Vísir - 13.02.1952, Side 4
V I S I K
Miðvikudaginn 13. febrúar 1952
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finam línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Togarastöðvunie.
Alþýðusamband íslands hefur tilkynnt fyrir hönd sex sjó
mannafélaga, að verkfall muni hafið og togararnir stöðvaðir
frá og með 21. þ.m., hafi samningar ekki verið undirritaðir
fyrir þann tíma. Ef til kemur nær verkfallið til togara í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Patreksfirði, ísafirði, Siglufirði og Akureyri,
en hinsvégar nær verkfallið ekki til bæjarútgerðar Neskaup-
staðar, þar sem kommúnistar eru allsráðandi og ei heldur til
Vestmannaeyja, en þar synjuðu sjómenn tilmælum Alþýðu-
sambandsstjórnar um heimild til stöðvunar. Sáttasemjari ríkis-
ins, Torfi tollstjóri Hjartarson, hefur átt fund með samninga-
nefndum útgerðarmanna og sjómanna, en þar hefur svo mikið
á milli borið, að samningar hafa ekki tekist, enda óhætt að
fullyrða að þeir eru ekki líklegir, ef sjómenn slaka ekki á
kröfunum. Virðist deilan standa fyrst og fremst um hvíldar-
tíma sjómanna og önnur fríðindi, sem er hið sama og launa-
hækkun eða undir öllum kringumst.æðum stórfelld útgjalda-
hækkun fyrir útvegsmenn.
Samkvæmt skýrslum, sem birtar hafa verið í blöðum að
undanförnu virðast laun sjómanna á síðasta ári hafa numið frá
kr. 50 þús. allt upp í kr. 70 þús. á árinu og myndu margir gera
sig ánægða með minna, en þó ekki sízt hlutasjómenn á vélbáta-
flotanum. Eru kjör þeirra allt önnur og lakari en kjör togara-
sjómanna og aðbúð öll sýnu verri. í þessu sambandi er einnig
vert að vekja athygli á, að Bretar hafa komið sér upp togara-
flota, sem má teljast sambærilegur við nýsköpunartogarana.
Notast þeir við 20 manna áhöfn, en hér munu um 30 menn
vera á hverjum togara, en myndu verða a. m. k. 36, ef orðið
yrði við kröfum sjómanna um 12 stunda hvíld. Liggur í augum
uppi hver aðstaða okkar yrði í samkeppni á hinum brezka
markaði, er svo ólíkar kröfur yrðu gerðar um mannahald, auk
þess sem aðstaða okkar er að öðru leyti óhægari og erfiðari en
brezkrar útgerðar, meðal annars vegna tollgreiðslna, sem ís-
lenzkir togarar verða að inna af hendi við löndun í Bretlandi.
Vafaiaust er það mikill misskilningur er Alþýðusambandið
vill beita sér fyrir 12 stunda hvíld á togurunum við allar veiðar,
enda munu kommúnistar hafa átt hugmyndina og viljað hafa
fulltrúa Alþýðuflokksins að ginningarfíflum enn sem fyrr. Þótt
sjómenn fái ekki svo langa hvíld á sólarhring hverjum meðan
veiðar eru stundaðar, gegnir allt öðru máli, er siglt er milli
hafna, en þó einkum til erlends markaðs, auk þess, sem sjó-
menn fá viðunandi hvíld við löndun og afgreiðslu hér í höfnum.
íslenzkir atvinnuvegir eru yfirleitt þannig, að þá verður að
sækja af kappi og hentar ekki ávallt að miða afköstin við
mínúturnar einar, heldur þá þörf sem á afköstunum er hverju
sinni. Ef bjarga þarf heyi undan skúr eða rigningu má ekki
um það spyrja, hvort vinnutíminn sé liðinn, og ef innbyrða
þarf troll eða gera að fiski, sem liggur undir skemmdum, hentar
þetta ekki heldur. Þeir menn, sem krefjast 12 stunda svefns
og hvíldar á hverjum sólarhring, ættu því hvorki að leggja fyrir
sig sveitavinnu né sjávarsókn. Þeim hentar önnur atvinna og
hægari, enda myndu þá launin vafalaust ekki reynast sam-
bærileg við hlut þann, er þeir bera frá borði á togurunum.
Kröfur um opinbera aðsloð.
T^egar í öngþveiti er komið þykir flestum stéttum henta að
bera fram kröfur um opinbera aðstoð og fyrirgreiðslu, þótt
þær eigi aðalsök á því hvernig komið er, með fyrirhyggjuleysi
kröfugerðum og kaupstreitu, sem vita mátti að væri tilgangs-
lítið og ekki til varanlegra kjarabóta. Öll þjóðin hefur fallið
í slíka freistni á styrjaldarárunum, þrátt fyrir allar aðvaranir
ábyrgra aðila.
