Vísir - 12.03.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAK OG LYFJABtJÐIR
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Ingólfsapóteki, sími 1330.
LJÓSATÍMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 18,30—
6.50. Næst verður flóð í Reykjavík ld. 18,00.
Miðvikudaginn 12. marz 1952
Heilt bökasafn í happ.draettismiða.
Borgfirðingafélagið efnir íil Iiapp-
drættis með 25 vinningum
verðmæti 45 þús. kr.
r&tsheetím mmi
Borgfirðingaféíagið í Reykja-
vík efnir til happdrættis á
næstunni með 25 vinningum, að
verðmæti 45 þús. kr.
Stærsti vinningurinn er heilt
bókasafn, ásamt bókaskáp, og
er verðmæti þess vinnings allt
að 15 þús. kr. Þá er ferð til
Miðjarðarhafsins og til baka
aftur, allskonar rafknúin
heimilistæki, málverk eftir
Ásgeir Bjarnþórsson og ýmis-
legt fleira.
Tilgangurinn með happ-
drættinu er sá, að kvikmynda
Nýr blaðafiflllt rúi
Nýr blaðafullírúi upplýsinga
þjónustu Bandaríkjanna e
kominn hingað tíl Reykjavíkur.
Orville H. Goblen, en svo
heitir hinn nýi blaðafulltrúi,
var áður í sama starfi í Noregi.
Hingað'kemur hann frá Banda-
ríkjúnum, þar Sem hann var.í
leyfi eftir tveggja og hálfs árs
starf /við sendiráðið í Osló. Áð-
ur fýrr var Goblen bíaðamað-
ur í Daköta,'Oregoh og Wash-
ington, en á styrjaldarárunum
í her Bandaríkjanna í Iran og
Kína.
Borgarfjarðarhérað, landið,
fólkið, framkvæmdir og at- (
vinnuháttu, en kvikmynd þessi [
er einn liður í væníanlegu
byggðasafni, sem Borgfirðinga-
félagið vinnur nú að að koma
upp. Mun félagsstjórnin að
öðru leyti skýra nánar frá þess-
um fyrirætlunum á fundi, sem
haldinn verður með blaða-
mönnum í dag.
Borgfirðingafélagið er öflugt
átthagafélag, sem starfar af
fjöri og krafti að því að við-
halda tengslum þeirra, sem
hafa flutzt úr hinu sögufræga
Borgarfjarðarhéraði hingað til
bæjarins. En auk þess vinnur
félagið að margháttuðum
menningarframkvæmdum sem
héraðinu í heild má að gagni
koma.
Formaður félagsins er Eyj-
ólfur Jóhannesson framkvæmd-
arstjóri. ■
Baráttan gegn eiturlyfjun-
m bar árangur.
Washington (UP). — Fjórir
leynilögreglumenn liafa verið
heiðraðir fyrir vel unnin störf
í þágu baráttunnar við eitur
lyfin.
Gamelin og Weygand ó-
sammála nú eins og 1940.
Gamelin er híynntur stofnun Evrópuhers.
IfM |ím®. isssaSlyI|»
essíliB.r «á elsiia árl.'
Ottawa (UP). — Kanada tók
við samtais 194,391 innflytj-
anda á árinu 1951.
Af þeirn voru nærri .115 þús.
starfandi karl-ar, en hitt konur
og börn. iJókst íbúatala landsins
um 1,5 f/0 vegna þessa. Sjotti
hver innflytjandi v.ar frá Bret-
landi.
Paris (UP). — Tveir fransk-
ir herhöfðingjar, sem falin var
vörn Frakklands gegn Hitler,
eru ekki á einu máli um, hvern-
ig snúast beri við hættunni af
Rússum.
Fyrstu tíu mánuði síðustu
heimsstyrjaldar voru Gamelin
og Weygand yfirmenn banda-
mannahersins, og þá voru nöfn
þeirra á allra vörum. United
Press hefir lagt nokkrar spurn-
ingar fyrir þá varðandi vanda-
mál Evrópu nú, því að þótt þeir
hafi báðir setzt í helgan stein,
fylgjast þeir samt vel með við-
burðum.
