Vísir - 05.02.1952, Blaðsíða 8
VISIR
- *
Þriðjudaginn 5. febrúar 1952
Miklar viðræður stjórnmáiamanna
fyrir fundinn í Lissabon.
Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands, þeir Eden og
Schumann, hafa lokið tyeggja daga viðræðum í París. Báðir eru
sagðir ánægðir með árangurinn af viðræðunum.
Frakkar telja einna mikil-
Vægast, að Eden gerði ítarlega
grein fyrir afstöðu Breta til
Evrópuhers, og héti fullri sam-
vinnu Breta við hann, og eru
ínálin komin á það stig, að rætt
er um. þjálfun brezkra her-
sveita í samvinnu við Evrópu-
herinn. Horfir því betur, að
því. er talið er, um fullnaðar-
samkomulag milli þeirra sex
ríkja, sem verða beinir þátt-
takendur í Evrópuhernum
Eden gerði Schumann grein
fyrir viðræðunum í Washing-
ton. Rætt var um afstöðuna til
f>ýzkalands, m. a. um Saar og
um helztu heimsvandamál.
Schumann kvað útnefningu
.Frakka í Saar til sendiherra
vera bráðabirgðaskipan, þar til ’
framtíð Saar yrði endanlega á-
kveðin í friðarsamningunum,
en þessi ráðstöfun frönsku
Þung færð í
Borgarfirði.
Borgarnesi í gær.
Talsverð snjóþyngsli eru nú
um allt Borgarfjarðarhérað og
jseinfarið, en samgöngur hafa
tivergi teppst.
Eru mjólkurbílarnir um það
bil helmingi lengur á leiðinni
en vanalega vegna nokkurn
.veginn jafnþungrar færðar á
Vegum, en skaflar eru hvergi
til hindrunar, a. m. k. ekki á
aðalleiðum.
V.s. Andey flytur nú í
tiverri ferð sinni héðan 10—11
þús. lítra mjólkur í tönkum og
-er það hámark þess, sem hún
fcetur flutt. Nægir það, ef ferðir
falla ekki niður og ef ekki þarf
hð senda óvenjulegt mjólkur-
magn vegna samgönguteppu
annarsstaðar. Laxfoss gat sem
kunnugt er flutt yfir 20 þús.
' títra.
Menn eru að sjálfsögðu á-
nægðir yfir því, að Andey
fékkst til Borgarnessferða, því
að það leysir mestu flutninga-
vandræðin, en er þó aðeins
bráðabirgðalausn, því að And-
■ ey getur hvergi nærri fullnægt
flutningaþörfinni.
♦-----
EÍ geftir SVFÍ
10,000 kr.
Stjórn Slysavarnafélags ís-
lands hefir borizt 10 þús. króna
igjöf frá Eimskipafélagi íslands,
til minningar um herra Svein
Björnsson, forseta íslands.
Eins og alkunna er var
. Sveinn Björnsson einn helzti
hvatamaður að stofnun E. í.,
■og formaður stjórnár þess um
mörg ár. Hefir stjórn Eimskipa-
f élagsins því viljað heiðra minn
ángu hins látna forseta með
jþessum hætti, en stjóm. SVFÍ
liefir beðið Vísi að þakka hina
vegíegu gjöf.
stjórnarinnar varðandi fulltrúa
hennar í Saar hefir vakið ó-
ánægju í Vestur-Þýzkalandi.
Gert er ráð fyrir, að után-
ríkisráðherrar Bretlands,
Bandaríkjanna og Frakklands
komin saman í London 13. og
14. þ. m. til viðræðna fyrir
fund Norður-Atlantshafsráðins
í Lissabo.n hinn 16. þ. m.
Horfur á !ág.u
fiskverði.
Horfur um aflasölur í Bret-
landi eru nú í byrjun þessarar
viku mjög slæmar.
Berst að mjög mikið af fiski
úr brezkum togurum og þýzk-
um og komust engir íslenzkir
togarar að i gær i Grimsby og
Hull og engir í Hull í dag.
Landað mun þó hafa verið úr
þýzkum togurum. Fiskverð
mun vera um 60% lægra en
það var, er það var hæst um
miðbik janúar.