Þegar svo atvinnuleysið ber að dyrum, þá er hlaupið upp
til handa og fóta, og krafist opinberra aðgerða til úrbóta, þótt
vitað sé að meinið læknist ekki með öðru móti en því, að
atvinnurekstrinum séu sköpuð starfsskilyrði, sem ekki er um
að ræða eins og sakir standa. Atvinnurekstur, sem ekki ber sig,
neyðist til að draga saman seglin, eða að hætta starfræsklu með
öllu, en af því leiðir atvinnuleysi um langa hríð eða skamma.
Afturbatinn verður að koma frá þjóðinni sjálfri, sem skapar
sér lífsskilyrðin. Þegar svo séð er að atvinnureksturinn þolir
ekki auknar kröfur um hækkuð laun eða hlunnindi, þýðir heldur
ekki að bera slíkar kröfur fram, enda ekki annað en skemmdar-
verk, sem bitnar á öllum aðilum, en þó þyngst á þjóðarheildinni,
er aðalframleiðslutækin liggja ónotuð. Til kaupa á þessum
tækjum hefur verið varið stórfé á okkar mælikvarða, en til þess
er ætlast að þau verði ekki leiksoppur í höndum dutlungafullra
kröfugerðarmanna einvörðungu, en stuðli miklu frekar af
bættri afkomu og öryggi þjóðarheildarinnar. 1
Sjjiittttjjui' i rf«í/;
Þórarinn B. Guðmundsson.
Hann Túbogi er sjötugur í
dag.
Það skal straz tekið fram,
áður en lengra er haldið, að
hann er ekki uppnefndur hér
til þess að óvirða hann eða
nprrast að honum, heldur ein-
faldlega af því, að fáa mun
renna grun í, að Þórarinn
Böðvar Guðmundsson sé sami
maðurinn og Túbogi, en auk
þess hefi eg leyfi til þess að
kalla hann þessu nafni, því að
við erum góðir vinir, og vona
eg, að sú vinátta megi haldast
þrátt fyrir þenna greinarstúf.
Eg hitti Túboga um daginn,
glaðan og. reifan, eins og hans
er von og vísa, og eg notaði þá
tækifærið til þess að spyrja
hann, hvernig á þessu sér-
kennilega nafni stæði, því að
eg hafði heyrt, að nú væri hann
sjötugur, og é. t. v. væri óvið-
kunnanlegt að nefna svo rosk-
inn mann gælunafni á prenti.
Hann var skírður Þórarinn
Böðvar, eins og fyrr greinir, en
þegar hann, ungur sveinn, ætl-
aði að fara að segja nafn sitt,
áður en hann hafði fullt vald á
málinu, varð úr þessu Túbogi,
eða eitthvað í þá átt. Þó tekur
hann sjálfur fram, að norðan
lands og austan nefni menn
hann Tóboga, en sunnan lands
og vesfan Túboga. Þá veit
maður það.
Túbogi (alias Þórarinn
Böðvar Guðmundsson) er sem
sé fæddur hinn 13. febrúar árið
1882, í Kóngsins Kaupinhafn,
rétt við hliðina á hóteli því, er
Angleterre heitir við Kongsins
Nýjatorg. Foreldrar hans voru
sæmdarhjónin Þórarinn Guð-
mundsson franskur konsúll og
kaupmaður á Seyðisfirði og Sig-
ríður Jónsdóttir frá Finnboga-
bæ, eða Grjótagötu 10, í
Reykjavík. Túbogi ólst upp í
höfuðstað Austurlands við hinn
lygna fjörð í skjóli hárra fjalla
til fimmtán ára aldurs, er hann
fluttist hingað suður og settist
í Latínuskólann.. Þar stundaði
hann nám og lauk fjórða bekkj-
arprófi, en fór þá utan og hóf
nám við Brocksverzlunarskóla
og lauk þar námi á níu mán-
uðum.
Túbogi var og er all-slyngur
tungumálamaður, og á yngri
áruni var honum töm Fáskrúðs-
fjarðarfranska, sem var eins
konar lingua france þeirra tíma
í samskiptum Austfirðinga og
þeldökkra fiskimanna frá
Pempól og Sankti Maló. Túbogi
fullyrðir nú, að auk hans tali
varla nema einn núlifandi ís-
lendingur þetta merkilega
tungumál, en sá er Magnús
Gíslason, skrifstofustjóri í
Stjórnarráðinu.
Þegar eg hitti Túboga á dög-
unum og ætlaði að fá eitthvað
bitastætt út úr honum, vildi
hann aðeins segja það, að hann
ynni að æviminningum sínum,
en þar myndi hann jafnframt
fara nokkrum orðum um áður-
nefnda Fáskrúðsfjarðarfrönsku.
Sjálfur sagði hann á þessa leið:
„Mitt líf er ævintýr, og eg
myndi vilja lifa því aftur ó-
breyttu, ef eg ætti þess kost.
Það hefir verið ævintýr, bland-
ið mótlæti, en án þess væri lífið
einskis virði“. Eitt mesta á-
hugamál hans er Héraðsflóa-
sandurinn, og að því mun hann
vinna meðan lífið endist.
