Vísir - 05.04.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 05.04.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 5. apríl 1952 V í S I B HÖFUÐMANNSINS Eftir Alexander Pusjkin. [£ 3 gg ■ * 5 2 ■ 93 B a fl ■ ■ ■ aaflflflflflflBflflflflflBflBaBDflflflflflflflaflflfliflflflaaflflflflflflHBBfloaflBBsaflBflflflBflflfli SI3IBlBaBSaBISIMRBRISBflBBBHIfllRIIIIBBBBHflBDED8aGBaiBlfllllflflfllflIfll Vildi enæla sig við kristur. „Kæri Pétur Andrésson,“ stóð' þar. „Gerðu svo vel að senda mér með þjóninum hundrað rúblurnar sem þú . tapaðir í gær. Eg þarf peninga núna í svipinn. Þinn tryggi vinur Ivan Zurín.“ Hvað átti eg að gera? .... Eins og ekkert væri um að vera sagði eg við Saveljitsj að hann ætti að afhenda þjóninum hundrað rúblur. . — Hvað er að? Hversvegna? hrópaði Saveljitsj steinhissa. — Eg skulda þær, sagði eg kaldranalega. — Skuldar þær? hrópaði hann enn og varð því meira hissa. -— Hvenær hefirðu haft tíma til að stofna.skuld hér? Nei, það er eitthvað bogið við þetta. Eg get ekki greitt svona háa upp- liæð. Nú fannst mér að eg yrði að láta skríða til skarar og sýna gamla þjóninum mínum hvor okkar hafði húsbóndaréttinn. Þessvegna horfði eg dólgslega á hann og sagði byrstur: — Eg er húsbóndi þinn og þú ert þjónn minn........Eg á peningana en ekki þú. — Eg hefi tapað þessu í spilum, af því að eg hafði garaan af því. Og nú gerir þú það sem eg skipa þér! Það var líkast og Saveljitsj hefði orðið fyrir eldingu og hann starði á mig en gat ekki komið upp nokkru orði. — Nú .... á hvað ertu að glápa? sagði eg reiður. Gamli þjónninn fór að gráta. — Pétur litli Andrésson, sagði hann. — Þú mátt ekki láta mig deyja af harmi. Kæri húsbóndi minn, skrifaðu þessum ræningja og segðu að þetta hafi allt verið í gamni og að þú hafir aldrei átt svona mikla peninga..... Hundrað rúblur! Drottinn minn dýri! Skrifaðu honum að hún mamma þín hafi bannað þér að spila nokkurntíma um annað en hnetur. — Láttu eklti heyra svona bull til þín’ sagði eg reiður. Komdu raeð peningana, annars rek eg þig heim til þín. Eg sárvorkenndi gamla manninum, en vildi sýna honum að hann mætti ekki fara með mig eins og krakka. Zurin fékk peningana sína og Saveljitsj flýtti sér að Ijúka verzlunarerindunum, svo að við kæmumst sem fyrst úr þessum vonda stað. Eg fór með slæma samvizku frá Simbirsk. Eg kvaddi ekki bdliardkennarann minn og datt ekki í hug að eg sæi hann nokkurntíma framar. Smiður nokkur í Húnaþingi var jafnan sóttur til að smíða utan um, er með þurfti, svo langt sem til hans náði. Lét hann kistuna ævinlega standa opna á næturna, meðan á smíð- inni stóð, og kvaðst gera það, til þess að sá dauði gæti mælt sig við hana, ef hann vildi. Einu sinni sem oftar var smiðurinn á bæ einum að smíða líkkistu. Var hann langt kom- inn með hana, búinn að smíða bæði undirkistu og yfirkistu, en átti eftir að ganga frá henní. Kistan stóð í framhýsi. Um kvöldið, þegar smiðurinn var sofnaður, kemur sá dauði að rúmi hans og vill vekja hann. Fer svo tvívegis, að smiðurinn vaknar við aðsókn hans. Smið- urinn gat ekki skilið, hverju þetta mundi sæta og fór að velta því fyrir sér, hvort h’on- um hefði í einhverju yfir sézt með kistuna. Dettur honum þá í hug, að einhver kunni að hafa orðið til þess að loka kistunni, eftir að hann hætti að smíða um kvöldið. Hann bregður sér því í fötin og út í smíða- húsið. Er þá sem hann grun- aði, að lokið hafði verið sett á kistuna. Hann opnar hana þeg- ar og' leggst svo fvrir aftur. — Eftir það bar ekki meira á að- sókn hins dauða. (ísl. sagnaþ. og þjóðs. G. J.) Höggið ■ Heiðarseli. 