Vísir - 16.01.1952, Page 4
4
V I S I B
Miðvikudaginn 16. janúar 1952
wisxxs.
D A G B L A Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmíðj an h.f.
Saia pplprla.
TVTokkiúr alþingismenn hafa borið fram frumvarp til laga um
sölu þjóð- og kirkjujarða. Færa þeir þau rök fyrir tillögu
sinni, að jarðir þessar séu oft og einatt miður setnar en skyldi,
auk þess sem ríkinu sé bundinn fjárhagslegur baggi með eign-
arhaldi þeirra, sem ekki sé gert ráð fyrir í fjárlögum né öðrum
heimildarlögum ríkisstjórninni til handa, varðandi óhjákvæmi-
leg útgjöld. Annarsvegar hvílir sú skylda á ríkinu, að halda
jöi’ðunum í ábuð og annast byggingar á þeim, en hinsvegar ber
ríkissjóði einnig að greiða gjöld vegna vegalagna, raflagna
o. fl. og getur þar oltið á allverulegum upphæðum.
Vinstri flokkarnir hafa sótt það af kappi, að ríkissjóður keypti
jarðir í sveitum, og voru þeir dyggilega studdir af Framsókn-
arflokkinum, er flóttinn var sem mestur úr sveitunum, þannig
að við landauðn lá í sumum héruðum. Var þá heldur ekki ónýtt
að geta hlaupið undir bagga með þurfandi flokksmönnum, svo
sem áróðursmönnum á Austurlandi og víðar, sem áttu rytjukot
til afdala, er þeir gátu selt ríkinu fyrir nokkra tugi þúsunda
króna, þótt kaupmáttur krónunnar væri þá meiri en nú. Af
þessum sökum og öðrum situr ríkið uppi með fjölda jarðeigna,
sem sumar eru eyðibýli, en aðrar illa setnar. Sannast enn sem
fyrr að bændur vilja heldur vinna að.sínu, en annarra, enda
hefði mátt byggja á þeirri reynslu er fékkst við fyrri sölu
,.konungsjarða“, sem landsjóði voru afhentar til eignar á sinni tíð.
Raunin sannaði fyrr á árum, að engar jarðir voru jafn illa
setnar og þjóðjarðirnar, en mjög skipti um til batnaðar er
jarðirnar voru seldar. Umbætur á jörðunum borgaði sig ekki
a'ð framkvæma, sökum þess að mat við úttekt jarðanna skilaði
hvorki kostnaði né vinnulaunum við framkvæmdirnar, og þótti
bændum þá að vonum sinn hlutur rýr og vöndust af slíkri um-
bótabaráttu. Þegar alda sosialismans reið yfir landið upp úr
kosningum 1927, gleymdist mönnum fyrri reynsla í landbún-
aðinum, en gengið var að jarðakaupum meir af kappi en forsjá.
Voru ríkinu bundnar þær byrðar, sem geta reynst æði þung-
bærar og útgjaldasamar, og er tillaga sú, sem að ofan greinir,
því ekki borin fram að ófyrirsynju. Er þess að vænta að frum-
■varpið fái góða og greiða afgreiðslu, enda hefur nægur tími
unnist til sinnaskipta.
Vinna til atvinnuböta.
Hreppsnefndin í Kópavogi verð-
ur að gegna skyldu sinni.
Strætisvagnaíerðir enn á dagskrá.
í dagblaðinu Vísi 8. þ. m.
svarar hr. Ágúst Hafberg, for-
stjóri Landleiða h.f., fyrir-
spurnum mínum, varðandi
strætisvagnaferðir um Kópa-
vogshrepp, í grein minni í sarna
blaði daginn eftir.
Kann eg honum beztu þakk-
ir fyrir fljót og greið svör, og
ekki sízt fyrir þær upplýsingar,
að ekki stæði á Landleiðum að
koma á klukkutíma ferðum um
hreppinn, strax og vegunum
væri komið í það lag, að hættu-
laust væri að aka um þá.
Jafnramt upplýsir hann, að
Landieiðir hafi reynt hvað eft-
ir annað að reka á eftir því, að
vegirnir yrðu gerðir akfærir,
svo hægt yrði að koma ferð-
um þessum á.
Verður ekki annað ráðið af
■vörum forstjóra Landleiða, en
nann hafi snúið sér til hrepps-
nefndar Kópavogshrepps
að hún bregði ekki fæti fyrír
framgang strætisvagnamálsins,
meira en orðið er, hvað ástand
veganna snertir.
Eg vil svo ljúka þessum
greinarstúf mínum með þeirri
ábendingu til forstjóra Land-
leiða, að mun hættuminna er
að aka um eystri þverveginn,
milli Álfhólsvegar og Nýbýla-
vegar, en þann vestari, sem nú
_ . , , . , . er farinn, sem oftast er um-
,______, ^ J brotafærð a og ískyggilegur
I vegna' vatnsrennslis ef hláku-
bloti kemur og þar að auki
ar væru svo steinsofandi um
þetta mikla hagsmuna-mál, og
að það væri hreppsnefndinni að
kenna, að það væri ekki þegar
komið í framkvæmd.
