Vísir - 14.11.1949, Side 1
39. árg.
Mánudaginn 14. nóvember 1949
253. tbl,
SÍWMáB á
ffieÍMiSiagias* ísl. ®T©iíal$æ|a
iiú með §áma.
Nýlagnir ooru mildu
minni cn undiwfarin úr
vegnu efnisskorts og tak-
markuðru fjárvciíinga.
I'yrir utan notemiaKÍma
i sveilum var y'firleitt ekki
stofnað til nýrra fram-
kvæmda á árinu, nema að
samið var um kaup a tækj-
um fyrii’ stuttbylgjusamband
við Vcstmannaeyjar og lit-
ilshátlar undirbúningur haf-
inn að þvi.
Á hinn bóginn var unnið
óvenjumikið að viðhaldi og
endurbótum loftlínanna.
þ
Noiendasímcir
í sveiium.
Á þessu ári bafa verið
lagðir símar á 110 sveitabæi,
en 50—70 bæir munu bætast
við fyrir áramót, cf veður
leyfir og efni kemur í tæka
tíð. ErU þetta mun færri bæ-
ir en lagður hefir verið sími
lil árlega að undanförnu og
slafar það aðallega af örð-
ugleikum á útvegun efnis.
Um næstu áramót verða
meira en 2900 sveitabæir
komnir í símasamband, en
það svarar lil þess, að rúmur
helmingur allra sveitabæja
á landinu hafi fengið síma.
Landssimalínur.
Lokið var við lagningu
jarðsíma milli Eskifjarðar
og Neskaupstaðar, en hún
hófst 1940. Nýir sæsímar
hafa verið lagðir í stað eldri
sæsima y'fir firði á Barða-
strönd, en efni til þeirra
hafði verið pantað árið 1946.
Einnig voru lagðir sæsímar
til viðbótar yfir Steingrims-
fjörð, Patreksfjörð og Mjóa-
fjörð (ísafjarðardjúpi).
Miklar endurbætur og við-
gerðir fóru fram á aðallín-
unum, sérstaklega á Vestur-
og Norðurlandi. Mun liafa
verið skipt um 2000 slaura
i stað fúinna og brolinna,
svo og um 7000 km. af vír og
mikinn fjölda einangrara.
Simakerfi i kaupstöðum.
1 Reykjavík var haldið
áfram að setja nýja notend-
ur i samband við aukinn
búnað sjálfvirku slöðvarinn-
ar, sem settur var upp árinu
áður. Samskonar fram-
kvæmdum var lialdið áfram
í Hafnarfirði, cn var ekki
lokið vegna skorts á jarð-
síma. Nú bíða um 4000 nýir
notendur eflir síma i Reykja
vik og munu þeir verða a'ð
bíða lengi, því að ckkerl efni
til stækkunar sjálfvirku
stöðvarinnar cr i pöntun, en
afbendingarfrestur er 2—3
ár, og svo þarf að byggja ýið
símalnisið áður en stækkun
er mögulcg, en til þess heí'ir!
enn ekki fengist fjárl'esting-
arleyfi. Fjöldi fólks hefir
þurft að bíða lcngi eftir
flutningi síma sinna vegna
skorts á jarðsínnim og öðru
efni. Símanotendur i Reykja
vik eru nú um 8700.
Á Akureyri var haldið á-
fram að endurbæta og auka
símakerfið vegna fyrirhug-
aðrar sjálfvirkrar stöðvar,
og er því verki að miklu
leyti lokið.
Auk þess hefir verið cnd-
urbætt línukerfið í Ólafsvík,
Ólafsfirði og Dalvík, og
minniháttar framkvæmdir
eru fyrirhugaðar á næstu
vikum á kerfinu í Keflavík
og Hveragcrði ef veður leyf-
ir og eitlhvað verður eftir af
efni.
Alþingi verður setl i dag,
að aflokinni guðsþjónustn i
Dómkirkjuuni, sem hefst Id.
1.30.
Sira Bjarni Jónsson vígslu
biskup prédikar. Síðan verð-
ur gengið til fundarsalar
neðri deildar, en þar setur
forseti íslands Alþingi með
ræðu. Jörlindur Brynjólfs-
son, aldursforseti Alþingis
tekur síðan við fundarstjórn
þar lil forseti Sameinaðs
þings hefir verið kjörinn.
Berlin (UP). — Það er yf-
irvöldum Vesturveldanna hér
í borg- mikið áhyggjuefni, að
atvinnuleysi fer mjög í vöxt.
Um miðjan október voru
læplega 2:55 þús. manna
skráðar atvinnulausar í vcst-
urhluta borgarinnar og er
það tæplega fjórðungur starf-
andi manna í þeim borgar-
Dr. Ileuss,
l'orseti Vestur-Þýzka'ands.
Samkvæmt nýútgefinni
gjaldskrá um póstburðar-
gjöld hækka póstburðar-
gjöld bæði til útlanda og
innanlands. Þá hækka
einnig Ioftskeytagjöld til
útlanda nokkuð.
Frá og með 15. þessa
mánaðar verður burðar-
gjald fyrir venjulegt 20 gr.
bréf innanlands og til
Norðurlanda 75 aur. en til
annarra landa 85 aur.
Símskeytagjöld til út-
landa hækka um ca. 44%,
nema til Norðurlanda að-
eins 25%.
