Vísir - 14.11.1949, Síða 4

Vísir - 14.11.1949, Síða 4
4 V I S I R Mánudagmn. 14. nóvember 1D49 VISIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H/F, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 2. AfgreiSsia: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Setning Alþingis. Wyrir Alþingi því, er nú kemur saman til funda, liggja * mörg og mildl verkefni. Ber þar fyrst til að telja, að mynda verður starfhæfa ríkisstjóm á traustnm mál- efnagrundvelli, sefn miðar til endurreisnar í atvinnu- og fjárhagsmálum. Um það verður engu spáð, hvort slík sljórnarmyndun muni ganga greiðlega, en ef til vill má um það dæma fyrstu daga þingsins við forsetakjör og raun- ar val annarra starfsmanna í þingdeildum. Ef verulegar breytingar verða 1 þessu efni, má telja víst, að þeir flokk- ar, sem að breytingunni standa, Iiafi náð samkomulagi um frekara samstarf eða séu með það í deiglunni. Hinsvegar verður að viðurkenna, að cf marka má afstöðu flokks- blaðanna til stjórnarmyndunar, þá sýnist ekki blása byr- lega, en vel má vera, að slíkt nudd sé yfirborðið eitt, en engin meining að baki. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, hefur nú nylega rætt stjórnmálaviðhorfið á flokksfundi, en Tíminn hefur svo séð l'yrir því, að gcra þjóðinni kunn- an boðskap formannsins. Virðist svo sem Hermann Jónas- son telji svokallaða „vinstri stjórn“ eina sálnhjálparúr- ræðið, en þó á hún ekki að vera róttækari en svo, að hún standist samanburð við jafnaðarmannastjórnirnar á Norð- urlöndum. Er þá auðsætt, að kommúnistar eiga þar engu að ráða, þótt þeir fái að dingla mcð i stjórninni, en marg- ir telja ósennilegt, að kommúnistar sætti sig við slíka kosti, þótt áhugi þeirra fyrir stjórnarsetu sé rnjög mikill og þeir telji til nokkurs að vinna, jafnvel þótt öllum stefnu- málum þeirra verði varpað fyrir róða. Alþýðuflokkurinn virðist ekki hafa liug á að taka þátt í slíku stjórnarsam- starfi, enda rofnaði stjómarsamstarfið beinlínis vcgna á- greinings milli hans og Framsöknarflokksins og í kosn- ingunum virtust þessir flokkar standa á öndverðum meið um flcst málefni, en þá ckki sízt gengismálin, sein nú hljóta að koma á dagskrá Alþingis, á hvern veg, sem þau verða leyst. Þótt myndun vinstri stjórnar takist á þeim grundvelli, sem Hermann Jónasson hugsar sér þetta, er hætt við, að þjóðin teldi lítinn feng að slíku samstarfi og ekkert ör- yggi fæst með því í atvinnumálunum. Hitt væri sönnu nær, að slik stjórn léti enn reka á reiðanum og frestaði öllum raunhæfum aðgerðum til úrlausnar, sem mönnum skilst þó, að tæpast reynist gerlegt. Skapa verður útgerð- inni starfsskilyrði tafarlaust, enda verður því ekki skotið lengur á frest en til áramóta. Upp úr áramótum falla gihl- andi kaup- og kjarasamningar úr gildi, cn útgerðin hlýtur einnig að stöðvast þá sökum beins hallarekstrar, sem ekki verður risið undir. Erfiðleikar á afurðasölu fara stöðugt vaxandi, en verðfall hefur orðið á lýsi, sem allt til þessa hefur verið eftirsótt vara, en má nú teljast lítt scljanleg íyrir það verð, sem við þurfum að fá fyrir það. Aðkoman fyrir nýju ríkisstjórnina verður mjög óglæsileg, hvernig sem tekst að greiða fram úr vandanum. Fullyrða má, að þar verður að vinna vanþakklátt verk, en vafasamt er, að nokkur þingflokkurinn treystist til að taka á sig ábyrgð af slíkum ráðstöfunum. Samstarf tveggja flokka eða fleiri myndi reynast hráskinnaleikur, þar sem hver þeirra tog- aði í sinn skækil, en að engu miðaði fram á við. Slílct samstarf gæti tæpast reynzt varanlcgt, cn aðeins stundar- 1‘róun fyrir flokkana sjálfa, scm