Vísir - 17.01.1951, Blaðsíða 4
V I s I R
Miðvikudaginn 17. janúar 195.1
D A G B L A Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa Austurstræti 7.
Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H.F,
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm linur).
Lausasala 75 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ráðlaus ilokkur.
jgkki veldur það nokkrum ágreiningi, að ömurlegt er til
þess að vita, að vélbátaflotinn skuli enn liggja bundinn
í höfn, þótt vetrarvertíð hefjist venjulega um þetta leyti.
Meðan allt er í óvissu um rekstrargrundvöll útvegsins, eru
samningar milli útvegsmanna og sjómanna látnir liggja
niðri, svo sem i Vestmannaeyjum, enda bíða menn þess
með nokkurri eftirvæntingu hvaða lausn kunni að finnast
á vandanum. En svo virðist, sem stjómarandstaðan sé ekki
allskostar óánægð með ríkjandi ástand. AlþVðublaðið
tönnlast á því dag eftir dag, að ríkisstjórnin hafi enn ekki
fundið fullnægjandi lausn þessa máls, eða ekki borið miðl-
unartillögur fram, en þess gætir blaðið ekki að á fleirum
hvíla skyldur en ríkisstjórninni einni. Ekki hefur þess orðið
vart, hvorki innan þings né utan, að Alþýðuflokkurinn
hafi haft nokkuð til þessara mála að leggja, nema tilgangs-
laust og máttlaust nöldur, og hvorki liafa samtök útvegs-
manna né sjómanna boríð fram tillögur er greitt gætu
fyrir lausninni.
Alþýðublaðið telúr, að dýrmætur veiðitími vélbáta-
flotans sé látinn líða, án ]æss að nokkur skapaður hlutur
sé gerður til lausnar málinu, en þó skapi vélbátaflotinn
75% af útflutningsverðmætunum. Vissulega talar blaðið
hér gegn betri vitund, með því að vitað er að stöðugar um-
ræður fara fram milli ríkisstjórnarinnar og nefndar út-
vegsmanna um lausn máísins, og tillögur verða vafalaust
hornar fi’am áður enn langt unx líður. En er Aljxýðu-
Hokkui’inn átelur seinaganginn i þessu efni, værí ekki úr
vegi að minna hann á litið ævintýrí, sexn flokkurinn stofn-
aði til á síðasta surnri og hafði ekki ósvipaðar afleiðingar
og stöðvun vélbátaílotans nú. Að tillilutun og fi-umkvæði
Alþýðuflokksins eða Alþýðusambandsstjornar efndu sjó-
menn á togaraflotanum til verkfalls hinn 1. júní, er stóð
í marga rnánuði og skaðaði þjóðai-búið um allt að eitt
hundrað milljónum króna í eríendri mynt. Nú virðist þetta
ævintýri gleymt, en þetta er hið eina, sem Alþýðuflokkur-
inn hefur lagt til málanna i stjórnmálunum síðasta árið,
en að öðru leyti hefur flokkurinn verið gagns- og áhrifalaus.
Er Alþýðuflokkui’inn neitaði sællar mínúingar að taka
þátt í ríkisstjóm og dró sig út úr stjómmálunum, stafaði
það ekki af því, að flokkurinn hal'ði tapað tilfinnanlega í
kosningum, heldur miklu frekar af hinu, að foi’sætisi’áð-
hei’ra flokksins og flokksstjórn sá og skildi, að erfiðir
tímar færu í hönd, og unnt myndi reynast að efna til
ágreinings við stjórnarflokkana, þannig að það leiddi til
aukinna áhrifa’Alþýðuflokksins meðal verkalýðsins. Vafa-
laust hefur flokkurinn lært eitthvað af togaravcrld'allinu,
cn flestir rnunu telja vafasaman hagnaðinn, enda eru inn-
viðir flokksins þegar teknir að bresta, en rofnar voru löngu
áður súð og þiljur. Nöldur Alþýðufiokksins átti ríkan þátt
í að skapa þann grundvöll, sem ekki er unnt að reka út-
gerðina á, og er þar af litlu að stærast. En er til átakanna
kom flýði flokkurinn svo af hólmi og afsalaði sér allri
ábyrgð. Er því auðsætt, að sé frammistaða núverandi ríkis-
stjórnar aum, eru afrek stjórnarandstöðunnar miklli aum-
ari og aldrei hefur eymdin veríð meiri, en einmitt þessa
dagana. Hvað vill Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið gjöra
til lausnar málsins?
