Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 1
42. árg.
gaáápp
249. tbl.
Föstudaginn 31. október 1952
Um 45© mysidir á
Æif/ett€ÍetM' <>a'sg
Ljósmyndasýning Ferðafé-
lags íslands vcrður opnuð í dag
kl. 6 í Listamannaskálanum.
Á sýningunni sjáifri er 'rösk-
lega hálft þriðja hundrað
mynda eftir 43 áhugaljósmynd-
ara, en auk þess verða ákveðn-
ir tímar á kvöldin sýndar lit-
skuggamyndir og hafa samtals
200 myndir borizt frá 12 sýn-
endum. Þannig ex-u um 450
myndir á sýningunni frá 50—60
áhugaljósmyndui'um.
Á sýningunni eru í sérstök-
'um flokki myndir frá nýstofn-
uðu félagi áhugaljósmyndara,
sem hefur búsetu í Hafnar.firði.
Er þar aðallega Um nýliða að
ræða á sviði ljósmýndatækn-
innar, en athyglisvert er hins-
vegar hve þetta unga félag hef
ur náð miklum tökum, er sýn-
'ir sig í viðleitni og hæfni með-
lima þess. Er augljóst að í
þessum hópi ei'u að rísa upp
nýir listamenn á sviði ljós-
myndatækninnar með nýstár-
leg viðhorf og örugga getu. Af
þessum mönnum má sýnilega
vænta mikils í framtíðinni.
í heild er sýningin ein hin
bezta, sem íslendingar hafa
efnt til á þessu sviði og marg-
ar myndirnar eru hrein lista-
verk, sem boðleg væru á al-
þjóðasýningum.
Sýnendur eru þessir: Anna
JÞórhallsdóttir, Ásgeir Long,
Björn Bergmann, Böðvar B.
Sigurðsson, Eyjólfur Halldórs-
son, Gísli Fr. Johnsen, Gísli
Gestsson, Gísli ísleifsson, Gísli
Jónsson, Guðbjartur Ásgeirs-
son, Guðjón B. Jónsson, Guð-
laugur Lárusson, Guðmundúr
Vilhjálmsson, Gunnar Ólafs-
son, Gunnar Pétursson og ann-
ár alnafni hans, Haraldur Teits
son, Helgi Haraldsson, Helgi
Kristófersson, Herdís Guð-
mundsson, Hjálmar Bárðarson,
Ingibjörg Ólafsdóttir, Jóhann
Þorsteinsson, Lárus Sigurgeirs-
son, Magnús Jóhannsson, Ólaf-
ur Guðmundsson, Ósvaldur
Knudsen, Óttar Kjartansson,
Páll Jónsson, Páll Sigurðsson,
Rafn Hafnfjörð, Ralph Hann-
am, Ríkarður A. Sigurðsson,
Sigfríður Níljóliníusdóttir, Sig-
urbjörn Þórðarson, Síbýl Ur-
bancic, S. Ragnar Guðmunds-
son, Stefán Nikulásson, Stein-
ar Guðmundsson, Trausti Th.
Óskarsson, Þorsteinn Ásgeirs-
son og Þorvaldur R. Jónsson.
Auk þessa senda litskugga-
myndir: Erlendur Einarsson,
Gísli Jónsson, Guðlaugur Lár-
usson, Gunnar Pétursson, Ósk-
ar Sigvaldason, Óttar Kjartans-
son, Sigui'ður Þórarinsson, Sig-
urjón Jónsson, Stefán Nikulás-
son, Steinar Guðmundsson,
Þorsteinn Ásgeii'sson og Þor-
varður R. Jónsson.
í dag á að verða lokið allri
slátrun á fjárskiptasvæðinu í
Rangárvallasýslu og Mýrdal.
Talið er, að slátrað verði um
30.000 fullorðnu fé, en um tölu
lamba verður ekki sagt að
stöddu.
Það er í 9 hreppum austan
Ytri-Rangár, sem allt fé
skorið niður, þar af eru 7 í
Rangárvallasýslu, og 2 í
dal, (Dyi-ahóla og Hvamms-
hreppur).
