Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 4
VlS IB Föstudaginn 31. október 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hundrað ára afmælis barna- skóla Eyrarbakka mmnst með viihöfn. Austræn skurðgoðádýrkun. Þar, sem fáfræði er mest meðal almennings, hefur ávallt þótt góður siður, að taka þá menn í guðatölu, sem hafizt hafa til valda og stjórnað með harðýðgi. Hefur þessa einkum gætt í Austurlöndum og ekki hafa Rússar farið alveg varhluta í þessu efni. Frá því er Rasputin leið, sem um skeið var átrúnaðargcð rússnesku þjóðarinnar, hafa aðrir menn og valdameiri skípað sess hans, umvafðir geislabaug Marx-Lenin-Stalinismans í augum almennings. Mun þó núverandi einvaldi Ráðstjórnar- ríkjanna hafa komist einna næst því að vera tekinn í guðatölu í lifandi lífi, svo sem ljóðaskáld og rithöfundar lýsa fagurlega. íslendingum hefur aldrei verið sú list lagin, að falla fram og tilbiðja einstaklinga í lifanda lífi, og ýmsum hefur jafnvel þótt lítið til trúrækni okkar koma, þótt það sé ástæðulaust. Fáar þjóðir hafa verið trúrri páfdóminum, en jafnframt ör- uggari í lútherskum sið, en þeir, sem ekki hafa fundið þar fullnægju hafa leitað til ýmissa öfga og reynzt þar vel hlut- gegnir upp á norræna vísu. Marx-Lenin-Stalinisminn hefur átt nokkur ítök hér á landi og sanntrúaðri sálir munu vart finnan- legar, en þær sem hneygst hafa til slíks átrúnaðar. Þessu til sönnunar mætti nefna, að nokkrir íslenzkir menn hafa að undan- förnu dvalið austur í Moskva og setið þar við fótskör meistarans. Formaður íslenzku kommúnistaflokksins Brynjólfur Bjarna- son, hefur flutt ávarp á 19. þingi kommúnistaflökksins þar austur frá, sem verðskuldar nokkra athygli hér á landi. í ræð- unni lýsir hann yfir því, að íslenzki kommúnistaflokkurinn, sem hafi að baki sér 20 af hverju hundraði kjósenda, berjist gegn hinni amerísku heimsveldisstefnu og hafi þar forystuna. Há- marki hafi baráttan náð í átökum 30. marz 1949, sem fram fóru við Alþingishúsið sællar minningar, en það hafi aftur ieitt til þess að margir þátttakendur hafi verið fangelsaðir og leiddir fyrir rétt. í þessu sambandi er vert að minnast þess, að öll við- leitni sakborninga fyrir íslenzkum dómstólum, beindist að þ'ú fyrst og fremst, að afneita skipulagðri mótspyrnu á flOx.k;ins vegum, en nú stærir formaður kommúnistaflokksins sig af því austur í Moskva, að flokkurinn hafi staðið fyrir mótspy.nunni og ofbeldisaðgerðunum 30. marz. Brynjólfur Bjarnason lýsir ennfremur yfir því, að því að- eins geti íslenzki kommúnistaflokkurinn veitt amerískri heims- valdastefnu andstöðu, að hann njóti stuðnings þjóða, — og þá fyrst og fremst Ráðstjórnarríkjanna, — sem hafi á að skipa 600.000.000 manna, sem hafi brotist undan áþján heimsveidis- stefnunnar. Auk þess standi hinar mörgu milljónir stvíðandi verkalýðs auðvaldsríkjanna kommúnistamegin í baráttunni, og því aðeins geti hið fámenna, óvopnaða land okkar barist árang- ursríkri baráttu gegn stærsta ríki heimsveldisstefnunnar. Ræðu sína endaði Brynjólfur Bjarnason á þessa lund: „Lengi lifi hinn dýrðlegi kommúnistaflokkur Sovétríkjanna, brjóstvörn íriðar- ins, von hins undirokaða mannkyns. Lengi lifi hinn mikli i-;ið- togi hans, félagi Stalin.