Vísir - 08.03.1952, Blaðsíða 4
V I S I K
Laugardaginn 8. marz 1952
DAOBLAÐ
Ritstjórar: Kristján GutSlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Bæjarvöldin úthlutuöu lél i
Hæli fyrir drykkjusjúklinga.
Menn þurfa ekki bindindissamir að vera, til að viðurkenna að
ofnautn áfengis er aldrei til sóma, en getur orðið hreinastá
plága fyrir einstaklinga og þjóðfélagið, ef að henni kveður til
langframa. í flestum byggðarlögum landsins munu menn fyrir-
finnast, sem ekki hafa gætt hófs í neyzlu áfengra drykkja,
hætt að stunda atvinnu sína, en orðið gripnir sljóleika, sem
leitt hefur til algjörs framkvæmdaleysis, auk sjúklegrar fýsnar
í áfenga drykki. Almenningur hefur áfellzt þessa menn marga
fyrir skort þeirra á viljastyrk og ósjálfrátt hafa þeir einangrast
og lent utangarðs, þar eð drukknir hafa þeir orðið hverjum
manni hvimleiðir.
Síðustu áratugina hefur viðhorf almennings breyzt gagn-
vart þessum mönnum og hefur áfengisnautn í óhófi verið talin
fil sjúkleika, er þyrfti læknisaðgerða við. Vafalaust er það rétt,
þegar um langvarandi ofnautn áfengis er að ræða, en stuðnings
meðbræðra sinna þurfa flestir við, ef út af ber, þótt á öðrum
sviðum sé. Þetta hafa góðir menn víða um heim skilið og
stofnað félög ofdrykkjumönnum til stuðnings, beint eða óbeint.
Stúkurnar þekkja allir, en auk þeirra hefur góður árangur
orðið af starfi félaga, sem ekki hafa algjört bindindi á stefnu-
skrá sinni, en hefur tekist að forða mönnum frá ömurlegum
örlögum, með siðferðilegum stuðningi og hvatningu með fortöl-
um á viðkvæmum stundum.
Hér í Reykjavík er tiltölulega fámennur hópur manna, seni
orðið hefur áfengisnautninni að bráð. Flestir þessir/menn, ef
ekki allir, gætu orðið nytsamir borgarar, gættu þeir hófs við
neyzlu áfengisins, tækju þátt í heilbrigðú samlífi manna og
hirtu um að vinna að dagsins verkefnum. Þeir hafa ekki hirt
um sína velferð eða annarra, eiga jafnvel engu hæli að að hverfa
og lgta allt ráðast um daglega neyzlu og næturstað. Þetta eru
vansælir menn, sem flestir vildu fegnir hverfa frá villu síns.
vegar, en fá til þess enga hvatningu, en margir amast við þeim.
Af þeim sökum hrekjast þeir ef til vill lengra og lengra út í
umkomuleysið og eymdina.
Furðulegt má telja, að hér á landi skuli bindindisfélög.hafa
starfað í meira en hálfa öld, auk þess, sem ekki hefur skort á
mannúðina í orði innan ýmissa samtaka, en að ekkert skuli
hafa verið gert fyrir þá menn, sem einna verst eru komnir af
þjóðfélags þegnunum. Verður það ekki afsakað með íslenzku
framtaksleysi og værukærð, en bendir miklu frekar til hins að
fleiri séu hér Farisear en bersyndugir og á bak við öll orðin
sé alvaran ekki djúptæk. Templarar hafa að vísu, fyrir fáum
árum, reynt að koma upp hæli fyrir ofdrykkjumenn í Kumbara-
vogi, en sú tilraun misheppnaðist með öllu af ýmsum sökum.
Bæjarsttjórn Reykjavíkur hefur fest-kaup á jörð í sama augna-
miði, og ríkið mun hafa viljað leggja fram jörð í Mosfellssveit
til hælisrekstrar, en einhverra orsaka vegna hefur ekkert
frekar verið aðhafst og ofdrykkjumennirnir hafa að óþörfu
orðið að sæta örlögum sínum og jafnvel aldurtila.
