Vísir - 29.04.1950, Síða 4

Vísir - 29.04.1950, Síða 4
’A V I S I R Laugardáginíi 29. apríl 1950 nrisixe. DA6BLAÐ Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H/R, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofa: Austostræti 7. Afgrdðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f, Mörg er búmannsraimin. Bændur af suðvesturhjara landsins hafa að undanförnu haldið fundi til þess að ræða hagsmunamál sín, með f illiti til þeirrár gengislækkunar, sem nýlega var látin koma íil framkvæmda. Sagt er að bændur hafi gert harða hríð að þingmönnum héraða sinna og lcrafist þess, að þeir hlutuðust til um, að erlendar nauðsynjar yrðu látnar þeim í té sama verði og tíðkast hefði fyrir gengislækkunina. Fyrir tiltölulega fáum árum barðist þessi stétt hinsvegar fyrir lággengi öðrum stéttum frekar og taldi það höfuðsök stjórnmálamanna að hafa beitt sér fyrir hækku'n krón- unnar, en tlmarair breytast og mennirnir með. Hér fyn* á árum vora íslenzkar landbúnaðarafurðir fluttar á erlendan markað og seldust þar sumar hverjar á viðunandi verði. Nú er þetta að því leyti breytt, að bændur sitja að svo hlómlegum rnarkaði við sjávarsíðuna, að þeim er engin vandi á höndum við að selja vöruna, cn miklu frekar þykir á skorta að þeir sjái kaupstaða- búum fyrir hæfilegu magni hennar. Á nýsköpunarárunum ’ar mjög um það rætt, að-með aukinni tækni ætti land- húnaðurinn að geta stóraukið framleiðslu sína og gert hana ódýrari í framleiðslu, en jafnframt myndi þá hagur bænda batna mikið. Af þessari viðleitni sést enginn árangur eim þá og bændur segjast standa svo höllum fæti, þrátt í'yrir margra ára góðæri, að þeir geti ekki greitt hærri brónutölu fyrir erlendar nauðsynjar, en þeir greiddu fyrir gengislækkunina, en annaðhvort verði þá ríkið að greiða slíkan varaing niður eða hækka verð á landbúnaðarafurð- flutt inn fyrii' milljónir króna. Allar stéttir keppast við að gera kröfur, þótt þær baði í rósum og allur þorri landsmanna búi ekki við nokkur raunakjör. Þessar stéttir allar gera lcröfurnar einvörðungu il ríkisvaldsins, en aldrei er að því vikið, að þær geti bætt eigin hag með auknum-eða bættum rékstri. Bændur liafa enga sérstöðu i þessu efni, cn rétt er hinsvegar að vekja athygli á, að þeir gætu Stóraúkið framleiðslu sína, ef full- uegja á markaðsþörf kaupstaðanna. Enn sem komið er má elja nægjanlegt kjöt á markaðinum, en við borð liggur að skortur sé á allri anriarri framleiðslu landbúnaðarins. Mjólkurskortur er víða ríkjandi, — að menn ekki nefni rjóma, smjör og osta til neyzlu og útflutnings, jarðepli og ánnað grænmeti, sem nú cr algjörlega ófáanlegt, enda flutt inn fyrir milljónir króna frá fjarlægum heiins- álfum. Svona hefur þetta verið úni margra ára skeið, og sumir ráðunautar landbúnaðarins hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að innan hans yrði að verða gerbylting á fram- eiðsluháttum. Einkum yrðu hændur að efla kúabú sín il stórra muna og taka upp umfangsmeiri karíöflurækt, en tíðkast hefir. Jafnframt þyrfti svo að sjá fyrir varð- veizlu framleiðslunnar, þannig að urint reyndist að dreifa íenni jafnt og þétt á markaðinn, en hún væri ekki látin óntast vegna ónægra geymslna eða ófullnægjandi. Allt petta þarf vissulega að gera, en það verður aldrei fram- kvæmt, nema því aðeins að bændur sjái sér frekar hag í nð auka búrekstur sinn, en krefjast styrkja eða niður- greiðslna af opinbera fé. Þeir þurfa ekki að berjast við narkaðsskort svo sem útvegurinn, enda