Vísir - 22.09.1950, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1950, Blaðsíða 2
V f 8 I R Föstudaginn 22. september 1950 Föstudagur, 22. sept. — 265. dagur ársins. Sjávarföll. Árdegisflæöi kl. 3.45. — SíS- degisflæði kl- 15-10. m! Ljósatími bifreiða ög annarra ökutækja er kl- 20 til 6.40. Næturvarzla. Næturlæknir er í LæknavarS- stofunni; simi 5030. Næturvörö- ur er í Lyfjabúöinni Iöunni; sími 7911. m Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin briöjudaga kl. 3.15—4 og firnmtudaga kl. 1-30—2-30- — A'ðeins tekiö á rnóti börnum, sem hafa kíghósta eða hlotið of- næmisaögerð gegn honurn. Ekki tekið á móti kvefuöum börnum. .. Happdrætti Heimdallar. .. Dregiö var i happdrætti Heimdallar, félagi ungra sjálf- sttæSismanna, i fyrradag, en vegna þess aö nokkrir umboös- menn utan af landi hafa ekki enn’pá gert skilagrein var vinn- ingsnúmeriö innsiglaö og verö- ur geymt í skrifstofu borgar- fógeta. jtangaö til skilagrein hefir farið fram. Haustfermingarbörn sr. Bjarna Jónssonar eru beöin aö koma til viðtals i Dómkirkj- unni í dag kl. 5 e. h. Haustfermingabörn., sr- Jóns Auöuns eru beðin að koma: til viötals í Dómkirkjunni n- k- mánudag kl. 5 e. h. : Heimilisp ó stur inn, septembér-október liefti er ný- komiö út. Ritið er mjög fjöl- breytt að efni aö vanda. Heft- inti er skipt í lesmál fvrir karla og lesmál fyrir konur. Ileítið birtir að þessu sinni þýddar sögur, ]jóö, bridgeþátt, kvik- myndaopnu, skrítlur og mynd- ir. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla var, á Bakkafiröi \ gær á suðurleið'í Esja fer írá Reykjavík á há- degi i dag austur um land til Siglufjarðar. Heröubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var á Bolungavík í gær á leið til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- haítia. Þyrill er á suðurleið. Ár- mann er í Reykjavík og fer þaöan j kvöld til Vestmanna- eyja. Skip SÍS: M.s. Arnarfell er í Napóli. M-s. Hvassafell er á Húsavík. Sendiherra Fjakka hér, kom i gær í heimsókn i utanrikisráöuneytið, og bar fram fyrir hönd sína og ann- arra sendiherra í Reykjavík, árnaðaróskir i tilefni af björg- un áhafnar flugvélarinnar Geys- is- — (Fréttatil. írá utanríkis- ráðuneytinu). Útvarpið í kvöld: 20.30 Útvarpssagan: „Ketill- inn“ eftir William Heinesen; XXXII. (Vilhj. S. Vilhjálms- son rith-). 21.00 Tónleikar (plötur). 21-15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri) • 21.30 Tónleikar: Ungir söngv- arar syngja (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.xo Vinsæl lög (plötur). Gengið: 1 Pund ........... kr. 45-7° 1 USA-dollar........— 16.32 1 Ivanada-dollar .... — 14-84 roo danskar kr. .... — 236.30 100 norskar kr......— 228.50 100 sænskar kr......— 315.50 roo finnsk mörlc .. — 7-09 1000 fr. frankar .. — 46.63 roo belg. frankar .. — 32.67 roo svissn. kr........— 373-7° roo téklcn , kr. .....— 32-64 roo gyllini ..........— 429.90 Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin ■ þriðjudaga ’kl.j; '305^-4 og fimmtwdaga kl. 1-30—230, —f- Aðeins tekið á móti börnum, sém fengið hafa kíghósta eðá hlotið ofnæmisáðgerð gegn honum. Ekki tekið á móti kvef- uðum börnum. Veðrið- Grunn lægö skammt suður af Reykjanesi á hreyfingu strðaust- ur eftir. Veðurhorfur: Austan og norðaustan gola; víðast létt- skýjað. Verkakvennafél. Framsókn. Félagskonur, munið fundinn í kvöld kl- 8)4 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. —- Konur, fjölmennið og sýniö skírteini eða kvittun við innganginn- Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jóns- syni frk. Þóra Ólafsdóttir, Öldu- götu 24 og Halldór Þórhallsson teiknari frá Vestmannaeyjum- Heimili þeirra verður í Vest- mannaeyjum. Nesprestakall. Haustfermingarbörn í Nes- sókn erti beðin að koma til við- tals í Melaskólanum næstkom- andi þriðjudag kl- 5. Síra Jón Thorarensen. Söfnin. Landsbókasafnið er opin kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 10— 12 yfir sumarmánuðina. — Þjóðskjalasafnið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laug- ardaga yfir sumarmánuðina kl- 10—12. — Þjóðminjasafnið kí- 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. — Listasafn Ein- ars Jónssonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæjarbóka- safnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl, 1—4, kl- 1-30—3 og þriðjudaga og fimmtúdaga. Náttúrugripasafn- ið er opið á sunnudaga. * Til gagns og gatnans • ífr VíAi tfijt'if' 30 árufti. 