Vísir - 20.09.1952, Síða 5

Vísir - 20.09.1952, Síða 5
Laugardaginn 20. september 1952 VlSIR 5 Sigtirður Magnússon: Á sakamannabekk i Bangkok-borg. Það getur orðið afdrifaríkt að athuga ekki það, sem skrifað er í vega- bréf manna. Ellefta og síðasta greinin úr Austuriandaför Sigurðar í sumar. Um borð í TF-RVH „HEKLA“ á leið frá Pakistan til Persíu 29. ágúst. Við erum á leiðinni til Abadan, olíuborgarinnar miklu. Mér finnst rétt, milli þess sem horft er yfir hinar gulu, sól- brenndu auðnir Mohammed Mossadeghs, flogið yfir há- fjöll arabiska Omanskagans, sem minna á myndir af lands- lagi í tunglinu, Hekla spegluð í bláum fleti Persaflóans, að stytta vöku hinna sjö klukku- stunda, sem líða frá því að farið er frá .Karachi og unz fast land er undir fótum, með því að tína saman einhver minningabrot frá því ferðalagi, sem nú er senn á enda og smeygja síðasta ferðabréfinu til lesenda Vísis í póstkassa norð- ur í Aþenu, áður en gengið verður þar til náða í kvöld. Áréiðanlegt er það, að eitt- hvert kenningaheiti verður öld okkar gefið, er stundir líða fram, og fróðlegt væri að geta ráðið rétt gátuna um það. „Gullöld hin nýja“? „Tímabil hinnar síðari endurreisnar“? Hver veit? Eitt væri alveg áreiðanlega réttnefni, „Eyðu- hlaðaöldin mikla“, því að ekk- ert eitt einkennir samtíð okkar eins og eyðublaðið. Eyðublaðasérfræðingur um borð. Hér er um borð sérstakur starfsmaður, sem á að ábyrgj- ast að fullnægt sé öllu því réttlæti, sem einkennist af fag- urlega útfylltum eyðublöðum. Enginn þeirra, sem til áhafnar- inriár teljast, hafa meira að gera en hann, og naumast mun nokkur rækja ábyrgðarmeira embætti, því að ef á eitthvert allra þeirra mörgu skjala, sem hann á að skrifa, skyldi vanta punkt eða konimu, þá er allt í voða, — vélin kyrsett— og guð má vita hvað, en til þess kemur ekki. Þetta er maður, sem kann sitt handverk. Hann fyllti út farþegaskrá, póst- skýrslu, áhafnarlista, vöruskrá, hvert í 12 eintökum eða 48 skjöl alls í Calcutta í gær, þar sem við biðum meðan eldsneyti var tekið.Vitanlega þurfti hann, auk þessa, að skila lista yfir mat- og drykkjarföng, heil- brigðisskýrsíum og ábyrgjast að hver farþegi útfyllti gjald- eyrisskýrslu, heilbrigðisvottorð og eyðublað, sem fór til lög- reglunnar. Hann sagði mér áðan að það myndu vera um eitt þúsund eyðublöð, sem far- þegarnir yrðu að afhenda, sam- kvæmt leiðbeiningum hans, í einni Hongkongferð, auk þess sem hann verður sjálfur að skila vegna áhafnarinnar. Vondur kaball. Enda þótt öll störf þessa manns séu svo vel af hendi leyst, sem bezt verður á kosið, þá lítur svo út, að við séum álíka óvelkomin til hverrar nýrrar flugstöðvar og skæðir skemmdarverkamenn, enda vakað yfir hverju okkar fót- máli, vegabréf varðveitt af lögreglu, þar sem dvalizt er um nætursakir, ljósmyndatök- ur bannaðar, viðdvölin í stuttu máli; eins konar stofufangelsi, þar sem okkar hefur verið gætt af ótal embættismönnum, sem tryggt hafa þannig öryggi ríkja sinna. Við höfum afar oít i verið áminnt:, Ekki að villasí! Beint áfram! Haldið röðinni!, en alltaf höfum við sloppið — auð- vitað vegna eyðublaðanna, sem ætíð hafa verið í lagi. " „Ségið mér, minn kæri herra. Til hvers andskotans er nú þetta“? spurði ég skrifstofu- mann vorn í gær, er ég fékk eyðublað, þar sem skrá átti ná- kvæmlega hvar við hefðum gist undanfarnar