Vísir - 21.11.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 21.11.1951, Blaðsíða 4
V I S I R Miðvikudaginn 21. nóvember 1951 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hei’steinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Dtgefandi: BLAÐAIJTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síinar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Verður fengið „spítalaskip“ fyrir Homstrandir ? gær var tekið fyrir til 1. umræðu frumvarp það, sem þ*r Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson flytja um breytingu á þingsköpun Alþingis. Frumvarpið er þannig borxð fram af þremur leiðtogum lýðræðisflokkanna. Fjallar það um kosningu þiiggja manna undirnefndar í utamíkismálanefnd, er skal vera ríkis- sf jórninni til ráðuneytis lun utannkismál, og er fi'am komið vegna þess, að reynslan hefir sýnt íujög áþi-eifanlega, að kommúnistum er ekki að ti-eysta þegar um sjálfstæðis- og oryggismál landsins er að ræða. I framsögux-æðu komst Ólafur Thors svo að orði, að með frumvarpinu væri staðfest sú almenna skoðim, að kom- múnistum væi-i ekki að ti'eysta í þessxun efnum. Eins og að líkmn lætur bera kommúnistar sig illa undan því, að þeim verðm nú enginn trúnaður sýndur í þessum viðkvæmu málum. En þeir geta sjálfum sér um kennt, því :að með framkomu sinni hafa jxeir sýnt, hér eigi síður en erlendis, að það eru ekki þjóðarhagsmunir, sem þeir setja ofar öllu, þótt þeir sjálfir telji sig hina einu sönnu ætt- jarðarvini, heldur ei-u það hagsmunir RáðstjómaiTÍkjamia, sem þeir bera fyrir brjósti, þess stórveldis, sem framfylgir stefnu nú á tímum, sem friði og öx-yggi i heiminxun stafar hin mesta hætta af. Sjálfstæði þjóða og frjálsræði hvers einstaklings i öllmn löndum hins lýðfrjálsa heims er í hættu vegna þessarar stefnu, Islendinga eigi síður en ann- ara þjóða, og það er því vel, að Islendingar hætti að ala slíka snáka við barpa sinn sem kommúnistar era. Frumvai-p það, sem hér um x-æðir, er sönnun þess að leiðtogar lýðræðisflokkanna eru sér þess fyllilega meðvit- andi hver ábyrgð hvílir á þeim í þessxmx efnum. Og alhr lýði-æðissinnar í landinu munu fagna yfir þeirri bi-eytingu, sem nú verður gerð. En þjóðin öll þarf að vakna til meðvitundar imi þá hættu, sem af því stafai’, að fjölmennur flokkur í landinu, berst fyrir stefnu, sem er í reyndinni hagsmunastefna er- lends stórVeldis, sem vill verða öllu i’áðandi i heiminum. öll þjóðin þarf að gera sér ljóst við hvaða kjör hún og aðrar þjóðir yrðu að búa, ef valdhöfummi í Kreml tækist að íyðja kommúnismanum braut imi öll lönd jarðar. Mikill meiri hluti þjóðarinnar fylgir lýðræðisflokkunum að málum sem betur fer, en hættulega stór flokkur manna hefir gengið í floldc kommúnista. Þess sjást að vísu mörg Imerki, að fylgi þeirra sé dvínandi, en þjóðin þai*f að sameinast í sókn til þess að reka flugumenn valdhafanna i Kreml af höndum sér. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa séð fyrr en við Islendingar hver hætta er á ferðum og í hvert skipti, er frændþjóðir vorar ganga að kjörborðhiu, fer fylgi kommúnista minnkandi. I Noregi á enginn kommúnisti sæti á þingi, og sennilega er jiess ekki ýkja langt að bíða, að hið sama verði uppi á teningnum á hinum Norðurlönd- unum. öllum em í fersku minni hrakfarir brezkra kommún- |ista í þingkosningunum þar í landi 26. október síðastliðinn og í rauninni óþarft að rifja upp hvemig þar fór fyrir jieim. Þ«ð nægir að taka fram, að ]>ær lirakfarir voru svo greipi- legar, að ckki aðeins komst enginn frambjóðandi flokks- iijs að, heldur má heita að flokkurinn sé að lognast út af þar í landi. Við Islendingar ættu að.fara að dæmi frændþjóða okkar 'og Bretá og miða æ meira að því að gera kommúnista