Kópavogsbúa að hugleiða það,]
að ekki virðist vel hafa tekizt
um val meiri hluta hrepps-
nefndar fyrir þennan fjölmenn-
asta hrepp landsins, að minnsta
kosti ekki hvað þetta mál
snertir, og eftir lestur hinnar
athyglisverðu greinar Þórðar
Þorsteinssonar, hreppstjóra,
sém birtist í Alþýðublaðinu
sunnudaginn 6. þ. m., skilst
manrii, að svo muni vera á fleiri
sviðum hreppsmálanna.
Rétt er að benda á það, að
íbúar Kópavogshrepps verða
að gjalda til hreppsis, eins og
þeir byggju við þægindi höfuð-
staðarins, og virðist það því
í vera lágmafkskrafa til hrepps-
bessu sambandi, en fengið lít-nefndarinnar og oddvita henn-
inn stuðning eða fyrirgreiðslu ar, að vegir hreppsins sé hafð-
þessu mik.la nauðsynjamáliir í því lagi, að ekki sé talið
allra hreppsbúa, þótt hann hafi
ítrekað hvað eftir annað, að fá
vegina í lag.
Framannefndar upplýsingar
eru býsna fróðlegar fyrir
Kópavogsbúa, og verðskulda,
að þeim sé fyllsti gaumur gef-
inn, og munu sennilega koma
mörgum á óvart, og ekki sízt
þeim, sem hafa verið gramir
yfir, hvað lítið rættist úr
strætisvagnamálum hreppsins,
og talið að sökin lægi hjá Land-
Jeiðum h.f., sem myndu vilja
hirða fargjöldin á sem auðveld-
astan hátt, ef svo mætti að orði
íomast, með því að fara sem
stytzt um hreppinn og taka
farþegana við ReykjanesbrauG
ina, eða í næstu hliðarbrautum
við hana.
Það var líka varla von, að
nokkur hreppsbúi gæti láti.ð sér
detta í hug að óreyndu, að
breppsnefndin og oddviti henn-
stórhættulegt að aka um þá al-
menningsvögnum.
Það ætti því ekki að vera
fært fyrir hreppsnefnd Kópa-
vogshrepps að hindra fram-
gang strætisvagnamálsins með
því, að láta ekki ryðja snjó af
vegunum, eftir að forstjóri
Landleiða hefir upplýst, að
ferðum á klukktíma fresti verði
komið á strax og vegirnir séu
gerðir akfærir. Því þótt sagt sé,
Kópavogsbúar séu ósammála
mun brattari en sá eystri.
Kópavogsbúi.
isieBlzk€li, pró-
fessór vió Sfln-
nesofa-fiáskéia
Vestur-íslendingurinn Hjör-
varður Arnason listfræðingur
hefir verið skipaður prófessor
og forstöðumaður listadcildar
Minnesota-Háskóla.
Blaðið „Minneapolis Tri-
bune“ birti nýlega fróðlega
grein um Hjörvarð, þar sem
greint er frá þessu, en okkur
hér heima er mörgum vel kunn
ugt um Hjörvarð vegna starfs
hans hér á styrjaldarárunum,
er hann dvaldi hér um skeið og
aflaði sér þá mikilla vinsælda.
Hjörvarður er þaulmenntað-
ur maður, hefir bæði B.A. og
M.A.-próf frá Northwestern-
háskólanum, svo og frá Prince-
ton-háskóla. Um skeið var
hann safnvörður hjá hinu fræga
listasafni Fricks í New York, en
þar eru geymd fágæt málverk
um margt, þá hljóta allir að’og höggmyndir. Hann dvaldi í
vera sammála um þetta sam-
eiginlega hagsmunamál, og
leggjast á eitt með að hrinda
því í framkvæmd.
Væri hreppstjóri vísastur
manna til að gangast fyrir al-
Reykjavík um tíma á vegum
upplýsingadeildar hersins og
flutti þá mörg erindi um list-
fræðileg efni, eins og margir
muna. Hjörvarður hefir gegnt
mörgum vandasömum störfum
ménnum hreppsfundi um mál- fyrir Bandaríkjastjórn, mennta
ið, ef til þyrfti, til að vekja [stofnanir og SÞ. í listadeild
hreppsnefndina til starfa og .hans við Minnesotaháskóla
»era henni skiljanlegt, að gerð- starfar nú 21 maður, en Hjör-
ar séu þær kröfur til hennar, jvarður hefir ráðið 14 þeirra.
■fr^egar atvinnleysi ríkir er þess allajafna krafist af bæjarfélög-
unum, að efnt sé til svokallaðrar „atvinnubótavinnu“,
sem oftast varir yfir verstu vetrarmánuðina. Er slík vinna hreint
neyðarúrræði, enda frekar til að sýnast en vera. Afköst verka-
manna eru að vonum lítil við venjulega jarðvinnu og klakahögg,
n.uk þess sem aðbúð þeirra og aðstaða er oftast erfiðari en svo,
nð nokkur skynsemi geti rökstutt framkvæmdirnar, en neyðin
geti ein réttlætt þær.
