Vísir - 21.04.1952, Side 1

Vísir - 21.04.1952, Side 1
< 42. árg. Mánudaginn 21. apríl 1952 89. tbl. Ilér sést Sir Hugh Pugh Lloyd, flughershöfðinginn brezki, sem kom við á Keflavíkurflugvelli á leið vestur um haf á laugar- dagsmorgunn, svo sem sagt er annars staðar í blaðinu. Með honum á myndinni — til hægri — er flugmaðurinn, Cassidy að nafni. (Ljósm.: Brezka sendiráðið). París (AP). — Pinay forsæt- isráðherra Frakklands endurtók í gær, að stjórnin væri staðráð- in í að „bjarga frankanum“ og koma efnahagslífi lands og þjóðar á réttan kjöl. Hvatti Pinay alla til þess að auka framleiðslu og útflutning. Schumann utanríkisráðherra Frakklands sagði í gær, að franska stjórnin væri reiðubúin til þess að taka til athugunar og ræða tillögur ráðstjórnar- innar rússnesku varðandi Þýzka land, en Frakkar yrðu að leggja áherzlu á frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, áður en friðar- samningar væru gerðir. vfitahraiini i gær. 26 ára í London (AP). — Elísabeth II. Bretadrottning er 26 ára í dag. Afmælisins er minnzt í blöð- um og útvarpi, fánar eru dregn ir á stöng og skotið verður af fallbyssum drottningunni til heiðurs. Hin opinberu hátíðahöld í til- efni afmælisins fara ekki fram fyrr en 5. júlí. Grænkar á SA- I Austur-Skaftafellssýslu er bæði fjalilendi og útjörð farin að grænka. Eru bændur farnir að ráðgera að sleppa fé næstu daga. f morgun var logn og blíða eystra, en örlítið andkaldara en að undanförnu. Aflalaust er en á línu og hefir naumast feng- ist bein úr sjó síðan 20. marz. ViiaiS HiiBffl vinninga fjirlr kvölsliH. í fyrstu starfsviku íslenzkra getrauna bárust alls 8083 raðir frá 1542 þátttakendum. Eins og vænta mátti voru þátttakendum flestir í Reykja- vík, eða alls 1352 en 190 úti um land. Til samanburðar má geta þess, að þegar Finnar hófu sína getraunastarfsemi, bárust í fyrstu vikunni sem svarar til- tölulega miklu færri raðir cn hér. Voru þær aðeins 3500, þeg- ar tekið er tillit til mismunar á fólksfjölda þar og hér, og hvað hægt er að ná til margra hérlendis. í Noregi bárust 6251 röð, reiknað á sama hátt, svo að hér er vel af stað farið. íslenzkum getraunum haía borizt heillaskeyti frá samsvar- andi stofnunum á öllum hinum Farúk viil uppræta sviksemi o| öreglu opmberra embættismanna. Veitlr stjjórn Egyptafands umhol tfl að skipa ranBisóknarnefndiir. Kairo (AP). — Farúk kon- ungur undirritaði í gærkvöldi tilskipun, sem veitir stjórn Hilali pasha víðtækt vald til þess að rannsaka óreiðu í opin- berum rekstri. Hefir verið tilkynnt af hálfu stjórnarinnar að hafin verði barátta um land allt, til þess að uppræta sviksemi og óreglu. Skipaðar verða rannsókna- nefndir, sem fá mjög víðtækt vald. Þær geta t.d. farið inn í hvaða skrifstofu sem er og krafist þess að sjá bækur og önnur gögn og þær geta kvatt á sinn fund hvern sem er til yfirheyrslu. Erskine, hershöfðingi Breta á Suezeiði, er nú að láta af störf- um sínum þar, og heldur heim- leiðis um miðbik þessarar viku. f gær komu til London Sir Ralph Stevenson, sendiherra Breta í Egyptalandi, og Sir Robert Howe, landstjóri í Sud- an. í gærkvöldi sátu þeir veizlu hjá Eden utanríkisráðherra. — Viðræður hefjast í dag í utan- ríkisráðuneytinu um ýmis atriði brezk-egypzkra deilumála. Var sagt í vikunni sem leið af hálfu brezka utanríkisráðuneytisins, að vonað væri, að þessar við- ræður leiddi til þess, að ríkis- stjórnir Bretlands og Egypta- lands byrjuðu aftur formlegar samkomulagsumleitanir um lausn deilumálanna. Norðurlöndunum, og þar var íslenzkum getraunum og íþróttahreyfingunni í heild arn- að allra heiila með starfsemina. Síðar í dag mun verða ljóst hverjir hafi unnið, en rúmlega 3000 kr. koma til skipta miili þeirra þriggja flokka, sem rfelt- ast gátu. Eftirlitsmaður meö getraununum fer síðan yíir úv- slitin, en menntamálaráðuneyf- ið hefir skipað Skúla Jenssen lögfræðing í starf þetta. Rétt er að benda mönnum á, að nú dregur til úrslita í ensku keppninni, svo að segja má, að í sumum þeim leikjum, sem getið verður um í þessari og næstu vikuih, sé barizt upp á líf og dauða, nefnilega, hvort félög falla úr deild eða vinna sig upp í næstu fyrir ofan. — Gerir þetta getraunirnar enn skemmtilegri en ella. En menn verða að muna, að vegna 1. sumardags, er getraunafrestur- inn útrunninn á miðvikudags- kvöld kl. 6. Þrír