Vísir - 28.04.1952, Síða 8

Vísir - 28.04.1952, Síða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. V18 LJÓSATÍMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 21.55— 5.00. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 19.55. Mánudaginn 28. apríl 1952 Úrval Rvíkurfélaga og „pressulil keppa í handknattSeik, Aukaleikir nu’lli Keflvíkinga og Reykvikinga BB Á miðvikudaginn kemur fer íram handknttleikskeppi í meistaraflokki karla milli úr- vals úr Reykjavíkurfélögunum annarsvegar, en hinsvegar milli liðs, sem dagblöðin hér í toænum velja. Búið er að velja í úrvalsliðið ■af hálfu handknattleiksráðsins, en það skipa, talið frá mark- verði, Stefán Hallgríms- son (Val), Jón Erlendsson (Á.), ,Valur Benediktsson(Val), Hall- 'dór Halldórsson (Val), Þorleif- ur Einarsson (í. R.), Kjartan Magnússon (Á.), Snorri Ólafs- son (Á.), Ásgeir Magnússon ;(Vík.), Sigurður Jónsson (Vík.) og Sigurhans Hjartarson (Val). „Pressuliðið“ er skipað þess- lim mönnum, talið frá mark- yerði: Sólmundur Jónsson (Val), !Axel Einarsson (Vík.), Rafn Stefásson (Á.), Hörður Felix- son (K.R.), Sigurður Norðdahl (Á.), Frímann Gunnlaugsson !(K.R.), Guðmundur Árnason ’(K.R.), Ríkarður Kristjánsson !(Vík.), Sveinn Helgason (Val), Þórir Tryggvason (Vík.). Tveir aukaleikir fara fram á -undan. Er það annars vegar kvenflokkur Fram og Keflvík- ángar, en hins vegar 1. fl. karla Valur og Keflvíkingar. Keppnin verður háð að Há- logalandi, en auk þess leiks yerða tveir aukaleikir, þar sem annarsvegar eigast við lið úr Keflavík, en hinsvegar lið frá Reykjavíkurfélögunum. Er þetta í fyrsta skipti, sem Kefl- víkingar senda hingað hand- knattleikslið til keppni. Eru það meistaraflokkur kvenna, sem keppir við Fram og 1. fl. karla, sem keppir við Val. 3ja einvfgisskákin vari Hollenzkur skákmeistar3 teflir hér. Hollenzki skákmaðurinn L. Prins kom hingað í morgun með m. s. Tröllafossi. L. Prins kom hingað á veg- um Skáksambands íslands og mun tefla við hérlenda skák- menn, bæði í Rvík og á Akur- eyri. Fer hann fyrst til Akureyrar, verður þar um vikutíma og teflir við norðlenzka skákmenn. Þriðja einvígisskák þeirra Friðriks Ólafssonar og Lárusar Johnsen var tefld í gær og lykt- aði með jafntefli. Standa leikar þá þannig eftir þrjár skákir að Friðrik hefir 2 vinninga en Lárus 1. í kvöld verður 4. umferð tefld. Hefir Friðrik hvítt og næg ir honum jafntefli til þess að hljóta íslandsmeistaratitilinn. Beri Lárus hins vegar sigur úr býtum verður tveimur skákum bætt við einvígið og síðan koli af kolli þar til greinileg úrslit fást. 2000 tSmuðadówat- maaa breytt. Aþenu. A.P.). — Með sam- þykkt nýrra laga hefir lífláts- dómi 2300 manna verið breytt í ævilangt fangelsi. Dómar þessir höfðu allir ver- ið upp kveðnir fyrir lok síðasta árs, því að til annarra dóma ná lögin ekki. Stimf taidisf ISfa en annað var iðnaður. E sbmzSí* sem MMM h ÚSfJMfjnMfjeB'ðu Laugardaginn 26. þ. m. var íllögum með því að fela þeim Sakadómi Reykjavíkur kveðinn! starfann. upp dómur í máli ákæruvalds- ins á hendur Guðmundi Guð- mundssyni forstjóra trésmiðj- unnar Víðis li.f. Tildrög málsins eru þau að á s.l. ári kærði Þorsteinn Löve eftirlitsmaður, fyrir hönd meistarafélags og sveinafélags bólstrara í Rvík, yfir því að Tré smiðjan Víðir hefði í þjónustu sinni þá Víglund Gíslason og Ásgeir Jónsson til þess að bólstra húsgögn, án þess að þeir hefðu réttindi í bólstraraiðn. Varnir Breta aldrei veikari. Hættan er af innrás úr lofti. London (AP). — Formleg skráning í Heimavarnarliðið brezka er nú hafin og hefir Slim