Vísir - 09.05.1952, Page 4

Vísir - 09.05.1952, Page 4
4 V f S I B Föstudaginn 9. maí 1852 DAGBLAB Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finun línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Til Grwenl&nds I Tvær vetrarvertíðir á íslenzk — ekki aðeins ein. Ófullnægjandi ItafnarskHyrði. Inorðangarðinum, sem staðið hefur undanfarna daga, hefur sannast að hafnarskilyrði eru allsendis ófullnægjandi hér í bænum. Reykjavíkurhöfn er lítil og í rauninni byggð af van- efnum, enda hefur höfuðborgin orðið afskipt er framlög til hafnargerða hafa verið ákveðin. af ríkisins hálfu. Höfnin er opin gegn norðaustri og vindur og snjór nær sér þar vel upp, þannig að oft er ókyrrt innan við hafnarmynnið og skipalægi •ótryggt við bryggjur utanverðar. Á undanförnum árum höfum við íslendingar fest eitthvað um 200 millj. kr. í nýbyggingu botnvörpunga, sem vafalaust eru góð skip, sem flytja mikla björg í bú. Virðist þá illa að þeim búið þegar skipin eru látin berjast við hafnargarða í aftakaveðrum, enda hætt við að þau láti á sjá við slíkt hnjask og kosti þá aukið viðhald að sama skapi. Á sama tíma liggja svo önnur skip, svo sem Hæringur, í tryggu lægi í höfninni innanverði og við bryggjur, þar sem togarar ættu að athafna sig. Eins og sakir standa eru togararnir hálfgerðar hornrekur innan hafnarinnar, sem eðlilegt er, þar sem umferð og afgreiðsla skipa er hér mikil á litlu hafnarsvæði. Óheppileg ráðstöfun var að víkja algjörlega frá fyrirhuguðu skipulagi hafnarinnar, þar sem togurum var ætlað afgreiðslu- svæði í höfninni vestanverðri allt frá Örfirisey og inn til Fisk- iðjuversins. Faxaverksmiðjan var látin sitja fyrir þörfum tog- aranna, þótt bæjarfélagið lifi að verulegu leyti á rekstri þeirra, en af byggingu verksmiðjunnar leiddi að ofangreint hafnar- svæði er ekki notað til neinnar afgreiðslu skipa og verður vænt- anlega ekki í framtíðinni. Er nú hafnargerð inn við Laugar- nesstanga í uppsiglingu, sem verður bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Nauðsyn ber þó til að því verki verði hraðað og sýnist ekki fráleitt að ríkið legði sitt af mörkum lögum sam- kvæmt til slíkrar hafnargerðar, enda á það vissulega hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Af því rúmleysi, sem nú er við bryggjur innan hafnarinnar, leiðir aftur að öll afgreiðsla togaranna verður dýrari og erfiðari, en þyrfti að vera og er það út af fyrir sig baggi á útgerðinni, sem stendur nú mjög höllum fæti. Kollurinn á Öskjuhlíi. Ifyrra var hafist handa um að prýða Öskjuhlíðina og var grjótti rutt á burt af kolli hennar, sem faldaði grænu á haustmánuðum. Er þetta lofsverð framkvæmd, með því að hlíðin var áður grá og grýtt og öll hin ömurlegasta. Hug- myndir hafa verið uppi um að prýða hlíðina með trjágróðri, sem virðist sjáfsagt, enda í raunínni leitað langt yfir skammt, er Reykvíkingar leggja leið sína upp til Heiðmerkur og gróður- setja þar tré, en láta Öskjuhlíðina umhirðulausa og í vanhirðu. Er þetta ekki sagt til að rýra gildi framkvæmdanna í Heiðmörk, sem eru mjög lofsamlegar, en hitt er illt, ef önnur jafnnauð- synleg verk eru látin mæta afgangi, einkum er þau stuðla að aukinni prýði bæjarins sjálfs, svo sem trjágróður á Öskju- hlíð myndi gera. Skilyrði til trjáræktar í hlíðinni sunnanverðri eru vafa- laust mjög góð, enda taka tré, sem þar hafa verið gróðursett, góðum framförum. Þótt þar hafi til skamms tíma ekkert frið- land verið, vegna ágangs sauðfjár bæjarbúa, gegnir nú nokkuð öðru máli, þar sem fjárskipti fara fram og öllu sauðfé bæjar- búa hefur verið slátrað vegna þeirra. Ætti að banna allt sauð- fjárhald á bæjarlandinu, með því að það verður að telja frekar til gamans en gagns, fyrir þá sem slíka atvinnu