Vísir - 15.09.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1949, Blaðsíða 2
V I s I R Fimmiudaginn 15. septcmber 1949 'fSfT': Fimmtudagur, 15. september, — 258. dagur ársins. Sjávarföll, Árdegisflóö kl. 11.00, — síö- ‘degisflóö kl. 23.40. Ljósatími bifreiöa og annarra ökutækja 'er frá kl. 20.25-—6.20. Næturvarzla. Næturlæknir er í Læknavarö- '.stofunni, sími 5030, næturvörö- ur er í Ingólfs Apóteki, sími 1330, næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. , U ngbar navernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriöjudaga, fimmtudaga ,og föstudaga kl. 3.15—4 síðd. - ii. Bólusetning gegn barnaveiki beldur áfram og er fólk minnt á aö láta end- nrbólusetja börn sín. Pöntun- nrn er veitt móttaka fyrsta þriöjudag í hverjum mánuöi kl. 11—12 f. h. í síma 2781. Heimdallur heldur kvöldvöku í Sjálfstæð- ishúsinu í kvöld. Meöal skemmtiatriða er einsöngur, Kristinn Hallsson og Nina Sveinsdóttir mun syngja gam- anVísur. Sala happdrættismiða í vöruhappdrætti Sambands is- lenzkra berklasjúklinga er haf- in. Svo sem Vísir hefir áöur getiö um eru margir eftirsókn- arverðir vinningar í liappdrætt- inu og ættu sem flestir aö kaupa miða og freista gæfunnar. Póststjórnir Noröurlandanna, Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóöar, hafa ákveðiö að minnast 75 ára afmæiis Al- þjóöapóstsambandsins, hinn 9. okt. n. k., meöal annars á þann hátt að taka uþp sérstaka teg- und póstsendinga, frá þeim degi, svonefnd „Aerogram’* (I.oftbréf) sem má senda flug- leiðis til allra landa fyrir venjulegt alþjóöa bréfburðar- gjald, sem nú er 60 aura. — P>réf þetta er ein örk, sem brjóta má saman og loka. Ekkert niá láta innan í það, en sé það nert, verður bréfið ekki sent flugleiðis. Bréfsefni þessi, með áprentuðu (to aura burðargjads- merki, veröa til sölu í flestum pósthúsum landsins, og kosta 75 aura. Hvar eru skipin: Eimskip : Brúaríoss fór frá Reykjavík 10. þ. m. til Kaup- mannahafnar. Dettifoss er í kaupmannahöfn. Fjallfoss er á Siglufirði. Goöafoss fór frá Hull 12. þ. m. til Reykjavíkur. Lagarfoss var á Bíldudal i gær ag íer þaðan til Patreksfjarðar. gærkvöld austur og norður um land. Tröllafoss íór frá New York 7. þ. m. til Reykjavíkur. Vatnajökuíl íór frá Leith 13. þ. m. til Reykjavíkur. Rikisskip: Hekla er í Ála- borg, Esja var á Vopnafirði i gær á suöurleið. Heröubreið er 1 Vestfjöröum á norðurleið. Skjaldbreiö er j Reykjavik. Þyrijl er i Faxaílóa. Skip Einarsson & Zoéga: Foldin fermir í Amsterdam í dag. Lingestroom er i Amster- dam. Útvarpið í kvöld: 20.20 Útvarpshljómsveitin Þórarinn Guðmundssón stjórn- ir) y Lagaflokkur eftir W’eber. 0.45 Dagskrá Kvæðamannafé- lagsins Iöunnar; tuttugu ára afmæli: a) Ávarp fKjartan Ól- aísson, formaður félagsins). b) u-rindi Björns Sigfúss. háskóla- bókav.) c) Upplestur : Kvæði (Ólafur Þórarinsson) d) Kvæðalög (Þuríður Friðriks- dóttir, Jósep Húnfjörö, Sigriður Friðriksson og Kjartan Ólafs- son kveða). 21.30 Tónleikar: SöngdanSar úr óperunni „Prins Igor“ eftir Borodinc (plötur). 21.45 Á innlendum vettyangi (Emil Björnsson). 22.05 Sym- fónískir tónleikar (plötur) : a);j Píanókonsert op. 21 eftir Haydn. b) Symíónia nr. 4 e-moll eftir Brahms. 23.10 Dag- skrúrlok. Veðrið: Nálægt Scoresbysundi cr lægö er hreyfist hægt í austur og fer dýpkandi- Horfur: Hægviðri fyrst sið- an SV-gola eða kaldi. Rigning eða súld ööru hverju. Hinn 12. september 1949 skipaði forseti íslands Thor Thors sendiherra og Þlans G. Andersen þjóðréttarfræðing ut- anríkisráðuneyfisins, til að vera í sendinefnd íslands á fjórða allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst í New York hinn 20. þ. m. •—- Thor Thors sendiherra er formaður nefnd- arinnar. Meistaramót í handknattleik. Meistaramót Hafnarfjarðar í handknattleik fer fram 11. k. laugardag i Engidal viö Hafn- arfjörð. Þátttakendur eru: Fimleikafélag Hafnarfjaröar og Knattspyrnufélagið Haukar sem sjá um mótið. Keppt verður í 4 aídursflokkum, meistarafl. kvenna og karla og 2. fl. kvenna og karla. Má eflaust bú- ast við spennandi keppni í öll- um flokkum. — Mótið hefst kl. 5 e. h. Ef veður leyfir verður dansað í Engidal um kvöldið. Til gagns og gawnans • MwAAyáta Hr. SS3 z t/ýe? ctti þetta? 