Vísir - 28.07.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1949, Blaðsíða 7
Fimnitudaginn 28. júli 1949 V I S 1 R r ■ææææææææææðæsæææðæeææææææ^ hann var reyndari maður en eg -- en samt var mér ómögulegt að vera sammála honum. Heimurinn væri sannarlega illur, ef þar fvndist enginn, sem liægt væri að sýna traust eða ást. „Það hljóta að vera til góðir menn og heiðarlegir hér á ítaliu, þótt til séu ættir eins Medisi og Sforza,“ sagði eg. „Eg er þeim nákunnugur,“ svaraði hann. „Af þeim eru koinnir páfar og prinsar, kardinálar og smáhöfðingjar — en í öllum fjöldanum er aðeins einn mikill maður. Aðeins einn maður i liáðum þessuin ættum og öllum öðr- um er heill og héiðarlegur. Einungis einn, sem er of ein- Jægur og heiðarlegur, til þess að vilja brjótast til valda og gerast drottnari.“ „Segðu mér nafn mannsins, sem er liinn eini heiðar- legi í hópi illmenna.“ „Hann er liinn ágæti Giovanni,1 sagði munkurinn, lotn- ingarfullri röddu. „Hann er hinn mikli herforingi okkar, hinn ungi, glæsilegi herforingi okkar — lávarðurinn Gio- vanni delle Bande Nere.“ „Jóhann Svartstakkaforingi!“ mælti eg. „Hróður hans hefir borizt til Englands.“ „Nafn hans mun berast hærra og lengra en til evjar ykkar, ef honum tekst að halda lifi, þrátt fyrir hatur manna á honum og illgirni þeirri, sem umlykur liann eins og niðdimm þoka.“ Hann þagnaði. „Hefir þú fengið þær illu fréttir, Englendingur, að Bayard er dauður?“ ..Rkldarinn Bayard!“ Það v.oru sannarlega harmafregn- ir, að riddarinn ágæti skyldi vera látinn. „Já,“ sagði munkurinn, „Bayard er látinn. Hann beið bana í smábardaga og er þá Giovanni lávarður einn eftir til að viðhalda drengskap í hardöguin og vígaferlum.“ Hann reis á fælur af livilu minni og gekk til min, þar ' sém eg stóð við dyrnar. „Víktu til hliðar, einfeldningur,“ mælti liann, en eg lauk upp hurðinni og hann gekk fram í dimman ganginn. Um leíð snéri hann sér að mér og sagði: „Enginn maður er algerlega á valdi hins illa, cf hann getur komið auga á dáð og dyggðir í fari annara.‘‘ Að svo mæltu gekk liann út úr gistihúsinu, en eg stóð einn eftir og klóraði mér í höfðinu, því að eg skildi ekki siðustu orð hans. Eg hafði líka kvnnzt mörgum heiðarleg- um og virðulegum mönnum, sem féllu mér verr í geð en þessi óheiðarlegi munkur, sem eg hafði staðið að til- raun til þjófnaðar i herbergi mínu. Ef til vill gerði Guð það i einhverjum sérstökum tilgangi að búa suma þorpara eiginleikanum til að lieilla samhorgara sina og vekja að- dáun í brjósti þeirra, jafnvel þótt mennirnir vissu um galla þeirra og mannvonzku. Það er of flókið mál, til þess nð eg geti komizt til botns í því. Biskup eða kardináli gæti ef til vill gefið fullnægjandi skýringu á þvi, en eg efast um, að. eg mundi skilja þá til fulls samt. Eg fór inn i herbergið og lokaði hurðinni, þótt mollu- . svækja væri inni. Síðan afklæddist eg, lagðist fyrir i rúm- inu, sem var allt of stutt, og sofnaði .... VI. KAFLI. A öðrum dcgi eftir komu mína til Livorno aflaði eg mér reiðslcjóta og hélt áfram för minni til Flórens. Reið eg um heitar og rakar sléttur Toskanahéraðs með langa lest áburðardýra í.eftirdragi, en á þeim var ullarvarningur frá föður ininum og margskpnar önnur vara annarra kaup- manna. Víð fórnm allmargir saman og vorum þvi fegnir, þvi að þetta var skálmöld hin mesta og vegirnir ekki alLtaf tiyggir yfirferðar. Eftir nokkurra daga ferð voru hundrað kílómetrar að haki og kveld eitt sáum við hilla undir turna, hvolfþök og hallir hinnar fornu Flórens- borgar. . • Er við höfðum uppfvllt allar skvldur lögum samkvæmt, héldum við inn i borgina um Porta Croce (Krosshliðið) og riðuin inn