Vísir - 07.12.1951, Síða 4

Vísir - 07.12.1951, Síða 4
V I S I R Föstudaginn 7. desember 1951 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síniar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 ki'óna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vetrarhjálpin tekur til starfa. |jrátt fyrir sæmilega afkomu almennings á undanförnum árum og þótt tryggingarkerfi þjóðarinnar só komið í viðunandi horff, fer ekki hjá því að ýmsir verða afskiptir við úthlutun veraldargæða. Því ber heldur ekki að neita að hagur láglaunamanna er venjulega þrengstur um miðs- vetrarleitið, enda atvinna þá stopulust vegna skammdegis og veðráttufars. Má það því teljast góður siður, sem við- gengist hefur hér í bænum undanfarin ár, að efnt hefur verið til fjársöfnunar fyrir opinbert frumkvæði, en fé því, sem safnast er miðlað þurfandi mönnum, sem ávallt eru einhverjir og stundum margir. Á síðasta ári úthlutaði stjóni Vetrarhjálparinnar gjöfum til 593 fjölskyldna og einstaklinga. Var þar sumpart um að ræða beinar fjárgreiðslur, en þó aðallega nauðsynjar, svo sem matvæli af ýmsu tagi, ennfremur fatnað, eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Gera má ráð fyrir að þörfin fyrir slíka aðstoð hafi frekar aukist en rénað, sem leiðir beinlinis íif því, að atvinnu má nú heita stopulli en í fyrra og auk þess hafa nauðsynjar hækkað í verði, aðallega vegna verð- hækkunar erlendis, en einnig verðlagshreytinga hér á landi og aukips framleiðslukostnaðar. Vetrarhjálpin leitar nú á náðir bæjarbúa og mælist til, að þeir láti gjafir af hendi rakna hver eftir sinni getu. Fjárgjafir einar er ekki um að ræða, þeldur og fatnað, mat- væli eða aðrar nauðsynjar, sem jafngilda fjárframlögum og bætt geta úr þörfum hins bágstadda fólks. Þeir, sem slíkra gjafa njóta munu aðallega vera aldrað fólk, einstæðar. mæður eða barnmargar fjölskyldur. Vafalaust er mönnum Ijúft að létta byrðar bágstaddra, enda hafa Reykvíkingar sýnt það, að þeir búa yfir einstæðum manngæðum, sem ber að meta að verðleikum, þótt hin gjöfula hönd ætlist til engra þakka. Gefendum nægir að gera öðrum hátíðarnar gleðilegar. Vasidratað meðalhéL j^ikissjóður hefur safnað allmiklu af lausaskuldum á und- anfömum ámm, sem ekki getur talist óeðlilegt vegna rikjandi öfugstreymis í fjárhagsmálum þjóðarinnar og taumlausrar kaupstreitu flestra stétta, sem aftur leiddi af sér hækkandi verðlag. Á þessu ári má hinsvegar búast við verulegum tekjuafgangi, sem talið er að nema muni yfir eitt hundrað milljónum króna. Þingmenn Alþýðuflokksins bera þungar áhyggjur vegna ráðstöfunar þessa fjár, sem ætti fyrst og fremst að renna til greiðslna á skuldum ríkis- sjóðs, auk þess, sem ætlun ríkisstjórnarinnar mun vera að verja nokkru fé til að útrýma heilsuspillandi íbúðum, sem fólk verður nú að hýrast í. Mun Alþingi fá færi á að f jalla um það mál, að því er fram kom við 2. umræðu fjár- laganna af ríkisstjórnarinnar hálfu. Skattabyrði sú, sem á almenningi hvílir er orðin ískyggi- lega þung, enda hafa ýnisar raddir verið upp um, að skatta- löggjöfinni yrði að breyta í heilbrigðara horf. Lífskjör al- mennings hafa þrengst og þungar skattaálögur eru að verða mönnum ofviða. Frekari sparnaðar gætir nú en áður, sem birtist fyrst og fremst í því að menn neita sér um munaðar- vörur og óþarfavarning. Þessu til sönnunar mætti nefna, að mjög hefur dregið úr áfengissölu og vafalaust einnig úr sölu annars óþarfa. Telur forstjóri Áfengisverzlunarinnar að í nóvembermánuði einum, verði tekjur verzlunarinnar um kr. 400 þús. lægri en á sama títtia í fyrra og mun ]iað engin harma. Hinsvegar bregst þarna tekjustofn ríkissjóðs, •sem hefur verið óþarflega notadrjúgur undanfarin ár. Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu til við 2. umræðu fjár- laga að söluskatturinn yrði felldur niður með öllu, og hefði það verið vel þegið af almenningi. Að því ráði var hinsvegar ekki liorfið að þessu sinni og verður skatturinn innheimtur á næsta ári með sama hætti og tíðkast hefur. Með því móti er séð fyrir tekjuþörf ríkissjóðs, að því er bezt verður séð. En þess ber að gæta að óhóflegar skattaálögur skapa kreppu, 'Sern leitt getur til alvarlegasta atvinnuleysis. Ríkið getur ■aldrei tekið við hlutvcrki einstaklingsins 1 atvinnurekstri, ien það ætti að reynast mönnum hvatning til að aflétta skölt- 'nm, sem nú eru að verða óbærilegir. I þessu efni er vand- i yatað meðalhófið, en skattþegnamir eiga líka nokkurn rétt. Kennarar við barna- og ung- lingaskola eru samtals 577. Mkvae aaslaakt*aa utr erm saaaaaitais 14*2 14* peirrta sk&iasijaárttr. Starfandi kennarar við barna- og unglingaskólana í landinu eru 560 talsins, i einkaskólum 17, og þuí sam- tals í ríkis- og einkaskólum 577, Skólastjórar eru að sjálf- sögðu meðtaldir, þar sem þeir hafa kennslu með hönd- um auk skólastjórnar. Eru þeir 125 talsins, þar af 120 skólastjórar rikisskóla, en 5 einkaskóla, og skólarnir að sjálfsögðu jafnmargir. í 16 ríkisskólum eru konur skólastjórar og 2 í einka- skólum, en alls eru 149 kon- ur kennarar í ríkisskólum og 13 i einkaskólum. Sam- tals eru þær því 162. Af 560 kennurum í ríkis- skólunum eru 93 farkenn- arar. Hefir tala farkennara verið svipuð undangengin 2-d ár. Skólahverfin, sem hafa | farskóla, stefna nú að því að hafa lieimavistarskóla, þ. e. að skólinn verði hafður á einum og sama stað. I sum- um farskólahverfum liefir böjnum fækkað svo, að 11 farkennarar kenna í 2 skóla hverfum hver, og 3 kenna í 3 farskólahvei'fum. í 5 skóla hvei’fum eru svo fá börn nú orðið, að börnunum er kom- ið fyrir í öðrum skólaliverf- ujn eða þau njóta heima- fræðslu (Staðar-skólahverfi í Húnavatnssýslu, Grímsey, Öxarfj arðar-skólahverfi, Sel vogur og Grunnavíkur-skóla hverfi í Jökulfjörðum). Skólunum er sem kunn- ugt er skipt í 3 flokka, lieim- angönguskóla (þeirra með- al eru að sjálfsögðu barna- og unglingaskólarnir í bæj- um og kauptúnum) og eru þeir 87 samtals, heimavist- arskólar 33 og farskólar 89. Undangengin ár liafa nokkrir menn, sem ekki hafa kennararéttindi, verið ráðnir farkennarar, þar sem inenn með kennararéttindi fengust ekki, en réttinda- lausum farkennurum fer fækkandi. Geta má þess, að meðal farkennara í ár eru 2 stúdentar. Við fasta skóla voru 20 réttindalausir kennarar í fyrra, en ekki nema 11 núna. Réttindalausir kennarar voru. samtals 62 í fyrra, en 55 núna. Af fyrrnefndum 11 réttindalausum kennurum við f asta skóla • eru 5 stúd- entar, ráðnir til kennslu á unglingastiginu, hinir eru flestir gagnfræðingar. Hinir réttindalausu far- kennarar (55) kenna alls 287 mánuði eða tæplega ð'/s að meðaltali á niann. Þeir hafa flestir stundað nám. i gagnfræðaskólum, eða not- ið hliðstæðrar menntunar. Þess skal gelið, að aldrei eru ráðiiir kennarar sem ekki hafa