eru þeim hæg íeimatökin. Jafnframt verða samtölc bænda að beita sér fyrir því að dregið verði úr hinum óhóflega milliliðalcostn- aði, sem er svo fáránlegur, að bændur bera ef til vill einn n’iðja úr býtum af söluverði afurðanna á neyzlumarkað- num. Þetta verður búmannsraun næstu ára, en hana verð- ur að leysa af hendi innan samtaka bændanna- sjálfra. En :il þess verða þeir að gera sér ljóst hvar skórinn Icreppir. „Ber þú sjálfur fjanda þinn“ var eitt sinn sagt við liöfð- íngja, er vildi láta hefja á loft merki sitt. Breytingar á skipulagi afurðasölunnar verða að lcoma frá bændunum sjálfum. Fræðslulögin komin í framkv. í að- eins 23 skólahverf um landsins af 220 Almenningur misskilur verk- námskennsluna allmikið. Viðtal við Ingimar Jóhannesson, fulltrúa fræðslumálastjóra. TlÐINDAMAÐUR VlSIS átti fyrir nolckru tal við lngi- mar Jóhannesson kennara, fulltrúa Fi’æðslumálastjóra, og leitað hjá honum nokkuna upplýsing-a varðandi fræðslu- málin. „Þið vinnið sjálfsagt nú, að venju á þessum tíma árs, að undirbúningi prófa víðs- vegar um Iandið,“ segir tíö- indamaðurinn. „Já. Nýlega hafa verið send héðan venjuleg verk- efni til fullnaðarprófs og’ barnaprófs (í íslenzku og reikningi) í barna- og ung- lingaskólum um land allt. Barnaprófin fara fram, þar sem nýju fræöslulögin frú 1946 eru komin til fram- kvæmda.“ „Þau eru þannig ekki komin til framkvæmda um land allt?“ „Því fer mjög fjarri, að vegna nýju fræðslulag- anna?“ „Aðalbreytingarnar éfu í því fólgnar, að skólaskyldan er lengd um eitt ár, og að gert ér ráð fyrir meira verk- námi, og skiptingU eldri deildanna í bóknáms- og verknámsdeildir. Samkv. nýju lögunum lýkur barna- fræðshcnni við 13 ára áldur, en skólaskyldu lýkur við 15 ára aldur. Vegna þess aö margir, fjölda margir mætti segja, foreldrar og aðstandendur barna, hafa ekki áttað sig til fulls á þeirri breytingu, sem hér um ræðir, þykir svo sé, því að skólahverfin 1 rétt að benda á 4. grein lag- landinu eru um 220, en lög- anna (um skólakerfi og in aöeins komin til fram- fræösluskyldu), sem fjallar lcvæmda í 23.“ um þetta, én hún hljóðar ,Hvaða skólahverfi eru svo: þaö?“ j „Unglingaskólar, miðskól- ,Þar ber fyrst að nefna ar og gagnfræðaskólar taka Reykjavík, Akureyri, Hafn- þegar við að loknu barna- arfjörð, Isafjörð, Neskaupst., Seyðisfjörð og Húsavík, og ýms hin stærri kauptún á Suður- og Austurlandi. Enn- fremur má nefna Mosfells- sveit, sem er eina sveita- skólahverfið, þar sem lögin eru komin til framkvæmda, en af bæjum, þar sem lögin eru ekki komin til fram- kvæmda, má nefna Vest- mannaeyjar og Siglufjörð.“ „Hverjar eru aðalbreyt- ingarnar á fræðslukerfinu prófi. Þeir greinast í tvenns konar deildir, bóknámsdeild og verknámsdeild, éftir því á hvort námið er lögö meiri áherzla. — Unglingaskólarn- ir eru tveggja ára skólar. Nám í peim jafngildir námi í tveimur neðstu bekkfum gagnfrœðaskóla. Því lýkur með unglingaprófi, og veit- ir þaö rétt til framhaldsnáms í miöskólum og gagnfræða- skólum. — Miðskólarnir eru þriggja ára skólar. Nám í þeim jafngildir námi í þrem- ur neðstu bekkjum gagn- fræðaskóla. Því lýkur með landsprófi, miðskólaprófi. Það veitir rétt til inngöngu í sérskóla og menntaskóla með þeim takmörkunum, er kunna að verða settar í lög- um þeirra eða reglugeröum. — Gagnfræöaskólar í kaup- stöðum éru fjögurra ára., skólar. Gagrífræðaskólar í svéitum veita aöeins tveggja ára fræöslu, áð loknu ung- lingaprófi. Þó er fræðslu- málastjórn heimilt að veita undanþágu frá þessu á- kvæði, ef forráðamenn gagn- fræðaskóla óska þess. Nem- endUr gagnfræðaskóla ganga éftir 2 eða 3 ár undir sama próf sem nemendur unglingáskóla og miðskóla. Burtfararpróf úr gagnfræða skóla, gagnfræðápróf, veitir rétt til náms í þeim sérskól- um, er þess prófs krefjast, og til starfs við opinberar stofnanir, eftir því sem lög og reglur álcveða.