Vísir - 05.04.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 05.04.1952, Blaðsíða 4
ft Laugardaginn 5. apríl 1952 ÐAGBLAÐ Ritatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan huf. Hval má hver eiga? ' A B. og Þjóðviljinn hafa að undanförnu hvatt bifreiðastjórana í Sandgerði til þess að láta hendur standa fram úr ermum •og efna til verkfalls þar á staðnum. Alþýðublaðið viðurkennir að deila sú, sem bifreiðastjórarnir hafa efnt til snúist ekki um ikaup og kjör, með því að atvinnurekendur vilji láta Sandgerðis- bílstjórana njóta söínu kjara eða betri en Þróttarfélagar njóta bér í bænum, eða bifreiðastjórar í Keflavík þar á staðnum. En greinarhöfundur AB. kemst svo að orði: ,,En eins og Vísir segir snýst deilan um það, hvort atvinnurekendur þessir megi hafa ótakmarkaðan bílafjölda til afnota eða ekki“. Skal fram tekið í þessu sambandi að H.f. Miðnes og H.f. Garður eiga 4 og 2 bíla, sem félögin nota í eigin þágu, en hafa bifreiða- stjóra í sinni þjónustu. Greinarhöfundur AB. upplýsir að bifreiðastjórar í Sandgerði séu nú 13 að tölu, og hafi þeir keypt sér bíla og byggt afkomu- möguleika sína á atvinnu í plássinu, en ekki þjónustu við setu- liðið. Þessir bifreiðaeigendur virðast þó hafa misreiknað sig á atvinnunni, þar sem þeir grípa til svo róttækra ráðstafana að banna öðrum bifreiðaeign, nema eftir því, sem þeim bifreiða- eigendunum, en ekki atvinnurekendunum þóknast. Vinnulög- gjöfin mun hvorki réttlæta né vernda slíkt tiltæki og að öðru leyti hefur það ekki stoð í lögum. Jafnframt ber svo að gefa því gaum, að hér eru það bifreiðaeigendurnir, sem berjast gegn atvinnubílstjórum, sem engar bifreiðar eiga og vilja svifta þá atvinnu í plássinu. Ekki er að undra, þótt AB. og Þjóðviljinn séu viðkvæmir fyrir slíku og verji rétt bifreiðaeigendanna í líf og blóð. Málið liggur þá þannig fyrir að þréttán bifreiðaeigendur -vilja meina öðrum að eiga vöruflutningabifreiðar og hafa efnt *til verkfalls á staðnum þess vegna. Jafnframt hafa þeir tryggt sér aðstoð einstakra verkalýðsfélaga til að knýja kröfur sínar iram og mun Dagsbrún vera þar fremst í fylkingu undir stjórn ókommúnista. Verkalýðsfélag Keflavíkur og atvinnubílstjórar þar munu hinsvegar ekki telja sér rétt né skylt að taka afstöðu í málinu og beita því ekki samúðaraðgerðum. Auðsætt virðist að bifreiðastj órarnir brjóta í bágu við gildandi vinnulöggjöf og jafnvel stjórnskipunarlög með tiltæki sínu og baka sér jafnframt skaðabótaábyrgð. Réttindl bifreilastjéra. Fyrr á árum urðu bifreiðastjórar að vinna algenga erfiðisvinnu við hleðslu bifreiðanna, auk þess sem þeir óku bifreiðun- xim. Gat þetta leitt til ofþreytu og öryggisleysis við akstur og •var því ekki nema eðlilegt að bifreiðastjórar vildu fá kjör sín 'bætt þannig að erfiðisvinnu væri að verulegu leyti af þeim létt, enda fengu þeir kröfum sínum framgengt. Nú er svo komið, að bifreiðastjórar snerta aldrei á öðru verki en akstri hifreiðanna. Myndi slík atvinna teljast kvenmannsverk í Ráð- .sljórnarríkjunum, en tæpast samboðið fullvinnufærum mönn- xun, en það eru bifreiðastjórarnir flestir. Virðist skammt öfganna rnilli í þessu efni, en sæmilegast væri eitthvert meðalhóf. Það er á engan hátt óeðlilegt að bifreiðastjórar vilji tryggja £ér réttindi, sem jafnframt leiða til aukins öryggis að því er -umferðina varðar. En fámenni þjóðarinnar leiðir hinsvegar af sér, að'eftirsjá er í fullvinnufærum mönnum í störf, sem hver liðléttingur getur leyst eins