Vilji Alþýðuflokkurinn vinna sér traust að nýju verður
hann að láta af kapphlaupinu við kommúnista, sem leiðir
beint út í ófæru. Mætti flokkurinn líkja þar eftir „bræðra-
flokkunum á NorðurIöndum“, sem þora að taka á sig
óbyrgð og standa í andstöðu við kommúnista, en þar njóta
þeir einnig halds og trausts meðal almennings. Blind til-
viljun ræður því ekki að Alþýðuflokkurinn er nú gcrsam-
lega áhrij'alaus, heldur orsakalögmálið og eðlileg þróun.
Ef flokkurinn hefði kjark til að vinna mcð lýðræðisflokk-
um þeim, sem ríkisstjórnina styðja, og stuðla jafnframt að
vinnufriði í landinu, myndi vegur hans annar og meiri en
venjulegs ráðleysingja, sem enginn tekur mark á.
Iönaöurinn :
Hráefni eru sem
að verða ófáanieg
NaADHsyniegt að tryggja kaup
fyrir verksmiðjnr hér.
Stjórn Félags íslenzkra
iönrekenda liefir ritað ríkis-
stjörninni bréf, par sem rœtt
er um álvarlegar starfshorf-
ur iðnaðarins.
Þar segir meðal annars:
„Nú er svo ástatt, að mjög
óvænlega horfir um rekstur-
inn á þessu ári, ef ekki eru
gerðar skjótar ráðstafanir
til úrbóta. Hráefnaskortur
vegna skorts á erlendum
gjaldeyri er ekki ný bóla. En
nú hafa skapast nýjar að-
stæður sem margfalda erf-
iðleikana á útvegun hrá-
efna. Verð þeirra hækkar
með hverjum deginum sem
líður og það sem verra er:
Þau eru að verða ófáanlleg..
Orsakirnar eru kunnari en
frá þurfi að segja: Cífriðar.
hætla og stríðsundirbúning-
ur. ....
Þær fréttir, sem hingaö
berast um aðgerðir ríkis-
stjórna vestrænu þjóðanna,
til þess að koma í veg fyrir
hráefnaþurrð hjá innlend-
um verksmiöjum, hníga all-
ar í þá átt, aö verksmiðju-
eigendum er gert mögulegt
aö festa fyrirfram kaup á
hráefnum, er nægi þeim 8
—12 mánuði fram í tímann.
Með tifliti til framanritaðs
eru það eindregin tilmæli
félags vors til hæstvirtrar
ríkissljórnar, aö hún hlut-
ist til um að nú þegar verði
gerðar allar þær ráöstafan-
ir, sem hugsanlegar eru, til
þess aö koma í veg fyrir þau
þjóðhagslegu vandræði, sem
framundan eru í þessum
éfnum, ef ekkert er aðgert.
Meðal nauðsynlegra að-
geröa má nefna:
1. Að viðskiptafulltrúum
íslands erlendis veröi faliö
að fylgjast með afgreiðslu-
möguleikum á hráefnum til
framleiðslu nauðsynjavara
handa íslenzkum verksmiðj-
um hjá helztu viðskipta-
þjóðum okkar og sérstaklega
að gefa aövaranir um það
ef hætta er talin á, að yfir-
völd viðkomandi landa setji
hömlur á útflutning slíkra
vara.
2. Að innlendum framleið
endum sé nú þegar veitt
heimild til aö tryggja sér
hráefni með þvr að festa
kaup á ákveönu magni, þó
;að gjaldeyrisástæður bank-
fanna séu ef til vill þannig á
þeirri stundu, að þei'r lelji
sig ekki hafa nægan gjald-
eyri á reiðum höndum. En
bannákvæði reglugeröar
viðskiptamálaráðuneytisins
frá 16. júní 1950 koma í
þessu tilliti sérslaklega illa
niður á innlendum iðnaðii,
3. AÖ gera ráðstafanir er
tryggja það með einhverjum
hætti, aö erlendur gjal'deyr-
ir sé fyrir hendi á hverjurn
tíma til þess að greiða and-
vii’ði hráefnanna.
Vera má, að hæstvirt rík-
isstjórn hafi þegar gert ein-
hverjar ráöstafanir í ofan-
greinda átt, en oss er ekki
kunnugt um þær og þess
vegna teljum vér óhjákvæmi
legt, þegar algert öngþveiti
er framundan að vekja at-
hygli á þessum ískyggilegu
sannindum.
Vér getum ekki látið hjá
líöa að vitna til þeirra upp-
lýsinga er fram komu í fyrr-
nefndu bréfi voru til við-
skiptamálaráðuneytisins um
starfsmannahald hjá þar-
greindum verkstæðum ög
verksmiðjum. Niöurstöðurn-
ar um starfsmannahald
1948 voru á þá leið, að þann
tíma, sem fæst var, unnu
4591 maður viö þessi störf,
en þegar flest var, unnu þar
s 5965 manns, Fastlega má
] gera ráð fyrir því, að ekki
byggi færri landsmenn af-
komu sína á þessum störf-
um nú en 1948.
