Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 19.09.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 19. september 1952 VlSIR JBre/: Sóknin mikta gegn Tjörninni. Glosbrunnur or/ r«öhitsbtftft/itsf/. 200 manns í hressingarheimili Náttúrulækningafélagsins. AfvrlijíBsöIueltif/us'iis« « morgun. Hinn árlegi merkjasöludag- ur Náttúrulækningafélags fs- lands, til ágóða fyrir Heilsu- hælissjóð félagsins, er á morg- un, Iaugardaginn 20. sept. Fyrir nokkrum árum keypti félagið jarðhitajörðina Gröf í Hrunamannahreppi í því skyni að koma þar upp heilsuhæli, en úr frekari framkvæmdum hefur ekki orðið, því að fyrst nú í sumar var samþykkt í Fjárhagsráði að veita fjárfest- ingarleyfi til byrjunarbygging- ar. Hins vegar hefur félagið síðustu tvö sumur starfrækt hressingarheimili og fengið við það mikilsverða reynslu varð- andi starfsemi væntanlegs hæl- is. Enda þótt sú starfsemi hafi gengið mjög að óskum, er vevu legs árangurs þá fyrst að vænta, er félagið getur starfað í eigin húsakynnum, sniðnum fyrir slíkan rekstur. Og það er undir áhuga og velvild félags- manna og annarra landsmanna komið, hve fljótt það getur orðið. Er þess að vænta, að menn styrki málefnið með því að kaupa merki á morgun, svo og með áheitum og gjöfum. Félagsmenn og aðrir velunn- arar eru vinsamlega beðnir að veita aðstoð sína við söíu merkjanna eða senda unglinga til að selja merkin, sem verða afgreidd að Mánagötu 13 og Ásvallagötu 39. Hressingarheimili Náttúru- lækningafélagsins var starf- rækt að Varmalandi í Borgar- firði frá 20. júní til ágústloka i sumar. Sóttu það yfir 200 manns, og komust færri að en vildu. Jónas Kristjánsson var læknir heimilisins og dvaldi þar allan tímann ,en forstöðu- kona var ungfrú Benny Sigurð- ardóttir frá Hvammstanga, er lauk námi í Húsmæðrakennara skóla íslands sl. vor. Jónas Kristjánsson flutti erindi fyr- ir dvalargesti á laugardags- kvöldum. Auk þess flutti hann tvívegis erindi í Stafholts- kirkju að lokinni guðsþjónustu. Áður en sumarheimilið hætti störfum, var skólanefnd hús- mæðraskólans og nokkrum öðr- um héraðsbúum boðið til há- degisverðar. Fluttu þar ræð- ur m. a. formaður skólanefnd- ar frú Geirlaug Jónsdóttir, Guðmundur Jónasson skóla- stjóri að Hvanneyri og Þórður læknir Oddsson að Kleppjárns reykjum og létu í ljósi ánægju sína yfir þessari starfsemi, er vakti mikla athygli þar í hér- aði og víðar. Það má til tíðinda teljast, að Jónas Kristjánsson, sem er 82 ára 20. september, fór tvær ■ ferðir upp á Baulu, fótgang- andi alla leið frá Varmalandi, og síðar brá hann sér upp á Eiríksjökul. Reka sendisveitina úr húsnæði sínu. Hong Kong. (A.P.). Franska sendiráðið í Peking hefir orðið að rýma byggingu þá, er það hefir verið til húsa í. Kommúnistastj. kínverska hefir krafizt þess að fá hús sendiráðsins og 5 önnur hús, er sendistarfsfólk býr í. Hefir starfsfólki franska sendiráðsins verið tilkynnt, að húsin verði ! að rýma innan viku. Svo það á að fara að gefa okkur gosbrunn! Eða eigum við bara að fá að horfa á hann í fjarlægð, sem eitthvert sprautuverk og stór- virka fuglahræðu langt úti í tjörn? Þetta með gosbrunns- gjöfina er nú búið að vera all- lengi á döfinni, líklega nokkur ár, og allan þann tíma hafa gef- endurnir, sem heyrst hefur að væri Reykvíkingafélagið, þ. e. við sjálfir, verið að velta vöng- um um það, hvar djásnið ætti að standa, því auðvitað gátum við ekki komið okkur saman imi svo vandasamt atriði, án þess fyrst að deila um það, okkur til skemmtunar, í nokkur ár. En heyrst hefur að einni tillög- unni