Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 28.04.1952, Blaðsíða 7
Mánudaginn 28. apríl 1952 V í S I R 7 DÓTTIR HÖFUÐMANNSINS Eftir Aiexander Pusjkin. ss ss ™ ■ 2S 17 Pugatsjev virtist kunna að meta hreinskilni mína. — Þá verður það svo, sagði hann og klappaði á öxlina mé mér. — Annaðhvort segi eg af eða á. Þú getur farið hvert sem þú vilt og gert hvað sem þú villt. .... Komdu á morgun og kveddu mig — en nú þarf eg að sofa. 9 KAP. VIÐSKILNAÐURINN. Trumburnar vöktu mig morguninn eftir. Eg fór niður á torgið. Þar var her Pugatsjevs að skipa sér í fylkingar, kó- sakkarnir ríðandi, dátarnir með byssu um öxl. Nokkrir fánar blöktu í vindinum. Eg sá'líka nokkrar fallbyssur, meðal þeirra var sú gamla okkar. Allir þorpsbúar höfðu safnast saman til að horfa á. Allir biðu eftir að Pugatsjev kæmi. Fyrir utan virkisstjórahúsið stóð kósakki og hélt í tauminn á fallegum hvítum hesti. LíK frúar- innar hafði verið flutt til hliðar og dúkur breiddur yfir það. Loks sást Pugatsjev í dyrunum. Allir tóku ofan. Kósakki einn rétti honum poka með koparpeningum, og Pugatsjev fór að strá þeim meðal fólksins. Meðal kósakkaforingjanna sem þyrptust kringum hann sá eg líka Svabrin. Augu okkar mætt- ust: eg leit fyrirlitlega til hans en hann starði fólskulega á mig á móti. Pugatsjev kom auga á mig og veifaði til mín. — Farðu nú til Orenburg, sagði hann. — Og láttu hershöfð- ingjann þar vita að eg komi eftir viku. Varaðu harm við að sýna mér mótþróa, annars kemst hann ekki hjá gálganum. Góða ferð! Hann sneri sér að lýðnum, benti á Svabrin og sagði: — Þetta er nýi virkisstjórinn ykkar! Honum eigið þið að hlýða, hann ber ábyrgð á virkinu. Það var eins og ísköldu vatni væri hellt yfir mig. Svabrin yar öllu ráðandi í virkinu. — Masja var á hans valdi! Pugatsjev gekk hátignarlega niður þrepin og vatt sér í hnakkinn. í sömu andránni bar Saveljitsj að. Hann olnbogaði sig gegnum mannfjöldann og rétti honum blað. — Hvað er þetta? spurði Pugatsjev. — Þú verður að lesa það, svaraði Saveljitsj. Pugatsjev rýndi í blaðið (hann kunni ekki að lesa). — Þetta er meira hrafnasparkið, sagði hann loks. — Hvar er yfirritarmn minn? t Ungur maður í liðþjálfabúningi kom hlaupandi’. — Lestu þetta hátt, sagði Pugatsjev og rétti honum blaðið. Mér var forvitni á að heyra hvað sá gamli hefði skrifað Pug- atsjev og færði mig nær. Yfirritarinn fór að stauta sig fram úr bréfinu. — Tveir slobrokkar, annar úr ull en hinn úr silki, samtals sex rúblur...... — Hvað þýðir þetta? sagði Pugatsjev og hnyklaðri brúnimar. — Láttu hann lesa áfram, sagði Saveljitsj. — .... einkennisbúningur úr úrvals grænum ullardúk — sjö rúblur. Viðhafnarbuxur á fimm rúblur. Tólf hvítar skyrtur, tiu rúblur. Tebollar, hálf rúbla... — Hvaða þvættingur er þetta? tók Pugatsjev fram í. — Hvað koma viðhafnarbuxur og telbollar mér við? — Þetta er skrá yfir það, sem ræningjarnir þínir hafa stolið frá okkur .... — Hvaða ræningjar? spurði Pugatsjev ógnandi. — Eg bið afsökunar, mér varð mismæli. Þeir eru kannskg ekki ræningjar, en þeir eru að minnsta kosti þínir menn..... Þeir hafa rúið okkur inn að skyrtunni. Láttu hann lesa áfram. — Lestu, sagði Pugatsjev. — Tvær voðir — önnur úr ull, hin úr vatti — fjórar rúblur. Loðkápa úr tófuskinnum — fjörutíu rúblur. — Héraskinn- kápa, sem þú fékkst forðum — fimmtán rúblur....... — Nú er nóg komið! öskraði Pugatsjev og augun í honum urðu ægileg. Eg fór að verða hræddur um líftóruna í Saveljitsj. Hann ætlaði að fara að gefa skýringar, en Pugatsjev hleypti honum ekki að. — Dirfist þú að ónáða keisara þinn með svona smámunum! öskraði hann, þreif blaðið að ,,yfirritaranum“ og fleygði því framan í Saveljitsj. — Þú ert erkifífl! Þú og húsbóndi þinn geta hrósað happi yfir því að hanga ekki í gálganum þarna með hinum! Héraskinnskápu! Eg skal gefa þér héraskinns- kápu! Eg get látið þá flá þig lifandi.ef eg vil, — það verður falleg kápa! — Eins og þér þóknast herra. En eg ber ábyrgð á fatnaði húsbónda míns. Pugatsjev var í góðu skapi þennan dag. Hann sneri hest- inum og reið á burt án þess að segja orð. Allir eltu nema við Saveljitsj urðum eftir. Eg fór að skamma hann fyrir bíræfni hans en átti þó bágt með að halda niðri í mér hlátrinum, — Já, þú hlær, herra, sagði hann angurvær. — En þú ferð að gráta þegar við verðum að kaupa okkur allt nýtt í staðinn. Eg fór í prestshúsið til að kveðja Mösju. Frúin