vel af hendi og þá kvenþjóðin engu ■síður en karlmenn í innanbæjarakstri. Á stríðsárunum var slík ásókn í vörubifreiðakaup að engu tali tók, enda voru verkefnm aióg vegna framkvæmda í þágu setuliðsins. Að styrjöldinni lok- dnni höfðu verið fluttar inn og teknar í notkun fleiri vöru- Kifreiðar en þörf var fyrir, enda hlaut af því að leiða atvinnu- leysi innan stéttarinnar. Séu óþarflega margar bifreiðar í ein- hverju kauptúni eða kaupstað, leiðir engan veginn af því að menn séu ekki frjálsir að því að eiga bifreiðar til eigin nota. Vörubifreiðaeigendur verða þá að leita atvinnu annarsstaðar, þar sem verkefni er fyrir hendi, vilji þeir ekki aðra vinnu jstunda en bifreiðaakstur. Þetta eru sannindi, sem bifreiðaeig- endur í Sandgerði sem annarsstaðar verða að gera sér ljós, en þjóðinni væri fyrir beztu, ef þeir menn, sem geta ekki haft satvinnu af bifreiðaakstri snéru sér að öðrum þarfari verkefnum, ■isem meira reyndu á manndóminn. Þótt æskilegt sé að bifreiðaeigendur hafi næg verkefni fyrir hifreiðar sínar og sjálfa sig, er vafasamur hagnaður að því fyrir jþjóðarbúið, enda erftirsjá í öllum ónotuðu vinnuafli. Vilji full- rvinnufærir mein stunda akstur öðru frekar, verða þeir að bera mokkura áhættu, svo sem allir aðrir og hafa bifreiðastjórar í íSandgerði þar enga sérstöðu. V I S I R Gluggarúðan, sem einangr- ar eins og 20 sm. veggur. i¥s//íf«í/ I œ&i. S&BBS sSB'&fgSBB' BBBgÖff BMM' hÍttBmavkGSÉBB6B&Í hifofjla. Eitt helzta vandamál manna í köldum iönduin er að nýta hitann, sem úr eldsneytmu fæst, á sem beztan hátt, svo að hitunarkostnaðurinn verði við- ráðanlegur. Það er hagnaður fyrir einstaklinginn, fjölskylduna og fíjóðarheildina. í grein þeirri, sem hér fer á eftir, er um þetta rætt, en hún hyggist aðallega á upplýsingariti frá UNESCO — Menn- ingar- og félagsmálastoínun Sameinuðu þjóðanna. Allt líf byggist á hiía, og eng- in lífvera getur til lengdar lif- að við reginkulda. Þessi sannindi þarf raunar ekki að hafa hér við. Við vit- um, að mennirnir byggja sér hús til þess að geta notið þar hlýju og þæginda, en þó er það sannleikurinn, að hlýja eða þægindi fást ekki alltaf með því einu að eignast þak yfir höfuðið. Það verður að vera hægt að hita híbýlin, og það verður að vera hægt að hita þau á hagkvæman hátt, því að ef hitunarkostnaðurinn verður of mikill þá er ekki víst, að íbúinn geti risið undir honum, og þá er til einskis barizt. Um daga getur sólarljósið oft hitað híbýli manna svo, að þeir þarfnist ekki annars hita- gjafa, en ekki eru allir svo vel í sveit settir, að þeir njóti slíkra hlunninda nema örstuttan tíma á árinu. Vandamálið, sem hér skal rætt, snýr líka fyrst og fremst að hinum, sem þurfa að nota eldsneyti af einhverju lagi að afla sér eldsneytisins og í öðru lagi að nýta hitann, sem úr því fæst við brunann sem allra bezt. Veggir og gluggar. Reglan er nokkurn veginn sú, að veggir gæti hitans þeim mun betur, sem þeir eru þykkari, en ekki er allt fengið með því, þar eð ljós verður að fá að komast inn, og oft er það svo, að kuld- inn streymir inn um gluggann og hitinn út, þótt hann sé lok- aður og eigi að heita þéttur. Með vaxandi skilningi manna á gildi Ijóssins fyrir heilsufar hafa gluggar farið stækkandi. Það hefir sína kosti, en gallarn- ir eru einnig miklir, og þeim mun meiri, sem veðráttan er kaldari. Með stórum gluggum, án sérstaks útbúnaðar, eru menn eiginlega að leggja geimn um til hita(!) svo mjög leiðir venjulegt gler. Víða um heim hafa