Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 31. október 1952 VÍSIR 9 IHiifinitíl: sem lengstan tíma á árinu. frtires tilí. usn mnnsókn á fjreiðslugfetn utvinn uregunnu. Sex þingmenn Sjálfstæðis- flokksms bera fram á SÞ. til- lögu til þál. um rannsókn á greiðslugetu atvinnuveganna í samvinnu við samtök atvinnu- rekenda og launþega. Flm. eru Sigurður Bjarnason, Ingólfur Jónsson, Magnús Jóns- son, Jón Pálmason, Sigurður Ágústsson og Jónas Rafnar, en tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjóminni að láta fram fara rannsókn á greiðslugetu og af- komu aðalatvinnuvega þjóðar- innar með það fyrir augum að fá úr því skorið, hversu hár rekstrarkostnaður atvinnu- tækjanna megi vera til þess, að þeim verði h'aldið í gangi sem lengstan hluta hvers árs og þeir veiti sem varanlegasta atvinnu. Skal ríkisstjórnin leita að- stoðar og samvinnu við samtök launþega og atvinnurekenda um framkvæmd þessarar rann- sóknar, er skal lokið fyrir 1. nóvember árið 1953“. Greinargerð með till. er á þessa leið: Það er tilgangur þeirrar rann- sóknar, er hér er lagt til, að fram skuli fara, að komast að niðurstöðu um það, á hvern hátt megi tryggja atvinnu í landinu, þannig að slíkt samrýmist jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Til þess að svo megi verða, má rekstrarkostnaður fyrirtækj- anna ekki verða svo hár, að taprekstur hljótist af, því að af taprekstri leiði glundroða í fjár málalífinu, rýrnun framleiðslu- afkasta og lífskjara almennings. Rannsókninni er ætlað að sýna, hvern rekstrarkostnað hinar ýmsu greinar atvinnulífsins geta borið. Ef niðurstöðurnar sýna, að rekstrarkostnaður í sumum atvinnugreinum sé svo hár, að taprekstur sé óhjá- kvæmilegur, er eðlilegt, að lát- in sé fara fram framhaldsrann- sókn á því, með hvérju móti taprekstri verði forðað, hvort unnt sé að lækka einhverja kostnaðarliði eða hverjar ráð- stafanir aðrar séu tiltækilegar, til þess að tekjur hrökkvi fyrir útgöldum. Ef rannsóknin á hinn bóginn sýnir, að um verulegan ágóða sé að ræða í atvinnu- greininni, mundi eðhlegt, að hlutdeild vinnunnar í arði fyr- irtækisins yrði aukin með kaup- hækkunum eða á annan hátt. Það hefur orðið til þess að auka mjög á tortryggni í sam- skiptum atvinnurekenda og launþega, að allt hefur verið á huldu um, hvernig afkoma at- vinnuveganna væri. Niðurstöð- ur slíkrar rannsóknar sem þessarar ættu, er* þær liggja fyrir, að geta haft nokkur áhrif í þá átt að eyða slíkri tortryggni og stuðlað þannig að betri vinnufriði í landinu. Ekki alls fyrir löngu reit Einar Magnússon menntaskóla- kennari grein um tungumála- kennslu í íslenzkum skólum, og var greinin rituð vegna ummæla, sem höfð voru eftir frk. Ragnheiði Jónsdóttur, for- stöðukonu Kvennaskólans í Reykjavík. Álit hennar hafði verið, að danskan mætti gjarna þoka fyrir enskuimi, en Einar Magnússon áleit, að með því væri stefnt inn á hættulega braut. Fyrir því færði hann góð og gild rök. Það veigamesta í rökum hans tel eg það, að ef til þessa óhappaverks kæmi, þá væri högginn sundur sá streng- ur, sem sterklega tengir okkur þessum norrænu frændþjóðum, við mundum fjarlægjast þær í þann mund, sem þær hafa vaknað til skilnings á gildi norrænnar samvinnu og auk- inna kynna. Hvergi erlendis mæta íslendingar slíkum hlý- hug og vináttu sem á Norður- löndum. Til þeirra fornu menn- ingarlanda er margt að sækja, skilning á okkar eigin horfnu Það ætti ekki að vera ágrein- ingsmál, að megináherzlu beri að leggja á það í efnahagsmál- um þjóðarinnar, að atvinna megi vera næg og jöfn sem lengstan tíma af árinu. Slíkt verður þó ekki tryggt til lengd- ar, nema séð sé fyrir því, að ekki sé taprekstur i hinum mikil- vægustu atvinnúgreinum. Hafa ýmsar tillögur komið fram um það hér á landi og erlendis að finna einhvern grundvöll