Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 2
2 Hitt og þetta Gamli maðurinn, sem sat úti í horni, grét hljóðlega, þegar dóttir húsráðenda söng „My Old Kentucky Home“. Húsfreyjan spurði manninn lágri röddu, hvort hann væri kannske frá Kentueky. „Nei, frú,“ svaraði maðurinn. „Eg er söngkennari." • Eitt sinn var vérið að leika leikrit um Abraham Lincoln, og sá, sem fór með hlutverk hans, lifði sig svo inn í það, að hann gekk til fara sem væri hann sjálfur Lincoln. Eitt sinn mættu tveir af meðleikurum hans honum á götu, og þá var hann klæddur í sams konar föt og Lincoln var vanur að nota. I>eir heilsuðu honum með virkt- um, en þegar hann var farinn fram hjá, sagði annar meðleik- aranna: ,tHeyrðu. Hann er alltaf að verða verri og verri. Það er eg viss um að hann verður ekki ánægður fyrr en einhver skýt- ur hann.“ • Sólarljósið er um það bil 5 Idukkutíma og 28 mínútur að ná til Plutos, sem er í 3.666.000.000 mílna fjarlægð frá henni. • Eins og kunnugt er, eru Ijósaauglýsingar mjög tíðkaðar í Bandaríkjunum, ekki aðeins á verzlunum, heldur einnig í kirkjum. Því var það, að prest- urinn í litlu þorpi úti á landi ákvað, að ljósaskilti skyldi sett á kirkjuna þar, og hann lagði leið sína til New York í þeim tilgangi að fá skiltið málað. En er þangað kom, uppgötvaði hann sér til mikillar skelfing- ar, að hann hafði gleymt bæði textanum, og stærð skiltisins. Hann símaði því í hvelli til konunnar sinnar, og bað hana að síma hvorutveggja. Svarið kom um hæl og hljóðaði þann- ig: „Barn er oss fætt — 6 feta langt og 2 feta breitt.“ • Á fyrra hluta 18. aldar var pappír að mestu leyti búinn til úr tuskum. Cihu Aimi VaK... Eftirfarandi mátti m. a. lesa í bæjarfréttum Vísis hinn 19. sept. 1922: Ýmir kom af veiðum í gærmorgun til Hafnarfjarðar, og hefði veitt hálft ellefta þúsund tunna af síld, sem vera mun hæsti afli, sem nokkurt skip hefir fengið í sumar. Margt farþega kom á skipinu, þar á meðal Bjarni Pétursson verkstjóri. i Góð kaup. Gísli Magnússon útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, hef- ir keypt þýzka smyglaraskipið Stövenco, sem hér hefir legið undanfarnar vikur. Skipið er eins ár gamalt og var selt fyrir 15 þúsund krónur. Má það heita gjafverð. í skipinu er 90 hest- afla Semi-Dieselvél (H.M.G.), sem kostar í innkaupi um 11 þúsundir króna. V1SIR Föstudaginn 19. september 1952 BÆJAR ^réttir Föstudagur, 19. september, — 263. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun á morgun, laugardag, verður kl. 10.45—12.15. í 1. hluta. Unglingum skal á það bent, að vegabréf fást afgreidd ókeypis í lögreglu- stöðinni, eins og að undanförnu. Mega unglingar þeir, sem ekki getá sannað aldur sinn með vegabréfi, búast við frávísun i kvikmyndahúsum og veitinga- stöðum hér í bænum. Píanóhljómleikar bandarísku listakonunnar Jane Carlson, verða í Austurbæjar- bíó í kvöld kl. 7. Síldarsaltendur sunnanlands. sem óska að kaupa tunnur og salt, hafi samband við skrif- stofu Síldarútvegsnefndar hér í bænum. Þjóðleikhúsið flytur Leðurblökuna, hina vin- sælu Strauss-óperettu, í kvöld kl. 8. Námskeiði fyrir íþróttakennara ! er nýlega lokið við íþróttakenn- araskóla íslands að Laugar- vatni. 