Vísir - 28.07.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1949, Blaðsíða 2
V I S I R Fimmtudaginn 28. júlí 1943 Fimmtudagur, 28. júlí, — 209. dagur ársins. Sjávarföll. Árdegásflóö kl. 8.10. degisflóö kl. 20.30. Siö- Næturvarzla. Naeturlæknir er í LæknavarÖ- Stofunni; simi 5030. Nætur- vörður er í lyfjaböinni rðunni; sími 7911. Næturakstur annast Hreyfill; sími 6633. t . Breiðfirðingafélagið efnir til skemmtiferöar n. k. laugardag. Farið veröur aö Reykhólum, en á heimleiðinni verður fariö í Haukadal og víö- ar. Merkir sögustaöir veröa skoðaöir og kvikmyndaöir, ef veöur leyfir. í Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sig- urössyni ungfrú Herdís Guð- rún Ólafsdóttir og Gunnar Bjarnason, vélvirki. Heimili þeirra er að' Bergþórugötu 19. V Hvalveiðin. AIls hafa nú veiðzt 168 hval- ir, aö því er Vísi hefir veriö tjáð. Er þaö heldur lakara en í fyrra, en norsku hvalveiði- mennirnir telja, aö nú sé orðiö minna um hvalinn en s. 1. ár. Hvalveiöimiöin eru djúpt út af Faxaflóa. Glímumenn til Svíþjóðar. Ármann hefir sent 12 manna glímuflokk til Svíþjóöar, en- fé- laginu var boöið þaö i tilejfni af Ling-fimleikamótinu. Fóru glimumennirnir flugleiöis til Stokkhóhns 'í fyrradag. Stjórn- andi flokksins og fararstjóri er Þorgils Guömundsson frá Reyk- holti, en glímumennirnir eru: Einar Einarsson, Gretar Sig- urösson, Gunnlaugur Ingason, Hjörtur' Eliasson, Ingólfur Guönason, Kristján Sigurðs- son, Pétur Sigurðsson, Sigfús Ingimundarson, Sigurður Inga- son, Sigurður I. Sigurösson, Sigurjón Ingason og Skúli Þorleifsson. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjudaga pg föstudaga kl. 3.15—4 e. h. Skýrslur og reikhingar Góðtemplara- reglunnar á íslandi fyrir áriö 1948 hafa nú verið prentaöir. í riti þessu, sem er allstórt, er aö finna mikinn fróöleik um regluna og starfsemi hennar. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Esja fer frá Rvk. kl. 20 i kvöld austur um land til Siglufjaröar. Hekla fer frá Glasgovv í kvöld áleiöis til Rvk. Heröubreið kom til Rvk i gær- kvöldi frá Austfjörðum. Skjald-r breið er væntanleg til Rvk. í dag að vestan og norðan. Þyrill var á Vestfjörðum { gær. Skip Einarssonar & Zoéga: Foldin er i Hafnarfiröi; kemur til Rvk. siðdegis í dag, miðvd. Lingestroom fór frá Hull á þriðjudagskvöld áleiðis til Rvk. með viökomu i Færeyjum. Flugið. Loftleiðir. í gær var flogiö tvisvar til ísafjaröar. I dag er áætlað aö fljúga til Vestm.eyja, Aktireyrar, Isa- fjarðar, Bildudals, I’atreks- fjarðar og Sands. Á morgun er áætlað aö fljúga til Vestm.eyja, Akureyrar, ísa- fjaröar, Þingeyrar og Flateyrar. ITekla kom frá Stokkhólmi kl. 18.30 í gær fullskipuð far- þegum Fer í fyrramáliö kl. 3.00 til Prestwick og K.hafnar með 40 íarþega. Flugfélag íslands. Innan- landsfltig: í dag verða farnar áætlunarferöir til Akureyrar (2 feröir), Vestm.eyja, Keflavik- ur, Fáskrúðsfjaröar, Reyðar- fjaröar, Seyðisfjarðar og 'Nes- kaupstaöar. Þá verður einníg flogið frá Akureyri til Siglu- fjaröar og Ólafsfjarðar. Á rnorgun er ráðgert aö fljúga til Akureýrar (2 ferðir), Vestm.eyja,Keflavikur, Kirkju- bæjarklausturs, Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar og Siglu- fjaröar. 1 gær voru farnar áætlunar- feröir til Akureyrar (2 feröir), ísafjarðar, Siglufjarðar og Fagurhólsmýrar. Millilandaflug: Gullfaxi kom i gær frá Prestwick og London með 30 farþega. Flugvélin fór í morgun kl. 7 til Stafangurs og Oslóar meö 40 farþega, þeirra á meðal 30 skáta, sem sækja ætla skátamót i Noregi. Gullíaxi er væntanlegur aftur til Rvk. á morgun kl. 17. Útvarpið í kvöld. Kl. . 