Farið verður í eftirleit um
afrétt þessara sveita og heima-
lönd smöluð. — Á fjárskipta-
svæði þessu á að vera sauðlaust
til haustsins 1953.
Fjöisöttur Varðarfundur í gær.
Piðiganenra i*æddea allalniál dagsins.
Sjálfstæðishúsið var þétt-
skipað áheyrendum, er Varðar-
fundur hófst þar kl. 8.30 í gær-
kveldi.
Fyrst fluttu ræður þingmenn
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vik, og tók Bjarni Benedikts-
son utanríkisráðherra fyrstur
til máls. Kom ráðherrann víða
við. Gat hann þess m. a., að
sýnilegt væri, að kosningar
væru ekki langt undan, með
því að ekki mætti milli sjá,
hver væri röskastur í fjáraust-
urskapphlaupinu af andstæð-
ingum sjálfstæðismanna. Loks
15 þúsund sviftir
London (AP). 15.000
voru sviftir ökuleyfi í
landi árið sem leið.
menn
Bret
Var það fyrir ýmis brot, sem
leiddi í ljós, að þeim var ekki
treystandi til þess að aka bii-
reið með hægilegri gætni.
Brot á umferðarréglum á
þjóðvegum jukust um 7 af
hundraði og vörðuðu 1400
fangelsisvist.
rseddi ráðherrann um varnar-
liðsmálin og rakti hræsnisaf-
stöðu kommúnista, sem þættust
berjast fyrir sjálfstæði og þjóð-
erni. — Björn Ólafsson ráð-
herra ræddi um iðnaðinn og við ,
skiþtamálin og lýsti fullum
stuðningi við heilbrigðan, ís-
lenzkan iðnað. Kristín L. Sig-
urðardóttir- flutti næst ræðu
um mæðralaun, ofdrykkju-
vandamálið og fleira, sem ekki
Sízt snertir húsmæðurnar. Jó-
hann Hafstein rakti ýmis þing-
mál, einkum í sambandi við
skatta- og húsnæðismál, en
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri ræddi um bæjarmál. —
Gerði hann þar grein fyrir frum
kvæði sjálfstæðismanna í hús-
býggingarmálum höfuðstaðar-
ins, en ræddi jafnframt at-
vinnumálin almennt. — Að
ræðum þessurn loknum voru
frjálsár umræður. Ræðumönn-
um öllum vár vel fagnað, en
fundúrinn var hinn ágætasti og
bar vott um samhug og festu.
Hér birtist mynd af kvikmyndadísinni Bunny Yeager í hlutverki
galdrarnornár, sem er að blanda töfradrykk í stórum potti.
Ekki verður sagt að nornin sé ægileg ásýndum, heldur miklu
fremur töfrandi.
Fjórir bátar hefja Sínuveiðar.
firæðir fékk röskar 3 lestir í fyrsta róðri.
Clæpir fara í vöxt í Bredandi.
Rætt um að þyngja ýms ákvæði hegningarlaga.
Einkaskeyti fró AP. —■
London í morgun.
Vaxandi glæpafaraldur í
Bretlandi veldur mönnum
miklum áhyggjum og hafa þessi
mál verið rædd á þingi nýlega
■og komið til orða, að þyngja
aftur ákvæði hegningarlaga um
ýmis afbrot, svo sem ofbeldis-
árásir og rón.
Það eru orðin tíðari afbrot en
áður, að setið er fyrir mönnum,
sem líklegt þykir að hafi á sér
peninga, eða flytja fé miili
stöfnana, og árásir á konur ;ru
tiðari en áður. Dómarar eru aú
farnir að dæma menn til þyngri
refsinga en áður fyrir öll slík
brot. í gær var kveðinn upp
dómur í Loridon yfir 2 mönn-
um, sem sannast hafði á áix
Voru þeir dæmdir í 12 ara
fangelsi hvor og bélt dómarinr
alvöruþrungna ræðu ýfir oðvum
þeirra, 26 ára gömlum rriánni,
og kvaðst aldrei á löng’am em-
bættisferli hafa kynnst afbrota-
ferils manns, sem væri eins
kaldrifjaður og samvizkulaus
glæpamaður. í Liverpool voru
4 ungir bófar, 17—19 ára að
aldri, dæmdir ,í fjögurra. ’ra
rangelsi fyrir rán.