eiga erfitt með að sætta sig við utanþingsstjórn, — sem þó verður að mynda, ef flokkarnir bregðast skyldunum. Hið nýkjörna Alþingi mun væntanlcga fjalla um stjórn- skipunarlögin, sem lengi hafa verið á döfinni, án sýni- leg árangurs. Kann sú lagasetning að valda allvíðtækum ágreiningi innan þingflokkanna og raunar meðal þjóðar- innar allrar. Frá slíkum lögum verður að ganga á þá lund, að þau geti reynzt varanleg, en ekki þurfi að hrcyta þeim, svo að segja frá ári til árs. Lausn sljórnskipunar- málanna þarf engum samvinnuslilum að valda minni þing- flokkanna, fyrr en þá í lok kjörtímabilsins. SEXTUGUR I DAG: Þorvarður Björnsson, í dag er Þorvarður Björns- son yfirhafnsögumaður 60 ára. Þegar eg var drengur þóttist eg viss um, að allir beztu sjómennirnir væru Ár- ncsingar. — Seinna kenndi reynslan mér, að þar áttu allir landsfjórðungar jafn dugandi og góða menn. Þorvarður er Vestfirðingur, ættaður úr Dýrafirði. Hann hcfir starfað óslilið, liartnær þrjá áratugi lijá Reykjavikur- höfn. Manna kunnugastur er hann því skipakosli lands- manna og sjómannastétlinni. Þá hefir hann slarfað mikið i félögum sjómannasamtak- anna, er i stjórn Skipstjóra-1 lelags íslands og liefir verið fulltrúi þess félags á þingum ’ I Farmannasambandsins og , Sjómannadagsráði, þar sem ! hann er nú í stjórn. Þá var Þorvarður í ritnefnd Sjó- manablaðsins N’íkings og skrifaði þar og í fleiri blöð um öryggismál sjómanna af fullri einurð. Það tímabil, sem eg licf að- allega kynnst Þorvarði, hefir verig eitt það mest umbrota og byltingartímabil, sem yfir ísland liefir komið. Stríðið með öllum sínum buslagangi, gekk yfir landið og krafðist aukins hraða og getu í öllu atvinnulífi þjóðar- innar. Hvergi mun þó hafa ( mætt meira á nokkru í ís-1 lenzku þjóðlífi og atvinnu- háttum, en á Reykjavíkur-1 liöfn. Lítil höfn fámennrar þjóðar var á svipstundu orð- in miðdepill allra sighnga á norðanverðu Atlandshafi. Slcip Breta og Bandaríkja- manna ásamt skipum frá öll- um löndum Bandamanna höfðu hér viðkomu, nmldóðu vörur, tóku vistir o. fl. o. fl. Þessir brcyttu tímar hlutu að koma hart niður á Reykja- víkurhöfn og starfsmönnum hennar og þá ekki sízt Þor- varði Björnssyni. Mitt álit er það, að Þorvarður hafi levst hlutverk sitt af licndi með prýði og dugnaði. Það veit enginn, sem eklvi hefir reynt, hvað erfitt það oft var að leysa úr þörf innlendra skipa með lestunar- og losunar- pláss, þegar tvö herveldi kröfðust samlímis svo og svo mikils athafnasvæðis fyrir sig í höfninni. En þetla tókst að framkvæma árekstralaust að mestu og á Þorvarður Björnsson stóran þátt í live vel það tókst til. Mér er vel kunnugt, að oft var ónæðisamt hjá lionum á vinnustað og ekki fór lieimili lians varlduta af því, sökum sífelldra símahringinga úr öllum áttum á nóttu scm degi. Eg lief einu sinni þurft að lcggjast á sjúkrahús. Þaö var skömmu eftir að eg hóf starf mitt hjá Reykjavikurhöfn. Frá mörgum mætti eg sam- úð þá, en fáum á jafn áþreif- anlegan og drengilegan hált og Þorvarði Björnssyni. „Sá er vinur sem í raun reynist“ segir máltælcið og það cr rélt. Ileilsteyptur drengskapar- maður er Þorvarður Björns- Framh. á 7. síðu. Um útlit húsa. |jess hefir oft veriö getiö und- anfariö, bæði hér í pistlun- um og smáletursdálkum ann- arra blaöa, hversu miklum stakkaskiptum ýms bæjarhverfi hafa tekiö nú á síöasta ári, vegna aukins skilnings bæjar- lnia á því aö ganga sómasam- lega frá húsum sínurn aö utan, mála þau eöa húða. Einkum hefir þetta verið áberandi i eldri hlutum bæjarins, þar sem bætt hefir verið fyrir ára og áratuga gamlar vanrækslusvndir. Er