1 fyrrj heimsstyrjöld hófust beinar skipagöngur frá íslandi til Vesturálfu sem Jcunnugt er- M. a- skipa var gamli GtiIIfoss í siglingum milli Reykjavíkur og New York með viðkomu í Halifax. Þessar siglingar lögð- ust ekki niöur þegar eftir styrj- öldina. Hér er bæjarfrétt úr Vísi 22. sept. 1920: Lagarfoss fór fram hjá Bjallev (Bell Island) 20. þ. m. Leiö ölltí vel. Skipið væntan- legt til Monstreal í dag. Mun vera fyrsta íslenzkt skip, sem þangaö kemur. Þennan sama dag voru aug- lýstar bílferðir í Skejðaréttir frá „Bílaafgreiðslu Söluturnsins“. — £mœlki — Bandaríkjamenn nota meira en 20.000 lestir stáls á ári til þess eins að smíða éinkennis- plötur á bifreiðir. Prófessorinn var ákaílega tttan við sig — eins og prófes- sorar eiga aö vera. Svo vildi til, að meðal námsmeyja hahs var 1 gift kona og það vildi enn- fremur til, að hún eignaðist bárn- Finu sinni, þegar hún var að viðra erfingjann, mætti hún prófessornum á förnttm vegi og tók hann tali, þvf að hana lang- aði til að sýna honum soninn- Prófessorinn leit á sveininn og sagði síðan: „Þetta verkeíni hafið þér ekki leyst ein-“ í amerísku blaði stóð nýlega eftirfarandi fregn: „.... Lenti knötturinn á gagnauga Berra, svo að hann féll í öngvit. Var liontim ekið ; sjúkrahús, þar sem tekin var röntgen-mynd af 1 höfði hans. Hún leiddi ekkert í ljós.“ Liðsforinginn var að spyrja riýliða út úr, til að ganga úr skugga um gáfur hans- „Hvað mundir þú kalla herbragð ?“ sþttrði hann. Nýliðinn hugsaöi málið and- artak og sagöi svo: „Það er herbragð, þcgar maður er orð- inn skotfæralaus, en heldur á- fram að skjóta-“ HnAAcjáta hk U42 Lárétt: 1 bleytuhríð, 6 teymdi, 8 forsetn-, 10 tónn, 11 kynbótafé, 12 knattspyrnufél., 13 tveir eins, 14 Irrodd, 16 tötra- lega. Lóörétt: 2 nafnbót, 3 þramm- andi, 4 ítölsk á, 5 á hesti, 7 ganga hægt. 9 farartæki, 10 önug, 14 forsetn., 15 skamm- stöíun. Lausn á krossgátu nr. 1141: Lárétt: 1 dugar, 6 mál, 8 p.s., IO ló, 11 ósparar, 12 as, 13 fa, 14 ask, 16 latar. Lóðrétt : 2 um, 3 gálaust. 4 al, 5 spóar, 7 kóran, 9 sss, 10 laf, 14 aa? 15 KA. ENSKA franska .PÝZKA ISLENZKA SPÆNSKA ítmska DANSKA Ljúffengt og hressandi TUNCÖTU 5 Áður Berlitzskólinn Námskeið í Jxessum 7 tungumálum hefjast um næstu mánaðamót. Ktínnslustnndir verða 3 í viltu, 1 liverju máli. Kennsla fer fram alla virka daga kl. 14 —21. Innritun hyrjar mánud. 25. þ.m. og fer h'ún fram dagl. kl. 17 21. í Túngötn 5, annarri hæð. (Ekki í síma). Þangað iil innritun hefst verða allar nánari upp- lýsiugar gefnar í síma 4895, daglega kl. -17^-20. Halldór P. Dungal. Nr. 42/1950. TiMkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákVeðið eftirfarandi liámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlcndum kaffibrennslum.: Heildsöluvcrð án söluskatts .... kr. 28,40 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti .. kr. 29,28 pr. kg, Smásöluverð án söluskatts .... kr. 31,75 pr. kg. Smásöluverð með söluskatti . . . kr. 32,40 pr. kg. Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. Reykjavík, 21. sept. 1950, Verðlagsstjórinn. Stúlkur — Atvinna Vana afgreiðslustúlku vantar nú þegar. Æskilegt, að hún hefði unnið í kjötverzlun. Gott herbergi og fæði á staðnum. Uppl. á Miklubraut 20, kl, 12—2 e.h. b'ívL ••*.: _ 1 •! ■ ; ■ j '■ ' ■ '■ - -----rm-1 ,1» O .". ■-r*»4-—------------ Skrifstofustúlka Vön skrifstofustúlka óskast. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir 26. september. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.