Vísir - 02.08.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 02.08.1950, Blaðsíða 4
!4 V I S I R MiSvikudaginn 2. ágúst 1950 V18XXt DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR HfJL Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Eólsson. Skrifstofa: Austurstræti 7, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimnt Iínurji Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjan hl. Ómaklegar árásir. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hafa rætt að undanförnu fisksölu okkar í Miðjarðarhafslöndunum og haft sitt hvað við hana að athuga. Sigfús Sigurhjartarson innleiddi slíkar umræður, sællar minningar i kosningabaráttu, sem reyndist aldurtili hans á pólitískri áhrifabraut. Honum hefur síðar bætzt liðauki tveggja aðila, sem hafa fullan hug á að hagnast á ofangreindri fiskverzlun, og hugðust að vinna mikið til mikils, en ekki.verður sagt að árangur- inn sé gæfusamlegur. Fyrir þremur áratugum réðist ungur Islendingur til búsetu á Italíu, en áður hafði liann unnið að fisksölumálum um nokkurt skeið. Hafði hann mikinn kunnugleik til að bera á þessum málum, var tungumálamaður góður, en auk þess gáfaður og stói’huga, enda naut hann trúnaðar ís- lenzkra fiskframleiðenda þegar frá upphafi. Maður þessi er Hálfdán Bjarnason, frá Steinnesi, sem margir Islend- ingar þekkja, sem sótt hafa hann heim, vegna óvenjulegrar fyrirgreiðslu og greiðvikni, en svo sem kunnugt er gegnir Hálfdán ræðismánnsstörfúm. fyrir Island í Genoa. I upphafi starfs síns á Italíu mun Hálfdán hafa unnið fyrir ýmsa íslenzka framleiðendur, sem hann hafði leitað viðskipta hjá og tryggt sér, áður en hann réðist til utan- landsfarar. Þrátt fyrir harðvítuga samkeppni annarra fisk- kaupenda á ítalíu, sem einir liöfðu setið að markaðinum, tókst Hálfdáni að byggýa upp hagkvæmari og öruggari markað þar, en fiskframleiðendur höfðu átt að venjast, enda mátti svo heita að allt væri fyrr í óvissu um verðlag frá degi til dags, hvað þá ári til árs og framleiðendurnir voru gersamlega háðir dutlungum hinna erlendu fisk- kaupenda. Þessi veika afstaða leiddi cðlilega til þess, að íslenzkir framleiðendur eða fiskkaupendur leituðust við að tryggja sér markað með undirboðum á vörunni, til stórtjóns fyrir land og lýð, en þess mun margur útvegs- maðurinn minnast, sem átti allt sitt undir hagkvæmum aflasölum, en oft stöðu uppi efnum rúnir vegna lélegra sölumöguleika, að því er talið var. > Að undirlagi og vegna forgöngu Magnúsar banka- stjóra Sigurðssonar efndu útvegsmenn til samtaka sín á milli, er þeir nefndu „Sölusamband íslenzkra fiskfram- leiðenda“. Samtökum þessum var í upphafi ætlað að koma í veg fyrir undirboð á íslenzkum sjávarafurðum, sem og að greiða fyrir sölu þeirra, efitr því seiji efni stóðu til á hverjum tíma, en án þess að hat'a þar á hendi nokkra einkasölu. Að ráði Magnúsar Sigurðssonar og vitanlega með samþykki annarra aðila, sem að samtökunum stóðu, gerðist Hálfdán Bjarnason umboðsmaður þeirra á Italíu, en mun hafa notið lágrar umboðslauna fyrir störf sín þegar frá upphafi, sem eðlilegt og sjálfsagt var. Störf sín hefur Hálfdán Bjarnason rækt með prýði alla stund, en þar er ekki einvörðungu um sölustarfsemi að ræða, heldur og upplýsingastarfsemi varðandi markaðshorfur á hverj- um tíma, en stjórnendur S.l.F. ákvéða einhliða aflasöl- urnar í samræmi við markaðshorfur, án þess að Hálfdán Bjarnason geti haft á það nokkur álirif sér í hag. Fisk- verð og markaðshorfur eru ekkert launungarmál, en