Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 4
VtSIR Föstudaginn 19. september 1952 a ¥ÍS1R DXGB&IB P??' Sltetjórar: Kristján GuBlaugsson, Hersteinn PíIsmb, Skriístofur Ingólfsstræti 3. ^ Ctgefandi: BLAÐAtJíGAFAN VlSIR HJf. W%. KCcrsiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur)', Lausasala 1 króna. l ..uaaR: Félagsprentsmiðjan iuf. * v í* Einkennilegar ályktanir. Fyrir nokkru bar það til tíðinda, að þremur mönnum var sagt upp vinnu í Vélsmiðjunni Héðni. Var þeim greitt kaup fyrir lögmæltan uppsagnarfrest, en þess óskað jafnframt að þeir mættu ekki á vinnustað. Forstjóri Héðins hefur gert þá grein fyrir afstöðu sinni og ákvörðunum, að hann hafi lengi verið fastráðinn í að segja þessum mönnum upp starfi af eðli- legum sökum, en í blaðaskrifum um málið hefur ennfremur komið í ljós, að þessir menn einhverjir eða allir, hafi leitast við að hindra nauðsynlegan undirbúning að iðnsýningu þeirri, sem nú stendur yfir, þannig að ekki yrði lögð fram vinna af verka- manna eða iðnaðarmanna hálfu svo sem nauðsyn krafði, ef sýninguna átti að, opna í tæka tíð. Þótt atferli þeirra manna, sem upp var sagt, í sambandi við iðnsýninguna, kunni að hafa ráðið endanlegum úrslitum og flýtt uppsögninni, telur forstjóri Héðins sig hafa ærna ástæðu til slíkra aðgerða, og hefur jafnframt lýst yfir því, að hann óskaði eftir að málið yrði útkljáð með dómi. Félagsfundur járniðnaðarmanna, sem haldinn var í fyrrakvöld mun hafa tekið mjög í sama streng, en ályktað jafnframt að rétt væri að félagið höfðaði mál til þess að rétta hlut þeirra manna, sem upp var sagt starfi. Þar sem málshöfðun er þannig ákveðin og dóms er að vænta um ágreininginn sem báðir aðilar kveðast reiðubúndr til að hlíta, skyldu menn ætla að ekki væri frekari aðgerða þörf í bili. Félag járniðnaðarmanna lætur þó ekki þar við sitja að ákveða málshöfðun, heldur ályktar það einnig og ber fram þá málaleitan við Alþýðusamband íslands og Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna, að þessir aðilar beiti sér fyrir eins dags verkfalli hér í bænum í samúðarskyni við þá járniðnaðarmenn, sem upp var sagt. En hafi verið ástæða til að höfða mál til að rétta við hlut þeirra, ætti að vera óþarft og jafnvel viðsjárvert að efna jafnframt til verkfalls og þvæla öðrum aðilum inn í deilu þá, sem dæma á um af þar til haefum dómstóli. Ályktanir fundarins stangast í rauninni innbyrðis, sem ekki er heldur merkilegt, þ>ar sem kommúnistar eiga aðallega í hlut varðandi fram bornar tillögur. , ^ Að öðru leyti verður engin afstaða tekin til ofangreindrar deilu, en þó liggur í augum uppi, að samtök verkalýðsins verða að varast að dæma í deilumálum fyrirfram og stofna á þeim grundvelli til vandræða. Samkvæmt lögum fjallar sérstakur <lómstóll um brot á samningsbundnum ákvæðum varðandi kaup og kjör, skyldur og réttindi þeirra, sem í hlut eiga, eða sker xneð öðrum orðum úr deilum vinnuveitenda og vinnuþiggenda, evo sem aðilar virðast einnig ásáttir um í þessari deilu. En vilji verkalýðssamtökin virða lög og rétt, verða þau að varast að beita ólögmætum verkföllum, sem aðeins geta spillt, en ekki bætt málstað þeirra og teflt hagsmunum verkamanna í voða í því sambandi. Hinar einkennilegu ályktanir félags járniðnaðar manna munu gerðar með hliðsjón af kosningum til Alþýðu sambandsþings, sem nú standa fyrir dyrum, en ekki verður séð að þar sé öðru frekar miðað við hagsmuni þeirra manna, sem upp var sagt vinnunni. Um 100 bílar við fjár- flutninga í næstu viku. Fé að vestaii flutt sjóleiðis siiiðui*. Hert eftiriit T)örn og unglingar hafa lagt það í vana sinn, að hanga á veitingahúsum