fjórtán nætur. „Þér megið ekki spyrja mig um það. Ég get sagt yður hvern- ig á að útfylla eyðublaðið, svo að enginn embættismaður geti haft hendur í hári yðar, en spyrjið mig ekki um hinn eig- inlega tilgang þess, er í önd- verðu setti þá krossgátu sam- an, sem þar er skráð. Eg reyndi lengi vel að ráða hana svona eins og þegar maður leikur sér við að leggja kabal, en það var vondur kaball. Iiann gekk aldrei upp. Ég er fyrir langa löngu búinn að gefast upp við að brúa bilið milli heilbrigðrar skynsemi og allra þeirra reglu- gerða og eyðublaða, se'rri em- bættismannaherinn er vopnað- ur hér í Austurlönaum.“ Austurlenzk nótt. Þetta rifjar upp fyrir mér söguna um samskipti okkar við embættismanninn, sem gætti borgarhliðsins í Ka' achi — eins konar Sank.i-Péturs þeirra í Pakistan, og cg ætla að skrá hana hér, svo aJ a. m. k. ein grein austurlenzkrar em- bættisfærslu gleymisí mér ckki. Við gistum á Grand í nótti Raunar nefndi ég það með sj k.f- um mér ,,afdrepið“ og einn Norðmannanna var svo ósvíí- inn að kalla það „fjósið“, en þetta var hótel nokkurt, sem er miðja vega milli flugvallar og borgar í Karachi. Það væri kapituli út af fyrir sig að segja frá sóðaskapnum þar, en bví sleppi ég að sinni. Gaman væri líka að mega lofa hið eina, sem ágætt var þar, rúmið, þar sem ég svaf vært í nokkra klukku- tíma, en það þori ég ekki fyrr en norður í Aþenu í íyrramál- ið, en þá verður öruggléga kom- ! ið í ljós, hvort ég þarf að hafa á samvizkunni óleyfilegan inn- • flutning skordýra til Evrópu. Ég er þó enn mjög bjartsýnn og vongóður vegna þessa, en hins vegar alveg viss um að hafa étið ofan í, mig alla þá ólyfjan, sem unnt er að byrla manni í mat. En þetta var út,- úrdúr. Ég ætlaði að tala um Lykla-Pétur. Klukkan var að byrja ganga fjögur í nótt, er við ókum í stórri bifreið eftir þjóðvéginum, frá Grand áleiðis til flugvall- arins. Engir voru á ferli nema tveir menn, er teymdu klyfjað- an úlfalda og tötralegur náungi með poka á baki, sem flýtti sér úr augsýn, er við nálguðumst Þetta var heit, myrk austur- lenzk nótt, undarlega kyrrlát þeim sem nýkominn er þaðan, sem náttúran eignast nýtt líf er rökkva tekur, þar sem sofn- að er við niðinn frá þúsundum smádýra, er hefja söngva við sólsetur. Hér drjúpir þöguli pálmi yfir gulum sandi, og virð- ist engu láta sig varða þótt ljóskeilurnar tvær frá bifreið-- inni okkar rjúfi skörð í múra myrkursins, er lukti um hann. Hér mun allt verða á morgnn eins og það var í gær, þrátt fyrir komu okkar, engan varðar um þessa bifreið nema e. t. v. hungraðan þjóf með poka á! baki. Og okkur varðar heldur ekkert um þetta land. Bráðum mun Hekla halda héðan, sigla vestur á bóginn, áleiðis heim en þá verður Pakistan að baki, og það er gott. Við dottum og bíðum þess að komast sem fyrst út að flugstöð. Tímasprengjur og vítisvélar. Við hrukkum upp við að bifreiðarstjórinn hægði skyndi- lega á ferðinni, hemlaði. Hvað var að? Framundan okkur voru tvö hlið, rammlega gerð, með nokkurra metra millibili, harð- læst. Hvers vegna hafði þessum tálmunum verið komið fyrir á veginum? Jú, það var auðvit- að. Flugvöllurinn var eitt fjör- eggja hins unga ríkis, sam- komulagið við nágrannana bölvað, aldrei að vita hvenær Hindúar tækju upp á að senda skemmdarverkamenn einmitt þessa leið. Hér voru náttúru- lega hermenn á verði, gráir