stunda, en samfara henni er margvislegur ami fyrir aðra bæjarbúa, sem einnig sýnast eiga fullan rétt á sér og sínum eignum. Ef unnt reyndist að koma upp álitlegum trjágróðri í Öskjuhlíðinni allri, væri þarna ákjósanlegur skemmtilstaður fyrir Reykvíkinga, í hæfilegri fjarlæg frá öllum bæjarhlutum. Hljómskálagarðurinn er mikil bæjarprýði og þar una sér margir vel í frístundum, en eðlilegt væri að sá garður yrði stækkaður allt suður að flugvelli, en því næst tæki gróður- lundurinn í Öskjuhlíðinni við og yrði þá fullnægt útivistarþörf þess fólks, sem ekki getur sótt til háfjalla, en verður að sætta sig við nágrennið og láglendið. í þessu sambandi væri athugandi, hvort ekki mætti nota starfskrafta ungliða, sem eru að ein- hverju leyti á vegum bæjarfélagsins í uppeldisskyni, auk þess sem bærinn léti nauðsynlegan vélakost í té til framkvæmdanna. Framkvæmdum-ætti að hraða sem-mest, með því að árangu- rinn lætuT á sér standa, þar til trjágróður getur tekið eðlilegum iramförum og, náð sómasamlegum vexti. Nú mun vetrarfiski Norð- manna við Lófót vera lokið. Sú vertíð hefir staðið síðan í jan- úar eða næstum því frá ára- mótum. Hvað gera norsku fiskiskipin þá nú? Þau færa sig norður á Finn- mörk. Þar hefst um þetta leyti önnur þorskvertíð fyrir norsk skip. Alloftast varð, meðan eg þekkti til, heildarafli Finnmerk urvertíðarinnar heldur minni en vertíðarinnar við Lófót, en stöku sinnum varð hann þó meiri. Tala skipa í Finnmerk- urfiskinu var lægri en við Lófót, og veiðitíminn styttri eða fram í miðjan júní eða þar um bil. Upp úr því fóru norsku skip- in á síldveiðar við ísland, og er þau komu heim frá íslandi, beið þeirra veiði eða önnur störf við strönd Noregs. Norsku skipin voru, og eru í starfi allan ársins hring. Hið mesta mein ísl. bátaút- gerðar er það, að skipin eru ekki höfð í arðbæru starfi nema stuttan tíma á útmánuðum. Þeim er lagt í höfn eða þau höfð í taprekstri allan hinn hluta ársins. Hvernig á íslenzkur útvegur að geta keppt við útgerð ann- arra þjóða með þessu móti? Annars eins vesaldarháttur á útgerð og þetta er hvergi til á allri guðs grænni jörð. Það er öldungis óhugsanlegt, að ísl. bátaútgerðin geti keppt við fiskveiðar annarra þjóða meðan hún hefir á sér slíkan steinaldarbrag, og hefst ekkert að á veðurblíðasta tíma ársins, vorinu. Leiðin út úr þessum vand- ræðum er veiðar við Græn- land, að minnsta kosti vor og haust. Litlu vélbátarnir geta að svo komnu ekki stundað veiðar við Grænland nema frá höfn þar. En vélskipum, sem eru ca. 100 tonn og þar yfir, er vandalaust að veiða með línu að vorinu, salta í lestarnar og sigla hingað með aflann. Að vorinu geta slík skip hæg- lega farið tvær ferðir til Græn- lands áður en síldveiði byrjar hér við land. Og einmitt þessir vormánuðir eru bezti veiðitím- inn við Grænland. Á línu geta menn þá átt von á að fá gildan þorsk á annan hvern öngul og stundum er fiskur á hverju járni. Á þessum vormánuðum er aflinn á 140 faðma dýpi og dýpra, og það má gera ráð fyr- ir nokkrum straumi með norð- urfallinu. Lítið ekki við veiði á minna dýpi en 130—140 föðm- um. Það, sem menn fyrst og fremst þurfa að aðgæta, er að fara ekki til Grænlands með ó- nýta vél, og þar næst það, að hafa eins marga og verkmikla menn á bátum og hann getur haft, því þegar til Grænlands kemur, er aflinn svo mikill, að aðgerðin er aðalatriði veiðanna. Séu nægir menn til aðgerðar, tekur það aðeins stutta stund að fylla skipið við Grænland. Þrjóti eða skemmist beitan, ættu menn ekki að setja það fyrir sig, því meðan fiskurinn er á djúpmiðunum þar, mun hann gleypa allt matarkyns, sem hann sér í sjónum. Vel ættu menn og að vera búnir gegn vosi og kulda. Síðastliðið sumar fyllu ísl: botnvörpungarnir sig