Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 4
V f S I R Mánudaginn 28. apríl 1952 % D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vafasöm vinnubrögð. Framkvæmdir við gatnagerð og ræsalögn í götur virðast oft með einkennilegum h^stti, sem ekki getur heldur talist til ódýrustu eða hagkvæmustu vinnubragða. Þráfaldlega ber svo við, að er nýjar götur hafa verið malbikaðar og að fullu frá- gengnaiyþá er hafizt handa um að rífa upp malbikið að nýju, vegna einhverra línulagna, sem gleymst hafa eða orðið hafa ■út undan. Eiga hér hlut að máli starfsmenn bæjar og ríkis- fyrirtækja, sem ætla mætti að gætu haft samvinnu sín á milli, þannig að með því mætti spara bæði fé og fyrirhöfn. í fyrra var Hringbrautin byggð upp á allstóru svæði í Vatns- mýrinni og allt austur að Miklatorgi. Mikið rask var gatnagerð þessari samfara, ekki sízt á Miklatorgi, sem var lækkað til stórra, muna, auk þess sem garðar voru rofnir og girðingar færðar innar á lóðir, allt frábrugðið því, sem verkfræðingar bæjarins virtust hafa gert ráð fyrir í upphafi. Eftir Hringbraut- inni miðri var lagður grasflötur upphækkaður, með allmikilli fyrirhöfn og kostnaði, en þessa dagana er verið að rífa hann upp og grafa skurði um allar innkeyrslubrautir á Hringbraut- ina, en sagt er að þetta sé gert vegna háspennulagnar, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur þarf að leggja til Vesturbæjarins. Framkvæmdamaður, sem byggði sér hús hér í bænum um aldamótin síðustu eða upp úr þeim, gerði ráð fyrir vatnsveitu og gasveitu að húsinu og hagaði þar lögnum eftir því, að því er sagt er. Hefðu fyrirtæki bæjarins sambærilega fyrirhyggju, er í gatnagerð er ráðist, myndi það spara stórfé og fyrirhöfn og forða borgurunum og umferðinni frá öllum þeim óþægindum. sem skurðgreftri í götum er samfara, auk þess sem slysahætta hefur stundum leitt af slíkum aðgerðum. Þótt venjulega sé fljótlega mokað ofan í og malbik borið í þverskurði og lang- skurði um götur, er það sjaldnast eða aldrei svo vel gert að ekki sé til óprýði og jafnvel óþæginda vegna missigs skurðflatar og götuflatarins. Sýnist full ástæða til að stjórnendur bæjar- málefnanna létu sig mál þetta nokkru skipta, þannig að ekki sé bruðlað með fé almennings og því kastað beinlínis á glæ. Misskihúngur ðnrekenda. Iðnrekendur hafa á nýafstöðnu ársþingi sínu, samþykkt furðu- lega ályktun, er varðar afstöðu þessa blaðs til iðnmála. Er þar talið að hér hafi verið haldið upp áróðri gegn íslenzkum iðnaði og rætt um óhóflegt verðlag á íslenzkum iðnaðarvörum i samanburði við erlendan varning sömu tegundar. Þá er talið að blaðið hafi dylgjað um íslenzkan iðnað, sem óheilbrigðan •atvinnuveg. Óþarft er að taka það fram, að svo virðist sem þeir iðnrek- ondur, er að samþykkt þessari standa, hafi lesið greinar, er ritaðar hafa verið hér í blaðið um þessi mál, með svipuðum hugrenningasyndum og ónefnd persóna les þá helgu bók Biblíuna. Vísir hefur ávallt reynt að styðja allan heilbrigðan iðnrekstur í landinu og efla skilyrði til stóriðju bæði í orði og á borði. Hinsvegar hefur ritstjórn blaðsins ekki getað skilið, að allt það, sem kennt er við íslenzkan iðnað eigi rétt á sér, af þeim sökum að það heiti á framleiðslunni sæmi henni tæpast og allra sízt eigi að efla slíka framleiðslu með óeðlilegri lög- vernd. Afstaða blaðsins er hér söm og áhrifamanna innan iðn- rekendastéttarinnar og sumra þeirra annarra, sem ritað hafa nm sama efni í Tímarit iðnaðarmanna. Ályktun iðnrekenda ber vott um óframbærilega einfeldni eða áróðurshneigð og áleitni, sem með engu móti verður réttlætt, þótt slíkt frumhlaup móti hér eftir að engu vinsamlega afstöðu blaðsins til iðnaðarins. Sem dæmi um afstöðu þessa blaðs til iðnmála mætti geta þess að hér hefur verið barizt fyrir flestum þeim stórfram- 'kvæmdum, sem í hefur verið ráðizt síðustu árin, auk þess sem lögð hefur verið áherzla á að iðnaðurinn einn geti afstýrt því atvinnuleysi, sem gert hefur vart við sig hér á landi í flestum kaupstöðum og kauptúnum. Er þar átt við iðju og smáiðnað fyrst og fremst, og sýnist þá heimskulegar samþykktir iðnrek- enda, ekki hafa við mikil rök að styðjast. Hvatt hefur verið hér i blaðinu til þess að iðnrekendur sjálfir tækju upp eftirlit með iðnframleiðslu og flokkuðu vörur eftir gæðum, með sérstökum