Ráðgert var að 14 íslenzkir
togarar seldu í Bretlandi í þess-
ari viku', en þeir verða ekki
nema 11, því að vegna þess
hversu markaðshorfurnar eru
slæmar munu 3 leggja afla sinn
upp hér heima, þ.e. Bjarni ridd-
ari, Ingólfur Arnarson og Marz.
----4----
Prestwickflugvöllur
stækkaður.
Flugmálaráðuneytið Breta
hefir samþykkt áætlanir um
stækkun flugvallarins í Prest-
wick, Skotlandi.
Hefir verið ákveðið, að
lengsta flugbraut vallarins, sem
er 7000 fet eða um 2100 metrar,
verði lengd um 1000 fet, svo
að hún verði um 2400 m. Geta
þá stærstu flugvélar heims at-
hafnað sig í Prestwick.
Tunis (UP). — Óeirðir þær,
sem hér hafa orðið undanfarið,
hafa verið fyrirsjáanlegar um
langt skeið.
Menn áttu von á því, að til
tíðinda mundi draga við komu
hins nýja landstjóra Frakka —
Jean de Hautecloque — því að
komudag hans — 15. þ. m. —
hafðí foringi þjóðernissinna,
Habib Bourguiba, ákveðið að
nota til að hefja áróðursför um
landið, til þess að hvetja menn
til að skiþa sér undir fána
flokks hans, Neodestour.
Flokkur þjóðernissina hefir
lengi bárizt fyrir því innan
IXuppfh'ælti SBIIS:
Stórauikin eftir-
'spurn eftir mið-
im.
Eftirspurn eftir miðum í
vöruhappdrætti SÍBS hefir
aukizt mjög verulega, eða allt
að 20%.
í kvöld verður dregið í 1.
flokki happdrættisins, og -er
unnt að tryggja sér miða fram
að kvöldmat eða svo, áð því er
Þórður Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri happrdættisins,
tjáði Vísi í morgun.
Aukningin á miðasölunni
stafar líklegast einkum af því,
að vinningar hafa stórhækkað.
_í fyrra voru hæstu vinningar
þessir: 5000, 2X8000, 10,000,
15.000 og 25.000 í sex flokkum
happdrættisins. Nú eru hins
vegar fimm 50.000 króna vinn-
ingar í fimm fyrstu flokkunum,
en í sjötta og síðasta flokki er
hæsti vinningurinn 150.000 kr.
stjórnar landsins, að Frakkar
yrðu kærðir fyrir framferði
sitt, en þeir hafa tögl og hagld-
ir, þótt heimastjórn sé í sumum
efnum. Hægfara menn í stjórn-
inni hafa hinsvegar óttast, að
þetta mundi leiða til þess, að
Frakkar neituðu að semja frek-
ar um þessi mál, teldu sóma
sínum misboðið, og kynnu að
láta skeika að sköpuðu.
Neodestour-flokkurinn lítur
hinsvegar svo á, að lengra verði
Frökkum ekki þokað með
samningum en orðið er.
Frakkar hafa ekki viljað láta
undan að þvi. leyti, að hinir
hvítu íbúar landsins —
300,000 samtals — hafi jafn-
Eldur í Selási.
í gær kom upp eldur í húsi
einu á Selásnum og var slökkvi
liðið kvatt þangað upp eftir.
Skeð.i þetta um fimmleytið í
gær og hafði eldur kviknað út
frá olíukynntri miðstöð, sem
var í húsi Selásbúðar.
Þegar slökkviliðið kom upp-
eftir, en færð vár þung og ó-
hægt um akstur, var bæði mik-
ill eldur og reykur í miðstöð-
inni, en eldurinn hafði ekki
náð að breiðast út og' skemmd-
ir urðu því ekki aðrar en þær,
sem kunna að hafa orðið af
völdum reyks.
■ ■ + — —-
Hitabylgja í
S.-Amejríku.
B. Aires (UP). — Hitabylgja
hefir gengið yfir S.-Ameríku
Gunnanyerða undanfarna daga.
