Vísir - 09.05.1952, Side 7
Föstudaginn 9. maí 1952
V í S I R
' VVWUWVWUWVUWWVWUVVWVVVVVUÚVVWÁMV^WVÚV
Slieiia Kaye-Ssnith
KATRIN
J
1.
Sumarkvöld nokkurt kom flokkur hermanna ríðandi frá
Leasan og lagði leið sína í áttina til steinkrossins gamla, sém
öldum saman hafði staðið þama í grennd við vegamótin, þar
sem vegirnir frá Leasan og Vinehall mætast. Nokkru vestar
liggur vegurinn til London gegnum skóg, er nefndur var Har-
lot’s Wood, en vegurinn til Hastings beygist til suðurs niður
hæðina, fram hjá Newhouse og Doucegrove, niður dalinn, sém
kenndur er við Tillinghamána. Áður fyrr var sú hjátrú ríkjandi,
— löngu áður en vegirnir komu til sögunnar — að þama væri
helgur staður. Landslagi var þannig háttað, að tungur lands
skáru hvor aðra, og á þessum stað var steinkross reistur. Þang-
að lögðu menn leið sína á dögum pápiskunnar og þuldu bænir
sínar við krossinn. Götuslóðar mynduðust og síðar varð þarna
alfaravegur. Mönnum fannst nú steinkrossinn, er enn gnæfði
þarna yfir vegina, eins og ögrunartákn frá dögum páfaveldisins,
og flestum var gleymt, að ekki mundi gott af því hljótast, ef
hróflað væri við nokkru á þessum stað.
Hermennirnir, sem fyrr var að vikið höfðu með sér klaufjárn
og járnstengur og önnur tæki, sem þeir höfðu gripið til í smiðj-
unni í leiðinni. Þeir voru kátir og sungu við raust. Það hlakkaði
í þeim af tilhugsuninni um að geta beitt kröftum sínum við að
rífa niður — hvílík heppni, að þarna í nágrenninu var enn uppi
standandi sérkennilegur, sjaldgæfur steinkross, á stað, sem eitt
sinn var helgur — hvílík heppni, að þeim skyldi veitast sú á-
nægja, að jafna þarna allt við jörðu! Á leið sinni um þorpin í
byggðinni höfðu þeir séð þess fá merki, að nokkur maður væri
áhangandi pápiskunnar. Það var næstum furðulegt, að þessi
steinkross hafði verið skilinn eftir. Líklega var það vegna þess,
að íbúar Kents og Sussex stóðu á lægra menningarstigi en fólk
í öðrum landshlutum. — Það var engu líkara en að alþýða
manna gerði sér ekki ljóst, að nú voru menn mótmælendatrúar,
og að bezt væri fyrir þá að sannfærast um það þegar í kvöld,
meðan reykurinn frá eldunum í Hastings barst með þokunni
yfir Odimer-hæð, að floti Spánarkonungs hafði verið hrakinn
inn í höfnina í Calais og þar næst stökkt þaðan aftur, og dreifð-
ist nú til norðurs undan hinum eldspúandi skipum Drakes.
Á krossgötunum var allt kyrrt og hljótt. Þar var ekki sál á
ferli og hvergi í grenndinni sást skepna á beit, enda var þarna
lítið um safarík grös, en gnægð þistla. Ekkert býli var í grennd-
inni nema Holly Crouch, en hæð huldi það sjónum. Hermönn-
unum þótti miður, að þarna höfðu þeir enga áhorfendur. Þeir
mundu hafa fagnað því, ef menn hefðu safnast saman, eins og
fyrstu árin, sem þeir unnu að því að rífa niður slík tákn, að sjá
menn í uppreistarhug reyna að hindra þá í starfinu. En jafnvel
þegar þeir beittu klaufjárnum sínum og sleggjum og séptu her-
óp barst ekkert hljóð að eyrum þeirra, nema bergmálið af köll-
um þeirra, og suðið í útsynningnum, sem veitti mönnúm Drakes
lið við að hrekja flotann spænska norður til Orkneyja.
Það var ekki mikið erfiði að brjóta niður krossinn gamla og
veðurbarða. Steinamir, sem hann var hlaðinn úr, hrukku í
sundur, og hermönnunum voru vónbrigði að því, að engir á-
horfendur voru, er reynt höfðu að stöðva þá við framkvæmd
verksins.