Templarar virðast nú hafa áhuga fyrir að upptöku-
hæli verði komið upp og Héðinshöfði hér í bænum keyptur í
því augnamiði. Slíkt úrræði virðist í hæpnara lagi og ber margt
til. Þótt Héðinshöfði gæti talist vel í sveit settur fyrir þremur
áratugum, hefur bærinn nú umkringt hann á alla vegu, og
ekki getur áfengisverzlun ríkisins talist þar í órafjarlægð. Aðal-
atriðið er þó hitt, að byggingin sjálf er óheppileg til hælisr-
notkunar og einkum er þar brunahætta mikil, sem lífsháski
getur stafað af. Margir munu umgangast eldinn varlegar en
ofdrykkjumenn og ölæðissjúklingar, en lítil líkindi eru til, að
þeim verði meinuð eldfæri í einhverri mynd. Miklu heppilegra
virðist að leitað verði út fyrir bæinn og upp í syeitina, þar
sem ofangreindir sjúklingar geta dvalið í friði og óáreittir af
forvitnum augum. Er sennilegt að Bjarnarhöfn yrði heppilegur
staðúr til dvalar fyrir sjúklingana, enda ættu þeir þar óhægt
um .strok, en gætu unnið margt til þarfa og fundið lífshamingju
að nýju. Þar eru landgæði mikil til sjávar og sveitar, náttúru-
fegurð einstæð og landrými ákjósanlegt.
Staðarvalið má ekki standa framkvæmdum fyrir þrifum.
Talið er að um 30 menn og konur þurfi bráðrar hjálpar við
hér í bænum, þótt þetta fólk þyki ámælisvert, er hitt í rauninni
ámælisverðara, að ekkert sé gert því til bjargar. Þetta fólk er
gætt mörgum mannkostum og sumt góðum gáfum, þótt það
hafi borið út af alfaraleið. Til staðar og stofnunar verður að
vanda, enda verða mistökin oftast dýr og bitna þyngst á þeim,
sem sízt skyldi. Svo má ekki verða að þessu sinni, — þótt
dráttur á framkvæmdum sé orðinn lengri. og meiri en góðu
hófi gegnir,
Vegna blaðafrásagna af um-
ræðum á bæjarstjórnarfundi
um staðarval fyrir nýtt mennta-
skólabús, hefir menntamála-
ráðuneytið ritað borgarstjóra
svofellt bréf:
„Síðastliðið vor fól mennta-
málaráðuneytið rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, húsameist-
ara ríkisins og skipulagsstjóra.
Reykjavíkurbæjar. að athuga
um heppilegan stað fyrir nýtt
menntaskólahús.
Húsameistari mun lítinn þátt
tekið í athugun þessari sakir
dvalar erlendis og kom því í
hlut Pálma rektors og Þórs
Sandholts að athuga málið.
Niðurstaða Varð sú, að eigi
virtist um annan hentugri stað
að ræða vestan vatnsgeymis en
Klambratún (Miklatún) og lóð
sunnan háskólahverfisins.
Að beiðni ráðuneytisins
ræddust þeir. skipulagsstjóri og
rektor við skipulagsnefd
Reykjavíkurbæjar. Taldi hún
tormerki á að láta lóð á
Klambratúni og mun hafa ver-
ið efst á baugi að leyfa engar
byggingar þar.
Þegar þetta viðhorf ,• var
kunnugt, sótti ráðuneytið hinn
13. nóvember 1951 um skóla-
lóð sUnnan háskólahverfisins,
en til vara um lóð á Klambra-
túni, ;ef ráðamönnum bæjarins
skyldi snúasl hugur um bygg-
ingar á því svæði.