“ Segið þið svo að Brynjólfur hafi ákki fallið fram og tilbeðið, enda hlaut hann að launum lófatak, auk þess sem allir risu úr sætum fyrir Stalin (væntanlega) í ræðulokin. Svona fara þeir að því austur frá, en eitthvað cr þetta óskylt íslenzkri þjóðarsál. Almenningi kemur ekki á óvart, þótt íslenzkir kommúnistar séu dyggir í þjónustu við félaga Stalín og heimsveldisstefnu hans. Hitt er öllu furðulegra að foringi þeirra skuli stæra sig af afbrotum, sem flokkur hans hafi staðið fyrir en afneitað fyrir íslenzkum dómstólum. Slík tvöfeldni er tæpast réttlætanleg, og ætti að gefa efni til frekari rannsókna. Að vísu er vitað að einn af leiðtogum kommúnista, maður í málflutningsmanna- stétt, taldi viðeigandi á opinberum fundi, að hvetja flokksbræður -sína til að sýna íslenzkum dómstólum vanvirðu og segja þar ekki sannleikann frekar en hentað gæti málstaðnum. Austur í Moskvu er hinsvegar allt greiðara um játningar, og vekur það grun um að „sjálfstæðisbarátta“ íslenzkra kommúnistaflokks- ins hér heima fyrir sé ekki rekin af fullurn heilindum, heldur miklu frekar sé þar um að ræða þjónustu við þá heimsvelda- stefnu, sem öllu ræður í Evrópu austanverðri og seilzt hefur til áhrifa vestur fyrir álfuna miðja. íslenzkur almenningur mun líta svo á, að sjálfstæðisbar- átta þjóðarinnar verði háð með heppilegra móti en þjónustu við erlendan málstað og heimsvaldastefnu, en svo sem kunnugt «r hafa kommúnistar lýst yfir því og fylgt fram frá upphafi, að þeir stefni að heimsyfirráðum. Austur í Moskvu telur Brynjólfur Bjarnason einnig, að hjálpar og öryggis sé að leita til hinna kommúnistisku einræðisþjóða, sem hafi á að skipa ótölulegum mannfjölda. Felzt ekki í því nokkur viðurkenning ^f hálfu for.mannsins um þjónustusemi flokks háns? Minningarhátíð um 100 ára afmæli barnaskólans á Eyrar- bakka, fór fram laugardaginn 25. október sl., því þann dag voru rétt 100 ár liðin frá því að skólinn var settur fyrsta sinni. Kl. 1 e.h. fóru bifreiðar að streyma í þorpið, bæði einka- bílar og áætlunarbílar, og kl. 2 þegar hátíðin hófst í barna- skólanum, var álitið að um 200 aðkomumenn væru mættir. Allir hreppsbúar sem ekki voru önnum kafnir, voru þá sem óðast að mæta. í skólanum, sem og öðru sam- komustöðum hafði verið komið fyrir gjallarhornum, svo að það fólk sem ekki komst inn í hús- in, gætu notið þess sem fram færi. Veðrið var eins gott og frekast varð á kosið á þessum tíma árs, sólskin og hiti. Hátíðin hófst með því að kirkjukór Eyrarbakkakirkju söng eitt lag. Því næst tók formaður skólanefndar til máls, bauð alla viðstadda velkomna til hátíðarinnar, lýsti hana setta, og flutti því næst ræðu þar sem hann skýrði frá til- drögum að stofnun skólans, aldarhættinum er þá ríkti hér á landi, og sérstaklega í hérað- inu, og minntist síðast aðal- stofnenda skólans