Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 2
■2 V I S I R Mánudaginn 28. apríl 1952 ðHitt og þetta Vínsalinn hafði margsinnis ,-sent til viðskiptavinar síns og jkrafið hann um vínskuldina. JZn viðskiptavinurinn var úr jhófi skuldseigur og hreinn ■'vandræðamaður í fjármálum. .jAð síðusu hringdi vínsalinn til skuldunautarins og sagði: „Þó «að þér fáizt ekki til að borga mér þessa gömlu vínskuld þá . ættuð þér þó að vera svo mynd- 'árlegur að senda mér tómu :flöskurnar aftur. Vandræðamaðurinn svaraði: „Heyrið þér, — hvað borgið 3>ér fyrir tómar flöskur?“ • Vilhjálmur I. Prússakonugur *var krýndur keisari yfir Þýzka- landi árið 1871 og gerðist það í jspeglasalnum í Vcrsölum. — Þegar vopnahlé var samið eftir ífrelsisstríð Bandaríkjanna var vopnahléssamningurinn einnig undirritaður í spegla- jsalnum. Það gerðist árið 1783. • Þegar Andrew Carnegie, am- jeríski auðjöfurinn, var lítill, var hann dag nokkurn staddur á- jsamt móður sinni í ávaxtabúð, ■ og starði löngunarfullum aug- ■um á körfu fulla af kirsuberj- um. „Fáðu þér lófafylli,“ sagði 'búðarmaðurinn vingjarnlega. "En Andrew litli hristi höfuðið. „Finnst þér ekki góð kirsuber?“ rspurði maðuirnn undrandi. „Jú,“ sagði Andrew. „Bragðaðu þá á þeim!“ Þegar Andrew litli gerði sig ■;ekki líklegan til að bera sig ■ eftir björginni, tók búðarmað- urinn fullan lófann og hellti í húfu drengsins. „Andrew,“ sagði móðir hans, þegar þau lcomu út úr búðinni, _,,af hverju tókstu ekki berin, jþegar maðurinn bauð þér þau? JÞað var ókurteisi.“ Drengurinn brosti. „Eg vildi heldur bíða þangað til hann gæfi mér þau sjálfur, því hönd- in á honum er miklu stærri en fhöndin á mér,“ sagði hann •lánægður. • ••••*•••> Cíhu Jíhhí Car.... í Vísi fyrir 25 árum stendur ;j>essi klausa: .Austur í Þingvallasveit fór maður nokkur að eitra jfyrir refi í vetur, rakst hann þá .á þrjá erni er sátu við hræ af pestarkind. Flann tók hræið og :færði á afvikinn stað og lét í það eitur. Ernir eru alfriðaðir ■ eins og kunnugt er, og að því "komnir að deyja út á landinu. . En hvaða gagn er að því að friða þessa fugla fyrir skot- vopnum, þegar hægt er að ■ drepa þá með eitri á þenna hátt. Meðan eitrað er fyrir refi ■ eru ernir í sífelldri hættu. "Hvers vegna eru ernir vernd- ..aðir fyrir öðrum dauðdaga, af manna völdum, en þeim sem . stafar af eitri? Hvaða gagn væri af því að náða mann, ef svo væri látið eitur í matinn, sem hann borðaði? Vill ekki Alþingi banna með lögum að eitrað sé :fyrir refi? — G. D. Mánudagur, 28. apríl, — 120. dagur árs- ins- . Jíiais* Samband matreiðslu- og framreiðslu- manna heldur fund í Tjarnar- café mánudaginn 28. þ. m. kl. 12 á miðnætti, og verður þar rætt um uppsögn kaup og kjarasamninga, sem renna út í júní nk., og þarf að segja upp með mánaðar fyrirvara. Skrifstofu . Fulltrúarráðs sjómannadags- ins hefir nýlega borizt gjöf að upphæð 1000 kr. frá Laufeyju Ósk Jónsdóttur, Akranesi og er gjöfin gefin til minningar um föður hennar, Jón Guðmunds- son, sem kenndur var við Eng- ey, en var borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur og bjó þar alla ævi. Hann lézt 1930, en hefði orðið 75 ára á sumardag- inn fyrsta. — Fulltrúarráð sjó- mannadagsins vill færa gefanda kærar þakkir fyrir þessa rausn- arlegu gjöf. Íslenzk-ameríska félagið heldur aðalfund sinn í Þjóð- leikhúskjallaranum næstkom- andi þriðjudagskvöld. Þegar aðalfundarstörfum lýkur verð- ur f jölbreytt skemmtiskrá. Mun dr. Páll ísólfsson segja frá kynnum sínum af tólistarlífi í Bandaríkjunum, Guðmunda El- íasdóttir syngja, Richard Webb- er leika einleik á fiðlu. Þá verða ýms fleiri skemmtiatriði, skopdans, söngur o. f 1., en að lokum verður dansað. Félags- menn eru hvattir til að fjöl- menna og nýjir félagar boðnir velkomnir. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveit- in; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. — 20.45 Um daginn og veginn. (Jón Eyþórsson veð- urfræðingur). — 21.05 Einsöng- KwAAyáta hk 1603 Lárétt: 1 Vön, 3 ellihrum- leiki, 5 prófessor, 6 ósamstæð- ir, 7 dæmi, 8 tveir fyrstu, 10 mansnafn, 12 hljóð, 14 manns- nafn, 15 heybingur, 17 fylgjast að, 18 trjátegundina. Lóðrétt: 1 Skáld, 2 drykkur, 3 dýr, 4 umhleypingarnir, 6 kaupfélag, 9 byggðs svæðis, 11 fugla, 13 horn í síðu, 10 frum- efni. Lausn á krossgátu nr. 1602: Lárétt: 1 sól, 3 ker, 5 ÓM, 6 hó, 7 far, 8 Ok, 10 hefð, 12 nam, 14 Ari, 15 Lón, 17 an, 18 Birkir. Lóðrétt: 1 Sólon, 2 óm, 3 Kórea, 4 reiðin, 6 hah, 9 kali, 11 frár, 13 mór, 16 nk. ur: Gunnar Kristinsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. a) „Örninn“, eftir Árna Thor- steinson. b) „Söknuður“, eftir Hallgrím Ilelgason. c) „Gimb- ill eftir götu rann“; íslenzkt þjóðlag — útsett eftir Karl O. Runólfsson. d) „An die Musik“, eftir Schubert. e) „Trockene Blurnen", eftir Schubert. — 21.25 Erindi: Heimildarkvik- myndir; síðara erindi. (Gunnar R. Hansen leikstjóri). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 ,„Rakel“, saga eftir Daphne du Maurier. (Hersteinn Pálsson ritstjóri). III. — 22.30 Tónleikar (plötur) til kl. 23.00. Kvenstúdentafélag fslands. Fundur í kvöld í Drápuhlíð 41. Amalía Líndal talar um heimililíf í Bandaríkjunum. — Rædd verða ýms félagsmál. Nemendamót Nemendasambands Verzlun- arskóla íslands verður haldið í Sjálfstæðishúsinu miðvikudag- inn 30. apríl. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag og á morgun kl. 5—7. Skálcsvar Dc—c3. Sendiherra Noregs gekk á laugardag á fund ut- anríkisráðherra og óskaði þess, að ríkisstjórnin flytti innilegar þakkir norsku ríkisstjórnarinn- ar til foringja og áhafna á flug- vélum þeim, sem af íslands hálfu hafa tekið þátt í leitinni að norsku selveiðiskipunum, sem saknað er. (Frá utanríkis- ráðuneytinu). Matstofa N.L.F.f. Vegna húsnæðiserfiðleika verður Matstofu N.L.F.Í., Skál- holtsstíg 7, lokað nú um mán- aðamótin um stundarsakir, en vonir standa til, að hægt verði að opna hana áður en langt um líður og þá í betri og hentugri húsakynnum, þar sem skilyrði verði til fjölbreyttari veitinga- sarfsemi en hingað til. Breiðfirðingafélagið hefir f élagsvist, skemmtiatriði og fund í Breiðfirðingabúð, miðvikudaginn 30. apríl kl. 8.30. Sigurgeir SSgiirjónssoa hæstaréttarlögmaður, Skrifstofutíml 10—12 og 1—B. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80850 Skjólabúar. Það er drjúgur spölur inn í Miðbæ, en til að koma smáauglýsingu í Vísi, þarf ekki að fara lengra en í Weshúð9 Nesvegi 39. Sparið fé með því að setja smáauglýsingu í Vísi. Veður á nokkrum stöðum. Grunn lægð og nærri kyrr- stæð 700 km. suðvestur af ís- landi. Önnur grunn lægð 1500 km. suðsuðvestur í hafi á hægri hreyfingu til norðausturs. — Veðurhorfur fyrir Suðvestur- land og miðin: SA-kaldi og smáskúrir í dag, en A-kaldi og síðar stinningskaldi og rigning í nótt. Horfur fyrir Faxaflóa og miðin: SA-gola, skýjað en víð- ast úrkomulaust. Veðrið kl. 9 í morgun: Rvík ANA 4, +7, Sandur ASA 8, +5, Stykkishólmur SA 5, +3, Hval- látur ASA 2, Galtarviti A 2, Hornbjargsviti logn, +1, Kjör- vogur logn, +3, Blönduós logn, +1, Hraun á Skaga logn, +4, Siglunes ANA 3, Akureyri A 1, -j-2, Loftsalir SA 3, +7, Vest- mannaeyjar SA .66, +7, Þing- vellir A 2, 4-8, Reykjanesvili SA 4, -|- 7, Keflavíkurvöllur ASA 4, +6. Togararnir. Bv. Marz kom í gær af salt- fiskveiðum og hófst löndun úr honum í morgun. Jörundur er hér einnig með fisk í frysti- húsin og verður hann losaður í dag. Væntanlegur er ennfrem- ur Askur, en hann leggur afla sinn í frystihúsin. Reykjavíkurbátar. Landróðrabátum hefir mjög fækkað hér sem enn róa frá Reykjavík. Skeggi er hættur og mun hef ja lúðuveiðar. Faxa- borg er farin á lúðumið, en hún hefir stundað línuveiðar. Neta báturinn Björn Jónsson kom í gær með 35 lestir. Augur, sem fyrst hóf lúðuveiðarnar, liggu: hér í höfn. Vestmannaeyjar. Netabátar frá Vestmannaeyj- um afla stöðugt vel, einkurrj vestur á Selvogsbanka. Hafa bátarnir fengið allt að 4000 fiska í róðri, eða nálægt 40 lest- um, en algengastur afli er 2000 fiskar. Bátar hafa þó orðið fyrir nokkru veiðafæratjni. M.s. Katla M.s. Katla fór s.L laugardags kvöld frá Cuba áleiðis til New Orleans. Skip Eimskip. Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 23. þ.m. frá Hull. Dettifoss kom til New York 22. þ.m. fer þaðan væntanlega 2./5. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 25. þ.m. til Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur og Lon- don. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar 24. þ.m. frá Leith. Lagarfoss fer væntanlega frá Hamborg 26. þ.m. til Reykja- víkur. Reykjafoss fór frá Antwerpen 25. þ.m. til Reykja- víkur. Selfoss fór frá Reykja- vík 25. þ.m. til Vestfjarða og Siglufjarðar. Tröllafoss fór frá New York 18. þ.m. væntanleg- ur til Reykjavíkur í dag. Straumey fór frá Reykjavík 25. þ.m. til Vestmannaeyja. Foldin kom til Reykjavíkur 26. þ.m. frá Hamborg. Vatnajökull kom til Dublin 25. þ.m. fór þaðan væntanlega 26. þ.m. til Reykja- víkur. Skip S.I.S. Hvassafell fór frá Patreks- firði 23. þ.m., áleiðis til Finn- lands. Arnarfell er í Kotka. Jökulfell er í New York. Þorlákshöfn. Afli netabáta var ágætur s.I. viku og helzt góður afli á bát- ana enn. Einn dag s.l. viku var afli 6 báta samanlagt 100 lest- ir, eða um 17 lestir á bát. Afli trillubáta hefir líka verið góð- ur, þótt þær hafi ekki getað sótt sjóinn jafn fast og vélbátarnir. MAGNOS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Málaflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. Eiroláa Carbolín BI. Fernis Þaklakk Hrátjara Fernisolía Terpentína fyrirliggjandi. GEVSiR Ei.F. Veiðarfæradeildin. ASúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, Ingib|argar Þóru Kristfánsdúítur frá Laugaraesi. Aðstandendnr. Maðurinn minn, Sj. SI. Mnlfier kaupmaður, andaðist í Landsspítalanum 27. þ.m.. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Marie Miilíer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.