Vísir - 11.10.1952, Qupperneq 5
Laugardaginn 11. október 1952.
VÍSIR
S
Þjóðleitihúsið :
JuBió og páfuglinn
eftféir Sean tÞ9€Jnsey.
Hávært kvenskass, drykk-'
feldur letingi og grobbari, blóð-
suga á honum með slagorð á
reiðum höndum, hugsjónamað-
ur, sem finnst hann hafi fórn-
að nógu, fjöllynd stúlkukind,
isem fellur fyrir spjátrungi og
spjátrungurinn sjálfur, smá-
smugulegir nábúar í fátæklegu
umhverfi, sem mótast af
drykkfeldni eiginmannsins og
annríki konunar. Þetta er
hversdagsleg mynd, hvorki
hlægileg né grátleg, en ívaf og
uppistaða leikritsins, sem Þjoð -
leikhúsið ,sýnir. að , þessu sinni.
Kynning írskra leikbólqnennta
hefði getað verið betri, og sagt
er, að svo hefði einnig getað
verið að því er varðar höíund-
inn sjálfan.
Áhorfendur voru fáir á
frumsýningu og í einhverri
fjarlægð frá leikendunum, sem
leiddi til lítils lófaklapps og
fagnaðarláta og er það nýjung.
Valur Gíslason ber leikinn
uppi í gervi Jack Boyles sjó-
mannsins, er sigldi „frá Mexi-
koflóa og suður til Hvítahafs-
ins“ og fékk fótagigt, ef hon-
um bauðst ærleg vinna, en eklti
seta ein á drykkjukrám. Val
hefur sjáanlega tekizt að skilja
:svo hlutverk sitt, að þar er
hvorki of né van, en vel með
allt farið í góðu gervi. Vegna
leikmeðferðar Vals einnar, og
geri menn ekki kröfur til
neinnar ,,skrautsýningar“, ættu
þeir að sjá leikrit þetta, sem vel
má heimfæra á daglegt líf í
allra þjóða umhverfi. Valur er
„páfuglinn", en Júnó, — sem
var fædd í júní og því kölluð
svo af eiginmanni sínum, —
var leikin af Arndísi Björns-
dóttur, vel sem heild, en með
nokkrum vanköntum, sem
slípast af við fleiri sýningar.
Júnó er langþreytt á eigin-
manninum og kvensvarkur í
þokkabót, og vissulega var hún
hrjúf í meðferð Arndísar
Björnsdóttur, einkum framan
af, en leikur hennar var með
miklum og góðum tilþrifum,
þótt slegið væri á ýmsa strengi,
og þá ekki sízt í leikslokin, er
móðurleg umhyggja leiðir til
fagurra fyrirheita og nýs lífs.
Baldvin Halldórsson leikur
Jonna, — son þeirra hjóna, sem
:misst hefur annan handlegginn
og fengið skot í mjöðmina fyrir
frelsi írlands og finnst hann
hafa fórnað nógu, þannig að
hann hafi þá einnig ráð á að
uppskera með hæfilegum svik-
um við. málstaðinn. En slíkur
tvískinnungur x-eynir á taug-
.arnar, sem eru fullþandar fynr
og. allt þetta tekst leikaranuin
!a
fgengiir nsjðg sanan.
St.liólmur. — Útflutnirigur
Svía á pappír og trjákvoðu var
mun minni á fyrstu 8 mánuðum
þessa árs en á sama tíma í
fyrra.
Minnkaði þessi útflutningur
um hvorki meira né minna en
650 millj. s. kr. Annar útflutn-
ingurinn var aðeins 96 millj.
kr. minni í ár en í fyrra. Hann
nam 5,4 milljörðum s. kr. (SIP)
vel að sýna í látæði og mál-
brigðum, þótt hann beiti rödd-
inni fulldjarflega miðað við
Míræft á morgun :
Sesselja Jóns-
Arndís Björndóttir og
Emilía Jónasdóttir.
þolið. Maríu, — dóttur hjón-
anna, — leikur Herdís Þor-
valdsdóttir fulldauflega í heild
og oft hefur henni áður tekizl.
betur. Sníkjudýrið Joxer Daly
leikur Lárus Pálsson, með sín-
um aðferðum og skilnipgi, sem
getur valdið ágreiningi, en er
verjanlegur. Hann hefur einnig
haft leikstjórn á hendi.
Regína Þórðardóttir, Ævar
Kvaran, Gestur Pálsson og
Robert Arnfinns.spn fara
þqkkalega með hlutverk sín,
sem eru frekar óveruleg og
reyna lítt á þolrifin, en önnur
hlutverk eru. minni og tæpast
umtalsverð,
Höfundur leikritsins er sízt
mildur í skilningi sínum á
mannfólkinu, og tekst að ganga
svo frá hverjum einstökum,
nema helzt Júnó, að. öll. samúð
með, persónunum rýkur út í
veður og, vind, Sálgreiningin
sýnir aumingjask.ap og yfir,-
borðshátt, öðru frekar, auk
trúgirni og hégómleika, leti
og framtaksleysis, sem á að
dylja með flótta frá lífinu, sem
leiðir til dauðaværðar drukk-
innamanna í leikslokin.