fyrir járnum. Við biðum þess að þeir kæmu og rannsökuðu vegabréf okkar. Eftir allianga dvöl tók bif- reiðarstjórinn að þreyta hornið. Ekki myndu nú óvinir ríkis- ‘ins hafa slíkan hávaða uppi, enda hélt hinn friðsami afkom- andi spámannsins áfram að æpa á flautu sína í stað þess að reyna að komast hávaðalítið á leiðarenda. Menn tóku nú að gera gamni sínu: „Ég kann bezt við þann, sem ætlaði gegn um skráargatið“, heyrði ég Svía einn segja við samferðamann sinn, og er ég innti hann eftir, sagði hann mér söguna, en hún er á þessa leið': Þrír eiturlyfjaneytendur komu að harðlæstri hurð. Sá, sem reykti ópíum, sagði: „Við skulum leggjast niður og bíða þess að hurðinni þóknist að opnast“. Annar, sem var vín- drukkinn var, mælti: „Við mölvum okkur í gegn“. Hinn þriðji, en sá reykti marihuana, sagði: „Ég skal smjúga í gegn um skráargatið.“ „Hvernig væri að fara út úr bifreiðinni og opna hliðið?“ spurði einn samferðamannanna. „Það myndi kosta mig stórsekt eða tugthús,“ svaraði bifreiðar- stjórinn og hélt áfram að æpa. Þegar liðnar voru ýkjulaust tíu mínútur kom náungi rólandi utan úr myrkrinu. Hann var berfættur, skítugur, lausgirtur, svefndrukkinn. Þetta var varð- maðurinn. Hann var svo al- saklaus af að vera vakandi að við sannfærðumst um það, nokkrir Skandinavar, að hann myndi með beztu samvizku geta svarið það í dag við skegg spámannsins, að í nótt hefði hann hvorki opnað hliðin fyrir friðsömum ferðalöngum, né Hindúum, klyfjuðum vítisvél- um og tímasprengjum. „Hvers vegna hafið þið þess- ar tálmanir hér“? spurði ég bifreiðarstjórann um leið og hliðið skall aftur að baki okkur. „Spyrjið mig ekki um það“, svaraði hann. „Ég hef aldrei botnað neitt í því. Þá gátu hef ég aldrei ráðið.“ Það getur oft komið sér vel. Eg sé að flestir farþeganna dotta og veit að enn er langt í land. Þess vegna er líklega bezt að ég dundi við það stund- arkorn að reyna að reisa aust- rænum embættismönnum ofur- lítinn minnisvarða með því að segja söguna um það, er ég sat á sakamannabekk Bangkok- borgar. Ég byrja með aðdrag- andanum, tildragelsi tugthúss- dyra: Nýlega stóðum við síra Jóhann Hannesson við af- greiðsluborð í skrifstófú ræð- ismanns Thailands í Hong Kong. Ég rétti ungum og frem- ur þokkalegum pilti vegabréf mitt, og bréf frá afgreiðslu- manni Braathens, þar sem gengið var í ábyrgð vegna væntanlegs ferðalags míns til Ðangkok og þess óskað að mér yrði veitt leyfi til vikudvalar þar. Ungi, viðkunnanlegi pilt- urinn leit á plöggin. Allt í einu belgdist hann allur út, horfði á mig eins og strangur dómari á illræmdan sökudólg og sagði: „Ómögulegt. Þér fáið ekkert dvalarleyfi“. Svo sneri hann í mig rassi og strikaði burt, þangað sem hann hafði fyrr setið við skriftir, er við komum inn. Við tókum nú að biðjast skýringa. Strákur hreytti í okkur svörum, en öll voru þau á þann veg, að einhvern veginn var alveg ómögulegt að sann- færast um að hann segði satt, án þess þó að beinlínis væri gerlegt að fullyrða að svo væri ekki, en alveg áreiðanlega geð- laus maður, sem hefði getað Sigurður Mágnússon í Ivópi Búddaharnunka Marmaramunstéris- ins í Bangkok. Sigurður nefnir myndiria „Þrír hcilágir og einn bersyndugur.“ Við bambustjaldið — kínversku landamærin. Mennirnir tveir í baksýn eru hermenn rauðliða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.