Vísir - 01.09.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1950, Blaðsíða 1
£0. érg. Föstudaginn 1. september 1950 193. tbl. Bánaslys varð vestur á Snœfellsnesi á sunnudaginn, er 85 ára gamáll maður varð fyrir bifreið. . Var maöur þessi á gangi á veginum miili Eáskrúöar- báýia cg Grafar í Mikla-* holtshreppi eftir hádegiö á sunnudág, er bíl bar þar aö og varö maöurinn fyrir hon- um. Hefir bílstjórinn skýrt svo frá, áö maöurinn hafi litiö viö, er bíllinn átti nokk- urn spöl ófarinn að honum, svo aö hann hafi gert ráð fýri.r því, aö hann vissi af bílnum. Auk þess kveöst bílstjórinn hafa gefið hljóö- merki til frekara öryggis, en þá hafi maöurinn tekið viö- bragö inn á veginn, svo að ekki var hægt að foröast hann og skall hann á vélar- húsi bifreiöarinnar. Bifreiöarstjórinn tók hinn slasaða mann þegar upp í bifreiðina og flutti hann til Sfykkishólms, en hann haföi hlotið svo mikla áverka, að hann andaöist morguninn eftir. Máöur þessi hét Jón Sigurðssoh og var áður bóndi að Hoftúnum í Stað- arsveit, en hafði undanfarið dvalið að Fáskrúðarbakka. Þá slasaðist kona í bifreið- árárekstri í Kjós í gær„ Rakst jeppabifreið frá Hamrafelli í Mosfellssveit á vörubifreiö úr Hafnaríiröi meö þeim afleiöingum, aö yíirbygging jeppabifreiðar- innar brotnaöi af henni, svo og annaö framhjólið og auk þess rann hún út af vegin- um. Báðar bifreiöarnar fóru hægt, en annars er hætt viö, að meira slys heföi orðið, því aö í jeppanum voru tvær konur og tvö börn. Konan, sem meiddist, heitir Sigríð- ur Guömundsdóttir og er nokkur við aldur. Myndin er .af einum fundinum í öryggisráðinu meðan Malik var þar í forsæti í s.l. mánuði. Yerið ér að greiða atkvæði um, hvort taka skuli eitt deilumálið enn á dag'skrá, samkvæmt tiilögu Maliks. Tillagan var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. iesta saltfisk. SaltfiskútflutningUr okkar mun brátt hefjast í stórum stíl, þar sem mestu hitaíím- arnir eru nú brátt á enda í Suður-Evrópu. Er þegár farið að ferma tvö.íslenzk skip með saltfiski lil úinulnings, Skip þessi eru Arnarfe'll og Katlá. Vísir veit ckki að svo stö.ddu, til Iivaða landa skipin verða send. lessjo, Öhemju síld virðist riú' vera um allan Faxaflóa, en eink- þó í Miðnessjó, og segja sumir útgerðarmenn, aö þeir liafi aldréi fyrr vitað til þess, að reknetaveiði hefði verið þar eins mikil og nú undanfarna daga. „Vísir“ átti í jnorgun símíal við Sturlaug H. liööv- arsson, útgerðarinann á Akranesi, , að sjö Akranes- bátar væru nú byrjaðir rek- nctaveiðar á Faxaflóa, cn fleiri mvndu bætast í hópinn, jáfnlkjótt og þeir koma að norðan. Áð því er vitað var í morgun, höfðu Akra- nesbátar aflað síðast um 120—170 tunnur í lögn, sem er ágætt, cn í fyrradag fékk „Svanur“, einn Akraness- bátanna 237 tunnur, Það þykir nú ekkert íil- tökumál, þótt 2—3 tunnur fáist i nót, og í'er að sjálf- sögðu eftir því, hve margar nætur báturinn hefir, hve mikið afþisl, einr, og. nú cr inn síldargcgndina. 