Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Mánudaginn 28. apríl 1952 94. tbl. Tveir kunnir hershöfðingjar heilsast. Eiscnhower (t. hœgri) og Grunther (t. vinsíri). Eisenhower fer nú á förum til Banda- xíkjanna og búast margir við að Grunther verði eftirmaður hans. Eftirmaður Eisenhowers sennilega valinn í dag. Ridgway eða Griinther koma helzt til greina. London (AP). — A-banda* lagsráðið kemur saman til fundar í dag í Paris og ræði til- nefningu á eftirmanni Eisen- liawers hershöfðingja. Er þetta fyrsti fundur ráðsins í París, eftir að það hefir fengið fast aðsetur þar. Almennt er bú ist við, að annarhvor þeirra Ridgways eða Griinthers verði fyrir valinu. — Ætlað sr, að fyrir kvöldið verði búið að til- kynna hlutaðeigandi 14 ríkis- stjórnum N.A.-samtakanna um tilnefninguna, og þær beðnar að staðfesta hana. Eisenhower er kominn aftur til Parísar að aflokinni tveggja daga ferð . til Luxemburg, en þangað fór hann í opinbera kveðjuheimsókn. — Eisenhower sagði við blaðamenn í gær, að hann myndi hverfa heim til Bandaríkjanna 1. júní næstkom andi. Mun hann þegar hefja virkan þátt í kosningabarátt- unni. Eisenhower sigraði glæsi- lega í undirbúningskosningun- um í Colorado, — hlaut þar 15 kjörmenn af 18. Yfirleitt er sú skoðun ríkjandi, að þótt Taft hafi mikið fylgi í sumum fylkj- um,‘ hafi Eisenhower almennara fylgi og muni reynast sigurvæn legra forsetaefni en Taft. Slys á Langholtsvegi s Bíllinn hvarf í skurðinn. í nótt var bíl ekiS ofan í skurSinn sem verið er að gt'afa fyrir háspennulínunni á Miklu- braut. Að því er bílstjórinn telur, kveðst hann hafa blindast af ljósum bíls, er ók á móti hon- um.‘ Auk þess er heldur ekki um nein hættumerki þarna að ræða, en hins vegar mun vera girt kringum skurðinn. Bíllinn stakkst beint á enda niður í skurðin, sem er svo djúpur að bílinn fór sem næst á bólakaf. Bílstjórann sakaði ekki. Norsku korvetturnar hafa fundið brak. ■Sent tii Neregs tii rannsókuar. Norsku korvetturnar Nord- kyn og Söröy komu til Reykja- víkur í fyrrakvöld til þess að taka vatn og matvæli og héldu út á ný um hádegi í gær. Korvetturnar höfðu fengið afleitt veður á Grænlandshaíi, en þeim hafði þó tekizt að leíta allvandlega á stóru svæði út frá Grænlandsströnd. Nokkurt brak höfðu þær fundið — m. a. hafði Nordkyn fundið dyraumbúnað og Söröy íeifar úr dýnu. Dyra- umbúnaðurinn verður sendur til Noregs til nánari athugunar, en dýnan getur ekki verið úr norsku selveiðiskipunum, því að slíkar dýnur eru ekki not- aðar þar. Sjógangurinn var svo mikill, að miklum erfiðleikum var bundið að ná braki þessu. Birgir Rasmussen ákvað, að korvetturnar skyldu leita á- fram milli 61. og 64. n. br. og milli 25. og 35. v. 1. Nordland 1 er nú á leið frá Tromsö og brátt mun Polarsel einnig komast á leitarsvæðið. Bátarnir frá Nýfundnaladi eru á leiðinni, og er hverjum þeirra ætlað sérstakt leitarsvæði. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk hjá norska sendi- ráðinu í morgun, hafa korvett- urnar leyst hlutverk sitt vel af hendi þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. I fyrrinótt varð banaslys á Langholtsveginum. Féll maður þar af hestbaki meö þeim af- leiðingum að liann höfuðkúpu- brotnaði og lézt hann í gær- morgun. Maður þessi hét Samson Jóns- son til heimilis að Efstasundi 14 hér í bænum. Hann var rúm- lega sextugur að aldri, fæddur 1891. Þegar slysið vildi til var Samson að koma úr útreiðartúr ásamt Kristjáni syni sínum og öðrum manni til, Jóhanni Kristjánssyni, einnig til heimil- is að Efstasundi 14. Var klukkan um hálf þrjú í fyrrinótt er þeir komu niður á Langholtsveginn, reið Jóhann fremstur, Samson nokkurn spöl á eftir en Kristján síðastur og var hann nokkuð langt á eftir. Vissi Jóhann þá ekki fyrr en hestur Samsonar kemur hlaup- Pétur varð þriðji í Oslo. Pétur Kristjánsson keppti í unglingasundmeistaramóti Norðurlanda, sem haldið var í Oslo í gær, og varð 3. á hundr- að metra skriðsundi á 1 mín. 1.9 sek. Fyrstur varð Olander, Sví- þjóð, á 1 mín., 0.3 sek. og annar Ikonen, Finnlandi, á 1 mín.