Vísir - 16.01.1952, Qupperneq 8
WE
Miðvikudaginn 16. janúar 1952
JV&r&MB'líSBtdasýnitttjféBB é IS&éFi:
Samsýning tómstundamálara
opnuð í næsta mánuði.
I undirbúningi stafnun Sambands fónt-
sfundamáiara á ftiorðurliSndum.
í næsta mánuði verður opn-
uð í Reykjavík málverkasýning
tómstundamálara á Norður-
löndunum fimm, Danmörk,
Finnlandi, íslandi, Noregi og
Svíþjóð.
Tildrögin að þessari sýningu
eru þau, að á s.l. sumri efndu
tömstundamálarar á Norður-
löndum til sameiginlegrar sýn-
ingar, sem opnuð var í Dan-
mörk í júlímánuði s.l. Voru
það félög og félagasambönd
áhugamanna í hinum ýmsu
löndum, er efndu til sýningar-
innar og stóðu að henni. í sept-
embermánuði í haust er leið var
sýningin flutt til Osló og var
opin þar fram í októbermánuð.
Nú hefur náðzt samkomulag
um það að fá sýningu þessa til
íslands og eru myndirnar þegar
komnar til Reykjavíkur. Hún
verður opnuð í Listamanna-
skálanum í næsta mánuði.
Það voru 11 íslendingar sem
tóku þátt í sýningunni í Dan-
mörk og Noregi, en nú getur
farið svo að þeir verði fleiri
,ef húsrúm leyfir. Um það er
ennþá ekki vitað. Hinsvegar
verður aukin þátttaka, ef til
hennar kemur, eingöngu bund-
in við meðlimi í Myndlistafélagi
áhugamanna.
Nú er á döfinni að stofnað
verði samband félaga tóm-
stundamálara um öll fimm
Norðurlöndin og er það mál í
undirbúningi. Verður samband
þetta m.a. stofnað í þeim til-
Nýr endurvarps-
sendir fullgerður.
Eins og kunnugt er hefir
verið væntanleg hingað til
lands ný endurvarpsstöð, svipuð
og Eiðastöðin, sem ætlaður er
staður á Akureyri.
Útsendingar útvarpsstöðvar-
innar hér hafa heyrst mjög illa
víða norðanlands og einkum í
sveitum. Á sumum bæjum má
heita, að lítil sem ekkert gagn
hafi verið að því að hafa út-
varpstæki vegna þess, hve
skilyrði hafa verið slæm. Hefir
þetta ástand jafnvel orðið til
þess að fólk hefir hætt við að
hafa útvarp, enda fækkaði út-
varpsnotendum nokkuð á árinu
1950. Skýrslur eru ekki fyrir
hendi um útvarpsnotendur á
s.L ári, en trúlegt þykir, að
þeim hafi a. m. k. ekki fjölgað.
Endurvarpsstöðin, sem sett
verður upp á Akureyri, er nú
tilbúin til afhendingar og vænt-
anleg hingað til lands í næsta
mánuði. Verður hún sett upp í
sumar og má þá búast við að
skilyrði til útvarpshlustunar
foatni verulega á Akureyri og í
sveitum norðanlands. Endur-
varpsstöðin nýja er 5 kw.
gangi að auka innbyrðis kynni
hinna einstöku meðlima, efla
samvinnu þeirra í milli og auka
þekkingu þeirra á málaralist-
inni. Þá myndi sambandið enn-
fremur beita sér fyrir samsýn-
ingum tómstundamálara á
Norðurlöndum og yfirleitt
vinna þeim hvert það gagn
sem verða má.
Hæsti wimtisigigr
■nr. 53.915
Dregið var í happdrættisláni
ríkissjóðs B-flokki í gær og
kom hæsti vinningurinn, 75
þúsund krónur, á nr. 53.915.
Hér fara á eftir hæstu vinn-
ingarnir:
75.000 krónur:
53.915.
40.000 krónur:
84.447.
15.000 krónur:
11.689.
10.000 krónur:
15.543, 119.812. 134.276.
5.000 krónur:
6.605, 22.183, 64.668, 92.302.
101. C— 00 ■ <M
2.000 krónur:
9.448, 12.034, 13.283, 20.222,
31.284, 35.588, 39.290, 41.497,
59.039, 87.370, 91.482, 96.346,
120. 048, 120. .079, 144 .210.