marskákur, formaður brezka herforingjaráðsins, flutt útvarpserindi af því tilefni. Hann kvað varnir Bretlands Gera Grikkir og Tyrkir bandalag við Tito? A.llaaaiklaa' lákua* taldar á fivú. Aþena (AP). — Nú er svo Icomið, að talsverðar líkur eru ialdar á Balkanbandalagi milli Grikkja, Tyrkja og Júgóslava. Grikkir og Tyrkir hafa þeg- ar hafið viðræður um sameig- inlégar varnir, og er tyrknesk nefnd stödd hér af þeim sök- nm, en Þríveldabandalag á Balkanskaga var fyrst nefnt sem möguleiki fyrir þrem ár- um, þegar slitnað hafði upp úr vinskap Titos og Stalins. Ef það - skref yrði stigið á næstunni, að þessar þrjár þjóð- ir tækju höndum saman, mundi mega líta á það sem mikilvægt skref í þá átt, að Júgóslavía yrði tekin í Atlantshafsbanda- lagið, en þó má ætla að það mundi mæta talsverðri mót- spyrnu ýmissa ríkja, sem í því eru. Hinsvegar mundi það — ■ef af yrði — tákna það, að A- toandalagið hefði órofinn varna- vegg frá Atlantshafi til Litlu- Asíu. Ýmislegt þendir til þess nú, að Balkanbandalag sé að nálg- ast: Bandaríkjamenn og Bret- land leggja að Júgóslövum og Grikkjum að taka upp með sér hernaðarsamvinnu. Tito hefir látið í það skína, að hann kunni að senda hermálafulltrúa til Aþenu. Það hefir flogið fyrir hvað eftir annað, að Tito muni bráðlega eiga fund með hátt- settum grískum stjórnmála- manni. Hinn nýi sendiherra Breta hér — Sir Charles Peake — var áður sendiherra þeirra í Belgrad, og er það talið tákn þess, að Bretar mundu ekki líta það óhýru auga, þótt eitthvað drægi saman með Júgóslövum og Grikkjum, hvað sem þeim finnst um það, að samvinnan eigi að vera náin. Það var gríski stjórnmála- maðurinn Tsaldaris, er fyrst nefndi nauðsynina á Ankara- Aþenu-Belgrad-möndli, og víst er, að slík samtök mundu auka öryggi allra þjóðanna. gegn innrás aldrei hafa verið veikari en nú, vegna þess hve mikill hluti hersins væri í öðr- um löndum. Hann sagði, að þegar heimavarnarliðið var stofnað í skyndi eftir að varnir Frakka fóru í mola 1940, hafi menn óttazt mest innrás yfir Ermarsund frá Frakklandi. Nú væri landinu mest hætta búin af innrás úr lofti. Og við það yrðu hlutverk heimavarnar- liðsins miðdð. Fyrst um sinn yrði liðið þjálfað til varnar flugstöðvum og öðrum mildl- vægum stöðvum í austurhluta landsins. Heimavarnarliðsmenn verða frá upphafi vel vopnaðir, og gefst mönnum því ekki nú tækifæri til að skopast að fyrsta vopnabúnaði heimavarnarliðs- ins, eins og 1940, er menn komu til æfinga með orf og heygaffla, gamla atgeira og spjót og sitt- hvað fleira. Slim hershöfðingi kvað of seint að stofna heimavarnarlið, er styrjöld skylli á. Svavar Markússon fyrstur í drengjahlaupinv Drengjahlaup Ármanns fór fram í gærmorgun. Úrslit urðu þau að Svavar Markússon (KR), varð fyrstur á 6:43.0 mín. Næstur varð Þór- ir Þorsteinsson (Á) á 7:02.0 mín. og þriðji Einar Guðmunds- son (Keflavík) á 7:05.8 mín. Ármann sigraði bæði í 3ja og 5 manna sveitakeppni. Hlaut 12 stig í 3ja manna sveitakeppni, en næst varð sveit K.R. með 18 stig og sveit Umf. Keflavíkur með 26 stig. Fimm manna sveit Ármanns hlaut 33 stig. Ennfremur kærði Þorsteinn Löve fyrir hönd húsgagnameist arafélags og sveinafélags hús- ! gagnasmiða í Rvík yfir því, að 1 sama fyrirtæki léti þá Björn Magnússon, Júlíus Guðmunds- son, Braga Salómonsson, Jón Jóhannsson, Hörð Ólason, Magn ús Jónsson, Sigurð Jonsson, Gunnar Magnússon, Guðjón Magnússon og Þorgrím Guðna- son vinna á verkstæði sínu að Laugaveg 166 við að smíða hús- gögn án þess að þeir hafi hús- gagnasmíðaréttindi. Ákærði hélt því fram