Þýðinguna hefur Lárus. Sig-
urbjörnsson annast, en það mun
hafa verið erfitt verk, enda
verður ekki sagt að málblærinn
sé í stíl höfundar, og á stöku
stað er heildin rofin og fer það
ekki allskostar vel. Kann þetta
þó að vera smekksatriði, enda
hefur Lárus vandað þýðinguna
•í heild, þótt enskt „slang“ sé
erfitt að þýða á venjulega ísr
lenzku.
K.G.
Holssföðum, Mýrum.
Níræð verður á morgun, 12.
okt., Sesselja Jónsdóttir, Hofs-
stöðum, Álftaneshreppi, Mýra-
sýslu.
Foreldrar Sesselju voru Jón
Iróndi Þorvaldsson 1 Einars-
nesi, Borgarhreppi, og kona
hans, Oddfríður Sigurðardótt-
ir. Fjögurra ára fluttist hún
með foreldrum sínum að Hofs-
stöðum og hefur átt þar heima
síðan.
Hún giftist 12. október 1891
Jóni Samúelssyni frá Knarrar-
nesi og hafa þau búið á Hofs-
stöðum í meifa en hálfa öld.
Börn þeirra eru Ólöf, kona
Sigurjóns fyrrum bónda og
oddvita að Álftárósi í sömu
sveit, og Friðjón, bóndi á Hofs-
stöðum. Fimm fósturbörn ólu
þau upp Sesselja og Jón. Eru
þessi háöldruðu dugnaðar- og
sæmdarhjón nú þrotin að
heilsu. — Sesselja er greindar
og mannkostakona, bókelsk og
fróð um margt. Fjölda margir
vinir þeirra hjóna munu senda
þeim hlýjar kveðjur á níræðis-
afmæli Sesselju á morgun.
Vinur.
„Haustrevyan"
fileypur af stokkunum.
f gærkyeldi var „Haust-
revýan 1952“ frumsýnd í Sjálf-
stæðishúsinu.
Skemmtiatriðin í revýunni
eru tveir stuttir gamanþættir
með Alfreð Andrésson og Har-
ald Á. Sigurðsson að aðalleik-
.endum, en auk þeirra Guðrúnu
ísleifsdóttur, Nínu Sveinsdótt-
ur, Guðrúnu Leósdóttur og Pál
Jónsson. Þá fluttu þeir Alfreð
og Haraldur ásamt Guðrúnu
Ásmundsdóttur stuttan sam-
talsþátt. með. bröndurum úr
bæjarlífinu og landsmálapóli-
tíkinni. Nína Sveinsdóttir og
Alfreð Andrésson sungu gam-
anvísur, dansparið Maud og
Jonny sýndu dansa og Manja
Mourier söng.
Langbezta atriðið á skemmti-
skránni var söngur Mourier,
' enda var það með hreinustu á-
gætum. Alfreð Andrésson gerir
líka sína hluti vel og hann er
það íágaður listamaður .að liann
getur með svip sínum og túlk-
un gert jafnvel lélegt efni og
bragðdausa brandara skemmti-
lega og hlægilega.
Fyrstu symfoníutónleikarnir verfta
næstkomandi þriftiudag.
Symfoniuhljómsveitin efnir
til fyrstu tónleika sinna á vetr-
inum þriðjudaginn næstkom-
andi í Þjóðleikhúsinu.
Þeir Jón Þórarinsson, for-
maður hljómsveitarinnar, gegði
blaðamönnum grein fyrir
starfsáætluninni o. fl. í gær,
á Hótel Borg, að viðstöddum
Kielland hljómsveitarstjóra.
Hefur verið æft af kappi
síðan um seinustu áramót, en
áður fóru fram æfingar fyrir
útvarp undir stjórn þeirra Ro-
berts Abrahams Ottossonar og
dr. Victors Urbansics.
Á tónleikunum á þriðjudag-
inn verður forleikur eftir Jón
Leifs — Minni Islands — tvö
hljómsveitarlög eftir Grieg, og
symfonia eftir Brahms, mikið
tónverk, flutt í fyrsta skipti
hér á landi. — Að þessu loknu
fær Kielland viku til hálfsmán-
aðar leyfi og fer til Parísar til
að stjórna þar tónleikum fræg-
ustu hljómsveitar Frakka. Er
Kielland kemur aftur verður
farið að æfa undir aðra sym-
fóníutónleikana, en þar kemur
fram cellóleikarinn frægi Erl.
Blöndal Bengtson. Þriðju tón-
leikarnir verða um mánaða-
mótin nóvember og desember
og lýkur með þeim starfinu á
þessu ári. Kielland mun og
stjórna útvarpstónleikum.