51 kennari sótti nám- J skeiðið, en kennslugreinar voru fimleikar í skólum og félögum, : körfuknattleikur og þjóðdans- ar. Kennarar í fimleikum voru jHelga Vogt Wergeland og Har- ald Wergeland, forstöðumaður Iþrottakennaraskóla Noregs. — Þau Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Þórir Þorgeirsson kenndu körfuknattleik, en Sigríður kenndi og þjóðdansa. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 16. þ. m. til Genova, Neapel og Barcelona. Dettifoss fór frá Grimsby í fyrradag til Ham- borgar, Antwerpen, Rotterdam og Hull. Goðafoss er í Keflavík. HrcMgáta m. 1721 Kvöldskóli K.F.U.M. Innritun nemenda fer fram daglega í verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Nýir kaupendur fá blaðið ó- keypis til næstu mánaðamóta. Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Hringið í síma Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja og Vest- fjarða. Reykjafoss fór frá Siglu- firði í fyrradag til LyseMl, Gautaborgar, Álaborgar og Finnlands. Selfoss fór frá Gautaborg í fyrradag til Sarps- borg og Kristiansand. Trölla- foss fer frá New York ca. 23. þ. m. til Reykjavíkur. Leikflokkur Gunnars, Hansens sýnir hið áhrifamikla leikrit Kambands, „Vér morðingjar“, í Iðnó í kvöld kl. 8. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Pasajes á morg- un áleiðis til Reykjavíkur. Esja var á Akureyri í gær á vestur- leið. Herðubreið var væntanlég til Réykjavíkur á morgun áð austan og norðan. Skjaldbreið er á Breiðafirði á vesturleið. Þyrill er í Reykjavík. Skaft- fellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Lárétt: 1 Fyrir skip, 6 dans, á lyfseðli, 9 áb.forn., 10 und, 12 verkur, 14 þröng, 16 frum- efni, 17 drekk, 19 upplausn. Lóðrétt: 1 Vantar vatn, 2 raf- veita, 3 á fætur!, 4 tusku, 5 eignarhlutarnir, 8 viðurnefni, 11 straumur, 13 á. nótum, 15 fyrirburður, 18 ósamstaéðir. Lausn á krossgátu nr. 1720. Lárétt: 1 Þvottur, 6 búr, 7 rá, 9 na, 10 stó, 12 föt, 14 lo, 16 la, 17 afi, 19 regnið. Lóðrétt: 1 Þorskur, 2 Öb, 3 tún, 4 traf, 5 riftar, 8 át, 11 ólag, 13 öl, 15 oín, 18 II. ritvélabönd fyrir fegurðarvélritun Sportvöruhús Reyk javíkur Skólavörðustig 25, Rvík. Kirkjudagur Oháða- safnaðarins á sunnudag. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavik heldur árlegan kirkjudag sinn á sunnudaginn kemur. Fréttamenn áttu í gær tal við Andrés Andrésson, for- mann Óháða fríkirkjusafnað- arins um þetta og fleira í sam- bandi við málefni safnaðarins. Á sunnudag verður guðsþjón- usta í Aðventkirkjunni, ög samskota leitað á eftir. Þá verður káffi á boðstólum í Góðtemplarahúsinu, en safn- aðarkonur leggja til kökurnar. Um kvöldið verður samkoma í kvikmyndasal Austurbæjar- skólans. Þar syngur kirkjukór- inn, sr. Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastjóri, flyt- ur ræðu, en síðan verða sýndar franskar kvikmyndir um kirk j uby ggingarlist. Áformað er, að Óháði frí- kirkjusöfnuðurinn reisi kirkju á Vatnsgeymishæð, þar sem honum hefur verið úthlutað lóð, þar eð ekki verður unnt, að byggja kirkju á lóð safnaðarins við Kaplaskjólsveg. Loks er í ráði að efna til happdrættis. Vinningar verða 50, sumir mjög verðmætir. — Söfnuðurinn á nokkurn bygg- ingarsjóð ,en gert er ráð fyrir, að sjálfboðaliðar muni leggja hönd á plóginn við fyrirhug- aða kirkjubyggingu. Iðnsýningin: Fjölmennt á hana utan af landi. Norðlendingar og Austfirð- ingar virðast ætla að f jölmenna á Iðnsýninguna. Á morgun er væntanlegur um 60 manna hópur frá Akur- eri, en um síðustu helgi komu tveir 100 manna hópar. Þá er vitað, að frá Austfjörðum koma hópar á næstunni, svo og frá Vestmannaeyjúm. í gærkveldi höfðu tæplega 21 þúsund manns skoðað iðn- sýninguna. Vísi er kunnugt utn, að aðsóknin er langmest að sýn ingunni um helgar, en dræmari á virkum dögum. Er rétt að benda fólki á að reyna að sækja sýninguna á virkum dögum, enda betra næði þá til þess að skoða hvað eina, sem hugur manna stendur til. 4. október n. k. mun Churc- hill flytja ræðu til minningar um Georg 6. Bretakonung. Mestmegnis reykur. I gær var slökkviliðið kvatt inn að Karfavogi 21. Þar hafði myndazt mikill reykur, sem orsakaðist af því að pappakassi hafði verið sett ur *úð reykrör á miðstöðvar- katli, en síðan kviknað í kass- anum. Út frá þessu hafði myndazt mikið reykhaf í kjallaranum og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Eldurinn var. slökkt- ur og hlutust engar skemmdir af honum. Skipadeild SÍS: = Hvassafell losar síld í Ábo. S Arnarfell lestar ávexti í Al- meria. Jökulfell er á leið til Akureyrar frá Norðfirði. Útvarpið í kvöld: 20.30 Útvarpssagan: Úr „Ævintýrum góða dátans Svejks“ eftir Jaroslav Hasek; XI. (Karl ísfeld rithöfundur). 21.00 Einsöngur: John McCor- mack syngur (plötur). 21.20 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.35 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Dans- og dæg- urlög (plötur). Síldarsölíun í Stykkisliólmi nemur nú á 4. þúsund tunna. Fréttaritari Vísis á staðnum tjáði blaðinu í morgun, að 6— 7 bátar legðu nú síld á land þar, en þeir eru: Olivetta, Freyja, Grettir,. Ágúst Þórarinsson, Pólstjarnan og Ásbjörn (báðir frá ísafirði) og Þorsteinn úr Flatev. Kalta hefir væntanlega farið í gær (19. sept.) frá Ibiza áleiðis til fslands. Veðrið. Grunn lægð íyrir suðvestan. land á hægri hreyfingu aust- suðaustur. Hæð yfir norðaust- ur Grænlandi og suður yfir austanvert ísland. — Veður- horfur: Suðaustar. golá og síð- ar kaldi; 'súfns -staðar' dálítil rigning eða súld. Handlampar. gúmmíkapall — ídráttarvír, 1,5 gm/m og 2,5 gm/m. S !! Lúðvék Guðmundsson \, Raftækjaverzlun, Laugaveg 48 B. Sími 7775. Skermar Nýkomnir stjörnuskermar, loftskermar, borðlampa- skermar í miklu úrvali. Skermabúðin, Laugaveg 15. AUGLÝSINC m hemtlwr waw'mmrfiðiavM I 12. grein viðbætis við varnarsamninginn milli Is- lands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110 frá 19. des- ember 1951, em álcvæði um skaðabó takröfur vegna yerknaða manna í liði Bandaríkjanna á Islandi. Slíkar kröí'ur, studdar nauðsynlegum gögnum, skulu sendar varnarmálanefnd. Varnarmálanefnd, Stjórnarráðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.