Vísir - 05.02.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 05.02.1952, Blaðsíða 1
c I * 1 m v t 42. árg. Þriðjudaginn 5. febrúar 1952 28. tbl. Reysií að ná sokknu skini í ew' SOOOO lesÉsa eléuskip. sem söktit írú séréOsúruntsBtt. Eins og mörgum tnun senni- lega minnisstætt gerðist sá at- burður á styrjaldarárunum, að brezkt olíuflutningaskip sökk á Seyðisfirði að afstaðinni sprengjuárás býzkrar flugvél- ar. Munu nú vera til athugunar möguleikar á að bjarga því verðmæti, sem þarna kann að ligg-ja á hafsbotni. Skip þetta nefndist E1 Grillo, 10 þús. lestir. Sprengjurnar komu í sjóinn við skipshliðina og laskaðist það að framan, og sökk á nokkrum klukkustund- um. Liggur það á 40 faðma dýpi innarlega á firðinum. Að því er Vísir hefir heyrt hefir Olíufélagið h.f. og ef til vill aðrir aðilar hug á því, að athuga möguleikana á að bjarga þeirri olíu, sem kann að vera í skipinu, og þá jafnframt hvort reynandi væri að bjarga skip- inu sjálfu — en hvort hveggja Reynt að bæta úr matvælaástandi í Egyptalandi. Egypzka stjórnin hefir gripið til ýmissa ráðstafana til þess að draga úr ríkjandi óánægju almennings yfir matvælaskorti og dýrtíð. Bannaður hefir verið í bili t útflutningur á hrjsgrjonum o. fl., matarskammturinn aukinn nokkuð á vissum matvælateg- undum og verðlag lækkað. Árekstralaust að kalla hefir verið á Suezeiði og yfirleitt kyrrt í landinu. er vafasamt, og endanlegar á- kvarðanir um tilraunir í þess'a átt munu ekki enn hafa verið teknar. Hins vegar hefir' það gerz tí málinu, að menn hafa farið utan fyrir liönd fyrr- nefndra aðila, til þess að ræða við sérfræðinga um skilyrði til björgunar þeirra verðmæta, sem hér er um að ræða. Blýsfreng sfoilð frá Landsímsn- um. í gær var Rannsóknarlög- reglunni tilkynnt að allmiklu magni af blístreng hefði verið stolið frá Landssímanum. Blístrengur þessi var geymd- ur í porti suður á. Melum, skammt frá íþróttavellinum. Nokkru síðar í gær var svo rannsóknarlögreglunni gert að- vart um að drengir væru að gera tilraun til að selja blí- streng í fyrirtæki einu hér í bænum. Lögreglan fór þegar á staðinn og handtók drengina, sem voru þrír að tölu. Kínverjar haida gisium. Útvarpið í Peking hefir birt nöfn 48 erlendra borgara, sem hafðir hafa verið í haldi, síðan ófriðurinn braust út í Kóreu. Á listanum var nafn Holts sendiherra Breta í Seoul, tveggja brezkra sendiráðsstarfs manna og Coopers, biskups. Símalínur urðu miklu gíldarí en mannshandleggur. ísing veldur miklum símslitum á Norður og Austurlandi. Óvenjumikil ísing, einkum á Norður- og Austurlandi, olli símaslitum viðsvegar á þessu j svæði, Mest brögð urðu að þessu í Axarfirði á milli Núps og Ferjubakka. Þar varð ísingin á -sínialínunum á gildleika við J símastaura, enda brótnuðu þar hvorki meira né minna en 72 staurar s. 1. föstudag. Á laugardaginn urðu einnig mikil brögð áf símaslitum ' vegna ísingar. M. a. slitnaði símálínan í Hornafirðinum, milli Hóla og Brunnhóls vegna ísingar, en viðgerð á henni var lokið í fyrrakvöld. Þá slitnaði ennfremur línan frá Dynjanda að Almannaskarði á 2ja km. svæði. Þar varð ísingin á síma- línunum frá 7 og upp í 20 cm. á þykkt. 1 Á Héraði urðu einnig' miklar skemmdir á símalínum. M. á. slitnaði aðalstoinlínan á nokkuru svæði milli Fossvalla og Egilsstaða og ennfremur slitnaði fjölsímalínan um Fagradál niður á 24 staurabil- um og 1 staur brotnaði. Þar er viðgerð lokið. Á Siglufjarðarskarðsleið’ brotnuðu 3 staurar, en þar lauk viðgerð í gær. Þetta er Ali Maher pasha, for- sætisráðherra Egyptalands. Adenaier Æwímiésf® éésHmw <>kk£ þútt í Togaradeilan send sátta- semjara. Eins og kunnugt er renna samningar togarasjómanna og togaraeigenda út þann 15. þ. m., en nú hafa aðilar orðið ásáttir um að fela sáttasemjara ríkis- ins, Torfa Hjartarsyni, mála- miðlun. Fulltrúar togaraeigenda og sjómanna hafa haldið einn fund með sér, en í dag hefst fyrsti fundur þeirra með sáttasemj- ara. Fulltrúar sjómanna eru frá átta félögum þeirra, er að uppsögn samninga standa, og einum fulltrúa frá ASÍ. Full- trúar togaraeigenda eru þessir: Kjartan Thors, Tryggvi Ófeigs- son, Hafsteinn Bergþórsson, Ásberg Sigurðsson (ísafirði), Eyþór Hallsson (Siglufirði), Guðmundur Guðmundsson (Ak ureyri), Loftur Bjarnason og Ólafur Einarsson (Hafnarfirði). Á