Vísir - 05.02.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 05.02.1952, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Þriðjudaginn 5. febrúar 1S52 WÍSTO D AGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Togaraverkfall og atvinnuaukning T? r vetur gekk í garð og atvinna varð stopulli hjá verka- mönnum, hlutaðist ríkisstjórnin til um, — í náinni sam- vinnu við bæjarstjórnir, — að togarar skyldu landa afla sínum í kaupstöðum hér á landi, þar sem skilyrði væru til þess, í því augnamiði að auka atvinnu í hlutaðeigandi sjávarplássum. Jafnaður var ágreiningur varðandi fiskverð, sem fiskiðjuver og frystihús treystust til að greiða, og verðið hækkað svo að útvegsmenn töldu sig geta við unað. Allt frá 10. nóvember s.l., háfa þannig tveir til fjórir togarar Reykjavíkurbæjar landað ' afla sínum hér, en að því hefur orðið mikil atvinnuaukning. Samkvæmt skýrslum framkvæmdastjóra bæjarútgerðarinnar, hefur verðmæti aflans, sem á land hefur verið lagður, numið kr. 1,457,000,00 en útflutningsverðmæti slíks afla verkaðs og fullunnins er talið að muni nema kr. 3,350,000,00 að frádregnu andvirði umbúða. Telja framkvæmdastjórarnir ennfremur að af þessari upphæð muni rösklega ein milljón króna hafa runnið til þess fólks, sem launagreiðslur, er að aflanum vinna í frysti- húsunum eða við aðra afgreiðslu aflans. Þótt ríkisstjórn og bæjarstjórn hafi gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að greiða fyrir fisklöndunum togaranna hér í bæ og víðar, hefur afstaða verkalýðsfélaganna, en þó einkum Dagsbrúnar, verið nokkur önnur. Þannig er það alkunnugt, að iélagsstjórnin neitaði tilmælum útvegsmanna um að vinna1 mætti hefjast hér við höfnina einni stundu fyrr, en heimilað hafði verið við aðra hafnarvinnu, en þetta var talið nauðsynlegt til þess að, nægjanlegt fiskmagn væri fyrir hendi, er vinna hæfist á iðjuverunum, auk þess sem það greiddi fyrir og flýtti afgreiðslu togaranna. Við slíka útgerð munar um hverja stund og einnar stundar töf á afgreiðslu getur leitt til eins dags veiðitaps. Afli hefur verið frekar tregur hjá togurunum, sem leiðir bæði af óverulegri fiskigengd en auk þess af ógæftum, og hefur afkoman hví reynst erfið, og að því talið, miklu verri en ef togararnir hefðu stundað veiðar fyrir brezkan markað, en þar hefur fisk- verðið verið hagstætt að undanförnu. Þótt ærin atvinnuaukning hafi þannig reynzt af fisklönd- unum togaranna, liggur nú við borð, að frá þessu ráði verði horfið, en togararnir verði látnir veiða fyrir erlendan markað á salt eða ís. Sjómannafélögin hafa sagt upp samningum sínum, sem munu rennar út um miðjan þennan mánuð. Ef til verkfalls kemur verða veiðarnar ekki stundaðar, nema til miðs mánaðar- ins, en þá yrðu togararnir bundnir í höfn. Fyrir því hallast út- gerðarmenn að því ráði að senda togarana til veiða í salt, ef vera mætti að með því móti mætti afstýra stöðvun þeirra. Má gera ráð fyrir að samningar takist fljótlega, ef þeir takast á annað borð án árekstra og langvarandi þófs. Kommúnistarnir í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa krafist þess að fleiri togarar bæjarins verði látnir stunda veiðar fyrir frysti- húsin, en vegna ofangeindra atvinnuhorfa, var tillögum þeirra vísað frá. Vitað er jafnframt að fyrir kommúnistum vakir ekki að auka á atvinnuna, heldur hitt að afleiðingarnar verði sem tilfinnanlegastar fyrir bæjarfélágið, ef til togarastöðvunar kem- ur. Hafa þeir einnig í hótunum um að stöðva alla aðra vinnu með samúðarverkföllum, hvort sem þeir fá talið verkalýðs- félögin á slíkt tiltæki, sem hlýtur að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir verkamenn, sem hafa stopula vinnu sumir hverjir yfir vetrarmánuðina og eru því lítt viðbúnir langvarandi verkföllum. Kommúnistar vilja beina sókn sinni með þessu móti gegn ríkisstjórninni, sem vafalaust reynir að miðla