fyrii' vísitölu, er sýndi afkomu þjóð- arbúsins og atvinnuveganna, og yrði kaupgjald m. a. miðað við slíka vísitölu. Teljum við, flutningsmenn þessarar tillögu, einnig eðlilegt, að í sambandi við rannsókn þá, er hér er um að ræða, sé einnig athugað, hverjir möguleikar væru á út- reikningi slíkrar vísitölu og hvort hugsanlegt væri, að kaup- gjald yrði að einhverju eða öll leyti við hana miðað. Að sjálf- sögðu yrði um slíkt að hafa fullt samráð við hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, enda er gert ráð fyrir því, að fullt samráð sé við þau höfð um fyrirkomulag og framkvæmd þessarar rannsóknar. fortíð, traust á menningarlegu sjálfstæði í hútíð. Kennsla í einhverju norðurlandamálanna er því þjóð okkar nauðsyn — mér liggur við að segja sið- ferðisleg skylda. Hins vegar má um það deila, hvert málanna heppilegast væri að kenna. Það hefur verið hefðbundin venja að kenna dönskuna, sök- um hinna stjórnarfarslegu tengsla, sem voru milli íslands og Danmerkur og meðan þessi tvö lönd voru sambandsríki, var það ekki nema sjálfsagður kurteisisvottur að velja tungu sambandsþjóðarinnar fram yfir hin norðurlandamálin. Nú er pólitísku sambandi okkar við Danmörku slitið og er næsta furðulegt, að ekki skuli vera búið að lögskipa sænskuna í stað dönskunnar í skólum rík- isins, svo mjög sem leiðtogar þjóðarinnar hafa gjört sér far um að bæta alít skólafyrir- komulag á síðai'i árum. Þótt einstök orð í sænskunni geti á því við mig, hve einkennilegt það væri, að svo mikill fegurð- armunur væri á svo náskyldum málum, sænskunni og dönsk- unni, en sænskuna taldi hún meðal hinna hljómfegui'stu mála. Flestir íslendingar, sem tala dönsku, bera hana fram með íslenzkum hreim og fær hún þá mjög á sig norskan blæ. Þetta finnst dönskum engin danska, enda þótt málið sé að öðru leyti rétt talað. Það er al- kunna, að íslenzku skólafólki finnst danskan leiðinleg og læt- ur í ljós andúð gegn því námi. Eg er í engum vafa um það, að önnur mundi verða raunin á, ef sænskan yrði tekin upp í stað dönskunnar. Að vísu er málfræðin heldur þyngri, en flest kemur íslendingum þar svo kunnuglega fyrir, að námið veitist létt. íslenzkan veitir þar svo mikinn stuðning og varðar veginn svo eftirminnilega, að í vissum tilfellum hlýtur ís- lendingm'inn • að vera vissari um sænska stafsetningu en Sví- inn sjálfur. Auk þess eru sænskar bókmenntir miklu auð- ugri og stórbrotnari en dansk- ar. í menntaskólanum í Reykjavík hafa sænskar bækur verið notaðar við kennslu og sænskir söngvar kenndir þar í snögtímum, t. d. Glúntarnir eftir G. Wennerberg. Það gegnir því furðu, að sænsk- ur framburður skuli ekki vera kenndur í þeim skóla. í það út af fyrir sig þyrfti ekki að fara langur tími. Þetta hefur orðið til þess, að þeir söngvar, sem þar hafa verið kenndir, t. d. stúdentasöngurinn: Sjung om studentens lyckliga dag, hafa verið bornir fram á dansk- an hátt, og þótt lögin hafi verið flutt af þróttmiklum, hljóm- fögrum röddum, hafa erindin við þau oft og tíðum orðið að SUMAR FREGNIR segja, að rjúpnastofninn hafi stórlega aukizt, og er það auðvitað öll- um fagnaðarefni, sem unna fölskrúðugu dýralífi á íslandi. En jafnframt því, sem slíkar gleðifregnir berast, sjá bændur víða urn land sig nauðbeygða til þess að auglýsa í útvarpinu, að bannað sé að skjóta rjúpur í landi þeirra, en nú mun sá tími kominn, er skeleggir veiði- menn fara á stúfana til þess að una við hið dásamlega sport, sem það kvað vera að skjóta fugla. ♦ Annars hlýtur það að liggja í hlutarins eðli, að ástæðulaust sé fyrir bændur og landeigendur almennt að aug- lýsa sérstaklega, að óheimilt sé að stunda skotfimi og fugladráp í landi þeirra, því að til slíks þarf vitanlega alltaf leyfi. — Rjúpur er fyrirtaks matur, finnst mér og mörgum, en til þess að geta