morgun og fimmtudag fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Sjómannafélagi Reykjavíkur uin heimild til vinnustöðvunar á togurunum, og stendur hún yfir kl. 10—22 báða dagana. Blómsveigur á íeiði færeyskra sjámanna. C. Hermansen, kirkjumála- ráðherra Dana, lagði í gær blómsveig á leiði færeySkra sjómanna, er hér hvíla í gamla kirkjugarðinum. Viðstödd þessa athöfn voru frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana og Peter Wigelund skipa- smiður, formaður Færeyinga- íélagsins hér, • - ■ Adenauer kanzlári Vestur- Þýzkalands ræðir í dag við her- námsstjóra Vesturveldanna um afstöðu Þýzkalands, er lier- námslögin ganga úr gildi. í gær tiíkynnti Adenauer á fundi þingmanna fiokks síns, að hann mundi ekki undirrita samninga ,um þátttöku Vestur- Þýzkalands i vörnum .Vestur- Evrópu, nenia Saarmálið væri leyst og Vestur-Þýzkaland fengi . aðild að A.-bandalaginu. Það er auð.sætt, . að af staða Adenauers er harðnandi, — enda hafa stjórnarandstæðingar (jafnaðarmenn) tekið mjög á- kveðna afstöðu gegn stjórninni í þessu máli, og. umræður um landvarnamálin standa fyrir dyrum- í vikunni á sambands- þinginu í Bonn. Þessi afstaða Adenauers varð- Staðii^n að ve-rki í gær var lögreglunni til- kynnt að unglingspiltur væri að stela úr húsi einu við Suður- götu. Kom maður að piltinum þar sem hann var frammi á gangi að leita í vösum á fötum, er þar hengu. Var pilturinn . kominn með lyklakippu í hendurnar, er hans varð vart. Pilturinn ætlaði að hlaupast á brott er hann varð var mannferða, en maðurinn gat handsamað hann og fékk hann síðan í hendur lögreglunni. Við rannsókn kom í ljós að þjófarnir höfðu verið tveir, en öðrum tekizt að komast undan. Skal það enn einu sinni brýnt fyrir fólki að skilja ekki eftir opin hús eða forstofur. andi A.-bandalagið er þó ekkf ný, hann hefir tekið þetta fram áður, en sagði þó þá, að Vestur- Þýzkaland sætti sig við það, þótt það fengi ekki aðild að A.-bandalaginu strax, en lof- orð fyrir aðild innan tiltekins tíma yrðu það að fá. Sama af- staða kom fram á fundum í París fyrir mánuði, er rætt var um þátttöku V.-Þýzkalands í Evrópuhernum. Slíkar umræður fara nú fram í París og er aðallega rætt um fjárframlag V.-Þýzkalands til varnanna. Að því er fréttaritarar í París og London telja, eru minnkandi líkur fyrir að Adenauer verði boðið að taka þátt í viðræðum utanríkisráð- herra Þríveldánna í London 13. og 14. þ.m. Hinsvegar er kunn- ugt, að Bandaríkjamenn eru hlyntir þátttöku hans, en ekki er vitað hvort Acheson muni sækja það fast, að Adenauer komi. Nauðsyn að efla landvarnirnar. Lovett landvarnaráðherra Bandaríkjanna kvað svo að orði á fundi tveggja þingnefnda í gær, að það væri mjög átættu- samt, að draga úr fjárveitingu til landvarna Bandaríkjanna. Hann sagði, að í landher Bandaríkjanna væru nú 1.570.- 000 menn og hefði verið fjölg- að í honum um 1 milljón á 18 mánuðum, í sjóliðinu væru 790.000, og hefði það 400 her- skip, en í landgöngusveitum (US Marine Corps) væru 219.000 raenn, en hefðu verið 74 þús. fyrir ári. í fiug- hernum éru nú 900.000 menn og flugvéladeildir (wings) 90. Enn væri aliiangt að þvi marki, að efla landher, flugher og flota eins og. áformað yæri. Ýmsar lefSir opnaðar í gær. Samkvæmt upplýsingum frá vegagerð ríkisins rættist sæmi- lega úr umferðarörðugleikun- um í gær. Komust bifreiðar hindrunar- laust leiðar sinnar að kalla á Krýsuvíkurleið og annars stað- ar, þar sem búið var að opna fyrir umferð aftur, en mikil hálka er á vegum nú í þíðunni. Grindavíkurleiðin varð fær aftur í gær og Keflavíkurleið- in lagfærð og fært vai'ð upp að Lögbergi, eftir að ófært hafði verið þangað í nokkra daga. Fært er fyrir Hvalfjörð. Komu tveir bílar úr Borgarnesi hingað til bæjarins í gær. Unnið er áfram að því að halda opnum leiðum, og ekki mikil hætta, að leiðir sem nú eru opnar, teppist vegna kraps, en hins vegar má ekki búast við góðu, ef aftur fer að fenna. Æ Tékkar ieifa á tnáðir Brefa. Tveir starfsmenn tékkneska sendiráðsins í London hafa horfið frá störfum. Hefir annar snmð sér til brezkra yfirvalda og beðið um vernd sem pólitískur flóttamað- ur. Annar tékkneskur séndi- sveitarstarfsmaður bað um slíka vernd eigi alls fyrir löngu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.