44: Upp úr hvítum úthafsbárum ísland reis í möttli grænum. Iieilluð grét eg helgum tárum af hamingju og fyrirbærum. Viö mér lirostu birkihlíðar, blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann eg fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. > -iy l'ÆSI Iiöfundur erindis nr. 43 er: Stefán frá Hvitadal. Ut tyiM fyrtt 30 árum. Menn höfðu fjarska gaman af að dansa í Reykjavik fyrir 30 árum, ekki siður en í dag, en svolítið voru danssporin öðru vísi þá. Sigurður Guð- mundsson danskennari auglýsti danskennslu í Vísi hinn 15. septcmber árið 1919 og voru þá þeSsir dansar nefndir riý- tízka í auglýsingu ' hans: „Two Step með breytingtim.! One Step með breytingum. Fox Trot. Pussy Trot. Mississippi Trot. Bostonvais. Kostervals. Hesitationsvals. Londónvals. Honoluluvals. Tango Maxime. Reck Time o. íl.“ Að sjálfsögðu kenndi Sigurður fleiri dansa, svo sem „Steppingu", „scenu- dansa“og margt fleira. 1 sama tölublaði Vísis var greint frá þvi, að Egill Vil-1 hjálmsson bifreiðarstjóri ætlaði: utan bráðlega til þess að læra fluglist. „Hann er gætinn og á-! gætur bifreiðarstjóri og vona menn, að hann reynist vel í fluglistinni,“ segir ennfremur í þessari Visisfrétt. Flugið’: Fltrgíélag ísiands: j Innknlándsfíúg: Aætlúnáf- fcrðir verða farnar í dag til Akurey rar (2 ferðir)', V’est- mannaeyja, , Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. ;A morgun eru áætlaðar ferö- ir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkjubæjar- klausturs, Fagurhólsmýrar, Hornafjaröar og Siglufjarðar. f gær flugu ílugvélar F. í. til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Vestmannaeyja, ísafjarðar og Hólmavíkur. Frá Ákureyri var flogiö til Siglu- fjarðar og ísafjaröar. ! Millilandaflug: Gullfaxi, kom frá London og Prestwick þl. 18,30 í gær. Flugvélin fer áætlunarferö til Kaupmanna- hafnar á laugardagsmorgun. Loftleiðir: : - '' A ' 3 ' ‘ 'ðí 1 gær-Vár nldgið ! til VésU mannaeyja (2 ferðir), fsafjar.ö- ar (2 . ferðir), Akureyrar, Kirkjubæjarklausturs og Ing- ólfsfjarðar. Ennfremur var flogið milli Hellu og Vest- mannaeyja. í dag cr áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), ísa- fjarðar, Akureyrar, Patreks- fjaröar, Bíldudals og Sands. Á morgun er áætlað aö fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Akureyrar, ísafjaröar, Þingeyr- ir, Flatevrar og Blönduóss. Hekla fer til Prestwick og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrra- málið. Væntanleg aftur um kl. 18 á laugardag. Geysir var væntanlegur í morgun frá New York. £mœlki — Þegar morð hafa verið fram- in má stundum ráöa það af kúl- um skotvopnanna hvernig þau hafa íarið fram. Oft sést það greinilega á blýkúlum hvers konar fataefni þau hafa snertá leið sinni í mark. í frægu moiT máli frönsku varð byssukúla úr stáli þess valdandi að glæpurinn lcomst upp, vegna þess að á henni sát rispa eftir tönn þess er veginn var. -*>*• j Lárétt: 1 Laglega, 5 mánuð- ur, 7 samþj'kki, 9 geð, 11 ryk- agna, 13 verkfæri, 14 missa, 16 ósámstæðir, 17 straumkast, 19 skemma. Lóðrétt: 1 Kjamsa, 2 sam- tenging, 3 verkfæri, 4 þraut, 6 veitingahús í Reykjavík, 8 tímabila, 10 látinn, 12 leikfang, 15 sjávardýr, 18 frumefni. Lausn á krossgátu nr, 852: i Lárétt: 1 Slanga, 5 far, 7 eK,- 9 fönn, 11 göt, 13 más, 1I4 gröm, 16 Ma, 17 Nói, 19 aug- anu. Lóðrétt: 1 Sleggja, 2 af, 3 naf, 4 gröm, 6 ansar, 8 kör, 10 nám, 12 töng, 15 móa,T8 in. JarSarför fcður okkar og tengdaföður, Magnúsar Bjarnarsonar, fyrrum prófasts að Prestbakka, fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu mánu- daginn 19. b.m. kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn fer fram að heimiii hans á Bergstaðastræíi 56, laugardaginn 17. þ.m. ki. 5 síðdegis, og minningarathöfn í Dóm- kirkjunni sama dag kl. 5,45 síðdegis. Björn Magnússon, Ragnheiður Magnúsdóttir, Charlotta Jónsdóttir, Hermann Hákonarson. * Móðir og tengdamóðir okkar, lohanna Pálsdótftif frá Bíldudal, andaðist 14. þ. m. Börn og tengdabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.