Vísir - 16.01.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 16.01.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 16. janúar 1952 kannske hálfum og heilum setningum, og jafnvel fylla í skörð- in, kemur fram allt önnur skoðun en eg lét í ljós.“ „Hvað sem þessu líður,“ sagði hún enn áhyggjufull á svip, „er augljóst, að þú hefir varið herra Gobbett, þennan ofsa- fengna mann, sem —“ „Já, ofsafenginn er hann, elskan mín, en hann hefir á réttu að standa.“ „Það getur ekki verið, Sam? Jæja, þarna er skýringin fundin á framkomu nágrannakvennanna. Eg er smeyk um að þessi ræða muni ekki auka vinsældir þínar, Sam minn.“ „Eg kæri mig kollóttann,“ sagði Sam þrálega. „Hverjum skyldi ekki standa á sama um það?“ „Mér stendur ekki á sama,“ svaraði hún. „Eg tek þetta nærri mér. Eg vil áð maðurinn minn sé virtur og dáður sem sannur, heiðarlegur maður, eins og hann líka er í reyndnini.“ „Ef þú-trúir á mig, Andomeda, skiptir ekki neinu um aðra.“ „Þú mátt ekki láta þetta sem vind um eyru þjóta. Þú verður að hugsa um stöðu mína — og um barnið .... ó, nú skil eg hvað kerlingarálkan hún frú Dene átti vig, en eg lagði ekki eyru við því sem hún sagði, því að hún er vefstá kjaftaskjóða greifadæmisins.“ „Og hvað sagði hún, elskan mín?“ „Hún kvaðst hafa heyrt þér lýst sem Jakobína, byltingar- sinna og svikara við ríkjandi þjóðskipulag.“ >„Og byltingarsinni verð eg án vafa, meðan við, stéttin, sem öllu ræður heldur í gildi grimmdarlegum og ranglátum lög- um.“ „En, Sam, vafalaust er lög okkar, ensk lög, hin göfugustu og réttlátustu, sem til eru?“ „Vissulega, fyrir okkar stétt, ekki sízt fyrir herrastéttina á landsbyggðinni, sem allt af hefir haft allsnægtir — og veit ekki hvað sultur-er. Veistu það, væna mín, að eg get fengið veiðiþjóf, t. d. mann sem skýtur kanínu á landareign minni, sendan í þrælavinnu til nýlendnaima?“ „En það mundir þú aldrei gera, Sam?“ „E býst ekki við því, en veiztu að í þessu landi er hægt að fá vasaþjófa hengda fyrir að kveikja í hey- eða kornstakki og því um líkt?“ „Það getur ekki verið, Sam?“ „Samt er það nú svo. í skjóli laganna getum við hneppt alþýðu manna í þrældóm, en við herramennirnir getur keypt eða s'elt sæti í parlamentinu og stöður í stjórnarskrifstofum. Sumt fólk er svo fátækt, að ekki verður með orðum lýst, áðrir svo auðugir, að engu tali tekur. Taktu mig sem dæmi. Eg á Wrybourne Feveril og stórhýsi í London, og að auki fimm eða sex sveitasetur víðsvegar í landinu, sem eg hefi sum aldrei augum litið og sé sennilega aldrei sum hver, en aðrir eiga ekki það yfir höfuðið. Þetta er ékki eins og það á að vera.“ „Og þú heldur, að þú geti kippt þessu í lag, Sam?“ ! „Nei, eg fer ekki í neinar grafgötur um það — aðeins fólkið sjálft — veiztu það að nágrannar okkar hér í Sussex, herra- menn, neyða ménn til að strita fyrir sig fyrir 50 aura á dag.“ „En slíkt á sér ekki stað hér í Wrvbourne, þannig fer þú ekki með leiguliða þina.“ „Nei, eg hefi reynt að fara vel með þá, en afleiðingin er sú, að eg hefi fengið minnar stéttar fólk upp á móti mér, — og nú þessi afskræmda. endurprentun á grein minni. En sleppum þvi. Nú skal eg segja þér dálítið; eg ætla mér að endurbyggja helming smáhúsanna í Wrexford, kaupa gömlu mylnuna, fylla upp tj arnafskrattann, og koma upp leikvelli, þar sem menn geta keppt í glímum, reiptogi og öðrum íþróttum, keppni V í S I R -------------f-- .—.......................................... milli ungra manna í þorpunum og fleira hefi eg á prjónun- um. Hvað segirðu Um þetta, frú mín góð?“ „Þetta er mjög líkt lávarðinum, manninum mínum, — hon- um Sam ætlaði eg að segja, — þatta mun færa mörgum heil- brigði og hamingju og —“ í 'þessum svifum kvað við fagur klukkusláttur og konan unga spratt á fætur og fór að lagfæra hið hrafnsvarta hár sitt, og um leið og hún bjóst til farar, sagði hún: „Eg vetð að fara, Sam — erfingi lávarðsins mun þurfa á svengd.“ mér að halda. Hann hlýtur að vera nær dauða en lífi af „Hvað, aftur? skárri er það nú lystin í strákpattanum.“ „Lystin er í bezta lagi — guði sé lof, eg er farin, lávarðs- pattinn bíður.