Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 7
Föstudagirm 31. október 1952 VtSIfi THOMAS B. COSTAIN: Ei má sköpum renna. 26 inn Sosthéne, sonur de Salles markgreifa. Hann var ekki lengi að hafa fataskipti og birtist brátt í eldhúsdyrunum. Hann var gríðar mikill vexti og gildur, en herðamjór, og gerði það hann dálítið skoplegan, því að hann var mikill um sig og fæturnir gildir og luralegir. Hann var miklu eldri en Gabrielle, enda sonur de Salles af fyrra hjónabandi. Klæðnaður hans benti til, að hann væri afturhaldssamur mjög, en þeir, sem ályktuðu þannig fóru villir vegar, því að þótt hann virtist dálítið sljó- legur og silakeppslegur var hann vel gefinn, skarpskygn og at- hugull. „Vonandi eitthvað gott á borðum í kvöld?“ sagði hann. „Eins og höfðingjum hæfir,“ sagði Margot. „Þú þarft engu að kvíða, Sossy ,og mun maturinn bragðast þér vel.“ „En þú mátt ekki taka gíruglega til fæðunnar,“ sagði systir hans í viðvörunartón. „Antoine hefir fyrirskipun um, að við í fjölskyldunni fáum lítinn skammt.“ „Hefirðu verið heppiim í dag?“ spurði Margot. Hinn gildvaxni ungi maður svaraði: „Eg var viðstaddur hana- at. Og eg hefi -ekkert vit á víghönum, en í kvöld ætla eg' að spila „piuqet“ við náunga, sem þykist vera bezti spilamaður borgarinnar. Nú verður aðra sögu að segja, Margot litla, því get eg lofað þér. Það vinnur enginn á móti mér í „piquet“.“ Um leið og Sousthene fór sneri hann sér að systur sinni og bætti við: „í kvöld ætla eg að eta eins og eg þoli.“ Þegar þær höfðu lokið undirbúningsstörfunum flýtti Gabrielle sér bak við fyrirhengið til þess að hafa fataskipti. Svuntunni var hent í eina átt og kappanum í hina, en hvorttveggja greip Margot á lofti og klemmdi á snúrurnar. Gabrielle beygði sig snögglega og mjúklega niður til hálfs og á andartaki hafði hún smokrað af sér kjólnum, sem lág eins og hrúgald við fætur henni, og var þá ekki í öðru en næfurþunnum bol, sokkum og hinum venjulegu síðbuxum, en þær voru, eins og tízkan var urn þessar mundir, lítið annað en leggskjól, sem náði frá il að kné, og flauelssokkabönd um knén til þess að halda þeim uppi. Gabríelle horfði á blúndurnar sem á þær voru festar og hafð- ar til skrauts neðan pilsjaðarsins og mælti: „Æ, Margot, blúndurnar eru orðnar velktar, — mér mundi ekki detta í hug að vera í þessu, ef tízkan krefðist þess ekki, og frú Lebery heimtar að eg geri það sem sýningardama hennar. Hve oft hefirðu þvegið þær og sterkjað fyrir mig í vikunni?" „Þetta verður í níunda skipti.“ Gabrielle hristi höfuðið. „Mér þykir það leitt, barnið gott, en hvað getum við gert? Leiðinlegast er, að við förum í þetta^til þess að örva karlmenn- ina, en svo göngum við í svo síðum pilsum, að þeir fá ekkert að sjá. Eg held annars, að eg fari í uppháu sokkana mina í kvöld. Þeir eru miklu hlýrri og þægilegri.“ Hún fór úr sokkunum og dró á fætur sér aðra, sem skýldu lærunum eigi síður en fótleggjunum, og fjasaði áfram um tízk- una og frú Lebery, þar til Margot greip fram í og mælti um leið og hún horfði af aðdáun á hina grönnu, vel löguðu fótleggi hennar: „Hvað þú ert fallega vaxin, Gabrielle? Pleldurðu að eg verði nokkum tíma lík þér?“ Gríðarmikið pils úr vaxbornu mislitu, þunnu efni var nú bundið með blúndum um mittið með aðstoð Margot. Engar gjarðir voru í því, þar sem það var bannað í hirðsiðareglunum ensku, en franskir gestir urðu að sætta sig við að fylgja sið- venjum þótt þær væru ekki að þeirra skapi. í stað gjarða voru notaðar stinnar hvalbeinsflísar, svo að pilsið breiddi úr sér og sveigðist fagurlega með hverri hreyfingu eins og krínólinur eiga að gera. Yfir þetta pils var svo steypt öðru, sem var úr tyll-efni, með blúndum, fagurlega gerðum, og þar yfir kom hið þriðja, einnig úr tyll, skreytt skínandi silfurdoppum. Mar- got hélt á spegli fyrir framan Gabrielle, sem færði sig til, beygði sig eða tyllti sér á tá, til þess að reyna að sjá hvernig hún liti út og hvort allt færi vel, en þetta var erfiðleikum bund- ið, því að spegillinn var lítill. „Hann lítur furðu vel út,“ sagði hún og andvarpaði dálítið, „jafnvel þótt hann sé tveggja ára gamall. Veiztu það, Margot, að hvorki móðir mín né móðir þín þurftu að vera í sama kjólnum oftar en þrisvar. Það hefir verið alveg dásamlegt.“ Þjónninn kom æðandi inn um eldhúsdyrnar og sagði óvenju glaðlega: „Það er bara hann Antoine gamli.“ Og þegar hann gekk fram hjá fyrirhenginu bætti hann við: „Já, sá hvíti, ungfrú Gabrielle.