Vísir - 22.09.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 22.09.1950, Blaðsíða 4
Föstudaginn 22. september 1950 WlSlK DAGBLAE Ritstjórar; Kristján Guðlaugsson, Hersteims Pálsfton, Skrifstofa; Austurstrætl 7, Otgefandi; BLAÐAOTGAFAN VlSIR H/E. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm QnnZ^ Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjau ELL SáttatiIIöpnt halnað. 0rslitin í atkvæðagreiðslu sjómanna og útvegsmanna um miðlunartillögu sáttaneí'ndarinnar eru nu kunn, og fór svo að báðir aðilar höfnuðu henni með miklum atkvæða- mun. Verður þó ekki annað sagt, en að tillögur nefndar- innar hafi byggst á fullri sanngirni, en í þeim fælust veru- legar kjarabætur fyrir sjómenn, bæði að því er varðar vinnutíma og lcjör, ef um meðalafla eða þaðan af meirá væri að ræða. Tillögurnar voru lítt ræddar í blöðunum, ef frá er talið, að Þjóðviljinn snérist gegn þeim og hvatti sjómenn til þess að hafna þeim, en öll skrif blaðsins sönn- uðu Ijóslega, að þar var ekki hugsað um hag sjómanna, heldur hitt, að koma í veg fyrir friðsamlega lausn, enda er vinnufriður hugtak, sem kommúnistar una illa, enda ætlað af æðri völdum, að spilla allri framleiðslu lýðræðis- ríkjanna og er Island, þótt smátt sé, þar engin undan- tekning. Þjóðviljinn birtir daglega rammaklausur, þar sem skýrt er frá gjaldeyristapi þjóðarinnar, sem af þvi leiðir, að tog- ararnir liggja bundnir í höfn. Síðasta talan er 63 milljónir króna, sem blaðið telur að tapast hafi vegna stöðvunarinn- ar, og má vel vera að það sé nærri sanni. Að vísu má ætla að brezki markaðurinn hefði reynzt ótryggur yfir sumar- mánuðina, og togararnir hefði ekki verið gerðir út, nema með stórtapi. Hinsvegar eru markaðshorfur nú sæmileg- ar og má vænta þess, að á því verði engin breyting yfir vetrarmánuðina. Bretar Iiafa aftur horfið að því ráði, sem þeir beittu fyrir stríð, til þess að tryggja vörugæðin, að takmarka það magn, sem hver togarn má flytja á rnarkað í hverri söluferð, en magnið er þó m.un ríflegra, cn það var fyrir stríð. Dregur þetta að sjálfsögðu úr möguleikum ný- sköpunartogaranna til ábatavænlegs rekstrar, þótt ef til vill megi reka þá án veridegs lialla, meðan markaðurinn er oruggur, og ekki tilfinnanlegum verðsveiflum háður. Menn gerðu ráð fyrir því, að gengislækkunin myndi koma útflutningsframleiðslunni að fullum notum, þannig að afkoma rekstrarins yrði tryggð, en verðlækkanir á er- lendum markaði hafa dregið úr áhrifum gengislækkunar- innar, en auk þess hafa allir markaðir þrengst og flestar fiskyeiðiþjóðir eru orðnar sjálfum sér nógar 1 því efni. Er svo um Breta í bili, þótt líkur séu til, að vaxandi víg- búriaður kunni að draga nokkuð úr mánnafla við fiskveið- arnar svo sem frá öðrum greinum atvinnulífsins. Islenzk framleiðsla er með öllu háð verðlagi á hiniim erlenda mark- áði, en fari það lækkandi, verður að gera viðeigandi ráð- stafanir til þess að draga úr framleiðslukostnaðinum. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki sneitt, og við getum ekki gert ráð fyrir, að við getum búið við sömu kjör og gekk og gerðist á styrjaldarárunum, er engar hömlur voru á fisksölu og verðíð miklu hærra, en dæmi eru til. Togaraverkfallið er þjóðinni alvarleg áminning. Þegar’ einn aðalþáttur aívinnulífsins verður óvirkur, er allir af- komu almennings stefnt í voða. Sjávarútvegurinn hefir skapað allan þann erlenda gjaldcyri, sem þjóðin hefir yfir að’ ráða, en togararnir eru stórvirkustu framleiðslutækin, sem mestan gjaldeyri hafa skapað. Eigi þeir að liggja að- gerðartausir enn um stœið, er