kennararéttindi, ef völ er á kennurum, sem hafa þau, en yfirleitt hefir tekist ágætlega nieð. val á ré11inda 1 ausum kennurum. Stærsti heimavistarbarna- skóli i landinu er í Arnar- neshreppi í Strandasýslu (Finnbogastöðum). Ilafa alll af verið þar 2 kennarar undangengin ár. Stærstu heimangöngu- skéilarnir í sveit eru í Brú- arlandsskólinn í Mosfells- sveit og lionuni næstur Fljóts hlíðarskólinn. í ár þurfti ekki að auglýsa íins margar kennarastöður og vanalega. Churehill bóndi st»íacir hýar súnar. London (UP). — Nýlega seldi bóndinn Winston Chur- chill 80 af kúm sínum. Fyrir kýrnar fengust um 260,000 kr., sem bóndinn ætl- ar að nota til kaupa á naut- gripum af öðrum stofni. — Heimilisfang Churehills bónda er nú að Downing'- stræli 10. Ófeigur J. Ofeigsson, læknir. Hvftir benélar skábönd ýmsir litir, hvítur og mislitur teygjutvinni. Freyjugötu 26. Nýkomnir útlendir kvenskór VERZl.^1 f, Gœfan fylgir hringvnum frá SIGURÞÖR, llafnarstræti 4 Margar gerðir fyrirliggjandi RafmagnsSielmilistæki Þvottavélar Hrærivélar Ryksugur Bónvélar Hraðsuðukatlar Brauðristar Straujárn Rafmagnsklukkur (vekjara) Rafmagnsklukkur ? Jólatrésljósakeðjur Suðuplötur I-Iitapúðar Véla- og raftækjaverzhmin Bankastræti 10, sími 6456. Tryggvag. 23, sími 81279 ♦ Þegar þetta er ritaÖ t>íða hinir yngstu borgarar bæjar- ins þess í ofvæni, sem verða vill um jólatrén langþráðu, og raunar fullorðna fólkið líka, því að því er nú einu sinni þannig varið, að mönn- um finnst einhvern veginn, að jólin séu ekki komin, ef ekkert sést jólatréð, enda þótt almanakið segi, að 24. desember sé kominn. v * Auðvitað hljóta allir að sætta sig við, ef innflutningur verður ekki leyfður . á trjánum vegna hættu í sambandi við gin- og kiaufaveikina. Engum dettur í hug' að bjóða þeim vagesti heim, sem vitað er, að myndi leggjast miklu þyngra, á ís- lenzkan búfjárstofn en annars staðar, vegna þess, að veikin hefir ekki borizt hingað áður. Ef heilbrigðisyfirvöldunum sýnist svo, munu allir sætta sig við, að jólatrén vanti. og reyna að vekja á annan hátt þann hug- næma blæ, sem annars einkenn- ir þessa mestu hátíð ársins. Ef til vill er líka .aðalatriðið að halda jól hið innra með sjálfum sér. En í sambandi við jóla- trén, sem eru og verða ómiss- andi þáttur jólahátíðarinnar, er gaman að geta þess, að Akureyringar hafa nú á prjónunum allmerkilegar ráðagerðir um það að rækta greniíré þar nyrðra og verða inhan skamms tíma sjálfum sér nógir um jólaíré. Er það skemmtileg tilhugsun fyrir þá, að geta í náinni framtíð glaðzt við íslenzk jólatré. * Þetta gefur tilefni til ýmissa hugleiðinga. Vonir standa til, aö á Heiðmörk, friðlandi Reyk- víkinga, eigi eftir að dafna þróttmikill barrskógur, og virð- ist fullkomin ástæða til að ætla, að einhvern tíma, meira að segja í okkar tíð, sem nú lifum, verði unnt. að sækja sér fallega hríslu til jólanna iun í lieið- mörk. Á undanförnum áruin hafa fjiilmargir starfshópar og einstaklingar sett niður ógrynni plantna þarna austur frá, og með tíð og tíma eiga þær eftir að gleðja íbúa þessa bæjar. þótt hörgull kunni að verða á jóla- trjám í ár. * Líklega ver'ða Akureyring- ar á undan okkur í þessum efnum, enda betri skilyrði þar nyrðra að ýmsu leyti. En vel getur verið, að þeir geti líka liðsinnt okkur í þeim efnum, þar til Heiðmerkur- trén koma. Hver veit? ThS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.