mlírifalausa í landinu. Frumvar það, sem hér hefir verið að vikið er ef til vill mikilvægasta skrefið, sem lýðræðis- flpkkamir hafa tekið í baráttu, sem háð.er fyrir frelsi og þryggi landsins. En betur má ef duga skal. Þjóðin pll þarf áð vakna til nýrrar lunhugsunar um jæssi mál og skel- Cggrar bai'áttu gegn kommúnismanum. ■ s... - . . ..i ' " ■■ ; ., ■ . ■ Læknislaust hefur nú verið um Iangt skeiS á VestfjörS- um í Hesteyrarhéraði og’ horfir í hvert skipti til vand- ræða, er slys her að höndum eða skyndilega þarf á læknis- hjálp að halda. Læknisbústaðurinn ganili á Hesteyri héfir að undan- förnu staðið auður, en nú er verið að rífa húsið og flytja efniviðinn á brott. Þar með bvkir fyrirsjáanlegt að ekki verði læknissetur á Hesteyri i fyrirsjáanlegri framtið. í útvarpsviðtali sem Gisli Kristjánsson ritstjóri átti ný- lega við síra Jónmund Hall- dórsson sóknarprest að Stað í Grunnavík, skýrði síra Jón- mundur frá þeirri hugmynd, að starfrækt yrði sérstakt spítalaskip til að annast nauðsynlega læknishjálp í hinum afskekktu byggðar- lögum nyrzt á Vestfjarðar- kjálkanum. Taldi presturinn brýna nauðsyn bera til gagn- gerðra ráðstafana i þessum efnum, því að j>ar horfði til hreinustu vandræða ef fólk Veiktist eða slys bæri að höndum. En fyrir þetta fólk verður eitthvað að gera og hefur hugmynd síra Jón- mundar um spítalaskip vakið mikla athygli viðsvegar um land. Nú er það aftur annað 1 íiiál, hvort jiessi stórhuga hugniynd söknarprestsins að Síað eigi nokkra stoð í veru- íeikanum. Vílir veit elcki til að neitt hafi verið gert af hálfu hins opinbera, sem bendi til j>ess að sérstakt spítalaskip verði starfrækt með sti'öndurii fram. Ilins- Vegar mun þingmaður kjör- dæmisins, Sigurður Bjarna- son, liafa komið fram með þá hugmynd, að .á einhvern hátt yrði reynt að samræma flutninga til þessara af- skekktu byggða á Ilorn ströndum og um leið þá læknisaðstoð sem íbúarnir þarfnast. Væri þessu e. t. v. helzt hægt að koma til leiðar með því að liafa sérstakan bát í föruni þangað norður frá ísafirði, sem auk jiess Væri jafnan til taks þegar ibúarnir þyrftu skyndilega á læknisaðstoð að halda. Djúpbáturinn ms. „Fagra- nes“ hefir flutt vörur og far- þega noi'ður í Jölculdjúp og á Hornstrandir, en hann er of bundinn við mjólkurflutn- inga og fastar áætlunarferðir inn um Isafjarðardjúp til jiess að hann komi Horn- strendingum að fullum not- Um í jiví skyni sem að fram- an er greint. Mikill Iiluti Hornstranda er nú ýmist kominn í eyði eða fólkið er sein óðast að flýja þaðan og til fjölbýlli staða. Þó er enn alhnikil byggð i Grunnavíkurhreppi og þar .iafa verið gerðar liafnarbæt- Ur ekki alls } fvrir löngu. Leikur hreppsbúum nú mjög hugur á að fá jarðýtu í hrepp- inn, annarsvegar til að koma vegakerfi sveitarinnar í betra horf, hinsvegar til þess að brjóta land til ræktunar. Nýtí stuttbylgju- samband við Eyjar. UltrcL-stuttbijlgjusambandi svonefndu hefir verið komið á milli Reykjavíkur og Vest- mannaegjci um Selfoss. Var samband jietta opnað hátíðlega i gær, og ræddust þá við Björn Ólafsson síma- málaráðherra og Guðm. Hliðdal, póst- og símamála- stjóri. Er liægt að afgreiða átta samtöl * samtímis með hinu nýja sambandi. Símamálastjórnin bauð nokkrum mönnuin héðan til Vestmannaeyja í gær, þar á meðal blaðamönnum, en þeir voru enn veðurtepptir i Eyjum í gær, og-til mála hefir komið að senda skip eftir jieim, ef ekki verður flugveður í dag. BEZT AÐ AUGLYSA í VÍSl GMAL ♦ Bergmáli hefir borizt langt bréf frá „Gömlum áhuga- manni“, og hljóðar það svo: „Eg er einn þeirra inörgu, sem þótti vænt um það, að Leikfélag Reykjavíkur skyldi ekki verða lagt niður, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa. Leikfélagið hafði vissulega unnið