Kommúnistar hafa reynt að gera lítið úr tillögum sparn-
aðarnefndar Reykjavíkurbæjar, en þar er gert grein fyrir að
flutningur verkamanna bæjarins, að og frá vinnustað, kosti
bæjarfélagið um 3 millj. króna. Neyttu verkamennirnir matar
á vinnustað, myndi þessi útgjöld sparast mjög verulega, en
f járhæðinni mætti þá jafnframt verja til aukinna framkvæmda,
sem kæmu verkalýðnum til góðs og afstýrði atvinnuleysi.
Verkamannafélagið Dagsbrún hefur nýlegt sent bæjarstjórn
Reykjavíkur áskorun um að efna til atvinnubóta, með frekari
nýtingu fiskaflans í frystihúsum og fiskiðjuverum, en jafnframt
er þess svo farið á leit, að fjölgað verði í bæjarvinnunni um
200 manns. Vafasamt verður að teljá, að bæjarfélagið sé svo
fjárhagslega á vegi statt, að það geti tekið á sig slík útgjöld,
samfara síhækkandi útgjöldum vegna fátækraframfæris. Sú
vinna, sem bæjarfélagið gæti efnt til um þetta leyti árs, yrði
að verulegu leyti unnin fyrir gýg og væri í rauninni ekkert
annað en dulbúið fátækraframfæri.
Atvinnuleysið er böl, sem létta verður af þjóðinni, og þetta
er unnt að gera, ef forsjár er gætt af hálfu vinnuveitenda og
verkþega, enda er þar tíðast um sameiginlega hagsmuni að ræða.
Vafalaust myndu verkamenn sætta sig vel við að neyta matar
á vinnustað og spara bæjarfélaginu með því nokkrar milljónir
,'króna, sem verja mætti til atvinnuaukningar. Samtök verka-
manna ljá þó vafalaust ekki máls á sliku, frekar en að vinna
við Reykjavíkurhöfn. megi hef jast einni stundu fyrr. en samn-
.ingar ákveða. Slíkum böðlum ættu verkamenn að hrinda af
iihöndum sér.
♦ BERGMÁL ♦
Eftirfarandi hefir Berg-
máli borizt frá „Ó.“:
„Matthías Þórðarson frá
Móum er þekktur maður
bæði heima og erlendis og
allir, sem þekkja hann vita
að liann er óvenjulegv/
mannkostamaður, vitur, gæt-
inn og góðgjarn. í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann er
búsettur nýtur hann trausts
og virðingar allra landa, sem
hafa átt þess kost að kynn-
ast honum.
*
Matthías er um þessar mund-
ir staddur hér í Reykjavík en er
brátt á förum. Þriðjudaginn 8.
janúar birtist viðtal við hann í
Vísi og benti hann þar á hvað
hægt væri að gera til þess að
viðhalda fiskistofninum hér við
land. Tillögur Matthíasar um
sjófiskaklak eru í raun og veru
sjálfsagðir hlutir og er lítt
hugsanlegt annað en sjómenn
gefi þeim fullan gaum og breyti
eftir þeim.
■K-
Fiskiveiðar hljóta um ó-
fyrirsjáanlega langan aldur
að verða einn af aoalatvinnu-
vegum okkar íslendinga og
dugir því ekki annað en gera
allt sem unnt er til þess að
vernda fiskistofninn og
f jölga fiskiseiðum með klaki.
*
Matthías sagði í viðtalinu, að
Jón Sigurðsson hefði bent á það
árið 1850 að Norðmenn væru
farnir að gufubræða lýsi, samt
hefðu liðið 50 ár áður en ís-
lendingar tóku upp þessa að-
ferð.
Nú er öldin önnur sem betur
fer. fslendingum er nú orðið
lóst, að góð afkoma fjöldans
verður aðeins . tryggð með því
að hlúa að þeim atvinnuvegum,
sem þegar eru til og helzt bæta
nýjum við. Tillögur Matthíasar
um sjófiskaklak eru fyrst og
fremst hagsmunamál sjómanna
og útgerðarmanna en þær eru
í raun og veru um leið hagur
alþjóðar, því engin stétt þjóð-
félagsins kemst til bjargálna
eða lendir í örbyrgð án þess að
það hafi áhrif á þjóðarheildina.
*
Eins og stendur þarf að|
gera sérstakar ráðstafanir
til þess, að útgerðin stöðvist
ekki. Vafalaust vildu bæði
útgerðarmenn og sjómenn
helzt vera lausir við slíkar
aðgerðir. Skip eru nú nóg
og fullkomin til veiðanna en
þá vantar það sem við á að
éta, sem sé fiskinn. Með sjó-
fiskaklakinu má sýnilega
auka fiskistofninn svo gíf-
urlega, að erfitt mun vera,
að gera sér grein fyrir
hversu miklu sú aukning
nemur. Matthías Þórðarson
á mikinn heiður skilið fyrir
að hafa hreyft þessu þjóð-
þrifamáli. — Ó.“
Gáta dagsins.
Hvert er það stökk, sem
reiðum veitir auðveldast, en
óreiðum örðugast?
Svar við síðustu gátu:
Móðurmjólkin.