Vísir - 23.04.1952, Side 3

Vísir - 23.04.1952, Side 3
Miðvikudaginn 23. apríl 1952 V I S I B Vi5 eipsti al freysta menningar- tengslin vi an itafs. Viðfal við dr. Pál ís'élfssegi. Mcnningartengsl íslendinga beggja vegna Atlantshafs hafa iðulega verið á dagskrá, en þótt margir hafi áliuga fyrir auknu samstarfi við Vestur-íslendinga, og margt skref hafi verið síigið til traustari menningartenglsa og aukins skilnings, er oftast of hljótt um þessi mál. Þetta bar á góma, er einn af blaðamönnum Vísis Iiitti nýlega að máli dr. Pál ísólfsson, og leitaði álíts hans um þetta. Dr. Páli var sem kunnugt er' boðið til Bandaríkjanna sl. haust til þess að kynna sér orgelmúsik og nýjungar á því sviði, og dvaldist hann þar um skeið ásamt frú sinni í New York, Boston, Washington, Chicago og Minneapolis. Kan- adaför var ekki ráðgerð, en þeir Grettir Jóhannsson ræðismað- ur íslands í Winnipeg pg síra Philip Pétursson sneru sér til dr. Páls með beiðni um, að hann kæmi til Winnipeg og héldi þar hljómleika, og þáði hann það boð með þökkum, og fóru hjón- in vestur þangað í byrjun nóv- ember. Bæði í Bandaríkjunum og ICanada kynntist dr. Páll mætum og merkum íslending- um og varð hjá þeim og öllum, sem. hann kynntist, og af ís- lenzku bergi eru brotnir, var mikils og lifandi áliuga fyrir íslandi. Tíðindamaðurinn bað dr. Pál að segja lítils háttar frá ferð sinni til Manitoba. „Ég harma það mest“, sagði hann, „hve iviðdvöl okkar þar var stutt, en við vorum þar að eins viku tíma — og talsverður tími fór í að undirbúa orgel- hljómleika mína þar 9. nóv. Þegar í Winnipeg kynntist ég mörgum ágætismönnum. Eg kunni strax ágætlega við mig í Kanada, ef til vegna þess, að það góð tilbreyting að koma þangað úr landi hraðans, því að það fer ekki fram hjá manni, að andrúmsloftið er annað norðn línunnar, ef svo mætti segja, meii’a ró yfir öllu. Og þótt ég hafi ekki nema gott eitt að segja um kynni mín .af Bandaríkjunum og Bandaríkja- mönnnum fannst mér notaleg tilbréyting að koma til Winni- peg. Eg mætti þar alveg frábærri velvild og gestrisni. M.a. kynnt- ist ég þar íslenzku prestunum,' síra Philip Péturssyni og síra Sigmar og Þá var ekki síður ánægjulegt a ðræðá við þá á- gætu menn Einar Pál Jónsson ritstjórá, Ásmund P. Jóhanns- son, Jón Bildfell — en „það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm“, það yrði allt of lagnt mál. Hjá öllum var hugurinn sami í garð íslands og okkar hér heima. Þegar þetta - ber á góma er mér minnisstæð ferð til Gimli, ! en -síra Philip og' kona hans fóru með okkur þangað. í aðr- ar íslendingabyggðir vannst ' mér því miður ekki tími til að ;koma. í Giml'i sem er snotur bær við Winnipégvatn er elli- heimili, sem íslendingar hafa komið á fót af miklum mynd- arskap, og þar var ánægjulegt að koma og kynnast fólki af hinum gamla stofni — land- nemunum gömlu og konum þeirra. Fólkið var glaðlegt og' ánægt. Eg komst að því, að þarna var sönglist mikið iðkuð. Fólkið hafði vasasöngbók — og í henni margar perlur skáld- anna okkar, sem hæst bar á 19. öld. Mest voru sungin ljóð Jón- asar, Mathíasar og Steingríms og Þorsteinn var þarna í mikl- um metum. Eg ávarpaði fólkið og þarna hófst nú þátturinn „Takið und- ir“ vestur í sléttufylkjum, og er eg spurði: „Hvað viljið þið syngja?