Spurning: „Hafa Frakkar
vilja til að verjast?“
Gamelin: „Mér virðist, að
Frakkár muni verjast, þar sem
þeir eru sannfærðir um, að þeir
standi ekki einir í baráttunni
fyrir menningunni.“
Weygand: „Þótt Frakkar
sigruðu í báðum heimsstríðun-
um, spyrja þeir nú sjálfa sig,
hvort fyrri fórnir hafi verið
þess virði, og hvort nýjar færi
nóg í aðra hönd, en æskan er
fjarri því að vilja leggja árar
í bát.“
Spurning: „Er Evrópuher
svarið við landvarnavahdamáli
Frakka?“
Gamelin: „Bezta ráðið til að
skapa djörfung og dug í
franska hernum, er að setja
Evrópuher á laggirnar.“
Weygand: „Hann gæti verið
lausn framtíðarinnar, en fyrst
verður hver þjóð að vopnast
fyrir sig og dráttur á því er
glæpsamlegur. “
Spurning: „Ilvað um víg-
búnað Þjóðverja?“
Gamelin (veigraði sér við að
svara afdráttarlaust): „Frakk-
land er mikilvægasta land
Evrópu. Öflugur Evrópuher
væri hið bezta fyrir Frakkland
og Evrópu í heild.“
Weygand: „Frá hernaðar-
sjónarmiði væri óhyggilegt að
útiloka þá frá vörnum Evrópu,
sem þekktir eru fyrir hreysti
og kunnáttu á sviði hermála.“
Þess má geta, að Gamelin og
Weygand voru líka ósammála
í herstjórnarstefnu 1939;—40.
Utan úr heimi ....
Bretar borga
í sömu
lIöiBSiliftt* á feröraisi
rauiliðá.
Brezká ríkisstjórnin hefir
fyrirskipað hliðstæðar hömjur
á ferðalögum húlgarskra og
rússneskra sendisveitarstarfs-
manna í London og í gildi eru
í Sofia og Moskvu að því er
varðar brezka sendisveitar-
starfsmenn.
Hömlurnar ná þó ekki til
sendiherra Búlgaríu eða stað-
gengils hans, þar sem engar
ferðahömlur í Sofia ná . til
brezka sendiherrans þar. Býið
var að grípa til slíkra ráðstaf-
ana gagnvart Ungverjum, en
engar hömlur hafa verið settar
á ferðalög tékkneskra og
pólskra sendisveitarstarfs-
manna, þar sem brezkir sendi-
sveitarmenn í Póllandi og
Tékkóslóvakíu eru frjálsir
ferða sinna.
Svipaðar hömlur og nú eru
gengnar í gildi í Bretlandi eru
komnar til framkvæmda . í
Bandaríkjunum, Hollandi,
Frakklandi, Ítalíu og Grikk-
landi.
Þar af Isiðaiidi
Butler fjármálaráðherra flutti útvarpsræðu í gærkvöldi og
gerði brezku þjóðinni grein fyrir stefnu sinni og stjórnarinnar
í efnahagsmálum, eins og hún kemur fram í fjárlagafrumvarp-
inu, sem lagt var fyrir þingið í gær.
„Sú er trúa mín, að stjórnin
hafi tekið rétta stefim, en reynt
Ræsting skólanna
Qg sparnaður.
Vísir hefir borizt athuga-
semd varðandi tunræður um
tillögu sparnaðarnefndar um
útboð á ræstingu í skólum.
Segir þar, að tillagan hafi
verið misskilin, því að vita-n-
le'ga starfi ræstingakonui: fyrir
samningsbundið kaup, fyrir
hvern sem þær starfi. Kostn-
aðarlækkun yrði þvi að byggj-
ast á bættum starísaðferðum
o. þ. h.
hefir verið að halda á nýjar
brautir, svo að ekki þurfi áfram
að búa stöðugt við gjaldþrots-
hættu á næsta leita“.
í fjárlagaræðunni hafði
Butler lagt áherzlu á, að þjóð-
in væri til neydd að taka á sig
auknar byrðar vegna fram-
kvæmdar landvarnaáætlunar-
innar. Enn yrði að draga úr
innflutningi svo næmi 100
millj: stpd. og yrði alls dregið
Úf innflutningnum svo næmi
10%. Niðurgreiðslur matvæla
lækka úr 410 í 250 millj. stpd.
og leiðir af' því verulega hækk-
un á bfauði, kjöti og öðrum
helztu matvælategundum.
Nýir. skattar.