Símtalagjöld breytast
ekki fyrst um sinn til
Norðiulanda og Ameríku
en ti! annarra landa hækka
þau um 44%.
Símtala- og- símskeyta-
gjöld innanlands breyíast
ekki og heldur ekki önnur
símagjöld innanlands.
Uggvænlegar horfur um
fogaraútgerð laiedsmanna.
FE’ávnunaiega Eéiegur ísfisk-
m BrefEamdi.
ísfiskmarkaðurinn í Bret-
iandi er frámunalega lélegur
um þessar mundir og hafa
sölur íslenzku togaranna
verið mjög lélegar.
S. 1. laugardag fannst lík
Gísla Sig. Sigurðssonar tii
heimilis í Kamp Knox E 34.
Fannst líkið í höfninni vesí-
anvert við Ægisgarðinn.
Gísli S. Sigurðsson hvarf
aðfaranótt 31. okt. s. I. og var
, siðasl vitað lil lians, að hann
! ók niður á enda Ægisgarðs
í leigubifreið ásaml tveimur
hásetum á vélbátnum „Eld-
ey“ frá Ilrísey.
Allir voru þeir félagar und-
ir áhrifum áfengis og urðu
þeir viðskila á bryggjunni.
Komust báðir hásetar „Eld-
eyjarinnar“ um borð, en ekki
var vitað um Gísla frekar.
Örfisrlsieyiarwerk-
smlHiaii kostar
16 miiijo kr.
Upplýst er nú, að slofn-
kosfnaður Örfiriseyjarverk-
smiðjunnar muni nema um
16 milljónum króna.
Framlag eigenda og lán,
er þegar bafa verið tekin,
nema nú um kr. 12.750.000,
auk bráðabirgðalána frá
eigendum, 750 þús. krónur.
Bæjarráð samþykkti á
fundi sinum s.l. föstudag að
leggja bæri fyllstu áherzlu
á að fullgera verksmiðjuna
og samþykkir lántö'ku s.f.
Fáxa í því skyni og framlög'
úr bæjarsjóði á móts við
framlög frá Kveldúlfi b.f.
Vísir hefir átt tal við út-
gerðannann hér í bænum og
lét hann blaðinu í té eftir-
farandi upplýsingar:
Þann 10. og 11. þ. m. seldu
fimm skip sem hér segir:
Surprise seldi 4489 kitt fyrir
8489 pund, Karlsefni 3800
kitt fyrir 5020 pund, Askur
270 smál. fyrir um 5400
pund, Akurey 3800 kitt fyrir
um 4000 pund og Egill rauði
2800 kitt fyrir 3600 pund.
Mikið
af ufsa.
Töluvert af afla þessara
togara var ufsi, en verðið á
honum er venjulega 2 pund
fyrir liver kitt, en að þessu
sinni seldist liann fyrir 10—
12 sh. kittið, þvi sem ekki
var fleygt. Af þessum 10—12
sb. þarf útgerðin að greiða
i sölulaun og löndunarkostn-
að um 4—5 sh. á hvert kilt,
og auk þess 10% i innflutn-
ingstolla. Er þvi harla lítið
eftir af upphaflegu söluverði.
Bretar keyptu ufsann með
það fyrir augum að salta
liann. Hér á íslandi er slíkt
ekki hægt vegna kaupgjalds-
ins og erfiðrar aðstöðu til
saltfisksverkunar. Islending-
ar gela læplega lengur skotið
sér undan því, að nota sér
þann markað, sem þeir hafa
lifað á um aldaraðir, en það
er saltfiskmarkaðurinn.
Öngþveiti.
vegiplega góð veðrátta
hér á bes
Haustveðráttan hér í
Reykjavík heíir verið með
afbrigðum góð alit til þessa,
og miklu betri en venja er til.
í s. 1. oklóbermánuði var
bitinn að vísu lítið fvrir ofan
meðallag, cða 1.5 slig í slað
4.2 stig, sem er meðaltalshiti
í oktöbermánuði. Hinsvegar
var mánuðurinn miklu úr-
kþmuminni, en venja cr til
í október. Venjulega rignir
svo teljandi sé annan hvern
dag að meðaltali j mánuðin-
um og er normal úrkoma
89.5 mm. En í s. 1. olctóber
rigndi ekki nema í 8 daga og
úrkoman mældist aðeins
29.1 mm., eða þriðjungur á
við jjað, sein venja er til.
Mestur biti í oktéibcr
mældist 11. dag mánaðarins
og komst þá í 14.5 slig, en
minnslur varð liann 25. okt.,
og komst þá niður í 9.4 sliga
frost.
Togaraútgerðin hér á landi
er komin í bið mesta öng-
þveiti, enda ekki við öðru að
búast, meðan afurðaverðið
fer stöðugt lækkandi, eu
kaupgjald hækkandi. 1 þessu
sambandi má gela þess, að
nú selsl lýsi fyrir tvöfalt verð,
miðað við lýsisverðið fyrir
styrjöldina. Ilinsvegar er
lifrarpremian nærfellt átta
sinnum hærri en fyrir stríð.
Þá voru greiddar kr. 28.50
fyrir livert lýsisfat, en nú
nemá þær greiðslur' nærfelt
200 krónum. Svoná er ástalt
á fleiri sviðum i togaraút-
gerðinni. j
Frh. á 8. siðu. J