Túbogi stundaði ýmis kaup-
sýslustörf, meðal annars á
Seyðisfirði, í Oslo í sex ár,
Reykjavík um skeið, en auk
þess var hann all-umsvifamikill
blaðaútgefandi, gaf út „Neista“
á Seyðisfirði en „War Nev/s“
hér í síðustu styrjöld. Hann
getur þess þó, að hann hafi
aldrei sótt um upptöku í Blaða-
mannafélag íslands.
Hann kvæntist norskri ágæt-
is konu, Betzy Berg að nafni,
og varð þeim fimm barna auð-
ið, fjögurra stúlkna og drengs.
Allt hefir þetta reynzt hið
mannvænlegasta fólk, en konu
sína misti hann árið 1939. Böm
þeirra eru: Unnur, gift
Schiönning lektor í Höfn,
Svava, gift Otto Schiöth á Ak-
ureyri, Randí, gift Elíasi Krist
jánssyni birgðaverði Lands-
símans hér, Sigrid Marie, gift
Tekke lækni í Kolding og Þór-
arinn Böðvar, sem er í sigling-
um.
Við þessi tímamót í lífi hins
síglaða og síunga Túboga vin-
ar míps, leyfi eg mér að óska
honum allra heilla á ókomnum
áratugum, og eg veit, að undir
þá ósk taka fjölmargir, því að
vinsæll er hann með afbrigð-
um og vel metinn í vinahópi.
Freistandi væri að segja frá
ýmsu því, sem á daga hans
hefir drifið, en réttara er þó að
láta endurminningar hans sjálfs
tala sínu máli. Til hamingju
með daginn, Túbogi!
ThS.
BEZT AÐ AUGLTS AIVISI
BERGMAL
Sjúkrasamlag
Reykjavíkur 1952.
Ragnar Benediktsson sendir
mér eftirfarandi bréf:
Gjald fyrir þetta ár er á-
kveðið 25 krónur á mánuði, og
verður þannig 300 krónur á ári.
Verður gjaldið 38 krónum
hærra en í fyrra, enda er dýr-
tíðin orðin mikil í landinu. Má
til sanns vegar færa, að há-
tekjumenn geti greitt þetta
gjald og bera þeir þó þung
gjöld. Á eg þar við stéttir eins
og t. d. kaupmenn og embætt-
ísmenn.
Verkamenn eru hvað tekjur
6nertir bókstaflega lagðir á
hárrétta vog skatta-löggilding-
ar, ef svo má að orði kveða, þar
sem þeir geta engu leynt af
vinnulaunum sínum, eins og
aðrar stéttir geta gert. Þar eru
aukatekjur engar.
í«á munar um
sjúkrasamlags og trygging-
argjöld. En hið síðastnefnda
gjald hefir enn ekki verið á-
kveðið, en verður gert senni-
lega á næstunni og verður með
vísitöluálagi að þessu sinni.
Vestur-íslendingur sagði mér
síðastliðið sumar, að í Vestur-
heimi væri aðeins eitt ákveðið
tryggingargjald, sem samsvar-
aði um 500 krónum að íslenzku
verðmæti.
Hér á landi virðist lítið vera
að marka loforð valdhafanna í
ýmsum efnum, þótt gullin séu
loforðin við kjörborðið. Vænti
eg þess nú við síðastliðin ára-
mót, að auglýst yrði, að Sjúkra-
samlag Reykjavíkur félli niður
og hætti starfsemi sinni og
sameinaðist Tryggingarstofnun
ríkisins eins og ákveðið hafði
verið fyrir nærri 6 árum, er
tryggingarlögin gengu í gildi.
En sjá!
Sú von hefir algerlega
brugðist og mun margur fé-
lítill einstaklingur vera ó-
ánægður með slíkt, þótt hann
láti ráðamenn ríkisins bjóða sér
margt. En hvað er ríkið í raun
og veru? Er það ekki almenn-
ingur í heild, eg og þú, lesandi
góður? Skattþegnarnir smáir
og stórir. Greiðum vér ekki allir
skattpening í fjárhirzlu ríkis
og bæjar? Og eru þeir peningar
ekki á ýmsa lund vonarpening-
ar þjóðarinnar? En það er ann-
að mál. '
E'.ki langgr mig til þess að
stuðla að atvinnuleysi starfs-
manna Sjúkrasamlagsins, ea
hvað sem því líður, eiga ríkir
og fátækir kröfu á því, að
Sjúkrasamlagið verði sameinað
Tryggingarstofnun ríkisins á
næsta ári (1953), og eitt sann-
gjarnt gjald ákveðið.
Eg hefi tvívegis
ritað um þetta hér í Vísi á
fyrra ári, en fyrir daufum eyr-
um þess opinbera. Leyfi eg mér
þó enn að minna á þetta máþ
sem mér sýnist tími kominn
til að leysa.
Almenningur ætti 'að sýna
þann manndóm og krefjast þess
að tryggingarlögunum sé fram-
fylgt og samlögin sameinuð í
eina heild. Það er réttlætis-
krafa. En réttlætið uþphefur
lögiri.“
Gáta dagsins.
Nr. 50:
Fullt hús lagar og finnast
engar dyr á. — Hvað er það?
Svar við gátu nr. 49:
Guðbrandur.