neytt þeirrar fæðu, þarf vitanlega að drepa íugl- inn fyrst, og samkvæmt því er ekkert við það að athuga, að menn geri sér ferð upp í ó- byggðir í því skyni að afla þess- arar fæðu. Vitibornu fólki dett- ur ekki í hug að amast við slíku. ♦ En það eru sportveiði- mennirnir svokölluðu, sem eru athugaverðir. Mér liggur við að segja, eins og einn kunningi minn: „Þetta er ekki ánalegum vanskapningum. Mér finnst að útvarpið ætti að ríða hér á vaðið og láta skoðana- könnun fara fram um það, hvort þar væri heldur óskað eftir kennslu í dönsku eða sænsku. Einar M. Jónsson. —.—* ..... • • OfBiig starfsemi Fél. ísl. Eeikara. Félag íslenzkra leikara hélt nýlega aðalfund sinn. Valur Gíslason, formaður þess, flutti skýrslu og greindi frá því helzta, sem gerzt hafði í félagsmálum á árinu. Nýjir samningar höfðu verið gerðir við útvarpið, og fólu þeir í sér allverulegar kjara- bætur fyrir leikara og leik- stjóra. Þrjár kvöldskemmtanir voru haldnar á árinu í Þjóð- leikhúsinu til ágóða fyrir styrktarsjóð, og voru þær mjög fjölsóttar, og þóttu takast ágætlega. Fimm félagar nutu utanfararstyks á árinu. Gjald-. keri lágði fram endurskoðaða, reikninga, og voru þeir sam- þykktir. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Valur Gíslason, formaður; Valdimar Helgason, ritari og Anna Guð- mundsdóttir, gjaldkeri. Vara- fonnaður var kosinn Haraldur Björnsson. Fimm nýjir félagar gengu í félagið á fundinum, og eru þeir nú alls 54, þar af tveir heiðurs- félagar, þau Gunnþórunn Hall- dórsdóttir og Friðfinnur Guð- jónsson. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI fólk, heldur manntegund", og þá vitanlega átt við sérstaklega hvimleiða tegund mannkindar- innar. Maður nokkur, sem sendi öðru blaði hér í bænum pistil í gær getur þess, að sumir stundi rjúpnaveiðar „sem íþrótt eins og annan veiðiskap". íþrótt er fallegt orð, sem gefur fögux fyr- irheit. Maður setur það venju- lega í samband við karl- mennsku, drenglyndi og fleiri göfuga eiginleika. En eg get ó- mögulega komið auga á neina karlmennsku eða drenglyndi í því að kúra bak við stein til þess að geta komist i færi við varnarlausan fugl og bana hon- um. ♦ Eg hefi einhvern tíma áð- ur minnzt á þessa viður- styggilegu drápfýsn, sem sumir eru haldnir af, og leyfa sér að nefna í sömu andránni og íþróttir, en mér finnst tíma- bært að endurtaka sumt af því nú, þegar þessi óþokkalega hvöt fer að hleypa fiðringi í byssu- mennina. Tómas Guðmundsson skáld fór ómjúkum orðum um. þessa „manntegund“ á fundi í. Stúdentafélagi Reykjavíkur í fyrra, og væri æskilegt að fá ræðu hans prentaða enn einu sinni (hún hefur víst einhvers staðar komið á prenti), til þess að sportfólkið getið séð framau í sjálft sig. ______í ■ ®s. í Þannig er nýjasta gerð hins ódýra þýzka alþýðuvagns. Verk- smiðjan í Wolfbui’g framleiðir nú 55ð slíka vagna á dag. komið okkur íslendingum dá- lítið kynduglega fyrir, er hún viðurkenr.d að vera eitt hið hljómfegursta mál, sem til er, „málmi skærra mál“, eins og Matthías kveður. Auk þess er sænskan útbreiddust norður- landamálanna. Hana tala þær sjö milljqnir, sem í Svíþjóð búa, og tíundi hluti allra íbúa Finn- lands eiga hana að móðurmáli sínu. Því nær allir Finnar skilja jiana einnig og tala. Með sænsk- |anni er einnig hægt að gjöra sig kiljanlegan í Danmörku og 'loregi, ekki síður en með jdönskunni í Svíþjóð, þar eð jiill þessi mál eru náskyld. ^Hljómblær dönskunnar lætur jekM vel í íslenzkum eyrum, íður en svo, og hinum frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum íinnst hann líka einkar ófagur. Kona ein ensk, sem eg kynntist í Kaupmannahöfn og gift var þar dönskum manni, hafði orð í r A að kenna dönsku eða sænsku í framhaldsskólum landsins. KVÖLDjsankai-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.