2. KAP. FYLGDARMAÐURINN. Eg var heldur daufur í dálkinn á leiðinni. Hundrað rúblur voru mikið fé í þá daga. Og eg' fann sjálfur að eg hafði hagað mér eins og flón á gistihúsinu og skammaðist mín gagnvart Saveijitsj. Allt þetta kvaldi mig og píndi. Saveljitsj sat þög- ull og svipdimmur við hliðina á mér og leit ekki einu sinni á ínig. Ræskti sig bara við og við. Mig langaði til að sættast við hann en vissi ekki hvernig eg ætti að byrja. Loksins segi eg: — Jæja .... Saveljitsj! Eigum við ekki að verða vinir aft- ur . . . .? Eg sé sjálfur að eg hefi hagað mér eins og bjáni. Eg skal aldrei vera svona vitlaus framvegis. Og vertu nú ekki reiður við mig. — Æ, Pétur litli Andrésson! Það ert ekki þú, sem eg er rfciður við, sagði hann og andvarpaði. Eg er reiður sjálfum mér. Hvernig gat eg verið svo heimskur að skilja þig einan eftir í gistihælinu ....? Hvílík hörmung! Hvernig á eg að geta litið framan í húsbónda minn þegar hann hefir fengið að vita að barnið hans drekkur og sóar peningum í spil? Mig langaði til að hughreysta hann og sagði að eg skyldi aldrei eyða einum kópeka framar, nema spyrja hann um leyfi. Hann hresstist dálítið við þetta, er. þó sat hann lengi enn, hristi höíuðið og andvarpaði: — Hundrað rúblur! Það er nú ekkert smáræði. Við fórum að nálgast áfangastaðinn. Kringum okkur var eyðileg slétta, hvar sem litið var og svo langt sem augað eygði. Allt var á kafi í snjó. Það var komiö að sólsetri. Sleðinn rann mjóan slóða í snjónum. Ekillinn var alltaf að líta í kringum sig, en allt í einu tók hann af sér húfun og sneri sér að mér: — Leyfir herrann að við snúum við? — Hvers vegna ættum við að gera það? — Það ber til beggja vona með veðrið......Hann er farinn að hvessa. Sjáið þér — það er kominn skafrenningur. — Ætli það sé hættulegt? ' — En sjáið þér þarna, sagði ekillinn og benti til austurs ..með keyrinu. — Eg sé ekkert. •— Þarna .... þarna .... sjáið þér skýið þar'na? Árið 1858 var reist nýbýli innst í Jökuldal. Býli þetta hét Heiðarsel og var í Brúarlandi. N álægt veturnóttum þetta ár var Jón bóndi Guðmundsson á Aðalbóli fenginn til þess að smíða innan í skemmu í Heið- arseli. Skemma þessi var all- stórt hús, stóð að sunnanverðu við bæjardyr, og var innan- gengt í hana úr dyrunum. Úti- dyr voru einnig á skemmunni og var rammger hurð fyrir á nýjum járnum. Var henni lok- að með skrá mikilli og gekk læsingarjárnið í gildan járn- keng, sem rekinn var gegnum dyrastafinn og hnykktur að utanverðu. Eitt kvöld var Jón að smíða 1 frammi í skemmu. Var úti- dyraburð lokuð, en hin eigi. Allt í einu reið högg mikið á útidyi’ahurðina, sem lokuð var. Var höggið svo mikið, að hurð- in flaug alveg opin. Jón var hinn mesti þrek- og kjarkmað- ur. Vildi hann vitja hverju þetta sætti, og g'ekk út til að Háseta vantar á 100 smálesta tog- veiðibát. U.ppl. í síma 81480 og 7109 í dag. % „Hausthrif“, gobelinvefnaður á sýningu Vígdísar Kristjánsdóttur í bogasal Þjóðminjasafnsins. — Sýningin hefst í dag. (Sjá grein um sýninguna á 5. síðu). Utlendir lampar Við höfum mildjs úrval af borolömpum, standlömpum og vegglömpum. NYTSAMAR TÆKIFÆRISGJAFIR. Skvrma hú&in Laugavegi 15. Bezt al auglýsa í Vísi. Tilky nning j frá Menntanjálaráði Islands. j . • • • . - ; :i Umsóknir tim styrk, sem menntamálaráð veitir tii í náttúrufræðirannsókna á árinu 1952, skulu vera konmar : til skrifstofú ráðsins fyrir 1. maí næstkomandi. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.