„Þetta land er aleyða,“ sagði einn hermannanna. „Hinn helgi
kross hefir fælt alla burt —• eða jörðin hefir gléýpt þá.“
Hann rak upp rosahlátur, en annar mælti:
„Reynum að finna húsaskjól, eg er orðinn langþreyttur á að
sofa í skurðum.“
„Og að di-ékka úr pyttum,“ gall við annar. „f nótt vil eg sofa
á mjúkum beði — Spánarkönungur setÚr ékki lið á land í kvöld.“
„Og ekki á morgun — ekki á þessu ári eða næsta. Við getum
horfið heim til kvenna vorra.“
„Húrra“, æptu menn í kór.
Og reið svo hópurinn syngjandi af stað í áttina til Vineháll.
2.
Hermennirnir mundu án vafa hafa dregið að sér athygli
heimamaima í Holly Crouch, ef þeir hefðu verið við vinnu á
ökrum úti, en þannig var ástatt, að þennan dag voru allir önnum
kafnir við smíði nýja hússins, sem Thomas Harman í Holly
Crouch var að reisa fyrir Oliver, elzta son sinn, í suðvesturhomi
landeignarinnar, við þjóðvéginn til Hastings. Það stóð brullaup
fyrir dyrum í lok mánaðarins — og smíði hússins varð að vera
lokið fyrir þann tíma. Allir urðu að láta hendur standa fram úr
ermum. Það var enn vika, þar til uppskerutíminn byrjaði, og
var því auðsætt, að nota bæri tækifærið og setja alla í vinnu við
hússmíðina. Alla — vitanlega að undanteknum William gamla
Luck, því að hann var ekki vinnufær lengur, eftir að hafa slitið
sér út fyrir Thomas Harman og föður hans frá blautu barns-
beini að kalla.
William gamli sat undir limgirðingu og horfði á menn vinna
að hússmíðinni. Húsbóndi hans hafði látið höggva skóg á
Dodyland Shaw fyrir nokkrum ámm og tilhöggva við í húsið
og geymdi svo árum saman, því að hann hafði alltaf ætlað sér
að reisa nýtt hús, þegar einhver sona hans kvongaðist. Gamla
húsið var hrörlegt orðið, þótt framstoðir gætu enn styrkar tal-
ist. Það hafði verið byggt á sama hátt og nýja húsið, grindin úr
eik, en steypt milli stoða með blöndu úr límkenndum leir og
sandi, en það var stráþak á gamla húsinu, sem var mosagróið
og svo niðurslútandi orðið, að það virtist ná niður undir miðja
veggi.
Og húsið var ósköp hrörlégt og ósjálegt. En William gamla
þótti leitt, að þakið á nýja húsinu skyldi vera hellulagt. Hann
var ekkert hrifinn af þessum hellulögðu, litlu húsum, sem
menn voru að byggja nú og allir skynsamir menn skopuðust að.
Það gat vitanlega verið ágætt fyrir herragarðseigendur, eins
og þá í Conster Manor, og Fuggesbroke, en helluþök hlutu að
vera of þung fyrir viði lítilla húsa, og fráleitt voru þau eins svöl
á sumrum og hlý á vetrum og hús með stráþökum. Og svo var
svo handhægt að ná í efni í stráþök. — Þetta kom upp úr mold-
inni — blessað korngresið, — eins og margar aðrar, góðar g*ðs
gjafir.
Hann kunni því illa, að húsbóndi hans skyldi ekki í hvívetna
vilja feta í fótspor föðursins. Gömlu göturnar voru góðir stigir
og mundu alltaf verða. Það hafði hann alltaf sagt og mundi
aldrei hvika frá því. í „þá góðu, gömlu daga“ höfðu menn látið
hverjum degi nægja sína þjáning, og unað glaðir við sitt, og
þegar menn dóu mundi presturinn koma, lesa blessunarorðin
og kasta rekunum, og það var gott til þess að hugsa, nú voru
engir prestar, bara prédikantar og hann hafði ekkert brúk fyrir
slíka menn frekara en þakhellur. Mörg ár voru liðin síðan er
hann hafði litið oflátu-kerið, hangandi í taug yfir altarinu í
Leasan-kirkju, en það hafði jafnan minnt hann á svífandi dúfu,
og nú kunni enginn faðir vorið lengur. Og nú voru allir þessir
erfiðleikar út af kónginum á Spáni. Áttu menn ekki sjálfir sök
á, að hann kom? Og nú var verið að reyna að hrekja hann burt.