og þá aðallega í smáholum, yfir einhverju gutli, sem þeim er þar bruggað og á engan hátt getur talist skaðvænlegt fyrir heilsu þeirrá. Slík hegðan barna og unglinga mun vera gersamlega óþekkt annarsstaðar en hér, og á Norður- löndum eru þess tæpast dæmi, að börn og unglingar fái að fara inn á veitingahús, nema í fylgd með fullorðnu fólki. Þótt veit- ingar þær, sem í té eru látnar í smáholunum séu í sjálfu sér skaðlausar, er hér um illan sið að ræða og mikinn tíma, sem fer til ónýtis og verra en það, með því að ofangreint hangs verður bein ástríða hjá unglingum þessum. Lögreglustjóri hefur nú auglýst, að hér eftir verði börn og unglingar að hafa í höndum vegabréf, þannig að þau geti sannað aldur sinn, en eigi ella á hættu að verða frá vísað í kvikmyndahúsum og veitingastöðum hér í bænum. Hefði slíkt eftirlit mjög gjarnan mátt vera strangara allt til þessa, en lofs- vert er þó að hafizt er handa til þess að útrýma ósómanum. Barnaverndarnefnd mun hafa eftirlit með framferði barna á veitingastöðum, en með því fámenna starfsliði, sem nefndin hefur yfir að ráða, er ekki við að búast að komið verði í veg ífyrir allar misfellurnar í fari barnanna. Um næstu helgi hef jast hin- ir miklu fjárflutningar, sem áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, að fram myndu fara á þessu hausti. Búið er að taka ákvarðanir um fjárkaupasvæðið fyrir norðan og ráða bílstóra til þess að annast flutninga fjárins suður. Það eru um 16.000 fjár, sem ráðgert er að kaupa fyrir norð- an, í austustu hreppum Eyja- fjarðarsýslu, Suður-Þingeyjar- sýslu, öllum hreppum sýslunn- ar, og einum hreppi í Norður- Þingeyjarsýslu (Kelduhverfi). Fjárflutningarnir hefjast um næstu helgi og hafa verið ráðn- ir um 100 bílstjórar til að ann- ast flutningana, flestir úr Ár- nessýslu og Þingeyjarsýslum, en nokkrir úr Reykjavík. í hverri bifreið verður aðstoðar- maður til þess að hafa eftirlit með fénu. Fullyrða má, að aldrei hafi jafnmargt fé verið flutt hér á landi jafnlanga leið, og er það allra von, að þessir fjárflutn- ingar megi ganga að óskum. Gert er ráð fyrir, að unnt verði að flytja féð alla leið suður, án þess að taka það úr bílunum, nema úr Kelduhverfi. Fé það- an verður hvílt á leiðinni. Á hverjum bíl verða frá 45 og upp í 70 kindur (þeim stærstu). Ekið verður suður heiði, um Borgarfjörð og Uxahryggi, svo sem fyrr hefir verið getið. Fé þetta fer eingöngu í Ár- nessýslu, austan við Þingvalla- vatn og Sog. Kringum 24.-25 þ. m. hefj- ast svo fjárflutningar af Vest- fjörðum. Þaðan verða flutt nokkur þúsund fjár og verður það mestallt flutf sjóleiðis og fer það í Árnes’sýslu vestan Sogs. Það verður flutt sjóleiðis til hafna við Faxaflóa, nema að ráðgert er að flytja fé úr tveimur hreppum við Djúp suður Þorskafjarðarheiði í bíl- um. Til viðbótar því, sem að ofan segir, er þess að geta, að mikl- ar vegabætur hafa verið gerðar undangengnar 5—6 vikur á Uxahryggjaleiðinni, og var veitt til slíkra framkvæmda fé á fjárlögum vegna fyrirhugaðra fjárflutninga. Hafa tveir flokk- ar unnið að þessum fram- kvæmdum með allmiklum véla- kosti, undir stjórn tveggja verkstjóra, annar Þingvalla- megin frá, hinn Borgarfjarðar- megin frá. Er það mjög gleði- legt, að samtímis því, að greitt er fyrir fjárflutningunum með þessum framkvæmdum, eru gerðar mjög gagnlegar vega- bætur fyrir framtíðina.