þeirra: Páls Ingimundarsonar prests að Gaulverjabæ, Þorleifs Kol- beinssonar hreppstjóra á Stóru-Háeyri og Guðmundar Thorgrímsens verzlunarstjóra á Eyrarbakka. Því næst flutti skólastjórinn Guðmundur Dan- íelsson ræðu um skólann í dag, og framtíð hans. Þessu næst fluttu þeir ræðu fræðslumála stjóri Helgi Elíasson og nám stjóri á suðurlandi Bjarni Jóns- son. Eftir ræðuhöldin sungu barnaskólabörn nokkur lög. Að loknum hátíðahöldunum í skólanum, var gengið í kirkju- garð sóknarinnar, og þar lagði formaður skólanefndar blóm- sveig á leiði Péturs Guðmunds- sonar skólastjóra, var blóm- sveigurinn frá skólanum og gömlum nemendum hans hér á Eyrarbakka. Annan blómsveig. á leiðið lagði biskupinn frá nemendum Péturs heitins í Reykjavík. Kl. 5 hófst guðsþjónusta í kirkjunni. mættu auk safnaðar- fólks og annara gesta Forseti Islands og biskup, sem að lok- inni guðsþjónustu fluttu ræð- ur í kirkjunni. Úr kirkju fóru svo boðsgetir til samkomu- hússins þar sem sest var að borðum og drukkið kaffi. Und- ir borðum voru fluttar ótal ræður, þar töluðu meðal ann- ara: séra Jóhann Briem prestur á Melstað, Helgi Hallgrímsson Rvk, Páll ísólfsson, Ingimai' Jóhannesson ftr. frú Elísabet Jónsdóttir Rvk., Maríus Ólafs- son Rvk., E. Ragnar Jónsson Rvk., A. Bergmann Rvk. og Ðagur Brynjólfsson, Selfossi. Kl. 91/2 hófst svo kvölddag skrá hátíðarhaldanna, með söng skólabarnanna. Því næst var samfeld dagskrá: 1. Fyrsti skólanefndarfundurinn 17. des. 1850, þar komu fram stofn endur skólans þeir: séra Páll Ingimundarson, Þorleifur Kol beinsson og Guðm. Thorgrím- sen, sem fluttu hvatningarræð ur um stofnun barnaskóla á Eyrarbakka., 2. Lesin ræða sem frú Eugenia Nielsen flutti á skólanefndarfundi um 1902, 3. Kafli úr ræðu Péturs Guð- mundssonar um 1892 og 4. Kafli úr ræðu Aðalsteins Sigmunds- sonar skólastj. um 1919. Því næst töluðu fjögur börn úr skólanum um viðhorf sitt til skólans og framtíðaróskir skólabarna, og þar næst flutti Guðmundur Þórarinsson kenn- ari kvæði. Hátíðin endaði með söng kirkjukórsins undir stjórn frú Ingibjargar Einarsdóttur. Skólanum bárust margar og veglegar gjafir, sem ýmist voru afhentar á hátíðinni, eða voru í smíðum en ekki tilbúnar enn, og verða afhentar síðar. Hátíðin tókst framúrskarandi vel. — Fréttaritari. — Nýtt tímarit hefur göngu. Nýlega hóf göngu sína hér í bænum nýtt og einkar snoturt tímarit, sem nefnist „Heimilis- blaðið Haukur“. Útgefandi ritsins er Blaða- útgáfan Haukur, en ritstjóri er Ingólfm- Kristjánsson blaða- maður við Alþýðublaðið. Þess má geta að fyrir rösk- lega hálfri öld hóf skemmtirit göngu sína hér á landi með þessu sama heiti og náði það geysi vinsældum meðal al- mennings. En hinsvegar háði það blaðinu þá hve fólksfæðiri var mikil í landinu og fólkið lítt aflögufært til bóka- og blaðakaupa. En nú er Haukur kominn aft- ur af stað og í nýjum búningi, smekklegum í hvívetna. Efní fyrsta blaðsins er m. a.: grein. eftir Björn Th. Björnsson um Leonardo da Vinci, smásaga sem nefnist: Er engum karl- manni