menn slösuðust í Svína- hrauni í gær, er senáiferðabíll austan úr Árnessýslu og leigu- bíll úr Reykjavík rákust á. Slys þetta skeði síðdegis í gær og var lögréglunni í Reykjavík tilkynnt um það laust eftir kl. 6. Var þá jafnframt óskað eftir sjúkrabíl og hann sendur þeg- ar í stað. Um tildrög slyssins er blað- inu ekki kunnugt, enda er það mál enn í rannsókn. En við á- reksturinn skemmdust báðir bílarnir mjög mikið og eru skemmdirnar á sendiferðabíln- um þó taldar meiri. í sendiferðabílnum, sem ber skrásetningarmerkið X-575, var auk bifreiðarstjórans, kona hans. Meiddust þau bæði, kon- an fótbrotnaði en maðurinn skarst í andliti. í hinni bifreið- inni, sem var R-4175, voru far- þegar og þar mun stúlka, sem sat frammí hjá bílstjóranum, hafa handleggsbrotnað. Slys við Kolviðarhól. í fyrrakvöld var sjúkrabíll sendur upp að Kolviðarhóli vegna slyss, sem þar hafði orð- ið. Hafði ungur piltur, Bjarni Ásgeirsson að nafni, verið að renna sér á skíðum niður brekk una fyrir ofan Kolviðarhól en féll á skíðunum og fótbrotnaði. Var hann fluttur í sjúkrabíln- um til Reykjavíkur og lagður inn á spítala. Munaði litlu. í fyrrakvöld munaði litlu að stórslys yrði á Miklubrautinni. Þar kastaðist maður af bifhjóli og á bifreið, sem þar var á ferð, en slapp minna meiddur 3 véiar ieifa CÞff' &£mm' ekwetfosiwlr* en efni stóðu til. Skrámaðist' maðurinn nokkuð á höfði og fæti, en mun ekki hafa meiðzt að öðru leyti. Lenti í slysi í annað sinn. í gærdag, laust eftir hádegið varð drengur fyrir bíl á mótum Amtmannsstígs og Þingholts- strætis. Drengurinn mun ekki hafa meiðzt að ráði, en kvartaði hins vegar nokkuð undan eymsl um. Þessi sami drengur varð fyrir öðrum bíl ekki alls fyrir, löngu og viðbeinsbrotnaði þá. Samgönguleiðir að verða greið- færar. Samgönguleiðir eru yfirleitt að verða greiðfærar. Austur í sýslur eru nú allar leiðir færar. Snjór er enn mik- ill á heiðavegum norðanlands, t. d. á Holtavörðuheiði, einkum norðan til. í byggðum mun snjór hvergi til trafala á vegum á suðvestur- landi, en vegir hafa sumstaðar orðið all-holóttir í þíðunni, og er bætt úr því eftir föngum með því að hefla eins oft og tök eru á. T. d. er nýbúið að hefla Hvalfjarðarveginn norð- anmegin fjarðarins, og haldið var áfram að sunnanverðu í gær. 100 mín. frá Skotlandi híngai. Á laugardagsmorgun var sett nýtt met á fluglciðinni milli Prestwick og Keflavíkur. Var flogið á Canberra- sprengjuvél, sem knúð er tveim þrýstiloftshreyflum, milli þess- arra staða á 100 mínútum eða 1 lclst. og 40 mínútum. Með flugvélinni var Sir Hugh Pugh Llovd, yfirmaður sprengjuflug- sveita Breta. Flugvélin hafði komið yfir Keflavík á föstudagskvöldið, en þá var ekki hægt að lenda þar vegna veðurs, svo að snúið var aftur til Skotlands, I dag er ágætt flugveður og leita þrjár flugvélar frá Flug- félagi íslands að norsku sel- veiðibátunum. Vélar þessar eru Gullfaxi og tvær Katalínur. Leitað verður milli 63. og 69. breiddargráðu og alla leið vestur að Grænlands- strönd. Fyrsta vélin lagði af stað klukkan 3 í morgun, en sú síðasta klukkan 7. Flugbjörg- unarsveitin sér aðallega um leitina. IGill iaf Crlpps. Ziirich (AP). — Sir Stafford Cripps, fv. fjármálaráðherra, hefir nú versnað svo, að tvísýnt er talið um líf hans. Hefir hann dvalist langdvöl- um í heilsuhæli hér í borg, en var þó í Bretlandi í vetur dá- lítinn tíma. Flóðin sjatna vestan hafs. Hmsslba úr mestu hættu. St. Louis (AP). — Borgirnar Omaha og Council Bluffs voru taldar úr mestu hættu í gær- kveldi. Hafði þá tekist að fylla í skörð, sem myndast höfðu í varnargarðana í grennd við borgirnar. Verkfræðingasveitir hersins og þúsundir sjálfboðaliða unnu að verkinu. Horfði mjög í- skyggilega eftir að skörðin mynduðust. Er fyrsta skarðinu hafði verið lokað bilaði steyptur varnargarður, sem er til hlííðar verksmiðjuhverfi Omaha, og var þá tekið til við að fylla það. Eftir að flóðið náði hámarki við Omaha og Council Bluffs hefir flóðahættan vaxið neðar við fljótið og þar hefir flætt yf- ir feikna vatnsflæmi. Tjón í þessum vatnavöxtum hefir hvar vetna verið mest á húsum og mannvirkjum og ræktarlandi, en vegna vel undirbúinnar og röggsamlega framkvæmdar hjálparstarfsemi hefir tekist að koma í veg fyrir, að menn og skepnur létu lífið í flóðunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.