menn tvöfalda glugga — storm- glugga. Er þar um tvöfaldar rúður að ræða, en loft leikur á milli og er það einskonar ein- angrari. En einangrunin var ekki nógu góð — enn komst hitinn út og hitunarreikning- urinn hækkaði. Og þá var fund-1 in lausnin, sem öllum taer sam- an um, að sé hin ákjósanleg- asta: í ýmsum löndum er farið að framleiða tvöfalt gler — það er að segja tvær glerþynn- ur með lofttómu rúmi á milli, og rannsókn á einangrunargildi þessa glers hefir leitt í ljós, að það geymir hita eins vel tagi (eða hitaveituvatn, má skjóta hér inn í). Þeirra vanda- mál er tvennskonar — í fyrsta og venjulegur liúsveggur, tuttugu sentímetra þykkur. Veggir úr gleri. Hvaða möguleikar opnast við það, að slíkt gler er nú framleitt og einangrar svo vel? Meðal annars sá, að menn geta — ef þeir vilja — haft næstum eða alveg heila veggi úr gleri, þar sem það er hentugt, en það á vitanlega ekki við hvar sem er. Og ekki mun húsmæðrum víða um heim þykja lítils um það vert, að með þessum tvö- földu rúðum hverfur allur vatnsagi úr gluggum, sem er mjög hvimleiður, en skemmir auk þess viðinn í gluggaum- gerðinni. Hitunarkostnaður og byggingastyrkur. Skortur á eldsneyti þjáir heiminn um þessar mundir, og því er það mikilvægt, að farið sé sparlega með það. Þó munu ekki vera nein viðurlög við því að fara illa með eldsneyti, en óhófleg eyðsla innifelur þó vit- anlega viðurlögin sjálf — kostnaðinn, sem menn stynja undir. En í einu landi að minnsta kosti eru viðurlög við því, ef menn byggja óhyggi- lega. Það er í Danmörku, því að byggingarstyrkur, sem menn geta fengið, minnkar til mikilla muna, ef þeir hafa ekki tvöfalda glugga. Þar skilja yfir- völdin nauðsyn þess, að hiti frá dýrmætu eldsneyti rjúki ekki þegar út í bláinn, engum til gagns. MARGT Á SAMA STAÐ Raftækjatrygging Rafha Hafnarstræti 18, Reykjavík. Sími 80322. — Verksmiðjan sími 9022. Gáta dagsins. Nr. 94: Herm þú mér áhöld svo híbýlaprýðan að innhýsa kunni allar skepnur og veita þeim björg og bcina. 5 gátu nr. 93: Kálfshaus. l^ýkomsTiar aiis konar bílavörur Framluktir Afturluktir, 3 teg. Samlokur Þokuluktir Parkluktir, 3 teg. Hættuljós Bakkljós Neis taswitchar, margar teg. Ljósasw. margar teg. Ljósaskiptar Flautur Rafkerti, 14 mm. Hraðakaplar Benzíndælur Suðubætur Bremsuborðasett, Ford, Chv., Dodge, fólksb. Rafgeymakapíar V erkstæðislampar Blettavatn fr. áklæði Vatnskassaþéttir Kertavírasett, Jeep, Chv. Speglar, inni og úti Bremsucylindrar Dodge Brettamillilegg Hurðaþétti Puðar i sæti Ljósaperur 6 og 12 volt Benzínbarkar Olíubarkar, Dodge, Jeep Benzínlok læst og ólæst Demparar Vatnshosur Pönnupakkn. og Pústpakkn. l'r. Dodge og Ford Innsogsvíra Hjólapakkdósir, Dodge, og margt fleira nýkomið. HARALDUR SVEINBJARNARSON Snorrabraut 22. Rcifiognaefni Rör (plast) 5/8" og 3/4" Vír (plast og vulk.) flest- ar gerðir. Rofar, tenglar, samrofar, krónurofar inngreypt, utanáliggjandi og hálf- inngreypt, margar gerð- ir. Einnig rakaþétt efni. Mótorrofar og tenglar. —' Hitatækjarofar. Eidavélateiíglár og rofar, Varhús, Vartappar. Loftdósir, veggdósir, roí'- ar og tengladósir. Loftdósalok og krókar. Undirlög. Rörfittings 5/8" og 3/4" Lampasnúra og hitatækja- snúra. Gúmmístrengur, Blýstrengur. Spennur. Arn permælar, voltmælar, ohmmælar, sýrumælar, og ólal margt fleira. Sendum gegn póstkröfu. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. SlmaíúliH GARÐiiR Garðastræti 2 — Sími 7299.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.