Vísir - 16.01.1952, Blaðsíða 6

Vísir - 16.01.1952, Blaðsíða 6
V í S I B Miðvikudaginn 16. janúar 1952 ;:S ____________________ Firmakeppni I bridge í Hafnarfirði. . •'i- .-VÁÍV.. '• 5 Eftií* 'þrjái*' dmferðir í firma- keppni Bridgefélags Hafnar- fjarðar, standa leikar þannig að Verzlun Ólafs H. Jónssonar er efst með 158 % stig. Er nú aðeins ein umferð eftir. Röð og stig 16 efstu fyrirtækj- anna, er sem hér segir: Vezl. Ól. H. Jónss. 158%, Raftækjavinnustofa Jóns og Þorvaldar 151%, Vélsmiðjan Klettur h.f. 150, Dvergasteinn h.f. 150, Verzl Geirs Jóelssonar 149 %, Kaupfélag Hafnfirðinga 148%, Ekko h.f. 148, Dvergur h.f. 147%, Bæjarútgerð Hf. 145%, Akurgerði h.f. 145%, Ragnar Björnsson 143%, Bæj- arbíó 142%, Verzl. Jóns Mathiesen 142, Áætlunarbílar Hafnarfjarðar 141%, Stefnir h.f. 141%, Apótekið 140. Síðasta umferð verður spiluð á miðvikudagskvöldið kemur í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 8. RitgerBasamkeppnl um kristiiegt efni. Hin íslenzka þjóðkirkja efn- ir til riígerðasamkeppni í gagn fræða- og héraðsskólum lands- ins o. fl. um efnið „Dæmisögur Krists í guðspjöllunum.“ Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup skýrði fréttamönnum í gær frá ofangreindri sam- keppni. Þátttakendur eru nem- endur gagnfræðaskóla, héraðs- skóla, kvenna- og húsmæðra- skóla, sjómannaskóla, iðnskóla, samvinnu-, verzlunar-, kenn- ara- og menntaskóla. Þriggja manna nefnd dæmir ritgerðirn- ar, en þeim sé skilað fyrir maí- lok og verði eigi lengri en 1200 orð. Verðlaun verða þrenn: Ferð til Glasgow, Norðursjáv- ar- og Miðjarðarhafshafna. Ritgerðasamkeppni þessi er einkum gerð til þess að glæða áhuga æskunnar fyrir Ritning- unni, en vel má vera, sagði bisk up, að samkeppni þessi verði vísir að stærra og meira átaki i þessum efnum. íburðarmikii tónfistar- mynd í Tjarnarbíó. Tjarnarbíó frumsýndi s. 1. laugardag íburðarmikla, enska tónlistarmynd, sem nefnd var „Ævintýri Hoffmanns“ (The Tales of Hoffmann). Meðal gesta á frumsýning- unni voru ráðherrar, sendi- he'rrar erlendra ríkja, ýmsir embættismenn o. fl. Mynd þessi er byggð á óperu Offenbachs, og er því tónlistin 1 henni ekki af verri endanum, en Sir Thomas Beecham stjórn- ar The Royal Philharmonic Orchestra, sem leikur í henni. Má af því sjá, að hið brezka kvikmyndaféiag, sem tók myndina, hefir lítt til hennar sparað, enda er hún vafalaust með því glæsilegasta, sem hér hefir sézt af þessu tagi. Efni myndarinnar verður ekki rakið hér, en þar er margt fyrir auga og eyra, glæsilegir ballett-dansar, mikill söngur, en öll er myndin gerð í eðlileg- um litum. Mikið úrval leikara af ýmsum þjóðuny leikur í myndinni, en mest ber á þeim Moira Shearer, Robert Ronse- wiHe eg, Robert Ilelpmann. Þjóðminjasafnið fær p&a gjöf. Sigurður Guðmundsson dans- kennari hefir nýlega gefið Þjóð- minjasafninu bréfaþvingu forna, sem var í eigu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Bréfaþvingu þessa hafði Inge- borg heitin Sigurjónsson, ekkja Jóhanns, gefið Sigurði, en hann var henni vel kunnugur og naut oft frábærrar gestrisni og hlý- hugs frú Ingeborg, eins og fleiri íslendingar, en það er kunnara en frá þurfi að segja. Bréfa- þvingu þessa, sem mun vera brot af steinaldarexi, notaði Jóhann sjálfur við ritstörf sín, og er þetta allmerkilegur grip- ur. óbiianlegMr* Fulltrúar