Þá er þess að geta, að ráð-
inn hefur verið að symfoniu-
hljómsveitinni fyrsti ,hornisti‘,
afburða snjall, sem hingað er
kominn frá óperunni í Graz í
Austurríki. — Er fengur að fá
hann, því að fyrsta hornista
hefur hljómsveitina vantað
síðan Lanzky-Otto fór.
J. Þ. kvað symfóniuhljóm-
sveitina eiga velvild og vin-
sældum að fagna yfirleitt og
vaxandi skilningi á hlutverki
hennar hjá ráðamönnum bæjar
og ríkis.
106 menn fórust.
Yfirstjórn brezku járnbraut-
anna hefur birt lokaskýrslu
um manntjón af völdum slyss-
ins í Harrow og Wheelstone
stöðvunum.
106 menn fórust. — 87 voru
enn í sjúkrahúsum, er síðast
fréttist.
skemmtir susin-
lendingum.
Nýr leikflokkur er í þann
veginn að fara á stúfana í því
skyni að sýna úti á Iands-
byggðinni nýtt leikrit eftir
Harald Á. Sigurðsson.
w
Leikflokkurinn nefnist
„Glaðir gestir“ og ber víst nafn
með rentu, því bæði er sagt að
leikritið sé skemmtilegt og svo
eru þetta einstaklega kátar og
aðlaðandi persónur sem fara
með hlutverkin.
I Leikritið heitir „Karólína
I snýr sér að leiklistinni“ og þeir
sem kannast við höfundinn gera
l sér að sjálfsögðu fulla grein
(fyrir því að þar er ekki um
neinn sorgarleik að ræða.
J „Glaðir gestir“ eru 6 að tölu,
þau Emelía Borg, Jóhanna
Hjaltalín, Sólveig Jóhanns-
dóttir, Lúðvík Hjaltason,
j Hjálmar Gíslason og Baldur
! Guðmundsson. Leikstjóri er
Emelía Jónasdóttir.
Hefur þessi glaðværi hópur
ákveðið að ferðast hér um Suð-
urlandsundirlendið og Suður-
nes og sýna Karólínu. Haraldar
á ýmsum stöðum, en fyrst í
Sandgerði á sunnudaginn kem-
ur. Verða þá tvær sýningar,
; sú fyrri kl. 5, en hin kl. 9. Ovíst
er hvort Karólína verður sýnd
í Reykjavík en hinsvegar á-
kveðið að sýna hana í Hgfnar-
firði seinna meir.
KVÚLÐjímkat.
Arndís Björnsdótir og Valur Gíslason,
SJÓMANNADAGSRÁÐ efn-
ir nú í þriðja sinn til kabarett-
sýninga í Austurbæjarbíó, og
verður ekki annað sagt en að
vel hafi til tekizt um val
skemmtikrafta að þessu sinni
ekki síður en fyrri daginn. —
Kabarettsýningar þessar eru nú
orðnar að heita má fastur liður
í skemmtanalífi höfuðstaðarins
og eru sýningar þessar vissu-
lega kærkomin tilbreytni í
bæjarlífinu.
❖ Það var ánægjulegt að
vera á frumsýningu kab-
arettsins í fyrradag. Fyrst og
fremst vegna þess, að sýnilegt
er, að forráðamenn kabaretts-
ins hafa ekki látið sér nægja
að fá hingað til landsins ein-
hverja annars eða þriðja flokks
skemmtikrafta, því að þeim er
löngu ljóst, að við íslendingar
eru orðnir vandlátir í þessum
efrium. En í annan stað er á-
nægjulegt, þegar fram koma
fslendingar, sem virðast standa
hinum erlendu listamönnum á
sporði að ýmsu leyti. Eg á þar
einkum við hinn snjalla munn-
, hörpumeistara og blístrara,
Ingþór Haraldsson. Ekki minn-
ist eg þess að hafa heyrt til
hans fyrr.
♦ Það liggur við, að segja
mætti, að hann gæti tekið
sér hið fornkveðna í munn: Eg
kom, eg sá, eg sigraði, svo góð-
ar voru viðtökurnar í fyrra-
kvöld. Þá er framkoma þessa
unga manns mjög til fyrir-
myndar í yfirlætisleysi sínu og
hógværð, og er sérlega
skemmtilegt að sjá slíkt. Segja
mætti mér, að eftirleiðis yrði
Ingþór eftirsóttur skemmti-
kraftur hér í Reykjavík.
❖ Ekki verður annað nreð
sanni sagt en að menn
fái nokkuð fyrir peningana, er
þeir sækja kabarettsýningu.
Sjómannadagsráðs. Sýningin er
löng, skemmtitariðin yfirleitt
mjög góð, sum glæsileg, en öll
ber hún með sér hressandi blæ
utan úr hinum stóra heimi fjöl-
listamanna. Og menn geta líka
minnzt þess, er menn sækja
þessar sýningar, að um leið
leggja þeir góðu málefni lið.
TliS. j