í janúarmánuði 1952 hafði
ejgi borizt syar við bréfi ráðu-
neytisins frá 13. nóvember sl.
Kyaddi menntamálaráðherraþá
yður, herra.borgarstjóri,- á sinn
fund ásamt rektor. Gerði rektor
þar grein fyíir . þeirri skoðun
sinni og kennara skólans, að.
Klambratún (Miklatún) hent-
aði betur sem skólastaður en
n
svæðið sunnan háskólahverfis-.
ins. Lagði ráðherra þá áherzlu
á við yðuf, að lóð á þeim stað
yrði látin af hendi fyrir skóla-
hús, ef þess væri kostur.
Hinn 2. þ.m. barst ráðuneyt-
inu síðan bréf yðar þar sem
gefið er fyrirheit um lóð sunn-
an háskólahverfisins. Vegna
forsögu málsins varð það eigi
skilið á annan veg en þann, að
bæjarráð hefði eigi getað fallizt
á að leyfa byggingu skólans á
Klambratúni (Miklatúni), svo
sem ráðuneytið hafði líka gert
ráð fyrir, er það ritaði bréf sitt,
Ráðuneytið var og .er þeirra
skoðunar að heppilegra væri (
að reisa skólahúsið miðsvæðis í
austurbænum, ef, hentug lóð
fengizt sbr. þréf héðan 15. júní
1948 til bæjarstjórnar, um lóð
á Klamþratúni eða innan
Stakkahlíðar, og ráðuneytið
tekur að lokum fram, að ef
bæjarstjórn vill nú gefa kost á
lóð á Klambratúni, þá full-
nægir þáð bezt óskum ráðu-
neytisins, .
Hinsvegar . óskar . ráðuneytið
eftir ákveðnu svari um þetta
mjpg fljótt enda sjá væntan-
lega allir, hversu óvænlega
horfir, ef byggingamál mennta-
skólans eiga að stranda á stað-
arvalinu..
Ráðuneytið ér að sjálfsögðu
reiðubúið til allrar skynsam-..
legrar samvinnu um málið, en
leggur áherzlu á, að því veröi
nú ráðið til lykta og hafizt
handa um framkvæmdir.
Björn Ólgfsson
(sign.)
Syngjandi fisklmalur-
\m“ s útvarpinu.
„Syngjandi fiskimaðurinn“'
frá Gimli hefir vcrið ráðinn til
að syngja í útvarp vestan hafs
næsta vetur.
Winnipeg Free Press segir
frá því nýlega, að Ólafur N.
Kárdal, sem var fiskimaður
þar til fyrir tveim árum, hafi
snúið sér fyrir alvöru að söngn-
um. Ólafur vann fyrstu verð-
laun í söngkeppni, sem efnt var
til í. Minneapolis 1950. Hann er
vel þekktur meðal íslendinga
vestra, því að hann hefir oft
sungið á samkomum þeirra í
Minnesota og North Dakota.
Óláfur er maður kominn á full-
orðinsár, ef dæma má af mynd-
um af honum í blöðum vestra.
Skantamótíð befst
i
2.
Birgir Thorlacius
(sign.)
Menntamálaráðuneytið,
29. febrúar 1952.
Skautamót Reykjavíkur hefst
á Tjörninni í dag kl. 2,30 og
verða alls 20 þátttakendur, 7 í
karlaflokki, tvær i kvenna-
flokki og 11 í drengjaflokki.
í karlaflokki yerðm" keppt í
500 m., 1500 in., 3000 m. og
5000 m. hlaupi o.g eru þátttak-
endur þessir: Þorsteinn Stein-
rímsson, Ólafur Jóhannesson,
Emil Jpsefsson, Jón R. Einars-
son, Sigurjón Sigurðsson, Björn.