að starfsemi sín væri iðja (verk- smiðjurekstur) og færði það máli sínu til sönnunar, að tré- smiðjan framleiddi húsgögn í fjöldaframleiðslu á „lager“, en ekki samkvæmt pöntunum. Var þá leitað álits iðnráðs og taldi það kæruna á fullum rök- um byggða, og ekki unnt að taka rök ákærða til greina. í dómsforsendum segir m. a. á þessa leið: „Við mat á því, hvað teljist iðja og hvað iðnaður verður að fara eftir því, hversu vandasöm hin einstöku störf eru, þ. e. hvaða þekkingu, reynslu, hug- arstarfsemi, æfingu og ábyrgð starfið útheimtir og hvaða véla- notkun eigi sér stað við fram- kvæmd þeirra. Við skoðun á trésmiðju á- kærða kom í ljós, að við bólstr- un fást að mestu leyti ófaglærð- ir menn. Ekki er um neina starfsskiptingu þar að ræða, að því er komizt varð næst, heldur lýkur hver maður við þann hlut, sem hann hefir byrjað á. Þá þykja sum þau störf í hús- gagnasmíði, sem ákærði lætur ófaglærða menn vinna, vera það vandasöm og margbrotin, að þau verða ekki af hendi leyst nema með námi og langri æf- ingu. Þegar þess er gætt að bólstr- un þeirra Víglundar Gíslasoar og Ásgeirs Jónssoar er bein handavinna, að engum vélum verður þar komið við og að framangreindir menn ljúka að öllu leyti við hvern hlut án þess að um verkaskiptingu sé að ræða, þá þykir þessi starfsemi vera iðnaður og ákærði hafa gerzt brotlegur gegn gildandi Störf þeirra Björns Magnús- sonar, Magnúsar Jónssonar, en hann setur saman einföld og ó- brotin máluð húsgögn í fram- haldi af vélavinnu, Gunnars Braga Salómonssonar og Þor- gríms Guðnasoar hjá ákærða, eru þess eðlis að ákærði þykir ekki hafa brotið gegn iðnlög- gjöfinni með því að láta þá ann- azt þau. Ber því að sýkna á- kærða af ákærunni að þessu leyti. Störf Júlíusar Guðmundsson- ar, Jóns Jóhannssonar, Harðar Ólasonar hjá ákærða, en menn þessir fást við samsetningu vandaðra og margbrotinna hús- gagna og skipun þéirra, svo og starfsemi Sigurðar Ingvars Jóns sonar og Guðjóns Magnússonar, að því leyti sem hann fæst við bæsningu, eru þess eðlis að á- kærði þykir hafa brotið gegn iðnlöggjöfinni, með því að láta þá annast þau. Dómsniðurstaðan varð því sú, að Guðmundi Guðmundssyni var dæmt að greiða 1000 kr. sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga varðhald í stað sektarinn- ar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Þá var ákærða gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verj anda síns, Páls S. Pálssonar hdl. kr. 700.00. Það skal tekið fram í sam- bandi við málarekstur þenna, að tveir húsgagnaarkitektar voru kvaddir til að skoða tré- smiðjuna og starfsháttu henn- ar. Þá skal þess ennfremur get- ið að auk fulltrúa sakadómara sátu í dómnum tveir meðdóms- menn. Tekur þátt í leitinni síSar. Norski selveiðibáturinn Pol- arsel er enn á ísafirði og vinna skipsverjar að því að setja spik- ið á geyma og salta skinnin. Mestöllu kjötinu hafa þeir þegar fleygt, en nokkuð hafa þeir enn meðferðis. Ekki kvaðst fréttaritari Vísis hafa heyrt þess getið að ís- firðingar myndu ætla að tryggja sér neitt selkjöt til manneldis. Polarsel er stórt skip, rúm- lega 200 brúttótonn. Skipið mun bráðlega hefja leit að týndu selveiðibátunum í sam- ráði við Birger Rasmunsen, sem hér er staddur og stjórnar allri leit framvegis. Togarinn ísbor-g er nýkominn inn með á þriðja hundrað tonn af fiski, Sólborgin veiddi nýlega 120 tonn í flotvörpu. Báðir tog- ararnir veiða nú í salt. Á báta er sæmilegur stein- bítsafli. Sumir útilegubátarnir leggja upp afla sinn syðra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.