um staðarval hafi þó ver- ið haldið einna fastast fram, enda þó ólíklegt megi telja að hún hafi meirihlutafylgi í bænum, en það er, að staðsetja gosbrunninn í tjörnina! Það mætti ætla að tjörnin byggi yfir einhverju dularfullu aðdráttarafli, því það er ekkert einsdæmi um meiriháttar ný- virki, sem vandkvæði hafa þótt á, um hentuga staðsetningu, að forustumenn málsins hafi að lokum orðið ásáttir um, að það væri bezt komið í tjörninni. Nýtt og gamalt dæmi þar um er Ráðhúsið, sem trúnaðar- menn bæjarins í skipulagsmál- um, hafa hvatt mjög til að stað- sett yrði í norðurenda tjarnar- innar, þrátt fyrir eindregna andstöðu meginþorra bæjarbúa gegn frekari skerðingu tjarnar- innar en þegar er orðin. Einnig hefur heyrst, að á sínum tíma hafi mjög komið til orða að staðsetja Þjóðleikhúsið í tjörn- inni. Og enn er þessi tjarnar- sóbn í fullum gangi, því að ný- lega (sbr. skýrslu þar um í blöðunum) endaði hópur þess- ara skipulagssérfræðinga hring- ferð sína um bæinn, í tjörninni, eftir langa leit að hentugum stað fyrir ráðhúsið. Kváðust beir vera búnir að skoða 16 staði víðsvegar í bænum í þessu skyni, og gætu sumir þeirra, að vísu, komið til greina, en þó tæplega fyrir hinar fínni skrif- stofur og sali, sem þar ættu að vera, svo sém fyrir borgar- stjóra, bæjarstjórn, móttökur o. s. frv. Sá hluti ráðhússins ætti helzt að byggjast sunnan Von- arstrætis, þ. e. í tjörninni, að minnsta kosti að einhverju leyti, fyrir aðrar skrifstofur bæjarins mætti gjarnan byggja annarsstaðar. Margir undrast þessa síend- urteknu sókn um staðsetningu stórhýsis í tjörninni, þessum lægstliggjandi stað í bænum, þar sem fagurt musteri, eins og hér er að sjálfsögðu gert ráð fyrir, mundi aldrei geta notið sín til fulls um útlit og fegurð, eða „sett þann svip á bæinn“, sem það gæti gert á hentugum stað, sem hærra liggur, og sem fullt er af í bæjarlandinu. Hvað væri t. d. á móti því að byggja ráðhúsið við eitt- hvert hinna nýju torga, sem nú eru í smíðum, Melatorg, Mikla- torg, svo einhverjir af mörgum hentugum stöðum séu nefndir, eða þá á Heklulóðinni við Lækj- artorg, ef endilega þarf að hafa það á lægsta stað í miðbænum. Þar (norðan Lækjartorgs, að Hafnarstræti og Lækjargötu) ætti að komast fyrir allmyndar- leg ráðhúsbygging, þó hún gæti sennilega ekki hýst öll skrif- stofubákn bæjarins, enda ekki talið nauðsynlegt eins og áður segir. Um það gæti tæplega verið ágreiningur, að á þeim stað mundi fögur bygging njóta sín betur en í norðurenda tjarn- arinnar. Og hvar væri þá hinn vænt- anlegi gosbrunnur betur kom- inn en einmitt á því torgi, sem ráðhúsið stæði við, ásamt fleiru sem þar yrði sett til prýði, svo sem myndastyttur, sem ekki hafa hlotið fastan stað á al- mannafæri, sbr. t. d. útlagann í hólmanum, Þorfinn karlsefni. Þrátt fyrir þessa þrálátu „tjarnarsókn“ hefur þó einhver „hulinn verndarkraftur“ vakað yfir tjörninni og hennar nátt- úrlegu fegurð og fuglalífi, og hindrað til þessa að hún yrði fyllt upp með lúxushöllum og öðru vanhugsuðu prjáli. En ein furðuleg tjarnarstaðsetning hefur þó komist í fx-amkvæmd, en það er áður nefnd mynda- stytta af Þorfinni karlsefni. Og þó að kannski megi segja, að hún spilli ekki beinlínis útliti umhverfisins, þá fer því mjög f jarri að hún sé til nokkurs feg- urðarauka þar sem hún stendur á lágum stalli í einganruðum hólma, sem enginn aðgangur er að, og því naumast veitt nokkur athygli. Hún er með öðrum orðum sama sem „tekin úr umferð“. Vissulega væri þessi mynda- stytta betur staðsett í lystigarði bæjarins eða þá á einhverjum af torgum þeim, sem nú er ver- ið að skipuleggja, og þar sem listaverkið gæti vakið verð- skuldaða eftirtekt. Víðförli. ..