdeildir, og i
J>eiin voru menn úr hersveitunum „60th Rifles“ og „Rifje
Brigadc“. Loks voru tvær vélahersveitir skipaðar mönn-
um úr „Royal Horse Artillerv“.
Fyrirskipanir höfðu verið gefnar um árásir á útvarð-
stöðvar ítala þegar í stríðsbyrjun. Samkvæmt þvi fóru
innan sólarhrings — „11 th Hpssars“ til árása yfir landa-
mærin, og konni óvænt ítöjum, sem ekki vissu, að Italía
hefði sagt Rretlandi strið á hendur, og margir ttalir voru
teknir höndum. Aðfaranótt 12. júní fór á sömu leið og
14. júní tóku hersveitir vorar landanueravirkin Capuzzo
og Maddalena. 220 italskir hermenn voru teknir höndum.
Hinn 16. var sótt lengra fram og 16 skriðdrekar eyðilagðir
lvrir Itölum, ráðLsl var á birgðalest á veginum milli To-
bruk og Bardia og ítalskur hershöfðingi tekinn höndum.
Þetta var hernaður í smáum s.til, en J>að var kapp og
fjör i leiknum. og vorir menn töldu sig brátt öllu ráðandi
þarna i aúðnirini. Unz lil átaka kom við meginlið Itala
gátu J>eir farið um að vild, gert snarpar árásir. tekið ítali
liöndum og oft náð miklu herfangi. Þegar tveir lierir nálg-
ast gerir Jiað reginmun liver ræður aðeins vfir svæðinu.
sem hann hefir hækistöðvar á, og hverjir ráða yfir öllu
hin. Eg man vel hversu J>etta var í Búastríðinu, J>ar sem
vér réðum raunverulega aðeins yfir herbúðum okkar, en
Búar gátu riðið um allt landið J>vert og endilangt að vild.
Liðfluíningar úr vestri jukust jafn.t og þétt'og um nrið-
hik júlímánaðar voru fjandmennirnir búnir að styrkja
af nýju víglínu sína, með tveimur herfvlkjum og nokkr-
um herdeildum úr tveimur öðrum. Ramkvæmt lrinum
opinhcrum manntjónslistum ítala fyrir fyrstu J>rjá mán-
uði styrjálriarinnar höfðu særst, fallið eða verið teknir
höndum 3500 hérmenn, J>ar af voru 700 teknir lvöndum.
Manntjón vort nam tæplega 150. Þannig lauk óss i hag
ivrsta Jxetti i Jieirri styrjöld, Sem ítalir höfðu sagt oss á
heiulur.
Vildi fá íið frá Sragapore.
Yfirhershöfðingi vor J>ar cystra, Wavell hershöfðingi,
liafði lagt til. að beðið væri meginárásar Itala á hinar víg-
girtu stöðvar við Mersa Matruh. Þar til vér höfðum dregið
að oss öflugan her virtist þetla. oina leiðin, sem um gat
verið að ræða. Eg lagði þess vegna til, að byrjað væri á
Frh. á 4. síðu.
3
Vísir
gefur yður kost á að lesa
margt, sem ekki er að
finna í öðrum blöðum.
VÍSIR
er eina blaðið, sem birtir
greinar og heilar síður
um heilbrigðismál.
VÍSIR
er eina blaðið, sem birtir
greinar og heilar síður
um tæknileg efni og
framfarir á því sviði
VISIR
er eina blaðið, sem birtir
hinar stórmerku endur-
minningar ChurcbiIIs.
VÍSIR
er eina blaðið, sem Ieit-
ast við að birta fræðandi
og skemmtilegar grein-
ar, jafnframt greinuni
um tæknileg efni og
mál, heima og erlendis.
Og svo ez
VÍSIR
íyrstuz með
fréttirnaz.