Alþjóðabankans eru farnir frá Teheran. Engu tauti varð komið við Mossadegh, sem vildi ekki breyta afstöðu sinni, svo samn- ingar gætu tekist. Við sendiherra Breta sagði hann, að stjórn landsins hefði samþykkt kröfuna um að ræðis- mannsskrifstofum Breta 1 Pers- íu yrði lokað fyrir 23. þ.m., og gæti hann engu þar um breytt. Ítalir aidta stál- framlelðslu. Við Genúa á Ítalíu er nú langt komið að reisa stálsmiðjur miklar, sem gerbreyta aðstöðu Italíu til stálframleiðslu. Er ráðgert, að þar megi fram- leiða 1 millj. lesta. af stálþynn- um árlega, en þó eigi nema % millj. lesta fyrst í stað. Verksmiðjan er reist þar sem áður var sjó og var land fyllt þar. Hafa 7000 manns unnið við framkvæmd verksins, en 3000 eiga að fá þarna varanlega atvinnu. Verk þetta var í raun- inni hafið fyrir styrjöldina, e»i svo hirtu Þjóðverjar allar vél ar og fluttu til Þýzkalands, en 80 % hafa náðst aftur. Níu miilj. dollara hafa verið lagðar fram til fyrirtækisins af Mars- hallfé og 5 millj. munu verða lagðar fram til viðbótar til þess að ljúka því. Minmng: Sigurður Saldvinsson, póstmeistari. Varstu gróður, fræða, fannst, falinn sjóður, strengur. Barstu hróður víða, vannst, valinn góður drengur. Man eg við mættumst og mál saman áttum. Geymi eg góðsvip þinn, göfugi maður. Var sem í vorblæ við þig að tala, fagur í fasi, og fegurð í máli. Lágú þér Ijóðin, létt á munni, var þér og vísa á vörum þýð. Ort gastu á máli Egils og Grettis. Fann eg þinn fróðleik í fornum þáttum. Veit eg að mannstu, sem vísindamaður, við akra pndans óðs og sögu. Góð vísa geymist, og gott kvæði. Saga þín Sigurður sýni það gleggst. Lengi mun, lifa á landi sögu, nafn þitt og nými í nákvæmu starfi. Syrgjendur sakna þín, samtíðin kveður þig. Fylgja þér fararheill til framtíðarlandsins. Lárus Salómonsson. StrandaEiirkja á[ ínær Strandarkirkja er langsam- lega ríkust allra kirkna á ís- landi, á um eina millj. króna í reiðu fé. Á síðastl. ári bárust kirkj- unni áheit, er námu samtals kr. 138.720.58, en alls á kirkjan nú kr. 968.865.81. Fer það mjög í vöxt, að fólk heiti á kirkjuna, en í því sambandi má geta þess, að í ársbyrjun 1939 átti kirkj- an ekki nema tæpl. 164 þús. krónur. Menn úr varnarliðinu í flugsiysi. Eins og getið var í fréttum fyrir rúmri viku, varð flugslys í Englandi sunnudaginn 6. þ.m„ tvær flugvélar lentu í árekstri. Önnurflugvélin hafði verið á ,leið hingað,. en verið snúið við ■vegna ofviðrisins hér og lenti þá í árekstri í lendingu. Flug- vélin, sem átti að fara hingað, var ein &f eftirlitsflugvélum ameríska flotans, er hafa bæki- stöð í Keflavík, og meiddust í henni tíu menn, brenndust meira og minna. White Falcon segir um þetta á laugardag, að mennirnir séu allir á batavegi. Eftirlætl Faruks kemur við hér. Shari, uppáhaldsdansmær Faruks konungs, var veðurteppt í Keflavík í síðustu viku. Er hún gift amerískum manni syni olíukonungs. í Texas, og var hann í för með henni. Ekki fékkst dansmærin til að sýna listir sínar þar syðra, lét sér -nægja að dansa „nýju dansana.