mikið og gott menn- ingarlegt starf á hálfri öld og þegar af þeirri ástæðu hefði verið eftirsjóu í því í bæjarlífinu. En Leikfélagsins biðu líka verkefni, þótt komið væri á fóti ríkisrekstri í þessari listgrein. * ■ Á fyrsta starfsári sínu sami- aði félagiö jietta til fullriustu með sýningum enis og Marmara eftir Kamban og öðrum sjón- leikjum, sem það sýndi, alvar- légs ' efriis. ’ og gamarisömum. Félagið ^tókþá réttilega þá stefnu að beita fyrir sig hinum yngri starfskröftum og er alveg sérstaklega að minnast sýninga eins og Örinu Pétursdóttur, þar sem þau Katrín Thors og Einar Pálsson, hinn ötuli formaður félagsins, léku áberandi hlut- verk, og svo hinna skemmtilegu sýninga á Segðu steininum, j>ar sem flestir yugri leikendur fé- lagsins fengu veigamikil verk- efni til að' spreyta sig á. Þessum sýningtim öllutri, svo að maður minnist nú ekki á Elsku Rut, var feykilega vel tekið af ung- um sem gömlum, og er m.ér þó nær ab halda, að unga fólkiS í bænum hafi sótt sýnirigarriar í fyrra öllu. íastar en hinir eldri. Er þetta í sjálfu sér ekki svo undarlegt, ]>v í að tmga fólkiö hlýtur aS liafa fundið hjartslátt sjálfs sín bæði í leik og leikrita- vali á leiksviðinu í görniu Iðnó. Eins og segir í leikskrá félagsins fyrir gamanleikinn Dorothy eignast son, hefur félagið nú lagt út í nýja sókn á öðru starfsári eftir endur- skipulagninguna í fyrra. Stefnan í leikritavalinu virð- ist samt mikið til óbreytt, þar sem Dorothy svipar til kynsystur sinnar, Rut, hvað elskulega gamansemi og æskufjör snertir, og leik- skráin boðar mjög eftirtekt- arverðan sjónleik á jólum. * En félagiö er í sókn, þar sem það leggur nú enn ríkari á- herzlu en áður á þátt unga fólks- ins. Það hefir fali'ð Rúrik Har- aldssyni leikstjórn i fyrsta sinn, „og fleiri munu á eftir fara“ eins og segir í leikskránni, ef þessi yiðleitni mætir skilningi bæjarbúa, og það veitir nú í fyrsta sinn ágætri leikkonu, Emu Sigurleifsdóttur, verulegt tækifæri til að sýna, ltvaö í henni býr, með því að trúa henrii fyrir fjölþættu aðalhlritverki, en þárih trúnað hefir leikkonan íaunað ineð bráð-skemmtileg- um pg ósviknum gamanleik í hlutverki Myrtle kvöld eftir kvöld. Heldur ekki raá gleyma því, að það er lofsverð byrjun, hjá félaginu, þegar j>að felur góðrim léikendum útan af láridi hlutverk hér í höfuðstaðnum. * Bxeiðfjörð Thorberg, frá Leikfélagi Vestmannaeyja, má líka vel við una þá dóma, sem hún hefir hlotið fyrir „rödd“ Dorothy, það er leikafrek, sem er henni til sóma, og skemmtilegt til að hugsa, að yngri systir hennar, Jóhanna Breiðfjörð, vekur á sama tíma almenna athygli fyrir leik sinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Þessi þáttur í starfi Leikfélags Reykja- víkur mun áreiðanlega mæl- ast vel fyrir og verða vin- sæll, ef áframhald verður á honum. . * Þetta minnir mig á samstarf leikfélaga landsins, sem nú er hafið. Þessa dagana heldur Bándalag íslenzkra leikfélagá námskeið fyrir leikendur og leikstjóra utan af landi hér í bænuin, en ungir leikarar og verðandi leikstjórar lijá Leik- félagi Reykjavíkur, þeir Rúrik Haraldsson, Einar Pálsson ög Gunnar 'Eyjólfsson, hafá svið- sett eða eru um það bil að Ijúka sviðsetningu leikrita hjá leík-. félögum, i nágrénninu, Rúrjk á gamanleiknum, . Arimingja : Hanua-, í Hafnarfirði, Einar, á : Moliére-leiknum, Hrekkir Sca- pins, í Hveragerði og Gunnar á söngleik Hostrttps, Ævintýri á i göngtiför, í Borgarnesi. — Það ér vel, að unga fólkið vinnur að jiessum verkefnum, en nú. er eftir okkar hlutur, að ktinna að meta starfsgleði þess og sjáÍfbjargarviðléitni. — Þe'ss vegna segi eg: Gefuni þ ví gaum, sem fram fer á gamla ■ léiksviðiriu okkar í Iðnó.“ ;■ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.