- Má vel taka það fram í þessU sambandi, að skoðun margra er,. að þarna verði framtíðarleið, er fram líða stundir — bæði sum- ar og vetur, og mikið af Hval- fjarðarumferðinni beinast þang; að. Er þessi leið mun styttri eri Hvalf j arðarleiðin. Hvert skal halda ? Helgaferðir eru nú senn á j ferð um Krýsuvík og Þingvöll^ enda og ferðafélög og aðrir sem að ferðalögum standa, sem óð- ast að leggja árar í bát. Ferðafélag íslands mun samt efna til gönguferð- ar á Esju n. k. sunnudag kl. 9 árdegis, en það verður vafa- laust ein af síðustu ferðum fé- lagsins á þessu ári. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til venjulegrar hring- ferðar um Þingvöll og Krýsu- vík á sunnudaginn og enn- fremur til berjaferðar í Þing- vallasveitina. Orlof og Guðmundur Jónasson efna til 4 daga ferðar til Fiskivatna og Snjóöldufjall- garðs með viðkomu í Land- mannalaugum. Sú ferð hefst kl. 2 á laugardaginn. Orlof efnir ennfremur til berjaferðar vestur á Snæfells- nes á morgun kl. 9 árdegis og verður komið aftur á sunnu- dagskvöld. Dvalið verður í tjöldum við Búðir. Auk þessa efnir Orlof til tveggja eftirmiðdagsferða á sunnudaginn, önnur er hring- en hin austur á Loftstaðahól^ til Stokkseyrar og Eyrarbakka.;. Popliníbarnagalla nýkomið. HAFNAP HAFNARSTRÆTI 1t Sölubörn óskast til að selja merki Heilsuhælissjóðs N.L.F.Í. á morgun. Merkin verða af- hent á Mánagötu 13 og Ás- vallagötu 39. Góð sölulaun. Fappírspokagerðin fi.f. Vitastig 3. Allsk. pappírspokar ♦ BERGfAlÆli ♦ Vegabréf unglinga. I dagblöðunum hefir verið birt auglýsing frálögreglustjóra þess efnis, að gefin sé út inn- lend vegabréf fyrir unglinga, svo þeir geti sannað aldur sinn. Vegabréf þessi eru gefin út af skrifstofu lögreglusjóra og í auglýsingunni er unglingum bent á að afla sér slíkra vega- bréfa, sem afgreidd eru ókeyp- is. Auglýsir lögreglustjóri þetta í framhaldi af því, að gefin hafa verið út fyrirmæli til veitinga- manna um að framfylgja sett- um reglum um lágmarksaldur. Nauðsynleg ráðstöfun. Því ber að fagna, að lögreglu- stjóri hefur endurnýjað fyrir- mæli sín, einkum til veitinga- staða. Væri það áreiðanlega mjög vel þegið af mörgum for- eldrum, að banninu væri stranglega framfylgt, en ekki er nokkur vafi á því, að mikill fjöldi unglinga undir 16 ára aldri situr öllum stundum í veitingahúsum þeim, sem al- mennast eru kallaðir „barar“. Erfitt er oft fyrir afgreiðslu- fólk að gera sér nákvæma grein fyrir aldri unglinganna. Leysir þá vegabréfið allan vandann, og sé ekkert vegabréf fyrir hendi mætti á þeim grundvelli neita viðkomandi um afgreiðslu. Miðist við 21 ár. Eiginlega er nauðsynlegt, að allir unglingar undir 21 árs aldri hafi vegabréf, og væri þá miklu hægara um vik — t. d. í sambandi við dansleiki — að koma í veg fyrir, að unglingar undir vissum aldri sæki slíkar skemmtanir. Eins og ástatt er nú í skemmtanalífinu, og dæm- in sanna deginum ljósara hvert stefnir, er bráð nauðsyn að gripið sé sterklega í taumana, ef verða mætti til þess að vernda æskulýðinn fyrir miður heppi- legum áhrifum. Áfengiskaup og annað. Það hafa lengi verið lög, að ekki megi selja yngra fólki en 21 árs áfengi, og' býst eg við, að þeirri reglu sé yfirleitt fylgt, þegar þess er kostur. Aftur á’ móti geta afgreiðslumenn í út- sölum áfengisverzlunarinnar offc ekki vitað með vissu, hvoru megin við aldurstakmarkið við- skiptavinurinn er. Eins er það: á dansleikjum og veitingahús- um, þar sem áfengi er haft um hönd. En með því að ganga ríkfc eftir því, að allir unglingar gangi með vegabréf, er mikið: spor s.tigið í rétta átt. Tel eg að lögreglustjóri sé hér á réttri leið í vandasömu máli, og mun síðar nánar- ræða hag— kvæmni .vegabréfa á öðrum sviðum. — kr. Gáta dagsins. Nr. 244. Grátt læðist inn með veggnum og grípur þig, ef þú getur þess ekki strax? Svar við gátu nr. 243. Uppblásinn líknarbelgur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.