þrátt fyrir það vcltur á miklu að umboðsmenn, sem í hlut eiga skilji starf sitt og kunni að inna það af höndum. Á því geta oltið milljónatap eða milljónagróði, en þær munu ótaldar milljónirnar, sem runnið hafa til útvcgsmanna vegna aðgerða og fyrirhyggju Hálfdáns Bjarnasonar, en þá ber frekar að þakka honum starfið cn vanþakka eða vansæma. Þeir menn, sem standa að róginum um Hálfdán Bjarna- son, skjóta langt yfir skammt og vega í rauninni að sam- tökum íslenzkra útvegsmanna, sem öllu ráða um fisk- sölur. Mættu þeir menn vera gæddir miklu andvaraleysi, sem ekki skildu frá ári til árs hvað þeim hentar, og hvort áratuga reynzla og starfi Hálfdánar Bjamasonar hafi verið jþeim notadi’júg eða ekki. Danskir leiðangursmenn. Sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, efndi til boðs á heimili sínu í gækvöldi, fyrir Dana, sem hér eru staddir úr Pearylandleiðangri Knuths greifa og íslenzka ritstjóra' og blaðamenn. Meðal gestanna var ritstjóri Ekstrablaðsins í Kaupmannahöfn, Leif B. Hendil, en hann er einnigi aðalritari sjóðstjórnar leiðangursins.. Hefur hann átt þess kost að þessu sinni, að dvelja hér á landi í nokkra daga, ferðast víða hér um nágrennið og kynnast íslenzkum þjóð- arhögum, svo sem þeir ganga og gerast í dag. Hefur rit- stjórinn þegar sent blaði sínu nokkrar greinar um íslenzk málefni, skrifaðar af skilningi og vinsemd, en á þann hátt að þær ná til danskra lesenda og mega eyða hjá þeim mörgum misskilningi. j Ekstrablaðið er víðlesið inn er liinsvegar það að er blað í Danmörku, enda er það gefið út í eitt hundrað þús- und eintökum. Er okkur. Is- lendingum því mikilsvirði að fá heimsókn menntaðra dánskra blaðamanna, sem yfir slíkum málgögnum ráða, með því að hinir eru alls- staðar of margir, sem vegna vankunnáttu geta ekki lagt gott til málanna, en hafa sig til eyðuupfyllingar i frammi að óþörfij. Hendil ritstjóri ræddi við íslenzka blaðamenn um fag- leg málefni og veitti ýmsar upplýsingar, sem síðar mega að gagni koma varðandi kunna að koma Dönum beint starfshætti og lífskjör ís- í hag og Grænlendingum lenzkra blaðamanna. — Af sjálfum. Dvelja þrír vísinda- þeirra hálfu var gerð grein (leiðangrar i Grænlandi um fyrir íslenzkum viðhorfum þessar mundir, —- þar af til danskrar blaðamennsku, frapski leiðangurinn uppi á og vakin athygli á margs- jhájöklinum, sem íslenzkir kyns misskilningi, sem þró- flugmenn færa vistir til og aðist milli þjóðanna að á-'getið hefir verið þráfaldlega stæðulausu, en stöfuðu ein- í blöðum. segja, að til hans var efntj undir forystu Knuths greifal árið 1948. Hafði hann ásamtj 8 vísindamönnum vetursetu á austurströnd Grænlands 1948—1949 og enn á ný liöfðu 7 visindamenn þar vetursetu 1949—1950. Knuth greifi einn dvaldi þar þó báða veturna, en hann er kunnur víða um heirn fyrir ferðir sínar um Grænland þvert og endilangt, merki- lega revnslu og prýðileg rit- verk. Hafa störf leiðangurs- ins almenna vísindalega þýð- ingu, aúk þcss sem þau upphafi, Barnm kvikmyndari og Hammar stöðvarstjóri ný- lendunnar Danaborg, sem starfar á vegum Grænlands- stjórnarinnar, en allt eru þetta kunnir menn í heima- landi sínu. Áhöfn flugvélarinnar hef- ur komið hingað til lands einu sinni eða oftar, en liana skipa: Káptejnleutenant Ben- Bistrup, Flyverlötenant Ben- dix Sörensen, Radiokvai’ter- mester Grentsmann og Flyer- kvartermester Rosen. Láta þeir vel af Gi'ænlandsflugi yfir sumarmánuðina og telja það gefa sér dýi’inæta reynslu. Meðan þeir dvelja hér búa þeir