Nei, menn áttu ekki í þess háttar erfiðleikum við Spánarkonung,
þegar Harry kóngur réð ríkjum.
„Hæ — hver —“
Drunur og brestir kváðu allt í einu við í eyrum hans. Það
var eins og jörðin léki á reiðiskjálfi og þótt hann væri orðinn
nærri heyrnarlaus fékk hann hellu fyrir eyrun. Og það dimmdi
— því að einhver kom ríðandi á fleygiferð og hesturinn tók
undir sig stökk og yfir limgirðinguna, en karlinn hneig niður
í skurð og tautaði:
„Ó, María, ó, Neptunus!“
Hann var dauðskelkaður, en hann brenndi sig á netlunum í
skurðinum, og er hann hafði þuklað sig allan og var orðinn þess
vísari, að hann var ómeiddur, kom reiðin yfir hann. Hver hafði
Dulrænar
Gráa skipið.
mundi vera, og héldum helzt,
að það mundi vera MjÖínir,
því að suma minnti að hann
ætti að koma í þessum mánuði.
Við gáfum gætur að skipi þéssu
tímakorn, enda bæði var það
að dimmdi af nóttu og hríðár-
dimman óx einnig, svo að þétta
hvarf. Við héldum, að skipið
hefði farið að Svalbarðséyri,
þegar það kom eigi inn eftir
um kvöldið, en eins og kunnugt
er kom eigi neitt skip til Eyja-
fjarðar þetta ár fyrr en í marz.
— Er það trú manna, að sjón
þessi hafi verið fyrirboði þess,
að gufuskipið „Tryggvi gamli“
fórst 22. marz austur af Langa-
nesi. Var hann og grár að lit,
eins og þetta skip, og eign sama
félags sem „Mjölnir“. — Einnig
má geta þess í sambandi við
þetta, að þegar skipsverjar af
Tryggva gamla voru á Akureyri
í þessari síðustu ferð hans,
höfðu þeir orð á því við menn
á Akureyri, að skipið mundi
farast þá á heimleiðinni. Mörk-
uðu þeir það þó eigi af þessum
fyrirburði, því að þeim var hann
ókunnur. (Að mestu eftir söga
Magnúsar Jóhannssonar á Ytra-
Kálfaskinni 1907. Þjóðs. O.B.)
Lækurinn.
Eg er fædd og uppalin að
Miðfirði á Langaness-ströndum.
Þegar ég var á fjórtánda ári,
var ég send með bréf til næsta
bæjar, Djúpalækjar, sem var í
austurátt frá heimili mínu.
Þurfti ég að fara mýrar og á,
sem var milli bæjanna. Gekk
mér ferðin vel. Eg skilaði bréf-
inu og tafði um stund, fór svo
sömu leið heim aftur. Þegar eg
var komin nokkuð frá bænum,
skall á þoka, en þó ekki mjög
dimm. Eg gekk svo litla stunl
beint áfram, að mér fannst, en
kom þá allt í einu að stórum
læk með háum brekkum beggja
megin, og voru þar margskonar
blómajurtir og berjalyng, og
þótti mér það undurfagurt. Eg
gekk dálítið niður með lækn-
um og sá þá til árinnar, og
heyrði brimhljóð í sjónum. Eg
sá, að ég gat vaðið lækifm.
Samt var hann straumharður
og stórgrýttur. En þá var eg
eigi orðin viss að rata, svo að
c <e Swwuffu, _ TARZAN — m
„Fylgdu mér eftir, stúlka," sagði Þau komust klakklaust yfir og Þegar þau voru komin á bakkann „Haldið ykkur í skugga girðingar-
Muviro. „Þú verður að synda fast á urðu ekki fyrir neinum töfum, eins hinum megin beið Tarzan þeirra þar innar,“ fyrirskipaði Tarzan. „Þið
eftir mér.og fara hljólega." og Tarzan mátti þola. og hliðið í hálfa gátt. megið fyrir engan mun hafa hátt.“