“ Margot horfði á eftir honum og var nokkur grunsemd í svipnum. „Hann skyldi þó ekki hafa snuðrað uppi hvar eg geymi vínið. Eg verð víst að leita að nýjum felustað. Eg var að hugsa um kolabinginn, en það verður of erfitt að ná í það þar!“ — Allir voru komnir, er Frank kom um klukkan 6. Hann hafði verið lengur að búa sig en vanalega — og kannske mátti segja, að þetta hafi verið í fyrsta skipti á ævinni, sem hann hafði nokkrar áhyggjur í þessu efni. Hann var klæddur í silki- skyrtu með kögri á kraga og ermum, fjólubláu, flegnu vesti, og svörtum jakka með löfum, og fór þetta allt svo vel sem bezt varð á kosið. Spennurnar á skónum hans voru úr silfri og knjáhnapparnir á satin-stuttbuxunum, og hvítu sokkarnir féllu vel að leggjunum. Vart var sjáanlegt, er hann var svo búinn, að annað kné hans var dálítið hnýtt. Antoine, sem var dyravörður, tilkynnti komu hans hátíðlega, og Frank þokaði sér í áttina til húsráðanda, sem sat við arin- inn. De Salle markgreifi rétti honum titrandi hendina og mælti: „Eg býð yður velkominn, herra Ellery. Þetta er sonur minn.“ Hinn gildvaxni mögur ættarhöfðingjans hneigði sig lítið eitt, þar sem hann stóð við stól föður síns, og Frank var kynntur ýmsum, en gat ekki munað nein nöfn. Hann sá Gabrielle hinum enda salarins, þar sem langborðið hafði verið dúkað og allt reiðubúið. Hún stóð þar í hópi masandi, miðaldra kvenna, sem allar voru óspart málaðar og púðraðar, og hlaðnar skart- gripum, en það var aðeins í svip, sem hann sá þær — þær hurfu eins og í þoku, og hann sá aðeins hvítar, grannar axlir Gabri- elle. Dulrænav frásagnir Látmn læknir kemur tilhjálpar. Fyrir mörgum árum var Skafti Jósefsson ritstjóri Austra á skuldheimtuferð um Mel- rakkasléttu fyrir Gránufélagið á Akureyri og átti leið um Núpastíg milli Raufarhafnar og Núpasveitar, en svo illa tókst til, að hann féll af baki og togn- aði í fæti, svo að hann varð ekki ferðafær. Varð hann því að leggjast fyrir á bæ einum og var í þungu skapi um kvöldið út af atburði þessum, því að hann bjóst við að þurfa að liggja lengi farlama. Um nótt- ina, er Skafti var milli svefns og vöku, sá hann að hurðinni var hrundið upp, og kom þar inn maður. Þekkti Skafti þar Jósef lækni Skaftasen föður sinn, en hann var þá dáinn. Skaftasen gekk að rúmi Skafta, fletti fötum af fótum hans og fór Skaftasen því næst út aft- ur. Eftir það sofnaði Skafti til fulls. Nsesta morgun voru mest- öll sárindi úr fætinum, og Skafti svo hress, að hann gat haldið á- fram ferð sinni. (Eftir sögn Ingibjargar Skaftadóttur, en hún hafði eftir sögn Skafta sjálfs, föður síns. — Þjóðs. Ó. D.). „!Vú er Gísli BJörnsson látinn.44 Kveikt hafði verið á mörgum kertum og hinum unga Eng- lendingi fannst í svip, sem einhver Versalabragur væri þarna á öllu. Það sló bjarma á silfurborðbúnaðinn og á kristalsglösin, og munirnir í skápunum með glerhurðunum virtust enn fegurri og sjaldgæfari en er hann leit þá fyrst. Allir voru glaðir og hressir, flestir mösuðu saman, aðrir hlógu dátt, og þetta var í sannleika kliður sem hæfði glöðu samkvæmi. — Antoine, sem lokið hafði skyldustarfi sínu sem dyravörður, var horfinn. Hefði Frank mátt líta inn í önnur herbergi á hæðinni mundi það hafa vakið undrun hans yfir muninum, miklu meira en annara gesta, sem voru orðnir slíku vanir í langri útlegð. — Þegar hann hafði verið leiddur til sætis komst hann að raun um, að honum á aðra hönd sat hin gildasta hinna gildu, mið- aldra kvenna, sem umkringt höfðu Gabrielle, en á hina búldu- leitur, svarteygur klerkur. Ekkert hlé varð á viðræðum manna, þótt hægagangur væri á framreiðslunni, sem Antoine annáðist einn síns liðs. Og nú sneri hinn gildvaxni kirkjunnar maður sér að Frank og mælti: Gísli Björnsson, sonur síra Björns Þorvaldssonar, að Hoiti undir Eyjafjöllum, dó í latínu- skólanum í janúar 1876. — Lá hann veikur mjög í skólaspítal- anum, þegar þessi atburður gerðist, en menn hugðu þó, að brugðið gæti til beggja vona um sjúkdóm hans, enda var Gísli hraustbyggður mjög. Ein- ar H. Kvaran rithöfundur svaf þá á langaloftinu, sem svo var nefnt. Einn -morgun snemma vaknaði hann við það, að hon- um heyrðist vera sagt við sig: „Nú er Gísli Bjömsson dáinn.“ — Skömmu síðar kom Ari píka, dyravörður skólans, inn á loft- ið og sagði, að Gísli hefði dáið um nóttina. (Þjs. Ó. D.). TARZAW SZ69 Jerome og Jessíka tóku nú til fót-‘ anna, meðan dvergarnir voru sem • steini lostnir. En nú áttaði Rebega sig, og skipaði svo fyrir, að þau skyldu drepin. En Tarzan var í leyni og notaði boga sinn. Rebega féll dauður niður. Hann hélt áfram að skjóta af boga síhum, en Jerome og Jessíka héldu flóttanum áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.