20.20 Tónleikar : ,,Les Sylphides“, ballettmúsik eftir Chopin (plötur). — 20.45 Dag-‘ skrá Kvenréttindafélags ís- lands. — Erindi (Ingibjörg Þor- geirsdóttir). — 21.10 Tónleikar (plötur). — 21.15 Iþróttaþátt- ur (Brynjólfur Ingólfsson). — 21.30 Tónleikar: „Paganini- tilbrigðin' eftir Brahms (plöt- ur. — 21.45 Á innlendum vett- vangi (Emil Björnsson). -r 22.00 Fréttir og veðurfregnir. —22.05 Symfóniskir tónleikar (plötur) : a) Fiðlukonsert í C- dúr eftir Vivaldi. b) Symfónía nr. 1 i C-moll eftir Brahms (Philharmoniska hljómsveitin i Vin leikur; Furtwángler stjórnar; — nýjar plötur). — 23.05 Dagskrárlok. Veðrið. Grunn lægð viö suður- og' suðvestur ströndina, sem hreyf- ist i austur.. Hæö rnilli Jan Mayen og Noregs. Veðurhorfur: Norðaustan gola og síðar kaldi. Léttir til síðdegis. Til gagns ag gatnans • tfr Vtii fyt’ir 30 átutn. Að vegabótum er nú unnið víða um bæ. Laugavegur hefir verið malbikaður neðan til og gamla malarlagið, sent undir var, höggið upp, ýrnist á öll- um veginum eöa aðeins með gangstéttunum. Sumir óttast, að það muni gefast illa, ð láta gamla mulninginn óhreyföan á miöri götunni og spá því, að bikaöi mulningurinn nýi muni losna frá og lyftast upp viö frostin í vetur. Aörir fullyröa, aö ekki þurfi slikt að óttast. Sést á sínum tíma, hvorir rétt- ara hafa fyrir sér. Raunin er ólýgnust. Htier crti þetta ? 5- *•' ’ Gyðja sælla drauma, gættu að barni þínu, lokaðu andvaka auganu mínu. Ilöfundur vísu nr. 4 er: Grímur Thomsen. — £mœlki — MrcMgáta hr. S/4 Það þótti lepgi ótrúlegast af öllu, að hægt væri aö halda sér á lofti í tæki, sem væri knúiö áfram með vél, og gæti þar að auki boriö mann. Svo þótti amerískum blaðamönnum og i fimm ár fengust þeir ekki til að trúa því, aö Wright-bræöur heföi gert þetta 17. des. 1903 hjá Kittv Hawk í N.-Carolina. Ein ástæðan fyrir vantrú þess- ari var sú, aö þrem mánuðum áöur hafði frægur stærðfræö- ingur skrifaö grein og „sann- að'‘, að ekki væri hægt að fljúga vél sem væri þyngri en loftið. Wright bræður sendu því í fjögur ár árangurslaust boö til blaðanna um aö koma og horfa á sig fljúga. 500 manns höfðu af tilviljun sé'ð flug bræðranna, en þaö gilti einu, menn fengust ekki til aö trúa þessari furðu íyrir því. — Loks fór herinn þess á leit aö bræö- urnir héldu flugsýningu viö Fort Meyer í Virginíu 3. sept. 1908. Þangaö komu nokkur hundruð menn, sem voru alger- lega vantrúaðir á að þetta gæti tekizt. Þeir undruðust nijög, aö vélin skyldi geta hafið sig á loft og rak í rogastanz yfir þvi, aö hún skyldi geta haldið sér á flugi. Lárétt: 2 Krot, 5 flón, 6 æst, 8 fangamark, 10 líffæri, 12 af- girt/14 efni, 15 lífið, 17 guö, 18 manni. Lóðrétt: 1 Tilbúinn, 2 nögl, 3 skemmtun, 4 ritað, 7 meiðsli, 9 hæfileiki, 11 ílát, 13 Ásynja, 16 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 813. Lárétt: 2 Skjól, 5 rjól, 6 táp, 8 U. S., 10 rann, 12 mjó, 14 rós, 15 Lasa, 17 tá, 18 alinn. Lóðrétt: 1 Örkumla, 2 sót, 3 klár, 4 launsát, 7 par, 9 sjal, 11 nót, 13 ósi, 16 Aii. Nýjar kvöldvökur, 1. og 2. hefti,'XLII. árg. eru komin út, fjölbreytt að efni og fróöleg eins og endranær. í þessum heftum er fjöldi þýddra og frumsaminna greina. Stitáabúiih GARDUR Garðastræti 2 — Síini 7299. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardögum í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar eigi síöar en kL 7 á föstudögum, vegna breytts vinnutima á Iaugardögum sumarmánuðina. — Leyfis- hafar! HÉR Eit HAMM: Hinn nýi O'XMR'D Bíllinn, sem allir spyrja eftir. Alveg ný gerð. Þægilegur. Ný sterk vél, sparneytin. Sérstæð fjaðurmögnuð framhjól. Óskipt framsæti ásamt gírskiptingu í stýri, sem auðveldar innstig í bílinn. Heilsteypt hús og grind. Þetta eru aðeins fá einkenni hins frábæra nýja MORRIS OXFORD. Allar upplýsingar gefnar á skrifstofu vorri, Lauga- veg 118. — Allt á sama stað — Aðalumboð: EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Sími 81812. E í f,'urnnDÍ t *> [prodcctI J ^ M.IO faðir, Maðurinn minn, faðir okkar og tengda- Ólafur Guðnasoit, andaðist á Landspítaianum aðfaranótt 27. þ. m. Björg Helgadóttir, böm og tengdabörn. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.