- 1,3 sek. Hinn 20. þ. m. keppti Pétur í sundi fullorðinna í Oslo og varð fyrstur í 100 metra skriðsundi á 1 mín., 3 sek. eða sama tíma og Olander sigraði á í gær. andi — en mannlaus — upp með hliðinni á honum. Snéri Jó hann þegar við og fann Samson liggjandi á’grúfu á veginum og var hann þá meðvitundarlaus. Litlu síðar bar Kristján þavna að, og þegar þeir voru að stumra yfir Samson kom lög- reglubíll á staðinn og flutti hann Samson í Landsspítalann. Þar lézt hann á 9. tímanum í gærmorgun. Banameinið er talið vera -höf- uðkúpubrot. Hins vegar er allt í óvissu hvernig slysið hefir bor ið að, hvort Samson muni hafa fengið aðsvif, eða hvort hann hefir dottið af hestinum af öðr- um orsökum. Talið er ólíklegt að hesturinn hafi fælst, enda engin umferð og vegurin slétt- ur. Hernámi Jap ans dag. Tokyo (AP). — Friðarsamn-. ingarnir ganga í gildi á morg- un og lýkur hernáminu í clag. Japanir taka við allri stjórn mála sinna og fá fullt sjálfstæði á ný. Samkvæmt sérstökum samn- ingi hafa Bandaríkin her áfram í Japan um sinn, vegna öryggis þess og hættunnar, sem stafar af ofríkisstefnu kommúnista. Yoshida sagði í ræðu í gær, að þetta fyrirkomulag væri ekki til frambúðar, heldur meðan Japanir væru að treysta að- stöðu sína til varnar. Amerískur tund- urspiilir sekkur. 17G sgáliðar ttruhkna. Washington (AP). — Hér er tilkynnt opinberlega, að 176 sjóliðar hafi farist í árekstri milli tundurspillisins Hobsons og flugvélaskipsins Wasps á miðju aAtlantshafi. Fyrstu fregnir um árekstur þennan bárust síðdegis í gær og síðar fréttist, að 51 sjóliða hefði verið bjargað. Skipin voru við æfingar, er árekstur- inn varð, en annars var Wasp á leið til Miðjarðarhafs, og var Hobson eitt af fylgdarskipun- um. Áreksturinn varð 1200 mílur frá Norfolk, Virginia, aðalstöð Atlantshafsflota Bandaríkjanna og 700 mílur frá Azore-eyjum. Wasp laskaðist á stefni og er á leið til Norfolk. Frægasta flug- kona USA á ferð hér. Laust eftir klukkan eitt í dag kom til Keflavíkur frægasta flugkona Bandaríkjanna, Jac- queline Cochran. Kona þessi hefir um langt skeið verið hin fremsta í hópi amerískra flugkvenna, og átt margvísleg flugmet. Á stríðs árunum var hún í þjónustu flughersins ameríska, og hing- að kom hún einnig sem ráðu- nautur Hoyt Vandenbergs flug- hershöfðingja, er á leið til ým- issa landa Evrópu í erindum hans. Ekki var gert ráð fyrir, að hún hefði langa viðstöðu í Keflavík, og búizt við, að hún héldi áfram til Prestwick þeg- ar, ef veðurskilyrði væru góð þar. Flugvél frá PAA i tílraunaflugi. Snemma í morgun kom til Keflavíkur stór farþegaflugvél á vegum Pan-American Air- ways. Flugvél þessi var á leið til írlands og Englands, en þaðan heldur hún áfram til megin- landsins. Er hér um reynslu- flug að ræða, til að kynna flug- mönnum velli þá, sem PAA mun nota, þegar hafið verður flug með túrista eftir 1. maí. Er fargjald lægra í túristaflugi, enda verða þá 80 sæti í flug- vélum félagsins, en eru ann- ars 50. í maí verður eitt túristaflug í viku, en eftir 1. júní verða þau 5—6. Túristafargjöld gilda héðan frá 1. ágúst. Með flugvélinni voru meðal annars 17 amerískir blaðamenn, þar á meðal William Randolph Hearst, sonur blaðakóngsins fræga. Koisimúnistar treysta varnir sín- ar me&an þrefað er í Panmtmjom. Hafa komið sér upp röð virkja yfir Kóreuskaga^ stöfunum, en öðru máli verði að gegna, ef þær skyldu reynast forleikur að öðru meira. Kommúnistar hafa komið sér upp röð virkja þvert yfir skagann, og má segja, að í höfuðatriðum fylgi suður-jaðar hennar núverandi víglínu. Talið er, að kommúnistar hafi 750.000 manna þjálfaðan her vel búinn að fallbyssum, skriðdrekum og öðru, en flug- her kommúnista hefir 1500 flugvélar og er meira en helm- ingur þeirra með þrýstilofts- hreyflum. Tokyo (AP). — í bækistöð Ridgways hersh. hefir verið birt greinargerð um það, hvernig kommúnistar hafa notað tím- ann, meðan þrefað var og þjarkað í Panmunjom, til þess að byggja upp varnir sínar. Segir í greinargerðinni, að sugljóst, að kommúnistar ætli sér að hafa áfram sterka varn- arstöðu í Norður-Kóreu, hvort sem þeir hyggi á sókn eða ekki. Tekið er fram, að Sam- einuðu þjóðunum sé ekki bráð • ur voði búinn af þessurn ráð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.