Árnaspn og. M.ar.tin Pálsson. f
skautahlaupi kvenna, 50 m..
hlaupi, taka þált Guðný. Stein-
grímsdóttir og Aðalheiðuir
Steingrímsdóttir, en þriðji þátt:
takandinn veiktist og kemur
ekki til leiks.
Ellefu drengir képpa í
drengjaflokki þ. e. 509 metra
hlaupi. í dag, fyrri daginnr,
verður keppt í 500 og 3000 m.
hlaupi karla, 500 m. hlaupi
kvenna og að líkjndum 1
drengjáhláúpinu. Á -piorgun
heldur síðan skautahlaupið<
áfram.
Sparnaður
við innheimtu.
Vigfús Kristjánsson, húsa-;
meistari, biður Bergmál um að
birta fyrir sig eftirfarandi: í
tillögum mínum um sparnað í
bæjarrekstri hefir fallið niður
í síðari greininni 1. marz sl.
1952. „í sambandi við greiðsl-
ur þær, sem atvinnurekendum
er gert að halda eftir af kaupi
starfsmanna upp í ógreidd út-
svör. Með þessu fyrirkomulagi
hefði bærinn getað fækkað
rukkurum við gjaldheimtu út-.
svaranna sparað með því.
Ekur í
fínum bíl.
í nágrénni við mig er rukk-
ari frá bænum, sem hefir bíl
til umráða vegna starfs síns,
og mér er 'sagt, að bíll þessi
hafi verið tekinn upp í ógreidd
gjöld eiganda. Sé eg enga á-
stæðu til þess að láta rukkara
hafa lúxus-bíla á kostnað al-
mennings. Tillögur mínar um
sparnað eru setter fram vegna
vaxandi dýrtíðar og síhækk-
andi gjalda. Nú nýlega, eða
nánar til tekið um áramót, var
rafmagnið hækkað um nær
40%. Næst verða. það ef til vill
Útsvörin, sem hækka.
Nafnlaus
„Gætinn“.
Eg vil taka það fram að eg
tel það ekki svaravert, sem
hinn nafnlausi „Gætinn“ hefir
sagt í þessu máli. Um almanna-
fé er það að segja, að eg tel að
menn eigi að hafa áhuga á því,
(hvernig því er ráðstafað.“ Er
þessum deilum hér með lokið.
Staðarval
Mcnntaskólans.
Kvenstúdent hefir sent blað-
inu fyrirspurn í sambandi við
staðarval Menntaskólans. —
Finnst henni vera rétt að líta
svo á, að skólanum hafi þegar
verið valinn staður, þótt á-
kveðnar tillögur hafi ekki kom-
ið í þá átt. Bendir hún á, að í
kringum það verði tæplega
komizt, að skólinn sé bezt sett-
ur í austurbænum og þá kæmi
Klambratúnið mjög ákveðið til
greina. Um þetta mál hefir
Björn Th. Bjömsson ritað í
Vísi og verður grein hans að
teljast mjög merkt framlag í
því máli.
Fyrirspusn
til íicrgmáls.
Eg vil slceyta aflan í Berg-
málið lítilli fyi’irspur.n er mér
hefir borizt. Það. er. að vísu
nokkuð síðan mér bárust þessi
orð, en þau eru ævinlega
tímabær. Lesandi blaðsins
furðar sig mikið á því hve oft
og víða er lokað hér á landi
út af ýmsu tilefni. Jarðarför-
um, mannslátum og jafnvel
fleiru. Bendir lesandi þessi
mér á, að þegar Georg VI
Bretakonungur var jarðaður á
dögunum, þá lokaði sendráð
Breta hér aðeins hálfan dag.
Væri þetta til eftirbreytni fyr-
ir okkur, því mörgum vinnu-
stundum er tapað við hverja
i lokun. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 71.
•Dýrgrip einn eg fyisir mér
fann
og fór nieð liann;
þessi hlptur myndaði mann
og mér líkan.
Svar við gótu nr. 70:
Kindarhorn.