., Ýpisir skattar hækka verú-
lega. M, a. kemur til sögunnaf
nýr s.tórgripaskattur, breyting-
ar .gerðar á skemmtanaskatts-
fyrirkomulaginu, benzínskattur
aukinn og bifreiðaskattur upp
í 12 stpd. ög 10 sh. á bifr.eið.
Hækkun á. áfengi og tóbaki er
ekki ráðgerð, Tvær milljónir
manna verða algerlega undan-
þegnar skatti. Forvextir hækka
úr 2U>% í 4%.
Að lokinni ræðu Butlers í
gær kyaddi Attlee sér hljóð§
og flutti stutta ræðu. ' Kvað
hann vafalaust margt gott um
frumvarpið að segja, en svo
væri líka raargt, sem illt væri.
Sumt skipti að vísu ekki máli,
en við fyrstu sýn þætti sér
ískyggilegast, hver áhrif það
hefði að svo mjög væri cjregið
úr niðurgreiðslu matvæla sem
frumvarpið gerir ráð fyrir.
Bitnaði það hart á almenningi.
Attlee kvaðst ekki vilja kveða
upp neinn heildardóm um
frumvarpið, fyrr en hann hefði
kynnt sér það betur.
Uppreisn Bevans.
Umræðan heldur áfram í
dag og á morgun, en svo verð-
ur hlé til mánudags og lýkur
umræðunni þá um kvöldið.
Á flokksfundi jafnaðarmanna
í gær var felld — með 172:63
— tiilaga Attlees um að þing-
menn þeir, sem rufu floftksag-
ann á dögunum, með því að
greiða atkvæði gegn land-
varnaætluninni, skyldu undir-
rita skuldbindingar um að leika
það ekki aftur. Hinsvegar var
samþykkt miðlunartillaga um,
að þingmenn skuli eins og á
stríðstímanum hlíta samþykkt-
um þingflokksins um afstöðu
til hinna veigameiri mála.
Miðstjórn verkalýðsflokks-
ins kemur saman á morgun og
ræðir ágreininginn frekar.
Verkamaður slasast.
í gær slasaðist verkamaður,
sem var við vinnu í djúpum
holræsisskurði inn í smáíbúða-
hverfinu. i
Vildi slysið þannig til að
skúffa full af grjóti og möl
strauks við manninn, þar sem
hann var að vinna í skurðinum,
en grjótið féll úr fjögurra metra
hæð ofan í skurðipn. Maðurinn,
sem heitir Guðlaugur Þorláks-
son, Laugarneskampi 16, var
fluttur í Landspítalann en að
rannsókn lokinni heim til sín,
þar sem hann var ekki alvar-
lega meiddur.
Parísaruætur s áustur-
Hark á Frakklandsþingi.
bingfundi frestaö eftir að ákvéðið var að
láta asmræður um stefnu stfórnarinnar niður
falla um hríð.
/ -/•
íoí.
Um þessar mundir eru sýnd
í Ausíurbæjarbíó kvikmynd,
sem nefnd hefir verið „Parísar-
nætur“.
Fjallar myndin að efni til
um næturlíf Parísarborgar, en
aðalhlutverjiin leika Bernard-
bræður. Mynd þessi hefir vakið
mikla eftirtekt og aðsókn að
henni hefir verið frábær.
Nýja samsteypustjórnin
franska hélt velli við atkvæða-
greiðslu í fulltrúadeildinni í
gæv.
1 Þegar Pinay hafði gert grein
fyrir stefnu hennar, — en höf-
uðhlutverk hennar, í bili, væri
að treysta gengi frankans, —
var felld með 293:101 atkv.
(kommúnista) tillaga um al-
mennar umræður um stefnu
stjórnarinnar.
Þeim umræðum vildi stjórnin
fresta, meðan hún gerði gang-
skör að því að kippa versta
efna- og fjárhagslegum mis-
fellum i lag, en kommúnistar
vildu umræður strax. Stofnuðu
þeir til svo mikils harks á fund-
inum, að Herriot forseti varð
að fresta fundi, til þess.að „til-
finningarnar gætu kólnað“, og
var svo fundur settur af nýju
eftir 2 klst.
Jafnaðarmenn og Gaulle-ist-
ar sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una, einnig þeir, sem greiddu
Pinay atkvæði á dögunum, að
undanteknum þeim eina, sem
hafði við orð að segja sig úr
Þjóðfylkingunni.
Stjórnin fær því að sýna,
hvers hún er megnug,við lausn
brýnustu vandamála, en ekki
er henni spáð langlífi.