“ „En — væri ekki betra að þú hættir að hafa hann á brjósti, — það ætti að vera hægt að fá —“ „Nei, þökk, eg vil hafa barnið mitt, barnið okkar, á brjósti sjálf —“ „En aðrar konur gera þetta, og mér virðist —“ „Aðrar konur, en ekki konan þín. Mér ætti að vera vork- unnarlaust að hafa drenginn á brjósti. Við skulum sjálf gera fyrir hann allt, sem gera þarf. Ó, Sam, heimskinginn þinn, þú veizt ekki hve mikilli sælukennd eg er gripinn af því, að barnunginn okkar, sem er hold af okkar holdi og blóð af okkar blóði, fær líf sitt og orku frá mér, veistu ekki að ástin hefir sameinað okkur þig og mig og hann, og ekkert getur neinu þar um breytt, en eg get ekki komið heimskum manni í skilning um þetta svona á svipstundu, en barnunginn bíður, háskæl- andi að líkindum, og nú er eg farin.“ „Vonandi verður hann verðugur slíkrar móður sem hann á.“ „Það verður hann, líkist hann pabba sínum, og það gerir hann — lítt bara á litla nebbann hans og hve munnfríður hann er — hvorttveggja minnir að minnsta kosti á stóra Sam, en nú flýg eg —“ Og svo „flaug“ hún, hin unga, áhyggjufulla og hamingju- sama eiginkona og móðir, og skildi eftir eiginmanninn star- andi, og með aðdáun í augum, eins og vlssulega allir ungir eigimexm myndu hafa gert í hans sporum. Loks reis hann á fætur, og er hann hafði gengið úr einum salnum í annan, þar sem geymdir voru gamlir gunnfánar, brynjur, hjálmar og vopn fornleg, auk margs annars, um göng, þar sem gólfið var lagt mjúkri ábreiðu, barði hann loks á hurð nokkra, um leið og hann opnaði dyrnar og sagði hressilega: „Það er bara Sam, Anna frænka.“ Anna Leet var kona allmjög við aldur, mikil á velli og klædd sem aldraðiú, siðavandri konu sómdi, 1 piisi víðu, sem skrjáfaði í við hverja hreyfingu, og með blúndukappa á höfði. Anna frænka var ráðskona jarls og renndu fáir augum til hennar, án þess að kenna beygs nokkurs, og stjórnaði hún fjölmennu þjónaliði með miklum myndarskap. Hún sat í stól með háu baki og reis nú upp og skrjáfaði þá heldur en ekki í pilsinu mikla, en allur ógnarsvipur hvarf af andliti hennar er bros færðist allt í einu yfir varir henni, og var sem ’hún gerbreyttist i einu vetfangi. Stór og loðinn hundur, sem lá við fætur henni, reis einnig upp og fór að dingla skottstúf sínum, og var eigi síður óðfús en ráðskonan til að sýna jarlinum hlýleika- og virðingarmerki, en telpa, sem setið hafði við stól konunnar ráeð spjald og griffil, gat ekki stillt sig og spratt á fætur, innilegá glöð og hljóp í fángið á Sam. „Jane,“ kalíaði langamma hennar byrst, „hefirðu gleymt. öllum mannasiðum, barn?“ „Æ, íangamma," andvarpaði Jane, „en Sam frænda stendur alveg á sama um mannasiði, er það ekki, Sam frændi?“ „Hvað barninu getur dottið í hug,“ hrópaði Anná frænka, „gerðu svo vel og hneigðu þig fyrir jarlinum, barn — á þessu andartaki, heyrirðu?11 „Gott og vel, langamma, en þótt hann sé jarl er hann nú lika Sam frændi, er það ekki?“ „Víst er eg það, Jane litla,“ sagði Sam hjartanlega, „og verð alltaf, alveg eins og eg er og verð alltaf fóstursonur lang- ömmu þinnar.“ 7" Gæfan fylgir hringunum fri SIGURÞÖR, Kafnarstræti Margar gerOir fyrirllggjanii. Ódýrt nokkur pör kuldastígvél EGGERT CLAESSEN GUSTAF A. SVEINSSON hœstaréttarlögmenn Hamarshúsinu, Tryggvagötu. Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. Me&fwirhjar Diamond-rofar 10 og 25 Amp. Str au j árnselement 550 og 750w. Ofnaelement 1000 og 750 w. Könnuelement 600 og 750 w. Suðuplötuelement 750 w. Hitagormar 700 w. Bjöllur og spennar. Dyrabjölluþrýsti Krónutsngi. Loftkrókar og lok. Einangrunarband. Rofar, tenglar, krónurofar, samrofar og margt fleira. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastrœti 10. Simi 6456. Tryggvagötu 23. Simi 81279. SJtsaian stendur aðelns til laugardags. í dag teknir fram þunnir kvenhanzkar á 10 kr. parið. H. TOFT Skólavörðustíg 5. MARGT Á SAMA STAÐ QUESTIONEP ey ME(?ALA AS TO TME WHEREABOUTS OF HIS COMRANIONS, TAR2AN REPUEP, •'WHEN RUTANÖ AWAKENED ' AtE, THEY WERI5 GONE, X l| PO NOT KNOW P ,. WH6RE THEX ARE." L "WERE IT NOT/AAERALA STOSAAEP, " THAT YOU fl&HT M’LUNáA IN THE ARENA, YOU WOULD&O TO THE Fltze PIT (AAAAEDIATELY/ i Bnrroueli'i »istr. by Unlted Featúro SyncUíiatð, InJ £. /?. fáltJ'POUúkA: Merala spurði Tarza:i ; jo unurn úr um hvarf þéirra Lukah og O’.Rorkes. Hánn kvaðst ekkert um þetia vita, hann hefði verið sofandi, er þeir fóru. , 1041 „Ef þú ættir ekki að berjast við M’Lungá, myndir þu 'lará ' á bálið strax,“ sagði hún. V • «a. •*. i ^ V- 1 (T, / ' ,0 - >4 • v '“Vake HÍAA TO THE OUARRÍES;5" SHE CQNCLUPED HARSHLY. . “ONTlL TKE DAY HE MEETS í M’LUNðA. CHAIN HiM WITH THE QUARRy SLAVES.4' „Farið með hann í grjótnámið," skipaði hún. „Færið hann í hlekki með þrælunum.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.