þetta vel farið, en betur má eí duga skal. * Hjjitt er þaö þó, sem sumum húseigendum ætlar aö ganga illa meö aö skilja, en það er hin sjálfsagöa skylda þeirra sem i samliyggingum búa, og eru fleiri eigendur að einni hús- eign, aö ganga sameiginlega frf luiöun og lit utanhúss. Þaö er með öllu óskiljanleg smekk- leysa, sem víða á sér staö hér i bænitm, þegar ein og sama byggingin er múrhúðuð meö tveim til þrem misnutnandi lit- um. eftir geöþótta hvers íbúö- areiganda um sig, og sama gildir um mörg máluö hús. ❖ jjétta verður aö breytast, og í sjálfu sér þyrftu byggingar- yíirvöldin að hafa hér hönd í bagga, með því að sýnt er, að mörgum bæjarbúum er ekki treýstandi til þess aö ráöa þess- um niálum sjálfir. Er hér um að ræöa stórkostlegt atriöi um útlit og svip heilla bæjarhverfa og gatna. Raunar er óskiljan- legt aö þurfa skuli sérstakar á- bendingar um jafan sjálfsögi atriöi og þau, aö einni og sömu byggingu, þótt stór sé, og marg- ir séu eigendur, beri aö hafa einu og sömu meðferö um út- lit. Til þess er ætlast af þeiir. sem húsin teikna, byggingar- nefndinni og bæjarbúum al- mennt. * IJr því eg er farinn aö tala um þessa hluti, er rétt aö minn- ast á fleira í því sambandi, og þá hvernig málum er komiö um útlit nokkurra opinberra bygg- inga. Á s. 1. sumri var Sundhöllin máluö i fyrsta sinn frá því hún var byggö. Bæjarbúar geta af eigin sjón og reynd dæmt um árangurinn, og hina áberandi breytingu til hins betra. Rétt á móti er barnaskólinn. Ekki er nokkur vafi á þvi að sú bygging mundi njóta sín veru- lega betur ef hún væri máluð auk þess sem hverfiö allt skipt’ um svip, með þessum tveim höfuðbyggngum i björtum lit- um, meö hinum nýreista gagn fræöaskóla viö sömu götu, sem géngið heíir verið prýöilega fró hvaö þetta snertir. Tandsspítalinn er einnig í ó- bættri sök. Ilefir ekki veriö borinn aö honum pensill utan- húss frá því bygging sú varÖ til. Ekki Ieikur nokkur vafi á því, aö húsiö rnundi taka mikl- um stakkaskiptum viö máln- ingu, en á næstu grösum, og viö hlíðina á honum, er fæöingar- deildin nýja risiii af grunni, með björtum Jit. En vonandi stendur þetta tii bóta, og betra seint en aldrei, þótt ekki megi öllu lengur drag- ast, og er málinu skotiö til réttra aðila til skjótrar úrlausn- ar. * þannig má lengur telja. En íullvíst er, að mikil vakning er á ferðinni í þessum bæ um þaö, að lífga við hina litlausu sementsbyggö, og kveöa burtu drungann, sem veriö hefir of á- berandi i heildarsvip margra bæjarhverfa. * Reykjavíkursýningin. jjm sýninguna í nýja Þjóö- minjasafninu er mikiö talaö í bænum. Óvenjulega mikil aö- sókn hefir veriö að henni frá byrjun, -og þegar eftir fyrstu viku hafði sem svarar fimmti hver maöur í bænum séð hana. Mun einsdæmi aö slík aösókn hafi verið hér aö nokkurri sýn- ingu, enda á hún fyllilega skiliö athvgli bæjarbúa. Hafa hinir fjölmörgú sýn- ingargestir veriö hrifnir af því sem fyrir augu bar, en þótt einstaka raddir hafi komiö fram meö gagnrýni, þá getur þaö engan vegin átt við sýning- una sem heilcl. -Slíkt væri meö öllu óféttlátt og ómaklegt. Þeir scm aö þessarri merki sýningu hafa staðiö, og stjórna henni, eiga skiliö veröugt lof fyrir störf sín, og eigi lagt til lasts, þótt íinna megi eitt og eitt at- riöi, í einstökum deildum, sem vera mættu fyllri aö upplýsing- um. Efast eg um aö ekki megi finna snögga bletti, ef vel ér leitaö. Á næstunni mun nánar vikið af því sýningarefni, er varöar byggingar og skipulag i bæn- itm, og birtar af þvi myndir meö skýringum hér í þessum dálkum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.