liætt við, að þjóðin verði að neita sér um ýmsar lífsnauðsynjar, sem hún er orðin vön og getur ekki án verið. Miðlunartillaga sáttanefndarinnar Iri'ggðist á fullri sanngirni, cn var frairi sétt sem síðasta tilraun, er sýnt var að deiluaðilar sjálfir gátu enga lausn fundið, en langt bil var á milli þeirra Icrafna, sem fram voru settar af hálfu sjómanna og þeirra kjara, sem út- vegsmenn töldu sig geta gengið inn á. Tillaga sáttanefndar- innar hefir verið felld af báðum aðilum. Övist er um frek- ari aðgerðir til lausnar málinu, enda sýnist vilji ekki fyrir hendi íil friðsamlegrar lausnar af háífu dciluaðilanna. Það má vel vera að sjómenn hafi ráð á að ganga atvinnulausir mánuðum saman, og að útvegsmenn hafi einnig ráð á að láta framleiðslutækin liggja ónotuð, en Iivað sem því líð- ur, er lritt jafnvíst, að þjóðin má ekki við slíkri kyrrstöðu. Deiluna verður að leysa á sanngjörnum grundvelli og því fyrr því hetra. Stofnun greiðslubandalags Evrópuríkja undirrituð í París á þriðji AðiBar eru öBl ríki, sem taka þátt í efnahagssamvinnu- stafnuninni. S. 1. þriðjudag hinn 19. þ. m. undirrituðu allár með- limaþjóðir efnahag-ssam- vinnustofnunarinnar í París samkomulag um stofnun greiðslubandalags Evrópu- landanna. Island og öll önnur Evr- ópulönd, sem þátt taka í efna- hagssamvinnunni, eru með- limir þessa bandalags. í Washington fagnaði Paul Hoffman, framkvæmdastjóri efnahagssámvmnustofnun- aririnar i Washington, stofn- un greiðslubandalagsins, sem „stærsta sporinu í áttina að efnahagslegri sameiningu Evrópuþjóðanna síðan efna- liagssamvinnustofunin var sett á Iaggirnar“. Hanil ságði einnig að „samkomulag um greiðslubandalagið, sém virkar aftur fyrir sig til 1. júli s. 1., færi nú liið lang- þráða takmark um auðveld- ari gjaldeyrisyfirfærslur og aukna verzlun á milli Evr- ópulandanna nær veruleikan- um. Hinn stóri sölumarkaður meðal 270 milljón ibúa Evr- ópu, sem verður að eflast ef að framleiðendur eiga að selja vörur sínar á lægra verði og gera almemiingi kleift að kaupa þær, mun aukast mun fyrr með stofnun þessa bandalags, en hann nmndi ella gera. Eg lít svo á, að starf- semi greiðslubandalágsins muni beinlínis stuðla að bættum lifsskilyrðum méðal íbúa Evrópulandanna“. „Með því að gera sölu á gjaldeyri í raun og veru mögulega á meðal ýmissa Evrópulanda mun greiðslu- bandáfÉgið efla frjálsari verzlun á milli þessara landa. Eiririig nran auldn útrýming verzlunarhafta, svo sem tak- mörkun • á magni ýmissa vörutegunda sem flytja rná inn til suinra landa, auka framleiðsluliæfni og verzlun á meðal meðlimalandanna og verða til bóta fyrir neytend- urna. Evrópa stefnir nú að bættu og ánægjulegra efna- liagslífi.“ Dirk Stikker, stjórnmála- ráðunautur efnahagssam- vinnustofnunar Evrópú og aðal embættismaður stófnún- árinnar, sem er- einnig utan- rikisráðherra Ilollands, lét eftirfarandi álit í Ijósi í New York: „Hugmyndin um greiðslubandalag Evrópu gaf hvað méslar vonir um meiri arangur á leið að auknu frelsi í Evrópu“. Stikker liélt áfrarn og sagði: „Þessi árang- ur hefir náðst með þolinmæði og þrautseigju og liálp frá öllum meðliiuaþjóðum efna- hagssamvinnus tofnunar Evr- ópu. Enda þótt augri heinis- ins beinist nú að öðrúiri vandamálum á stoiriun þcssa bandalags skilið að henni sé nánar gaumúr gefinn.