1 gær var enginn bátur á sjó frá Akranesi, né heldur úr Grindavík, vegna óhag- stæðs veðurs, sunnan eða suðvestan roks. 1 dag er heldur skárra, cn þó ckki gott veiðiveður. Munu allir Akrane.sbátar, er hafa út- húnað til þéss, róa í dag. Fyrstu 7 mánuði þessa árs hefir úlflutningurinn verið 208 millj. ki\ Á sama tíma. í ifyrra. var. hann 295 millj. en árið 1948 var ; hann 426 millj. Þetta eru allt sambærilegar tölur, miðað við núverandi ' gengi. Verðmæti útflutningsins til júlíloka á bessu ári, er AÐEINS HELMINGUR út- flutningsins á sama fíma 1948. Er því ekki furða, þótt nú brengist í búi með gjaldeyrinn. En ástæðan er aðallega sú, að ísfisk- markaðurinn í Bretlandi hefir alveg brugðizt og freðfiskurinn orðið lítt seljanlegur. Ekki bætir það úr ástandinu, að tog- ararnir Iiafa flestir legið í höfn um tvo mánuði, með- an beir gátu aflað fisks, sem úr mátti vinna verð- mæta útflutninsvöru. Ivrókodill slapp úr dýra- garði manns eins í Lusanne í Sviss og leikur nú lausmn liala í Genfarvatni . mmmi í Móreu* 14@iH'giiágiIsfai* iiefja sókn hjá Pefiang og ; Átökin í Kóreu fóru m)ög harðnandi í gœrkveldi og í nótt, en í morgun var frá pví skýrt í fréttum frá Tokyo að kommúnistar hefðu hafið enn eina stórsóknina á öll- um vígstöðvum. Haröir bardaga standa yf- ir á nær allri víglínunni frá Pohang og vestur og suöur til Masan. Eiga í vök að verjast. Hjá Pohang hafa reyndar staðið yfir látlausir bardag- ar í hátt á aöra viku og hafa norðanmenn gert þar mörg hættuleg áhlaup, sem varn- arherinn, her Suður-Kóreu- rnanna, hefir jafnan lirund- iö. Borgin Kigye fyrir riórð- vestan Pohang hefir ýmist verið í höndum innrásar- hersins eða varnarhersiris. éegja má að Pohang sé nú alveg í rústum vegna lát- lausra bardaga, en þá borg hafa kommúnistar einnig haft á valdi sínu um stund, ^ótt hún sé nú aftur í hönd- um sunnanmanna. Þungi sóknar innrásarhersins er nú mjög mikill á þessum vígstöðvum og hefir þeim Qrðiö nokkuð ágengt. ;i Suðurvígstöðvarnar. Aöalvarnarlína varnar- hersins á suðurvígstöðvun- um er um 25 kílómetra fyr- ir vestan Masan, en þar hófu kommúnistar mikla sókn snemma í morgun. Á þess- um vígstöðvum eru hersveit- ir Bandaríkjamanna # til varnar og njóta þær stuðn- ings bæði stórra skriödreka og árásarflugvéla. í morgun var skýrt frá því að komm- únistum hefði um stundar- sakir tekizt að rjúfa aðal- birgðaflutningaleið varnar- hersins. Bardagar voru þarna einnig mjög harðir í morgun, en ekki óttast að kommúnistum takist að brjótast í gegn. Naktongfljót. Innrásarherinn geröi í morgun tilraunir til þess aö koma nýju liði yfir Naktong- fljót fyrir vestan Taegu og mun nokkurt liö hafa kom- ist yfir„ Minnstir bardagar eru á þessum slóðum, en inn rásarherinn stefnir til Taegu og veita baridarískar her- deildir harövítuga mót- spyrnu. Bandarískar flugvél- ar geröu margar loftárásir á birgðastöðvar kommúnista í gær meö góðum árangri. 107 kirkjublöð. Á hernámssvæði Breta Þýzkalandi eru gefin út 1( kirkjuhlöð með 5—6 milj eintaka upplagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.