á Stúdentagarð- inurn. vörðungu af ókunnleika, ein- hliða eða gagnkvæmum. — Vakti Valtýr ritstjóri Stef- ánsson athygli á þeirri nauð- syn, að danskir blaðamenn sæktu Island heim, enda myndu slíkar heimsóknir lciðx’étta margvíslegan mis- skilning, auk þess sem hann þakkaði Hendil komuna og skrif hans, sem þegar hafa bh'zt i blaði lians. Smásíldar- ganga við SA-land. Talsverðrar síldargöngu hefir oiðið vart í Hornafirði og er slíkt mjög óvenjulegt. Kunnugir menn telja, að mjög mikið mætti veiða af sild þarna, ef reynt væri, en rnenn hafa ekki haft néinar tilfæringar í þá átt. Síldin er um 15 em löng. — Göng- unnar hefir orðið vart víðar við Suðurland. 1. Pearylandsleiðangrinum lil aðstoðar hafa verið þrír Catalina-flugbátar um nokk- ux’i’a vikna skeið og dvelja tveir þeirra þar ennþá, en sá I þx’iðji, sem hér dvelur, snýr, aftur til Gi’ænlands að viku ^ liðinni. Auk Hendils ritstjóra ^ komu með flugbátnum hing- að til lands Bubl landsréttar-j lögmaður, senx hefur verið. lögfi’æðilegnr r 'ðunautur Um Peai’ylandsleiðangui’- IciðangurssJ. 'iraar ínar fi’á Skúli Guðmundsson tók þátt í dansk-sænsku móti. er haldið var í Khöfn um helg- ina. Varð hann hlutskarpaslur í hástökki — keppti fyrir Kaupmannahöfn — og setti um leið nýtt islenzkt met, stökk 197 metra. Skúli verð- ur sennilega einn af þátt- takendum Islendinga í Ev- rópumeistai’amótinu í Brúss- el síðar í þessum mánuði. GM Ekkf veit egj hvort það hefir nokkura þýðingu að birta bréf „Bíógests", sem hér fer á eftir. Um fátt hefir vérið meira ritað í smáleturs- dálkum dagblaðanna en ein- mitt þetta efni, sem sé hléin í kvikmyndahúsunum. En eg birti bréfið samt, enda talað fyrir munn fjöldamargra, sem bíóin sækja. * Jæja, bréf „Bíógests“ er þá á þessa leiö, orörétt: „Kæra Bergmál- Mig lángar til að biöja þig fyrir umkvörtun út af hin- um undarlega sið, sem hér er, að þurfa endilega aö hafa hlé á kvikinyndasýningum. Sér- stáklega er þetta furöuleg ráð- stöfun, þegar yitaö er, aö yfir- gnæfandi meiri híuti biógesta vill ekki sljk hlé, finnst þau rjúfa eölilegt samhéngi mynd- arinnar, og skapa óþarfa um- gang og truflun í bíóinu, löngu eftir. aö siöari helmingur mynd- arinnar er hafinn. Eg held mér sé óhætt aö fullyrða, aö þetta fyrirkomulag fyrirfinnist ekki I á Noröurlundum, né heldur í Bretlandi. Aö sjálfsögöu þurf- um viö engan veginn að semja, okkur aö háttum annarra þjóöa, \ ef anjiaö á viö hér heima- En slíku er ekki til að drei fa í þessu tilfelli. * Nú verður maður að líta svo á, að forráðamenn kvik- myndahúsanna vilji heldur hafa þann hátt á, sem gest- um líkar bezt, enda eðlileg- ast að svo sé. En hvers vegna er þessu þá haldið áfram, þrátt fyrir fjölda mótmæla í dagblöðum bæjarins, ár eftir ár? Mér var áö détta i liug, til aö taka allan vafa af um þetta, mál, aö unnt væri aö efna til at- kvæöagreiðslu meðal kvik- myndahúsgesta, eins konar ,,Gallup-atkvæöagreiösIu“ um þetta, þar senx úr þessu fengizt slcoriö. Þetta væri vafalaust hægt, t. d. meö því, að sá hluti aðgöngumiðans, sem dyravöýö' urinn tekur við, væri átkvæöa- seðill, þar sem spurt væri: Viljiö þér liafa hlé, eöa ekki ? Eg er v.iss um, að þessari uppá- stungu yrði ekki illa tekiö hjá bíógestum, og þetta ætti aö vera handhæg aðferö- Þyrfti t- d. ekki að greiða atkvæði ncma einn dag, segjum t. d- á laugar- degi eða sunnudégi.“ / * Hér lýkur bréfi„Bíógsets“, og skýt eg hér með uppá- stungu hans til réttra hlutað- eigenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.