“ „Stofnun greiðslubanda- lagsins liefir verið gerð möguleg fyi’ir enn frekari og rausnarlegi’i aðstoð, sem þing og forseti Bandaríkj- anna hafa heimilað. Nú þeg- ar grundvöílúrinn hefir verið lagður fyrir aúknmil mörk- uðum og méiri fr.unleiðslu, sem nauðsyrilegt er végna þess ástands, sein ríkir í al- þjóðamálum, þá er eg sann- færður um að öll meðlirna- lönd efnahagssamvinnustofn- unarinnar muni nota greiðslubandalagið lil" aukn- ingar friði, liagsæld og ör- yggi í Evrópu“. Söngkonu tekið með hrifningu. í fyrrakvöld söng Guðrúri Á. Símonar í Þjóðleikhúsinu við mikla hrifningu áheyr- enda, en þar var hvert sæti skipaö., Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, var við- staddur söngskemmtunina. Söngkonan var kölluð fram hvað eftir annað og ætlaði fagnaðarlátum á- heyrenda tæpast að linna, enda munu þess fá dæmi að söngkona hafi verið hyllt innilegar hér á landi. Þykir ungfrú Guðrún mjög efnileg söngkona, og gera sérfróðir menn sér miklar vonir um vaxandi frama hennar a listabrautinni. Atlantshafs- sam- þykkir stofnun sameiginlegs her. Einkaskeyti til Vísis frá U.P. Atlantshafsráðið, er kom saman á fyrsta fund sinn í gær í New York, samþvkkti að stofnaður skyldi alþjóða- her til þess að sjá um varnir Evrópu. Eftir að fundi lauk í gær var gefin út opinber tilkynriing um ofangreinda samþykkt ráðsins. Atlants- hafsráðið mun taka sér tveggja vikna þinghlé til þess; að fulltrúarnir geti rætt við stjórnir landa sinna um værit- arilegár uppástungúr um varnir Evrópu. Eg held, aö eg glei}'mi tveim- tir atvikum seint Þau geröust bæöi í þessari viku — annaö síödegis á mánudag og hitt í gærmorgun- En þótt nokkuö liöi á milli þeirra áttu þau þó þaö saméiginlegt. aö þau stóöu bæöi í sambandi viö Geysi — fund flugmannanna heilla á hufi' á jöklinum og komu þeirra hingaö til bæjarins eftir margra daga dvöl á jöklinum- Menn, sem liöföu aldrei séö eöa heyrt flúgmennina nefnda, fyrr en í sambandi viö hvarf Gey^sis viknuöu bókstaflega, þegar þeir frettu. aö flugvélin væri fundin og öllum óliætt •— og þeir skömmuöust sín ekki fyrir aö láta gleði sína þannig í ljós. .. Og svo komu flugmenn- irnir í gærmorgun til bæjar- ins og ástvinir þeirra og aðr- ir tóku þeim opnum örmum — það er hverju orði sann- ara. Þá vöknaði einnig mörg- um um augu og ekki að furða, því að áhöfn GeysH var heimt úr helju. Þetta var stúrid flugmann- ánria og þeirra nánustu. Aðrir komust ekki að, áttu heldur engan rétt á að trana sér þarna fram, enda held eg að menn hal’i ekki gert þaö. Jafnvel for- liertir bla'öamenn, sem kalla ekki allt ömmu síná og hiröa öft ekki urii neina friðhelgi, höfðu sig; ekki’ í frammi þarna suöur frá; létu sér nægja aö > hlýöa á tal nianna, an þéss 'aö griþa frárii' í me'Ö sþurningum, eins og þeirra er oft siður- ■Sumum finnst þaö hviml'eiöur siöur — þeim, sem fvrir því verða — en öörum ekki og þaö | eru þeir, sem vilja fá fréttir í blöðunum og hugsa minnst um það hvernig þeirra er aflað. En þegar flugmennirnir voru búnir að áttá sig á heimkomunni, vera hjá vin- urn og skylduliði, þá var öoru máli að gegna og þá gafst blaðamönnum kostur á að tala við áhöfnina og spyrja hana spjörunum úr. X Hvarf Geysis minriir annars á annaö líkt atvik, sem geröist fyrir nokkurum árum, þegar vélbáturinn Kristján var talinn af eftir margra daga árangs- lausa leit. Et’tir um þaö bil hálfan mánuö — ef eg man rétt — kom hann að landi aftur og* mennirnir björguöust allir, þrátt íyrir vplk og skipbrot v,m siöir, því aö bátnum var siglt 4 lan'd: sufmr i Höfnum. Þarna sregnir í rauriinni áTvég' .sama. iuáli. Leitaö er aö báöum, en leitin ber engan árangur, enda þótt leitaö hafi veriö á gríöar- stóru svæði- En gæían var báö- um hliÖliöU og skilaði þeiin héih t heini, þótt vonlítið þætti sur> u þegar á leiö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.