“ Ráðstefna um efna- hagsmál í London. Samveldisráðstefna iim fjár- hags- og efnahagsmál situr nú í London og er Butler fjár- málaráðherra Breta í forsæti. Fimm ráðherrar frá samveld- islöndunum eru komnir tál Lundúna, frá Pakistan, Rhodes- iu og víðar að. STOFA, með eldhúsað- gangi, til. leigu-, 500 kr. ■ á mánuði með ljósi og hita. Tilboð, merkt: „Strax— 34.1“, sendist blaðinu fyrir laugardag. (204 IBÚÐ. 2 herbergi, stórt eldhús og bað, í miðbænum til leigu, nýstandsett. Fyrir- framgreiðsla nauðsynleg. — Tilboð, merkt: „Kjallari“ se.ndist afgr..Vísis fyrir laug- ardagskvöld. (214 TEK PRJÓN, Njálsgötu 87. — (220 LAGHENTUR unglingur óskar eftir atvinnu. — Uppl. í síma 2689. (211 TEK að mér að vera hjá sængurkonum. —■ Uppl. í \ sírna 7831. (209 HERBERGI óskast. Ein- hleypur maður í fastlaunaðri stöðu (starfsmaður hjá Reykjavíkurbæ) óskar eftir her.bergi með sérinngangi. Má vera lítið. í eða sem næst. miðbænum. Tilboð, merkt: „Strax — 342“ sendist Vísi. (219 HERBERGI til leigu fyrir reglusaman einhleyping. — Uppl. í síma 4172. (216 HERBERGI til leigu á Grenimel 4, kjallaranum. — (217 GOTT forstofuherbergi til leigu nú þegar. Hraunteig 19. — (215 LÍTIÐ herbergi til leigu, gegn húshjálp. — Uppl. á Hverfisgötu 32. (221 EYRNALOKKUR, með konumynd á svartri plötu, tapaðist á sunnudagskvöld frá Hótel Borg með Sund- laugavagni að Skúlagötu og Laugavegi. Vinsaml. hring- ið í síma 5222. (205 SÍÐASTL. sunnudag tap- aðist poki með gúmmístakk og stígvélum milli Reykja- víkur og Sandgerðis. Vin- saml. skilist á Bifreiða- afgreiðsluna í Sandgerði. — Fundarlaun. (210 MJOLKURBRUSI tapað- ist nýlega, sennilega á Hverfisgötu. Uppl. í síma 3180. (212 FRÖNSKUKENNSLA. — H- A. Blöndal. Sími 3718. (202 VELRITUNAR námskeið. Cecelia Helgason. — Sími 81178. (311 Víkivakaflokkar Ármanns. Æfingar falla niður í kvöld \regna álfadansins og brenn- unnar. FRAM- ARAR. SKEMMTÍ- FUNDUS í í félagsheimilinu í. kveld■ kl. 9. — Fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Nefhdin. Skylmingafélag Reykjavíkur Æfing í Miðbæjarskólanum í kvöld kl. 7. ATHUGIÐ. Tökum blaut- þvott; einnig gengið frá þvottinum, Sanngjarnt verð. Allar uppl. í síma 80534. — Sækjum. — Sendum. (208 SAUMASKAPUR. Sauma allskonar kvenfatnað. Fljót og: ódýr afgreiðsla. Sníð einnig fyrir fólk. Geri hnappagöt, zig-zaga allt mögulegt. Uppl. í Barmahlíð 42, IL hæð. (207 PLISERINGAR, hull- saumur, zig-zag. Hnappar yfirdekktir. — Gjafabúðin, Skólavörðustíg 11. — Sírni 2620. S AUMAVÉLA-viðgerðir. Fljót afgreiðsla. — Sylgjr, Laufásvegi 19. — Sími 2656. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Laugavegi 79. — Sími 5184. AXMINSTER-góIfteppi, alveg nýtt, stærð 3x3 yards, til sölu. Uppl. á Vitastíg 3. (218 KVENSKIÐI með stál- köntum og gormabindingum, til sölu. Uppl. í síma 6476. (213 RADIOFONN til sölu í sæmilegu standi. Hagkvæmt verð. Uppl. í dag milli kl. 7—10 í Barmahlíð 42. (206 BÍLÖXULL. Framöxull, með bremsum og stýrisút- búnaði, til sölu. — Uppl. í Bílaviðgerðin Drekinn. Sími 80200. (203 VEGGTEPPI, dívanteppi, gluggatjaldaefni, húsgagna- áklæði. Sauma- og vefstofan Ásar, Fjólugötu 19 B. (580 MORGUN SLOPP AR, morgunkjólar, lök og kodda- ver. Sauma- og vefstofan Ásar, Fjólugötu 19 B. (579 MÁLUÐ húsgögn til sölu. Gerum gömul húsgögn sem ný. Málarastofan Barónsstíg 3. Sími 5281. (127 TÆKIFÆRISGJAFIR: Málverk, Ijósrnyndir, myndarammar. Innrömmum myndir, málverk og saumað- ar myndir. — Setjum upp veggteppi. Ásbrú, Grettis- götu 54. PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sírni 6126.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.