hægt að treysta?, frá- saga um eiturlyfjanotkun, grein um stöðuval, grein um Alfre'ð Andrésson leikara, smásaga er nefnist „Tígrisdýrið í Hænu- vík“, önnur saga sem heitir „Hjúskapartilboð“, stutt sam- tal við blómadrottninguna nýju, Hebu Jónsdóttur, og auk þessa ýmsir stuttir þættir fyrir karla og konur, þrautir og skrítlur, auk framhaldssögu. Ritið er prýtt fjölda mynda og frágangur allur hinn smekk- legasti. Það er prentað í Ingólfs- prenti. Það á að koma út mán- aðarlega og er þetta fyrsta hefti yfir 40 bls. að stærð. BEBGMAL ♦ Það er gaman að fylgjast með áhuga barnanna, þegar fýrstu snjókornin falla á vet- urna. Þau lifna öll við, horfa með eftirvæntingu upp í loftið eftir meiri snjó, því nú á að búa til snókerlingar, ef nægilegur snjór fæst. Litlir snáðar fara þegar í stað út með sleðana sína, jafnvel þótt aðeins sá kom- in föl á jörð, og það kosti þá blátt áfram erfiði að draga þá eftir jörðinni. En samt er far- ið af stað, því athafnasemin er einkenni barnanna. Athafnasamir einstaklingar. Börnin eru athafnasöm, ef þau eru hraust, eins og kunnugt er, og ekki leið heldur á löngu, eftir að fyrsti snjórinn féll hér í bænum í fyrradag, en sjá mátti agnarlitlar snjókerlingar. Snjókoman var svo lítil, að hún gaf ekki efni til stórra, voldugra snjókerlinga, svo litlu snáð- arnir urðu að láta sér nægja dvergvaxnar að þessu sinni. Mér hitnaði um hjartarætur, er eg var á leið til vinnu og sá börnin að þessum leik. Mér varð hugsað til æskuáranna og hugsaði mér hve ólíkt væri nú meira gaman að geta staldrað við og byggt sér snjókerlingu, en að þurfa að setjast inn á skrifstofu. AnnaS viðhorf. Þegar menn verða fullorðnir er viðhorfið til þessarar vetrar- úrkomu dálítið öðru vísi, því þá rennur það upp fyrir mörg- um, að þeir hafa gleymt því að búa sig undir hana. Hún hefur í för með sér aukin útgjöld í dýrtíðinni, en ekkert dugar minna í snjókomu og meðfylgj- andi slapi en góður fótabúnað- ur. Það verður því oftast fyrsta hugsunin hjá þeim fullorðnu, að verða sér út um góðar skó- hlífar. Þannig er það að sýnum augum lítur hver á hlutina. Að spara seðlautgáfu. Mér datt til hugar í gær, er eg heyrði um það, að allir pen- ingaseðlarnir, sem komið höfðu inn við seðlaskipti eignakönn- unarinnar hefðu verið keyrðir inn í pappaverksmiðju hér og tættir þar sundur, hvort ekki hefði mátt gera meira úr þess- um seðlum fyrir ríkissjóð með því að nota þá aftur síðar. Vafa- laust er seðlaútgáfa mjög dýr, því í peningaseðlum er sérstak- lega vandaður pappír og prent- unin sjálfsagt dýrari en nokkur önnur. Það hefði mátt yfir- stimpla þá „í gildi“ eins og gert var við frímerki áður fyrr,. eða stimpla á þá nýtt ártal. Með því hefði sparast mikill kostn- aður, sem ný seðlaútgáfa hefir í för með sér, þegar að henni kemur. — kr. Gáta dagsins. Nr. 289. Hver er sú með svörtum vörum, satt og Iogið mál til lér, að só nú rétt í flestra förum, fátöluð, því mállaus er. Svar við gátu nr. 288: Blossinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.