“ Til frékari skýringar. Til frekari skýringar er rétt að taka fram: Eins og greinin ber með sér jafn- gildir unglingapróf ekki gagnfræðaprófi, og peir ungl ingar sem œtla $ér að taka gagnfræðaprófi, og peir ung- lingar sem œtla sér að taka lengur, en til pess eru peir ekki skyldir. Hér er þess og að geta, að víða eru unglinga- og gagn- fræðaskólar sama stofnun, og er svo t. d. hér í Reykja- vík og á ísafirði, og taka þá nemendur unglingapróf í gagnfræöaskóla að loknu tveggja ára námi, og verða þriðja veturinn, ef þeir óska þess, til þess að ljúka gagn- fræðaprófi.“ „Er nokkuð sérstakt um Framh. á 7. síðu. ♦ bergmál ♦ Vinstúlka mín kom aö máli við mig um daginn og sagði: „Áttu skíði?“ „Jú,“ svaraði eg, „einhvers staðar á eg að eiga skíði, ef vel er gáð.“'„Viltu ljá mér þau?“ spurði hún. „Með mestu á- nægju,“ sagði eg, „og þú mátt eiga þau, ef þú vilt, eg er hálfþreyttur á skíðaíþrótt- inni í bili. Hefi ekki komið á skíði í 14 ár. Annars held eg', cliS jxaji hljóti aö vera full-löng fyrir jiig, og auk þess eru bindinga.rnir ’fyrir skó nr. 45. Og þá held eg líka, að jjau séu heldur gamaldágs nú orÖi5.“ Stúlkan brosti og sagöi: „Mér er alveg sama jró þau séu gamaldags, en eg get illa notað bindingar vifi skó nr. 45. og svo ræð eg líklega éklct við skíðin.“ Þar með féll jxessi stÓrhugúr rh’inn í skíöagjöf- um niður, eins og nærri má geta, og viðkomandi stúlka verður að fá skíði að láni ann- ars staðar. Og sannast sagna eru skíöin min orðnir hálfgerð- ir garmar og' myndu lítt sóma sér á háfjöllum í dag, en j)að er önnur saga eins og þar stend- ur. En þetta stutta samtal mitt og þessarar ágætu vinstúlku minnar gefur tilefni til nokk- urra hugleiðinga í samhandi við hina ágætu skíðaíþrótt, sem mér finnst einhver feg- ursta, skemmtilegasta og liollasta íþrótt, sem völ er á, og allir munu taka undir með mér, sem einhvern tíma hafa brunað niður hjarn- breiðu, eða dottið á rassinn í mjúkum skafli. ;jí /C Sannleikurinn er sá, að hin síðari ár hefir Jiróazt allt of milcil tildurmennska eða „snobberí“, eins og það er kall- að á afleitti reykvísku. \’arla þykist nolckur stúlka eða tmg- lingsstrálcur maöur nteð mönn- um, sem eklci á hinn fullkomn- asta slcíðaútbúnað, sérstök skíðaföt, með ýmislegu fárán- legu sniði, fyrsta flokks „pat- ent-bindingum“’, bakpokum og öllu því stússi, sem nú tilheyrir skíöaíþróttinni. Að sjálfsögðu ber að klæða sig skynsamlega til jjess að fara á skíði. Þar dug- ar enginn ..city-dress“ eöa sið- degiskjóll. En nú er sem keyri úr ’hófi í prjáli. Enginn er minni ma,ður Jxitt bann sé ekki i allra nýjustu tízku til þess aö fara upp á Hól, inn í Jósefsdal eða í Flengingarbrekku. Aðalatrið.ið er, að menn njóti jteirrar ánægjtt, sem þessi dásamlega íjxrótt veitir iðkendtun sínum, og jtaö gerir maður- jafnvel í velbrúkuðum Alfyssingi, með allri virðingu fyrir þeirri ágætu vöru. Svo hefi eg þetta ekki lengra, en vona, þrátt fyrir samúð mína með skíðafólki og íþróttinni sjálfri, að snjóa taki að léysa uppi til fjalla, Og að við fáum svolítið meira af vori.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.