Erindi þetta sendum vér
til hæstvirtrar ríkisstjómar,
en ekki til Fjárhagsráðs,
sökum þess að gera verður
sérsfakar ráðstafanir sem
aö framan greinir, til þess að
verksmiðjuiðnaðinum verði
aö liði, en þær ráðstafanir
munu vera í valdi ríkis-
stjórnarinnar einnar. Full-
komin óvissa ríki'r um rekst-
ur verksmiðjanna á næstu
mánuðum, vegna þess hvern
ig horfir- um útvegun hrá-
efna, og vegna síhækkandi
verölags þeirra, þess vegna
er öllu öðru fremur nauð-
synlegt aö fá einhverja vit-
neskju um framtíðina,, Vilj-
um vér því vænta þess að
hæstvirt ríkisstjórn taki
þessí mál til góðfúslegrar
yfirvegunar, svo að vér meg-
um vænta svars við mála-
leitun vorri eins fljótt og á-
sæður leyfa og helzt eigi síð-
ar en um miðjan þennau
mánuð.“
Dse Kock fékk
lífstíðar fangelsi.
Ilse Koch, kona fangabúð-
arstjóra Buehenwaldfanga-
búðanna í tíð nazisía, var í
fyrradag- dæmd í ævilangt
fangelsi.
Koch var sökuð um ,að
liafa valdið dauða 182 fanga.
Það var þýzklir dómstóll, er
kvað upp þcnna dóm, en verj-
andi Ilse Koch hefir tilkynnt
að dómnum verði áfrýjað.
Alþingi hefir nýlega rætt
fyrirkomulag þaö, sem gilt
hefir um vínveitingar á veit-
ingastööum í Reykjavík.1
Hafa umræöur um þetta ver- j
i'Ö næsta fróðlegar, enda hef-'
ir það alls ekki legið í lág-j
inni, að þessi mál þarfnast
endurskoðunar, en í því efni
sýnist sitt hverjum, eins og
gerist og gengur.
Þessum uniræöuni Alþingis
lauk með þ'ví, aö fyrirkomu-
lagiö helzt óbreytt þannig, að
Iiótel Borg h.efir enn sem fyrr
eiiikaleyfi til ahnennra vín-
veitinga.á vissum timum dag’.s-
ins, en önnur veitingahús þurfa
sérstakt levfi lögreglustjóra-
Flestum þeim. sem luigleiöa
þessi mál af stillingu og öfga-
laust mun þýkjá, aS ástæðulaust
sé aö láta Hótel Borg haía sér-
stööu í þessuni 'efnum. AS lík-
indum mun þaö ákvæði í lög-
uni, cr veitir H. B. Ixessa sér-
stöSu, vera
komiS vegna
þess, aö er þaö var sett, yoru
tæpast önnur veitingaliús svo úr
garði gerð, aö sæmlegt þætti aö
veita þeiiii slíkt leyfi. Nii er
þetta breytt eins og aiknnna er,
og fleiri vetingahús með þeim
hætti, aö eðlilegt væri, aS veita
þeim einnig téö réttindi.
Að sjálfsögðu er til
hópur manna, scm. telur,
að vínveitingar eigi hvergí1
að leyfa á íslenzkum veit-
ingahusum, og helzt ætti að j
loka vínbúðum landsins, en
um það er ekki rætt í þessu
sambandi. Það er allt anna'Ö
mál, seni raunar hefir verið
minnzt á hér í Bergmál. En
úr því að vínveitingar eru
leyfðar á annað borð, virðist
sjálfsagt að veita fleiri sam-
bærilegum veitingahúsum
réttindi þau, er H-B. liefir nú
eitt.
Annars vill brenna viS, í um-
ræBum um þessi mál eins og
önnur, sem eitthvaS snefta.
áfengi og vínneyzlu, að hræsniu
og ýfirdrepsskapurinn virSist
stúndum ætla -að rugla dóm-
•greincl allt of margra. Mér virð-
ist sjálfsagt, að uin þessi mál s~
talaS fyrir opnum tjöldmn og
óttalaust, án þess aS óttast a'S-
kast og rangfærslur annarra,
sem kunna að hafa gagnstæðar
skoöanir um áfengi og notkun
þéss. AA'SbrögS suinrá þeirra,
sei.ii helzt vilja láta loka vin-
búöum og þar fram eftir gót-
unum, eru oft á þann veg,. a®
maSur skyldi'ætla, aS þeir, sent
ekki hafa sömu- skoöun, séu
helzt raktir bófar á borS við'-
eiturlyfjasmyglara eSa eitthvaS
þaSan af verra- En sem. betur
íer sjá flestir við oístækinu og
kjósa heklur umræður um
áfengismál af hófsemi og still-
ingu.