í hana miðja. I bréfi sinu hafði faðir minn ráðið mér til þess að beiðast gistingar hjá Bartolomco nokkurum Bratti, samstarfsmanni eins kaupmannsins i Calimala-samtökunum, sem faðir minn hafði lalsverð skipti við. Máður þessi bjó við Borgo dcl Greci, scm var bák við'Vecchio-höllinav en hún er aðsetur stjórnar Flór- ens. Fyrir framan hana hafði öfstækismaðurinn Savonar- ola verið brenndur á báli. Mér gekk greiðlega að finna hús Brattis. Það var óásjá- legt að utan, en þrifnaður ágætur, er inn var komið. Bar- tolomeo var nýkominn lieim fra vinnu sinni, er eg barði að dyrum. Hann var liár maður og holdgrannur, augun skær og fasið vingjarnlegt. Var hann feginn að fá lcigj- anda, því að það jók heldur á tekjur lians. Hann bjó i húsinu með konu sinni og fjórum börnum, en þau rýmdu þegar til fyrir mér og tóku mér ópnum örmum, því að faðir minn hafði búið liarna fimm árum áður og komið sér vel hjá þeim. Ivona Brattis bar mér þegar rfn og mat, en elzti sonur- inn, fimmtán ára að aldri, tók að sér að hýsa liest minn. Við ræddum u-m ullarverzlunina við Flandur og Frakk- land og truflanirnar, sem stöfuðu af styrjöldúnum, er bár- ust nú suður á bóginn og gátu þá og þegar breiðzt suður yfir ítalíuskagann. „Við cigum því miður engan Magnifico (Lorenzo de Medisi, sem kallaður var hinn mikli eða Mágrufico),“ mælti Bratti, „sem kann að sigla milli skers og báru og halda jafnvæginu milli fjandmanna,’ svo að Flórens sé forðað frá áföllum. Við höfum aðeins páfann, sem selt liefir Passerini kardínála forráðamann Iþjþólítós litla og til að gæta borgarinnar fyrir Medisi-ættinni, unz drengur- inn vex úr grasi. Faðir þinn fer hyggilega að ráði sinu, Messer (herra minn) Pietro, ér hann vill láta innheimta skuldir sinar.“ „Ef góður Guð,“ giæip kona Brattis fram i, „hefði að- eins gefið okkur Giovanni lávarð í stað Passerinis, páfans og stráksins hans Ippolitos, þá mundi eg sofa rólega.“ „Gættu tungu þinnar, kona,“ sagði Bratti, óttasleginn. „Viltu að eg verði handtekinn og pyntaður?“ „Hvað sem þú segir,“ svaraði kona hans, „þá er það sannleikur, að ef alþýða manna i Flórens fengi að ráða, mundi Giovanni de Medisi vera liöfðingi okkar. Það er sagt, að liann hafi komið til borgarinnar á laun.“ „Það er opinbert leyndarmál,“ mælti Bralti. „Hann er 'hjá hinni fögi’u konu sinni i höll Jakopos Salviotis, tengdaföður sins. Hann er ekki hingað kominn, kona, til þess að gera samblástur gegn Ippolito, heldur aðeins til að afla fjár til að greiða Svartstökkum sinum, cn það er erfitt verk, sem á illa yið hann.“ Að svo mæltu reis Bratti á fætur og fór eg að dæmi hans. Eg fór til herbergis míns uppi undir þaki, vatt mér úr óhreinum ferðafötunum og klæddist öðrum léttari, af GÆFJLN FYLGIR hringimum frá SIGUBMB Hafnarstræti 4. M»mr Kerðir fyrirlÍK*j»mdl. M .§. Laxíoss lcr aukaferð til Akraness mánudaginn 1. ágúst kl, 21,30 og frá Akranesi kl, 23. H.f. Skallagrímur. lamavagn, cnskur, á háum hjólmn, er til sölu. Ennfremur smoking-föt á þrekinn mcðalmann, miðalaust. — Uppl. eftir kl. 4 í Skipa- sundi 69. Kvenmaður óskast á lítið barnaheimili í sveit. Má hafa með sér eitt brrn. Uppl. á Hverfis- götu i 2 A, miðhæð. SKiPAÚTaeRÐ L_«IKISINS „HEKLA" Nokkrir farmiðar eru enn óseldir í næstu Glasgowferð frá Reykjavík, 4. ágúst næstkomandi. Líi ð notuð lafha-eldavél til sölu. Uppl. í síma 6314 eftir kl. 8 í kvöld. C & SunouqkAi —- T ^ Tarzan, Nita og Phil komu að ein- Nú tókst að rétta bátinn við, enda Tarzan synti i áttina til Zee, að En nú nálguðust hinir andstyggilcgu trjáningnum. þörf á. sækja árina. , krókódílar. _______

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.