Vísir - 21.11.1951, Blaðsíða 7

Vísir - 21.11.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 21. nóvember 1951 V I S I R </. & Fleteher: Lausnargjald Lundúnaborgar. a títft eittíM J2!2 því að hann yrði að fara á annað borð væri eins gott að vera ekki að éta sig sundur og saman. En hann var alls ekki i góðu skapi þegar hann steig inn í bílinn. „Þú hefðir eflaust liaft meira gaman af að grúska í hill- unuin í einhverri fornbóksölunni, er það ekki?“ spurði Lesbia. „En menn í þinni stöðu verða að láta sjá sig í svona samkvæmum öðru hverju, og ef þú lætur eins og þú skemmtir þér vel og brosir til allra sem líta á þig, þá , hefirðu gert skyldu þina.“ I Forsætisráðherrann var alls ekki upplagður til að brosa, — engan veginn. Að vísu var ekki neitt sérstakt í stjórn- arráðinu sem bakaði honum áhyggjur, en liann gat ekki gleymt aðvöruninni sem hann hafði fengið í bókinni hjá fornbóksalanuin. Nótt og dag hafði hann verið að hug- leiða hvað gerast mundi næst, og óvissan svipti hann bæði svefni og matarlyst. Hann varð að hugsa til þessara heimtufreku bófa, sem vafalaust mundu ekki sýna mönn- unum meiri miskunn en skepnunum hans. Hvergi fann hann huggun. Marillier, sem hann hafði haft tröllatrú á, virtist ekki ætla að geta neitt. Og sir Pliilip Blackford hafði lýst yfir því, með þeirri kaldhæðniró, sem honum var töm, en vinum hans gazt ekki alltaf sem bezt að, að þessir duldu bófar hefðu brugðið langri snöru um hálsinn á honum og gætu kippt í hana hvenær sem þeim sýndist. „Ef þessir menn,“ hafði hann sagt, „geta koniið því fram, sem þeir hafa hótað, án þess að glöggustu sérfræð- ingar geti afhjúpað þá, bið eg Guð að hjálpa oltkur. Þeir geta krafizt hvers sem þeir vilja af okkur.“ „En hvað í ósköpunum á eg að gera?“ sagði Pontifex í öngum sínum. „Einn af fyrirrennurum yðar, herra forsætisráðherra, sagði einu sinni þessi klassisku orð: „Bíðum og sjáum til !ý Eg er hræddur um að þér neyðist til að gera það sama. Tíu milljónir! Mér finnst skrítnast að þeir skuli ekki heimta hundrað milljónir! Nei hér er aðeins ein leið fær: að bíða átekta og sjá hverju fram vindur.“ j Og forsætisráðherrann beið með eftirvæntingu þess seni koma skyldi. Ilann gat blátt áfram ekki á heilum sér tekið. Hyer gat vitað hvort næsta reiðarslagið kæmi ekki einnhtt yfir þessa útiveizlu, sem „öll London“, var boðin í ? Var ekki einmitt þar ágætt tækifæri handa bóf- unum að láta til sín taka? Hann varp öndinni — og kveikti sgr í vindli. Eitthvað ramskaði í honum um garnalt orðtak sem segir, að öruggast sé að vera margir saman. Ejöl'di fólks var boðinn í þessa veizlu, og forsætisráðherranum fannst, að þarna mundi verða tækifæri til að fela sig. Að visu yrði hann að vera eins og nokkurskonár sýningargripur i klukkutima, heilsa öllúm og yfirleitt „representera“. En þegar þessi skylduvinna væri afstaðin mundi hann geta farið sína leið eitthvað út í trjágarðinn mikla og þar inundi liann vomuidi geta fundið rólegan stað, langt burtu frá fólki.nu og hljóðfæraglamrinu. Það yrði enginn vandi að laumast á hut'rl, því að allir gestirnir mundu hafa Iiugann við þær margbreyttu skemmtanir, sem húsbænd- urnir hefðu að bjóða. Honum tókst að fara í felur. Utarlega í garðinum stóð lystiliús. Hann settist á svalirnar og ofurlitla stund leið honuin vel. Hljóðfæraslátturinn heyrðist varla, en flug- urnar suðuðu. Hann lagði aftur augun og sofnaði. Hann vaknaði við að einhver sagð: „Góðan daginn, herra Pontifex. Það er gaman að fá tækifæri til að tala nokkur orð við yður.