Þegar þingmaður andast
vestan hafs, er ekki efnt til
nýrra kosninga, heldur út-
nefnir fylkisstjórinn, þar sem
þingmaðurinn hafði verið kos-
inn, nýjan þingmann, er situr
til Ioka kjörtímabilsins. Konan
hér að ofan var gift Frank
Buchanan þingmanni fyrir
Pennsylvaniu-fylki, en er hann
andaðist, var hún útnefnd þing-
tnaður í hans stað. Heitir hún
Vera Baerr Buchanan.
Faruk eign-
ast son.
HlúskapuirinrB hefir
náð tilgangi sénum.
Tilkynnt hefir verið í
Kairo, að drottning Farúks
konungs hafi alið honum
son. Verður drengurinn rík-
isarfi Egyptalands, og hefir
Farúk boðað, að piltur verði
látinn heita eftir Fuad kon-
ungi, af hans.
Eins og kunnugt er af
fregnum á sínum tíma og
blaðagreinum um Farúk,
skildi hann við fyrri drottn-
ingu sína sakir þess að hún
hafði ekki alið honum son.
Núverandi drottning, Narri-
man Sadek, var trúlofuð
ungum Egypta, efnismanni,
er Farúk sá hana fyrst, en
trúlofuninni rift, og hlaut
Farúk víða mikið ámæli
fyrir framkomu sína.
SA.-Asía:
Bretar ætla að
láta skríða tíl
skarar.
í gær var tilkynnt í London,
að Sir Gerald Templer liers-
höfðingi, hefði verið skipaður
landstjóri Breta á Malakka-
skaga og yfirhershöfðingi og
verður skipaður vara-Iand-
stjóri honum til aðstoðar.
Þetta er ein af þeim breyt-
ingum, sem til athugunar hefir
verið síðan Oliver Lytttleton fór
fyrir hönd brezku stjórnarinn-
ar til SA-Asíu, til að kynna
sér ástand og horfur. Einnig
hefir verið skipt um landstjóra
í Singapore.
Templer er væntanlegur til
London í dag frá New York,
ásamt Anthony Eden, en vestur
fór Templer til viðræðna við
Churchill um hið nýja hlutverk
sitt.
SkoflutBð a«isýam£|alls.
Haiin var ekki ai
vígur niHiirskiii'lli.
Æm Ímmbmss milg&é ímtm imemm
til mitmwis.
Hinn 23. des. s. 1. gerðist ó-
vanalegur atburður á bæ ein-
um ausíanfjalls.
Átti að taka þar kindur
nokkrar til niðurskurðar, . en
bóndinn greip kindabyssu og
skaut í rúður og hjólbarða bif-
reiðarinnar, sem nota átti til
brottflutnings kindanna, og
varð þá ekki af því, að kind-
urnar væri teknar.
Mikil rekistefna hafði áður
orðið út af þessum kindum, og
með öllu móti reynt að ná sam-
komulagi með góðu. M. a. var
sáttafundur reyndur, og kvaðst
bóndi ekki vera mótfallinn nið-
urskurði, . en setti fram ýmis
furðuleg skilyrði um fram-
garig mála, sem eru niðurskurð-
inum algerlega óviðkomandi
og var ein krafan, að séð væri
um, að 2 nafngreindir menn
væru látnir ganga til altaris!
Náðist ekkert samkomulag, en
daginri eftir tilkynnti bóndi, að
liann vildi losna við kindurnar,
og var þá Brynjólfi Melsteð
vegavinnuverkstjóra falið að
sækja þær, og fór hann á bæinn
í stórum bíl og hafði 3 menn
með sér, en viðtökurnar urðu
þá sem að ofan greinir.
Þegar svo var komið skrifaði
forstöðumaður sauðfjárveiki-
varnanna sýslumanni Árnes-
sýslu og.fór fram á, að þar sem
allar aðrar leiðir hefðu verið
reyndar árangurslaust, að
kindurnar' væru teknar með
fógetavaldi.
Um seinus.tu helgi var ekki
búið að sækja þær, enda illfært
eða ófært víða á vegum í upp-
sveitum Árnessýslu, en þar býr
bóndi sá, sem hér um ræðir.
Aflí landróðraháta
sæmilegur.