á skömm- .um tíma við Grænland. Sú veiði var aðeins reitingsafli móti þeim uppgripum, sem menn eiga víst nú meðan þorsk- urinn stendur á djúpmiðunum við Grænland, saman þjappað- ur og afkróaður þar af kalda sjónum eins og fé í rétt. Þótt stóru vélbátarnir bæti þannig 2—3 förmum af stöðn- um saltfiski við vetraraflann sinn á tímabilinu frá vertíðar- lokum og fram að síld, skerðir það í engu möguleika þeirra til að fara á síldveiðar í tæka tíð við Norðurland. Og þótt stóru bátarnir að síldveiðinni lokinni sæktu sér í haust 2—3 saltfisksfarma til Eystribyggðar, mundu þeir ekki með því fyrirgera sumaraflan- um, sem þeir eru búnir að fá. Færeyingahöfn er opnuð 1. maí. Jón Dúason. Churchill fær sér heyrnartæki. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Winston Churchill forsætis- ráðherra er nú farinn að heyra allmiklu verr en áður — enda orðinn 77 ára. Var svo komið, að hann átti bágt með að heyra ummæli andstæðinga á þingfundum, svo að hann fékk sér lítið og hand- hægt heyrnartæki og notar það nú. Stendur heldur ekki á svör- um hans frekar en áður, er heyrnin var í fullkomnu lagi. á Filipseyjum. Einkaskeyti frá AP. — Manila í morgun. Innan skamms hefjast hér réttarhöld yfir amerískum manni, er verið hefir einn af foringjum Huk-samtakanna undanfarin þrjú ár. Maður þessi var handtekinn fyrir fáum vikum, og hafði þá leikið lausum hala í fjöllum landsins um þrjú ár. Mun hann vera eini hvíti maðurinn I liði kommúnista á Filipseyjum. Athugið! Smáverzlun óskast til kaups. Tilboð merkt: „Áhugasemi — 130“ sendist afgr. Vísis. BERGMAL ♦ Arnasafn. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, sagði kunningi minn við mig um daginn. Hann átti við það, að hundrað krónu gjöf frá manni, er vildi ekki láta nafns síns getið, hefði komið af stað mikilli skriðu. Maðurinn gaf þessar krónur til væntanlegrar byggingar yfir Árnasafn, og með gjöf sinni gaf hann for- dæmi, sem margir hafa fylgt síðan. Og af því að 100 krón- ur teljast ekki mikill peningur hér á landi nú, er víst óhætt að líkja „þeim bláa“ við litla þúfu. Prófsteinninn. Mér flugu þessi orð í hug í gær, þegar eg snæddi hádegis- verð með nokkrum kunningj- um í veitingahúsi einu hér í bænum. Einn í hópnum tók svo til orða, að íslenzka þjóðin ætti ekki skilið að fá neitt af hand- ritunum aftur, ef hún sýndi ekki þann manndóm að leggja af mörkum ziægilegt fé :til byggingar yfir safnið — í frjálsum samtökum og með glöðu geði. Og þetta er rétt — með því að efla sjóðinn sýnum við, hvort okkur er það raun- verulega áhugamál að fá hand- ritin eða við erum aðeins að sýnast. Gjafir streyma að. Um leið og þessi maður, sem getið er hér að framan hafði mælt þetta um söfnunina og handritin, lagði hann fram 500 krónur, sem eru hans skerfur til þess að þetta mál komist í höfn. Og svo vildi til, að þarna voru fleiri, sem litu sömu aug- um á þetta, því að hann hafði varla sleppt orðinu, þegar ann- ar lagði fram 1000 krónur. Undirtektirnar eiga að vera svona, og eru það vafalaust, þar sem menn koma saman og ræða þetta mál af sama áhuga og þar sem eg var staddur. Þótt upphæðii veki því meiri gleði, sem húi er hærri, er krónutalan þó ekk aðalatriðið. Það, sem mesti máli skiptir, er að allir legg hönd á plóginn og hver gef eftir sinni getu. Þegar svo verð ur komið, að hver og einn get ur sagt, að hann hafi lagt steii í bygginguna yfir safnið, höfun við bætt enn einni sönnuninn við þær, sem fyrir eru, fyri því, að við eigum rétt til hand ritanna og verðskuldum ai endurheimta þau. Gáta dagsins. Nr. 117: Fitna eg aldrei, fæðu þótt eg fái nóga, frá mér hana drengir draga, dugir eigi slíkt að klaga. Svar vi8 gátu nr.116: Varða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.