“ Forsætisráðlierrann leit upp. Honum fannst hann liafa heyrt þcssa rödd áður. Fyi'ir framan hann stóð prúðbúinn maður og brosti ofur alúðlega. Þó að forsætisráðherr- ann hefði getað svarið fyrir að hann þekkti manninn, fannst honum hann þó kannast við brosið. Honum fór nú að skiljast, að hann hefði á ný gengið í gildra. Þarna scm hann sat núna kom ekki nokkur manneskja, — það var. efalaust afskekktasti staðurinn i öllum. garðinum. Gesturinn gat að-.vísu haft i fuliu tré við hann, en ráðherr- ann bar sig samt mannalega og rétti úr sér og sagði kulda- lega: „Eg hefi ekkert við yður að tala, herra minn!“ „Jú, og við höfum talazt við áður,“ sagði gesturinn, „eða munið þér ekki þegar við hittumst á Somerbourne. Jú, það er sami maðurinn, en eg er i öðru gerfi núna.“ Forsætisráðherrann horfði á hann og reiddist: „Þér er- uð þorpari, herra minn!“ hrópaði hann. Gesturinn yppti öxlum og kveikti sér í vindlingi, ofur makindalega. „Við skulum eklvi deila um orð og stóryrði,“ sagði hann. „Eg er hingað kominn til að tala við yður, og eg þykist viss um að við verðum ekki ónáðaðir héma, — þó að það skipti að öðru leyti engu máli.“ Forsætisráðherrann horfði rólega á hann. „Eg aðvara yður,“ sagði hann, „eg hrópa á hjálp og kalla á lögregl- úna.“ Gesturinn liló, yppti öxlum og sagði ofur rólega: „Nei, þér gerið það ekki. Munið að hún dóttir yðar er hérna.“ Pontifex varð flökurt, kaldur sviti bogaði af honum og hendurnar skulfu. „Hvað eigið þér við?“ hrópaði hann. „Þér ættuð að gera yður Ijóst, forsætisráðherra, að upp frá þessari stundu er dóttir yðar gisl fyrir mig. Ef þér sýnið nokkuð af yður, sem mér gæti stafað hætía af, meg- ið þér reiða yður á að dóttir yðar kemst ekki héðan lif- andi. Hún er einmitt núna nær „snöggum og ummerkja- lausum“ dauðdaga en hún hefir nokkurntíma verið. Auð- vitað veit liún ekkert um það, og eg vona að þér neyðið okkur ekki til að láta liana vita það. En þér ættuð að vita, að úr því að við getum látið yfir tuttugu kýr sírádepast, þá er það ekki nema liægðarleikur að koma dóttur yðar fvrir kaítarnef. Þér ættuð að íhuga það.“ „Hvers óskið þér þá af mér?“ hvíslaði forsætisráðherr- ann. „Eg ætla aðeins að setja yður úrslitakosti. Við höfum látið yður í té sönnun fyrir þvi hvað við getum, er við drápum fyrir yður kýrnar, — sönnun sem var óskemmti- leg en nauðsynleg. Við liöfum aðvarað yður ineð orðsend- ingunni, sem þér funduð í bókinni frá fornsalanum, og nú verður næst um mannslíf að ræða. Nú ætlum við að gefa yður f jögurra daga frest til að hugleiða málið. Ef við á þriðja degi frá i dag fáum ekki áður nefnd tíu milljón slerlingspund, þá munuð þér fá sönnun fyrir gelu okkar, sem mun skelfa alla jarðarhúa, heimskautanna á milli. Þetta.er ekkert gort, — þér getið reitt yður á það.“ HúsmæSor! Þér þurfið að muna nafnið GODDARD er þér viljið fá góðar vörur GODDARD’S húsgagna- gijáú GODDARD’S Silfurfægi- lögur, GODDARD’S fægiklútar. GODDARD.’S Gólfbón. ?: 1 heildsölu: Magnús Th. S. Blöndal h.f. BEZTAÖAUGLtSAlVlSI Gœfan fylgir hringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4, Maroar gerSir fyririiggjandi. EGGERT CLAESSEN GCSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn Hamarshúsinu, Tryggvagötu. Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. Fluoresent lampar fyrir eina peru kr. 310,00, — fyrir tvœr perur kr. 542,00. Fluoresent-perur Fluoresent-startarar. Vá3a- og raf tækjaverzlunin rryggvagötu 23. Sími 81279. Bankastræti 10. Simi 6456. Hýi? kaupg^iii? fá biaðil til mánabsmóta. Simi 1660. ‘ — Vísir er ódýrasfa dagbiaóiS „Viö föriiin yfir imkia," hrópaði „Verlu fljóiíir, Wesl. Ef súguriim Nú lieyrðist Jágt íúarraudi hljóð. — Betty tók' andköf af hitasvækjunni, Tarzan. „Far þú fyrst, West, ég kem á myndast aftur, ná eldtungijrnar okkur Gatið var að opnasl A þakinu. Hita- en eldtungurnar hófust upp að þeim. eflir með Betty.“ þegar í stað.“ bylgja reis upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.