Miklir þurrkar hafa fylgt hit-
unum, og hefir þetta orðið til
þess, að margir menn hafa látið-j
lífið, t. d. í Montevideo í Uru- I
guay, en þar var hitinn 39° C.
1 skugganum í gær.
mikil pólitísk völd og allir aðr-
ir íbúar landsins, en þeir eru
3,3 milljónir.
Hægfara þjóðernissinnar
væntu nýrra tillagna frá land-
stjóranum, er ávarp hans til
Beysins barst fyrir fram, en
þær vonir brugðust, og varð
það til þess, að hinir ákveðnari
þjóðernissinnar fengu að ráða
atburðum.
Það er spá manna, er til
þekkja í Tunis, að þær skærur,
sem þar hafa orðið undanfarna
daga, geti leitt til hatrammari
bárdaga, og að upp ur sjóði í
landinu yfirleitt, en þá yrði
einnig um borgarastyrjöld að
ræða.
Aukinn réttur
Walesbúa ræddur.
í neðri málstofu brezka þings-
ins var í gær rætt um aukin
réttindi Walesbúa.
Ráðherra sá, sem fer með mál
Wales, Sir David Maxwell Fyfe,
sagði að framvegis yrðu teknar
ýmsar ákvarðanir í Wales, sem
áður voru teknar af stjórninni
í London; í fræðslumálum,
landbúnaðarmálum- o. s. frv.
-----♦-----
Stefánsmötíð fór
fram í gær.
Hið árlega Stefánsmót fór
fram sl. sunnudag og stóð
keppnin í Hamrahlíð fyrir
ofan Korpúlfsstaði.
Keppt var í svigi í öllum
flokkum karla ' og 'kvenna,
einnig drengjaflokk.
Úrslit.
A-fl. karla:
1. Valdimar Örnólfsson Í.R.
108.2 sek.
2. Guðm. Jónsson K.R. 109.3
sek.
3. Vilhjálmur Pálmason K.R.
111.0 sek.
A og B.-fl. kvenna:
1. Sólveig Jónsdóttir Á. 81.0
sek.
2. Ingibjörg Árnadóttir Á.
98.6 sek.
3. Sesselía Guðmundsdóttir
Á. 122.8 sek.
-----4-----
Æffismótið :
Ari vann bikar-
inn til eignar.
Á sundmóti Ægis í gærkveldi
bar Ari Guðmundsson (Æ),
sigur úr býtum í 300 metra
skriðsundinu og hlaut þar með
til eignar bikar þann, sem um
hefir verið keppt um 6 ára bil.
Ari synti vegarlengdina á
3:48.5 mín. Næstur vrð Pétur
Kristinsson (Á) á 3:53.1 mín.
og þriðji Helgi Sigurðsson (Æ)
á 3:53.7 mín.
Önnur úrslit á mótinu urðu
þau að Hörður Jóhannesson
(Æ) varð fyrstur í 200 m. bak-
sundi á 2:48.3, í 200 m bringu-
sundi varð Sig. Jónsson (KR)
fyrstur á 2:56.7 mín., í 100 m
skriðsundi drengja sigraði Gylfi
Guðmundsson (ÍR) á 1:07.2
mín. Sesselja Friðriksdóttir
(Á) varð fyrst í 100 m bringu-
sundi kvenna á 1:35.9 mín., í
50 m bringusundi drengja varð
Sigurður Eyjólfsson (KFK)
fyrstur á 38.6 sek. í 50 m bringu
sundi telpna varð Guðný Áma-
dóttir (KFK) fyrst á 44.7 sek.
í 50 m baksundi drengja sigr-
aði Örn Ingólfsson (ÍR) á 38.8
sek. í 4X100 m fjórsundi varð
sveit Ægis fyrst á 5:02.0 mín.,
en í 20X25 m bringuboðsundi
sigraði sveit Gagnfræðaskóla
Austurbæjar sveit Menntaskól-
ans eftir harða og jafna keppni.
Tími sigurvegarans var 5:50.0
mín.
Öeirðirnar í Tunis fyrirsjáanlegar lengi.
f«n ishútti' hafa Ivtttji rœn&t sijórnarbóta.