« Ólafur fannst heill á húfi. Ólafur Jóhannesson úr Kópa vogi, sem leitað hafði verið í fimm sólarhringa, fannst í gær heill á liúfi í Garðahverfi á Álftanesi. Eins og Vísir hefur greint frá undanfarna daga, Ivafa fjöl- mennir flokkar leitao Ólafs í nágrenni bæjarins, en það var þó ekki fyrr en í gær, að hann fannst, og voru það feðgarnir að Hliði á Álf anesi sern fundu Ólaf, þar sem hann lá á túninu, skammt frá veg- inum. Var þegar sóttur læ' ilr og sent eftir hreppstjóra, hlynnt að Ólafi, og hann síða >. fluttur í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ólafi leið vel, eftir því, sem við mátti búast eftir svo langa útivist, eða rúma 5 sólarhringa. Ýmislegt bendir til, að hann hafi farið cftir skurðum, þar sem ekki hefur sézt til ferða hans, en að öðru leyti er ó- kunnugt um þær, að því er Vísir bezt veit. Skátar úr Hafnaríirði og Kópavogi leituðu Ólafs í gær, undir stjórn Jóns Guðjónsson- ar skátaforigja í Hafnarfirði, og hefðu þeir að líkindum fund ið hann, ef feðgarnir að Hliði hefðu ek.ki orðið fyrr til. Það kemur ekki ósjaldan fyr- ir, að menn týnist eða hverfi hér í bænum eða nágrenni hans, eins og dæmin sanna. Þá eru jafnan til taks ýmsir ágætis- menn, sem reynslu hafa í því að skipuleggja leitarflokka og stjórna þeim, í hópi Slysavarna- félagsins, skáta, lögregluliðs bæjarins og víðar, og almenn- ingur gerir alla jafna sitt til ;þess að verða að liði í þessum efnum. Mætti því ætla, í fljótu bragði, að vel væri frá þessum hlutum gengið, eftir því sem hér verður við komið. ♦ En fyrir skemmstuhringdi til mín greinargóð kona og beindi þeirri spurningu til mín, hvort ekki væru til liér hjá lögreglu bæjarins eða öðrum aðilum hundar, sérstaklega þjálfaðir, til þess að rekja slóð og leita að horfnum mönnum. Sagði hún, að. í nágrannalönd- um okkar hefði lögreglan jafn- an slíkum hundum á að skipa við slík tækifæri, sem að fram- an greinir. Eg held, að lögregl- an hér hafi enga slíka hunda, en tilraun mun þó hafa verið gerð í þessa átt fyrir fáum ár- um, mig minnir, að Geir Jón Helgason lögreglumaður hafi haft slíkan hund, en þetta mun nú úr sögunni. ♦ Það er misskilningur, sem sumir halda fram, að nóg sé að fá hund af „scháfer-kyni“, svonefndan lögregluhund, til þess að nota við leit að fólki. Þeir hundar eru miklu fremur nothæfir sem varðhundar, til þess að verja líf og eigur borg- aranna á afskekktum stöðum, þegar einmana eða lasburða fólk á í hlut, og eru þeir grimm- ir og illvígir í garð annarra en eigandans, enda þjálfaðir þann- ig. En .sérstakir sporhundar (stundum kallaðir blóðhund- ar, þótt nafnið sé. óviðkunnan- legt) eru hér engir til, en þeir munu oft hafa gert stórmikið gagn þegar um mannshvarf er að ræða. ♦ Nú datt mé í hug, í sam- bandi við þessa spurningu áðurnefndrar konu að ræða þetta hér í kvöldþönkum, ef verða mætti til þess, að fleiri hugleiddu þessi mál, sem vissu- lega eru orðin áhyggjuefni. Væri ekki heppilegt, að ein- hverjir opinberir aðilar, t. d. lögreglan eða S.V.F.Í., ynnu að> því að fá hingað hund, einn eðá fleiri, sem nota mætti við leifc að horfnu fólki, líkt og gert hefir verið með góðum árangri annars staðar á Norðurlöndum?; ThS i Englendingar hafa gaman af veðhlaupum, og stundum eru reiðskjótarnir asnar. Sjást ungar stúlkur vera að æfa asna sína fyrir veðhlaup, sem fram fer hjá Wivelsfield í Sussex.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.