Barízt heiftar-
i
Einkaskeyti frá AP. —
Feikna harðir bardagar voru
hóðir í gær á miðvígstöðvunum
í Kóreu, einkaniega um Leyni-
skyttu- og Þríhyrninga-hæð-
irnar.
Herflokkar Sameinuðu þjóð-
anna náðu á sitt vald stöðvum
efst á ÞríhymingahæðUm, eftir
að þær höfðu verið 12 sinnum
ýmist á valdi kommúnista eða
þeirra, á einum og sama sólar-
hringi. — Nokkru vestar, í
Þríhymingum, stökktu kom-
múnistum burt herflokkum
S.Þ. og einangruðu nokkra.
. -.—«-----—
Fyrstu Comet-flugvélinni,
sem fullsmíðuð er í Belfast
verksmiðjurn De Havilland fé-
lagsins, var flogið í gær.
Nokkrir bátar héðan frá Rvík
eru að hefja línuveiðar og fór
fyrsti báturinn, Græðir, í róður
í gær.
Var afli Græðis í þessum
fyrsta róðri röskar 3 lestir, sem
þykir sæmilegt á þessum tíma
árs, einkum þegar tekið er til—
lit til, að um fyrsta róður er að
ræða. Græðir hefur róið frá
Siglufirði síðan síldveiðunum
lauk, róðið á Skagagrunn og
síðar, en aflað lítið.
Aðrir bátar, sem byi'ja línu-
veiðar um þessar mundir eru
Svanur, sem nú er tilbúinn, og
fer í róður 1 kvöld, ef gefur á
sjó. Síðan eru Faxahorg og
Heimaklettur að búa sig á úti-
víðai', en aflað lítið.
Nokkrir smærri bátar, sém
stundað hafa handfæraveiðar
að undanförnu, hafa verið með
línubút með, svonefnda ýsulóð,
og fengið reytingsafla og hefur
hann glæðzt eftir því sem liðið
hefur á tímann.
Þorskanetabátar voru á sjó
í gær og var afli þeirra því nær
enginn, aðeins örfáir fiskar á
bát. Má búast víð að þeim veið-
um verði ekki haldið lengi á-
fram.
Vaxandi iand-
nemastranmur
til Kanaða.
Ottawa (AP). —Landnema-
straumurinn fró Evrópu fór
enn vaxandi ó árinu.
Fyrstu átta mánuði þessa árs
fluttust alls rúmlega 126 þús.
tnaiins til landsins, eri á sama
tima í fyíra'voru irinflytjéndur
tæplega 117 þúsund.
Fyrsta skóflustungan
á morgun.
Kl. 2 á morgun fer fram há-
tíðleg athöfn á lóð væntanlegs
dvalarheimilis sjómanna í Laug
arási, er fyrsta skóflustungau
verður stungin, og verkið þar
með hafið.
Björn Ólafsson, skipstjóri í
Mýrarhúsum, formaður bygg-
ingarnefndar, mún stinga
skóflustunguna og lýsa yfir því,
að verkið sé hafið. Þá mun
Henry Hálfdanarson, formaður
Sjómannadagsráðs, flytja ávarp.
Síðan tékur Ólafur Thors, sigl-
ingamálaráðherra, til máls, en
auk hans munu þeir flytja ræð-
ur, borgarstjórinn í Reykjavík,
Gunnar Thoroddsen og biskup-
inn yfir Íslandi, herra Sigur-
geir Sigúrðsson. Lokaorð flytur
Sigurjón Ólafsson, fyrrv. al-
þingismaður.