“, var. svarað sem ein- um rómi: ís.land þig elskum vér alla vora daga. Þetta talar sínu máli um hug' Hér sjást nokkrir meðlimír úr hinum nýja „ballet“ Konúrig- lega leikhússins í Kaupmannahöfn. Er þetta atriði úr „Gradu- ations Hall“, sem David Lichine leikstjóri hefir æft sém gestur við leikhúsið. Yngsti nemandinn, Mette Mollerup, situr á gólfinu. gamla fólksins. Og yngri kyn- slóðin ber vissulega ekki síður góðan hug til lands feðra og mæðra, afa og ömmu. Þarna kynntist eg' fólki, sem var alveg furðulega minnugt á allt Iiér heima —- og sýndi hvar hugurinn hafði verið. Gamalli konu kynntist eg þarna, sem haf'ði þekkt afa minn og ömmu á Seli við ’Stokkseyri — og mundi margt þaðan — miklu bettur en eg. Þetta fólk lifði í 'endurminningunni og ein- hvern veginn hafði eg á tilfinn- ingunni, að allt þetta fólk lang- aði heim.“ „En hvað segir þú um ungu kynslóðina?" „Allt hið bezta. Þetta er mannvænlegt og efnilegt fólk, og allur fjöldinn skilur ís- lenzku, en kynokar sér við að tala hana, en eg hafði á tilfinn- ingunni að margt af því kynni meira en það vildi láta uppi. Sérstaka athygli mína vakti hversu margt af þessu unga fólki talað'i hreina íslenzku, en eg býst við að orðafjöldi þess sé takmarkaður nokkuð, og er það skiljanlegt. Af skiljanleg- um ástæðum hefir þeim heimil- um farið smáfækkandi, þar sem íslenzka er töluð að jafn- aði, og börnin vöndust frá upp- hafi máli föður og móður, en ekki er néin furða, að íslenzkan hefir verið lífseig í byggðunum vestra, ef víða hefir gerzt hið sama og í Mikley, Manitoba, þar sem jafnvel þýzkar fjöl- skyldur er þar settust að urðu að gera svo vel að læra íslenzku — aðalmálið þar.“ „Og nú hefir hún verið borin á gullstól, ef svo mætti segja — inn í æðstu menntástofnun Manitobaf y lkis ? “ „Já, og það vildi eg taka fram, og leggja á það alveg sér- staka áherzlu, að stofnun kenn- arastóls 1 íslenzku við Mani- tobaháskóla, er íslendingum til ævarandi sæmdar. Þegar eg kom til Winnipeg var hinn ungi íslenzki menntamaður, sem valizt hafði til þess að taka við embættinu, Finbogi Guð- mundsson magister, aðeins ó- kominn þangað, og eg varð var við mikinn áhuga fyrir komu hans, m. a. hjá Gilson rektor og öðrum kennurum há- skólans, sem lýstu óblandinni ánægju sinni yfir stofnun kennarastóls í norrænum fræðum við • háskólann. Og gleðiefni má það vera oss ís- lendingum öllum, austan hafs og vestan, að vart mun hafa getað betur tekizt um val manns í þessa stöðu.“ „Og hvað vilt þú segja að lokum um menningartengsl okkar íslendinga og Ianda vestra?“ „Við eigum að hafa nánari tengsl, nánari samvinnu við Vestur-íslendinga en við höf- um gert, bæði vegna þeirra sjálfra og vegna þess, að það gettur orðið okkur sjálfum til gagns á marga lund. Og eg er jafnvel ekki frá því, að við mundum hafa enn meira gagn af þeirri samvinnu en þeir. Frh. á bls. 14.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.