málum, svo sem að vanda lætur, en afleiðingarnar bitna á verkalýðnum og þjóðarheildinni, miklu frekar en ríkisstjórninni. Efnt hefur verið áður til togaraverkfalls, sem leystist eftir marga mánaða- þóf og vinnutjón, án þess að ríkisstjórnin hyrfi frá völdum, en gegn henni töldu kommúnistar að verkfallinu væri beint. Raunin sannaði hinsvegar að tjón togarasjómanna sjálfra varð tilfinnanlegast, auk þess sem ætla má að útflutn- ingsverðmæti þess árs, hafi reynzt um eitt hundrað milljón- um lægri, en orðið hefði, ef veiðar hefði verið sóttar áfram án slíkra truflana. Kjör togarasjómanna eru betri en flestra annarra stétta og aðbúð þeirra miklu betri en tíðkazt hefur fyrr á árum. Virðist því ástæða til að þeir stilli kröfum sínum að þessu sinni í hóf og gæti þessi að þeim hefur verið trúað fyrir miklum verðmætum, sem þjóðin ætlast til að bætt geti hag hennar og fryggt öryggi hennarmeð ótrufluðum rekstri. Um atvinnuhorfur FLugfélögin gátu ekki orðið á eitt sátt. Því var flugleiðum skipt milli þeirra. Vegna auglýsingar frá Loft- leiðum h.f. um skiptingu flug- leiða innanlands og ákvörðun félagsins að hætta áætlunar- flugi vill flugmálaráðherra taka þetta fram: Milli þeirra tveggja flugfé- laga, sem hér starfa, Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f., hef ir um langt skeið staðið harð- snúin samkeppni urn flugleiðir innanlands. Afleiðing þeirrar samkeppni hefir meðal annars orðið sú, að mikil óþörf eyðsla' hefir átt sér stað í flutningun- um, sem jafnframt hefir aukið gjaldeyrisþörf félagamia. í bréfi til ráðuneytisins, dags. 19. apríl 1950, bendir fjárhags- ráð á að nauðsynlegt sé að ráða bót á þessu. í bréfi, dags. 16. apríl 1951 vekur Tryggingar- stofnun ríkisins máls á því, meðal annars, hvort ekki sér á- stæða til að ætla, að hin harða samkeppni félaganna um fólks- flutninga innanlands geti aukið slysahættuna. Ráðúneytinu var ljóst, að þetta ástand var orðið óviðun- andi og var um tvennt að velja, að samvinna tækist með félög- unum um farþegaflug eða að leiðunum væri skipt milli þeirra. Vegna þess að tilraunir til samvinnu höfðu engan á- ^rangur borið, skipaði flugmála- ráðherra nefnd þriggja manna |13. júní 1950 til að gera tillög- ur um skiptingu flugleiðanna. í nefndina voru skipaðir Birg- ir Kjaran, hagfræðingur, Bald- vin Jónsson, héraðsdómslög- maður og Þórður Björnsson fulltrúi. (Baldvin er í fjárhags- ráði og Þórður í flugráði). Nefndin skilaði áliti 22. sept- ember 1950 og gerði tillögu um skiptingu flugleiðanna. Þegai' nefndárálitið lá fyrir og flug- málaráðh'erra lýsti yfi'r að hann mundi gefa út sérleyfi fyrir flugferðum innanlands, fóru flugfélögin þess á leit að ákvörðuninni yrði frestað .með- !an freistað væri að koma á [samvinnu milli félaganna. Ósk- uðu þau að ráðherra beitti sér fy.rir þeirri tilraun. . i Ráðherra skipaði þá nefnd þriggja hlutlausra manna tíl að r?mnsaka hag félaganna og möguleika fyrir samvinnu eða sameiningu þeirra, og gera til- lögur þar að lútandi. í nefnd þessa voru skipaðir Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlög- maður,. Björn E. Árnason, lög- giltur endurskoðandi og Birg- ir Kjaran hagfræðingur. Nefnd- in var skipuð 6. apríl 1951. —■ Starf nefndarinnar leiddi svo til þess, að þeinar viðræður tókust með fulltrúum frá báð- um flugfélögunum síðari hluta sumars um sameiningu félag- anna. Viðræður þessar héldu áfram öðru hverju til síðustu áramóta en þá var ljóst að hvorki sameining né samvinna mundi takast með félögunum. : Þótt ráðherra teldi mjög að- kallandi að komið væri á breyttri skipan á flugleiðum innanlands, taldi hann æskileg- ast, að samkomulag gæti náðst milli félaganna og veitti því allan frest er þau þóttust þurfa til viðræðna. En þegar ljóst var að þessar viðræður urðu gersaríllega árangurslausar, sá hann sér ekki annað fært en að skipta flugleiðunum milli