Allir landróðrarbátar voru á
sjó í gær og var afli þeirra
sæmilegur.
Bátar eru allir á sjó aftur í
dag og auk þess er Helga farin
á togveiðar og mun hún fyrsti
togbáturinn, sem byrjar hér
Vertíð. í fyrra hófu togbátar
ekki veiðar héðan fyrr en fyrstu
dagana í febrúar. Landróðrar-
bátar, sem byrjaðir eru vertíð
héðan eru 6, og mun 7. báturinn
bætazt við í vikunni.
Afli bátanna var sem hér
segir: Hagbarður 3280 kg., Ás-
geir 2040 kg., Dagur 1750 kg.,
Víðir 1600 kg., Svanur 3500 kg.,
Einar Þveræingur 3330 kg.
Rafmagnslaust
á Akranesi.
Rafmagnslaust var á Akra-
nesi í gær vegna einangrunar-
bilunar á línunni við ósana, sem
svo eru nefndir, en þar er mjög
langt haf milli staura og að-
staða til viðgerðar erfið.
Vonir standa til, að þessari
viðgerð verði lokið í dag. í s.l.
viku varð að takmarka hér raf-
magn og var kauptúninu skipt
í hverfi og fengu þau rafmagn
til skiptis. Þessi takmörkun var
framkvæmd vegna stíflu í að-
rennslisskurðinum við virkjun-
ina, en færðist aftur í betra
horf um helgina.
Heilsufar er gott á Akranesi
og ný mænuveikitilfelli hafa
ekki komið til sögunnar undan-
gengnar vikur.
Samlð um vlðskipti veð
Vestur-Þýzkaland.
Nýlega var framlengdur við-
skiptasamningur íslendinga og
Vestur-Þjóðverja.
Samkvæmt honum geta ís-
lendingar aukið innkaup sín á
járni og stáli frá Þýzkalandi, og
auk þess geta íslendingar keypt
á næstu sex mánuðum 1500
lestir af kolum og koksi þaðan,
þar í móti munu V.-Þjóðverjar
kaupa meira af okkur af fiski-
mjöli og lýsi, ennfremur hesta
fyrir kr. 650.000.
Vilhj. Finsen aðalræðismað-
ur undirritaði samninginn fyr-
ir hönd íslands.
HöggmyEndasýn-
ÍRig e Llstvina-
salnum.
í dag verður opnuð í List-
Vinasalnum við Freyjugötu
sýning Sigurjóns Olafssonar á
safni mannamynda.
Myndirnar eru 18 talsins,
flestar úr gifsi, nokkrar úr eir,
brenndum leir, gabbró og ein
úr vír. Myndirnar eru allar af
kunnum mönnum úr þjóðlífinu.
Þá er á þessari sýningu mynd-
in Kroppinbakur, sem áður
hefir verið sýnd og ný mynd::
Hendur, frumkast úr brernid-
um leir.
Á höggmyndasýningu þess-
ari eru einungis mannamyndir.
Afmælismót HKRR:
Austurbærinn
sigraði.
Bæjarhlutakeppninni í hand-
knattleik lauk í gærkveldi með
því að Austurbær sigraði bæði
í karla- og kvennaflokki.
í kvennaflokki kepptu að-
eins tvö hverfi, Austurbær og
Vesturbær. Sá leikur fór fram í
gærkveldi og lyktaði honum
með sigri Austurbæjar, 5:3.
I karlaflokki fóru tveir leik-
ir fram í gærkveldi. Var annar
þeirra úrslitaleikur og sérstak-
lega spennandi því þar höfðu
liðin yfirhöndina til skiptis
meðan á leiknum stóð og lykt-
aði með jafntefli, 10:10. Var
þetta leikurinn milli Austur-
bæjar og Kleppsholts.
Hinn leikurinn var milli
Vesturbæjar og Hlíðahverfis og
bar Vesturbær sigur úr býtum
með 18 mörkum gegn 12.
Stig bæjarhlutanna í karla-
flokki urðu þau að Austurbær
hlaut 5 stig, Kleppsholtið 3, en
Hlíðarnar og Vesturbærinn sín
2 stigin hvort.
Áhorfendum ber saman um
það að þessi handknattleiks-
keppni hafi verið óvenjulega
skemmtileg og spennandi.