merkjum, sem kaupendur geta treyst að ekki verði misnotuð. Iðnrekendur höfðu þessa hugmynd til einhverrar athugunar, en allt situr við sama framkvæmda- og sinnuleysið. Treystist iðn- rekendur ekki til að mæla með og sanna gæði varningsins, er ekki að undra þótt kaupendur treystist ekki til að kaupa vör- urnar eða nota. Þess er að vænta að iðnrekendur skoði hug sinn um tvisvar, áður en þeir fara aftur á stúfana í áróðri sínum iog skilji þá betur hvað að þeim snýr. Sníðum dömukjóla siuttjakka og frakka. Saumastofan Uppsölum, Sími 2744. Lax- og Sil- ungastengur ágætt úrval; ódýrar; nýkomnar. GEYSIR H.F. Veiðarfæradeildin. Tfl sölu dagstofuhúsgögn, sófi, 3 stólar og borð, einnig stól- ar (útskornir) hentugir á skrifstofu eða í forstofu. Hverfisgötu 28 uppi. Sem nýtt I. flokks píanó til sölu vegna brottflutn- ings. — Uppl. í síma 3468. Vantar 2ja—3ja herbergja Íbiíð þann 14. maí næstkomandi. Upplýsingar í síma 81665. IJTBOÐ Tilboð óskast í að reisa viðbótarbyggingu við aðal spennustöðifta við Elliðaár. Uppdrátta og lýsingar má vitja á teiknistofu Sigurðar Guðmundssonar og EiríksJ Einarssonar, Lækjartorgi 1 á morgun, 29. apríl kl. 1,30—3. í Ósltilamiinir I vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskila- muna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklakippur, veski, buddur, gleraugu, barnakerrur o. fl. — Eru þeir, sem slíkum munum' hafa týnt vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Fríkirkjuvegi 11 næstu daga kl. 10—12 f.h. og kl. 3—6 e.h. til að taka við munum sínum, sem þar lcunna að vera. Þeir munir, sem ekki verður vitjað, verða seldir á opinberu uppboði bráðlega. ttawun'sóknarlögiregian Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi i dag vegna jarðarfarar Sigurðar Ámasonár, vélstjóra, Bergi. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22. SUfitabúiih GARDIJR Garðastræti 2 — Sími 7299 Teppa- kankarar nýkomnir. GEYSIR H.F. V eiðarf ær adeildin. ♦ BERGMÁL ♦ Um hnefaleika. Þótt Bergmálshöfundur sé ekki hrifinn af hnefaleikum, og hafi þráfaldlega gagnrýnt þá hér í dálkunum, þá er vitað mál að ýmsir, og það meira að segja margir, eru á öndverðum meiði við hann. Einn gamall og góður lesandi Bergmáls, sem ann þessari einkennilegu íþrótt, hefir sent okkur pistil um hnefaleik, og fer hann hér á eftir: „Þar sem mér er kunn- ugt um hér í bæ eru til hnefa- leikakvikmyndir af ýmsum frægustu hnefaleikamönnum heimsins fyrr og síðar, þá vil eg skora á rétta aðila að þeir sýni þessar myndir sínar al- menningi, helzt allar, sem þeir eiga. Robinson og Turpin. Á árinu, sem leið, sýndi Gamla-bíó hnefaleikamynd af keppni Ray Robinson og Randy Turpin við ágæta aðsókn, að eg bezt veit. Nú í júní nk. mun verða háð keppni um heims- meistaratitilinn í þungavigt milli núverandi heimsmeistara Joe Walcott og fyrrverandi meistara Ezzard Charles. Þar sem þessir kappar hafa ekki fyrr sézt á léreftinu, þá vildi eg skora á kvikmyndahúsin að reyna að fá mynd af keppni þeirra. En þeir eru taldir standa fremstir í sinni grein nú. Þeir áttust við seinast í júlímánuði og vann þá Wallcott óvænt tit- ilinn af Charles. Keppni ársins. Keppni þessi milli Wallcotts og Charles hefir verið nefnd keppni ársins 1951 og væri gaman að fá mynd af henni til sýningar hér. Það hlýtur að vera ódýrara að fá kvikmyndir, sem ekki eru nýjar af nálinni að láni, heldur en þær, sem aldrei hafa verið sýndar áður. Eg er oft að furða mig á því hve í'áar íþróttakvikmyndir eru sýndar hér í kvikmyndahúsun- um eins og þær eru þó vinsæl- ar af mörgum- Gamall meistari. Eg gæti t. d. nefnt gamla meistarann Joe Louis. Kvik- mynd var tekin af keppni hans, er hann tapaði seinast og gerir það að verkum að hann á senni- lega aldrei afturkvæmt í hring- inn. Svo mætti lengi telja og við, unnendur hnefaleika, ósk- um eftir að sjá þessar myndir. Fer eg svo ekki fleiri orðum um þetta en vona, að Bergmál komi þessum línum á framfæri fyrir mig, en þá er líklegast að það beri einlivern árangur.“ Ekki skal um það sagt hvaða myndir kvikmyndahúsin eiga af þessu tagi, en vonandi láta þau ekki á sér standa að sýna það, sem þau eiga. — kr. Gáta dagsins. Nr. 108. Hvað gapir upp og niður er oftast heitt en aldrei sveitt? Svar við gátu nr. 107: Millur í upphlut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.