fé- laganna og var það gert 29. f. m. Skipting þessi ér í samræmi við tillögu nefndarinnar að öðru leyti en því, að Loftleiðir h.f. fengu alveg flugleiðina Reykjavík—Vestmannaeyjar, í stað þess, að samkvæmt tillög- ■um nefndarinnar átti það félag ékki að fá nema 57% af leið- inni. " Samgöngumálaráðuneytið, 4. febrúar 1952. Borað eftir neyzluvatni í Arnarholti. Þessa dagana er verið að bora eftir köldu vatni að Arnarholti á Kjalarnesi. Til skamms tíma hefir Arn- arholtshælið og bæir þar í grennd fengið vatn úr leiðslu, sem setuliðsmenn löðgu á sín- um tíma úr Esjunni, en hún má heita ónothæf, stífluð af ryði, enda lögð til bráðabirgða úr ógalvaníseruðu járni. Nú hefir verið fenginn upp að Arnarholti einn af borum hita- veitunnar, sem til þessa hefir verið notaður í Mosfellsdal við boranir eftir heitu vatni þar, en ódýrara er talið að fá vati> með þessum hætti í Arnarholti en að leggja nýja leiðslu. Er borinn nýtekinn til starfa þarna, og því óvíst um árangur ennþá. Gardínuefni Silkivoal. Lífstykkjabúðin Hafnarstræti 11. BEZT AÐ AUGLYSA1VISI Uppboð það, seiíi J'ram átti að fara fimmtudaginn 31. f.m., en var þá frestað vegna veðurs, verður hald- ið í uppboðssal borgar- f ó ge taembæ t tisins f imm t n- daginn 7. þ.m. kl. 1,30 e.h, Seld verða dagstofu- borð- stofu- og skrifstofuhús- gögn, saumavélar, prjóna- vélar, rafmagnseldavélar, borvélar, plasticvélar, lit- valpstíeki, málverk, fatn- aður o. m. fl. Greiðsla fari fram við bamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. BERGMAL Laxfoss er nú sokkinn í.sæ og senni- lega útséð um, að hann verði í frámtíðinni farkosturinn, sem flytur fólkið úr höfuðstaðnum I Borgarnes eða Akranes En um mörg undanfarin ár hefir sumarleyfi margra byrjað með því að stíga um borð í Lax- foss. Laixfoss er vafalaust það nkiþ, sem flestir Reykvíkingar hafa siglt með og þeir munu margir sem sakna hans. Er þess að vænta að bráður bugur vérði að því undinn að út- vega nýtt skip á þessari fjöl- förnu leið, og þyrfti það skip að vera þægilegt sjóskip vegna íarþegastraumsins að sumar- lagi, auk þess sem þaö á að anna vöruflutningum allan ársins hring. skal ekki rætt að Öðru leyli að þessu sinni,—_en það eitt er víst jhigri, en ferðalög á sjó, þóít að barátta kommúnista xim borð í sidpunum og i ilandi, nniðast' ekki við aukna atvinnu og bætt i Landférðalög finrist fjöldanum þægi- einkennilegt.raegi þykja. Aítui'. JttökiS þið snjó ■ á móti verður því tæplega á móti mælt, eins og oft hefir komið tals manna á milli að skemmtilferðalag sé það naum- ast að fara sjóleiðina milli Reykjavíkur og Akranes eða Borgarness. Það myndi áreið- anlega verða velþegið af öllum almenningi hér í höfuðstaðnum, ef nýtt skip á þessari leið yrði búið meiri þægindum, en hing- að til hefir verið. Nú tekur að hlána og færðin að verða erfið gangandi fólki. Við hlákuna vex slysahættan, einkum þó af snjóhengjum á húsaþökunum. Hefir . lögregla og slökkvilið unnið , að því með miklum dugnaði að bægja hættunni frá. Allan sunnudáginn mátti sjá lögreglumenn og slökkviliðs- menn með slökkviiiðsbíl með áföstum stiga, fára h'úsi úr húsi og berja niður snjó og ís, er .slútti fram af þökum. -Það er einkennilegt hve lítið almenningur hugsar um þetta sjálfur, en væru alimenn sam- tök manna um að hreinsa þök- in hjá sér og moka.frá húsum, myndi margt betur; fara. Auð- vitað er um einstaka hús þannig byggð að erfitt er að komast að því að slá hengjurnar niður, en víða er það hægt og skeyting- arleysi einu um að kenna. Enn- ffémur finnst mér áð fólk ætti að gera meira af því, en raun er á, að molta snjó frá húsum sínum og ætti það blátt áfram að vera skylda inanna. —1 kr. Situr sjóli á stóli, situr og er mjög vitur, allar áttir telur, aldrei máli brjálar, Hver er hann? Svar við síðustu gátu: Kíió-metri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.