tók á móti mér með sorglegar fréttir, Masja var orðin alvarlega veik og með háan hita. Eg gekk hljóðlega að rúminu. Masja þekkti mig ekki aftur. Eg stóð lengi og horfði á þetta ástfólgna andlit. Tilhugsunin um að hún yrði eftir í höndum ræningjanna og að eg væri cjálfur einskis megándi skelfdi mig. Sérstaklega fannst mér hræðilegf að hugsa til Svabrins. En hvað gat eg gert? Hvernig gat eg hjálpað ástmey minni? Aðeins ein leið var til: Eg varð að komast sem fljótast til Grenburg og biðja hershöfðingjann þar að ná Bjelogorskaja- virkinu aftur. Eg beygði mig, tók í hönd Mösju og.kissti á hana. Prestkonan fylgdi mér út. — Farið heilir, Pétur Andrés- son, sagði hún. Þér megið ekki gleyma okkur. Masja vesaling- urinn á aðeins yður eftir. Eg gekk hægt vfir torgið. Nam staðar við gálgann og hneigði mig. Svo fórum við Saveljitsj út um hliðið og lögðum út á veg- inn. Við höfðum gengið nokkra stund er við heyrðum hófa- giam bak við okkur. Við námum staðar báðir. Kósakkaliðs- foringi kom ríðandi til oklcar. Hann teymdi lítinn basjkírahest. — Höfðingi okkar sendir þér þennan hest og gæruskinns- kápuna að gjöf.....Hann sendi líka silfurrúblu .... en henni hefi eg týnt á leiðinni, sagði kósakkinn. Saveljitsj leit tortryggnilega á hann og tautaði: — Leitaðu betur í .vösunum þínum, þá finnurðu hana. Kósakkinn lét sem hann heyrði hann ekki. — Þú skalt skila þakklæti til hans fyrir gjöfina. Og ef þú fmnur rúbluna, þá máttu kaupa þér brennivín fyrir hana. — Þakka yður fyrir, yðar náð! sagði kósakkinn, sneri hest- inum við og þeysti til baka. — Þarna sérðu, herra, sagði gamli maðurinn. — Nú skamm- ast ræninginn sín. Hesturinn er lítils virði og kápan mikið notuð, en það er þó betra en ekkert. En bölvaður þorparinn, kósakkinn, stal rúblunni frá okkur. 10. KAP. UMSÁTIN UM BÆINN. Þegar við nálguðumst Orenburg sáum við fjölda tukthús- lima, sem voru að vinna að endurbótum á víggirðingum bæj- arins undir umsjá hermanns úr setuliðinu. Sumir voru að dýpka gröfina kringum bæinn, aðrir að dytta að múrnum innan við hana. KHXXJ«ít»S«í«W9»« ||DuIrænar:i iifrásagnir: „KeÍiS svarta nrstir mitt hjarfa.“ Veturinn 1878—79 ætlaði ung stúlka, Arnfríður Benja- mínsdóttir, sem þá átti heima í Hvammi í Ytri-Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, að fara vest- ur yfir Kolugafjall .að Neðra- Skúfi í Norðurárdal, en varð úti á fjallinu. Þrjá daga mátti hún vera að heiman. En er leið fram yfir þann tíma, er Arn- fríði var leyft að vera í burtu, og hún kom ekki, var maður sendur vestur að Skúfi, tii þess að grennslast eftir hvað hana tefði. Þó datt engum í hug, að hún hefði orðið úti, því að veður var meinlaust, þegar hún lagði af stað. — Enginn maður á Skúfi hafði hugboð um ferða- lag Arnfríðar, né að hana vant- aði. — Nóttina áður en sendi- maður frá Hvammi kom að Skúfi, hrökk húsfreyjan (Elin móðir síra Árna Björnssonar á Sauðárkróki) upp við það, að sagt var á glugganum yfir rúmi hennar: „Helið svarta nístir mitt hjarta“. Sömu nóttina dreymdi Ingi- björgu Benjamínsdóttur á Neðra Skúfi,. systur Arjifríðar, að Arnfríður systir sín kæmi ríðandi af grasafjalli á svört- um hesti. Var hún fálát mjög og bað Ingibjörgu að leggjast í farið sitt á fjallinu. Ingibjörg var treg til þess. Sagðist Arn- fríður þá verða að fara. Lét Ingibjörg þá til leiðast, fór upp á fjallið, sá farið og lagðist í það. En jafnskjótt og hún var lögst í farið varð hún gagntek- in af nístingskulda, svo að hún hélzt þar ekki við, og sneri heim aftur. Fór Arnfríður þá og sagðist verða að leggjast í farið sitt aftur. — Draum þenn- an sagði Ingibjörg þegar um morguninn. Síðar um daginn kom sendimaður frá Hvammi að Neðra-Skúfi og spurði eftir Arnfríði. Fundu leitarmenn hana örenda á fjallinu nokkr- um dögum síðar og lá hún eins og Ingibjörg hafði dreymt, að farið hennar væri. (Þjóðs. O. B.). „Bíðir hérna,“ sagði Tarzan. „Tantor er særður og Tarzan ætlar að fara og hjálpa honum,“ bætti hann við. Síðan gekk hann frá samferðafólki sínu og í móts við fílahjörðina. Tar- zan vissi hvað hann mátti sín, er hann átti við fílana. Tarzan talaði við forystuskepnuna á máli fíla og klappaði henni á höf- uðið. „Tarzan skal hjálpa þér,“ sagði hann. Fíllinn virtist undir eins skilja Tarzan og hann gældi við hann með rana sínum og virtist bíða eftir að- gerðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.