Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1952, Blaðsíða 2
VÍSIR Föstudaginn 31. október 1952 2' BÆJÁR frettir Föstudagur, Hitt og þetta Stórskipið „Elísabet drottn- ing“ fiutti nýlega fulltrúa .margra þjóða á þing S. Þ. í New York. I Southampton komu 6 brczkir fulltrúar á skipsfjöl, þar á meðal Sir Clif- ford Norton og frú hans, einn Tékki og einn Dani. I Cher- bourgh koma á skipið Rúss- arnir Vishinsky og Gromýko. Þá komu þar og á slcipsf jöl þrír Grikkir, 2 Tékkar í viðbót, 6. Pólverjar, 2 Iraqbúar, 1 Egypti og utanríkisráðherrann frá Euxemburg. • Svíi einri gerði sér glaðan dag er hann fór að heiman og loks þegar dimmt var orðið og hann orðinn all rykaður lagði hann af stað til þess að leggja á hestinn sinn, en náði þá í lcú í staðinn. „Hvaða herjans kuldi er þetta,“ tautaði liann. „Eru þá ekki eyrun frosin á merinni!“ Hann hafði rekizt á hornin á kúnni. Pat var hættulega veikur, og Mike kom í heimsókn til hans. Hann kleif upp í súðarkompuna til hans, og reyndi að stappa í hann stálinu. „Vertu óhræddur, lagsmaður," sagði hann. „Þú verður orðinn alheill, áður en þú veizt af því. Þú lifir í fimm- tíu ár enn.“ Eftir nokkra stund kvaddi Mike vin sinn hressilega og gekk til dyra. Um leið og hann gekk út fyrir, rak hann sig upp undir dyrastafinn. Þá varð hon- um að orði: „Það verður svei mér enginn leikur að koma lík- inu út úr herberginu." • Frú McTavish: „Sandy, hér koma gestir, sem ætla víst að fá að borða.“ McTavisli: „Fljót nú — öll út á tröppur með tannstöngla í höndunum!“ Cíhu Aimi íar.... Úr Vísi fyrrum: Rafmagnslaus varð bærinn með öllu í gær. Var það kent krapi, er setzt hafði í ristina í stíflugarði rafmagnsveitunnar, eins og venja er til í snöggum frostum. Var unnið að þvi í allan gærdag að hreirísa krapið af ristinni, en alltaf þvarr vatnið og ljósin dofnuðu í bæn- um, unz þar kom, að þar var ekkert Ijós. Síðustu fregnir frá stöðinni í gærkveldi, voru á þá leið, að engra bóta væri að vænta á þessu fyrr en í morg- unmálið. En í morgun var á- standið alveg það sama. Urðu margir þá til þess að hringja upp rafmagnsstöðina, og var nú svarað, að ekkert krap væri lengur á ristinni, en áin sjálf stífluð fyrir ofan efri veiði- mannahúsin, og væri nú verið að höggva hann upp. — í fyrra- vetur kom það nokkrum sinn- um fyrir, að krapastífla hljóþ í vatnsleiðsluna, eins og nú, eii hitt mun ekki hafa komið fyrir áður, að áin sjálf hafi stíflazt. Eru nú margir kvíðnir fyrir því, að það kunni að koma oftar fyrir í vetur, því að viðbúið er, að frost verði nú meiri en í fyrra. 31. okt. — 305. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, laugardag, kl. 10.45—12.15, í 3. hluta. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka á þriðjudaginn 4'. nóvember kl. 10—12 f. h. í síma 2781. Hljómleikar þeirra Marie Bryant söngkonu og Mike McKenzie píanóleikara og söngvara verða í Austurbæj- arbíói í kvöld kl. 11.15. Hús- fyllir var á hljómleikum þeirra í gærkveldi, og var þeim for- kunnar vel tekið. Þjóðleikhúsið sýnir Rekkjuna í kvöld kl. 8. Gamla bíó sýnir í kvöld hina frægu mynd Uppreisnina á Bounty, sem áður hefur verið sýnt hér við fá- dæma aðsókn og undirtektir. Charles Laughton þykir leika snilldarlega í þessari mynd, en Clark Gable þykir og liðtækur sem fyrr. Hvar ei-u skipin? . Eimskip: Brúarfoss er á Siglufirði. Dettifoss fór frá Rotterdam í fyrrad. til London og Reykjavíkur. Goðafoss er á Hjalteyri, fer þaðan til Ólafs- fjarðar og Austfjarða. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja og Breiða- fjarðarhafna. Reykjafoss er á Akranesi. Selfoss fór frá Leith 28. þ. m. til Gautaborgar, Ála- borgar og Bergen. Tröllafoss er í New York. Ríkisskip: Esja er á Aust- fjörðum á norðurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð- urleið. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun til Húnaflóahafna. Þyrill var á Sauðárkróki í gær HrcMgáta nr. /7S6 Lárétt: 1 Málmur, 5 nýting, 7 tónn, 9 verzlun, 11 brott, 13 fylking', 14 sveia, 16 frumefni, 17 fóðra, 19 dimmir. Lóðrétt: 1 Góðmálms, 2 sviptur, 3 glundroði, 4 menn, 6 hreinlætisathöfnin, 8 tímabils, 10 úr heyi, 12 hæstir, 15 jrödd, 18 sérhljóðar. Lausn á krossgátu nr. 1756: Lái'étt: 1 dóseht, 5 frí, 7 SP, 9 Nana, 11 kák, 13 Níl, 14 árna, 16 AA, 17 úlf, 19 garðinn. Lóðrétt: 1 diskana, 2 sf, 3 ern, 4 nían, 6 balar, 8 j>ár, 10 nía, 12 knúð, 15 Ali, 18 FN. á austurleið. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Baldur fór frá Rvík í gærkvöld til Króksfjarðamess. Skip SÍS: Hvassafell losar síld í Aabo. Arnarfell fór frá Fáskrúðsfirði 25. þ. m. áleiðis til Grikklands. Jökulfell lestar freðfisk fyrir Norðurlandi. H.f. Jöklar: Vatnajökull kem- ur væntanlega til Vestmanna- eyja í dag frá Álaborg og Ham- borg. Drangajökull fór hjá Belle Isle í fyrradag á leið til New York. Eimskipafél. Reykjavíkur h.f.: Katla er í Napoli. Útvarpið í kvöld: 20.30 Kvöldvaka: a) Síra Sigurður Einarsson flytur er- indi: Einangrun sveitanna. b) Útvarpskórinn syngur; Róbert A. Ottósson stjórnar (plötur). c) Þorsteinn Matthíasson kenn- ari flytur frásöguþátt: Á Strandafjörum. d) Benedikt Eyjólfsson frá Kaldrananesi á Ströndum kveður stökur. e) Andrés Björnsson les frásögu eftir Archibald Clark-Kerr: Andinn í Meyjarklaustri. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Désirée“, saga eftir Annemarie Selinko (Ragnheiður Hafstein) — XIII. 22.35 Tónleikar (plöt- ur). Heima er bezt, nóvemberheftið, er komið út. Efni er m. a.: Skammdegisróð- ur, eftir Magnús Jóhannsson; Þar fór illa silfrið hennar Siggu minnar, eftir Sigurjón frá Þor- geirsstöðum; Stóraborg; Eldur- inn í þjónustu mannkynsins; Kattaeyjan; í rökkrinu, eftir Þórarin Víking; Útilegumenn og útilegumannatrú; Meistarar miðaldanna; Vetur sezt að völd- um, eftir Jórunni Ólafsdóttui-; Barnið á árbakkanum; Hólm- göngur; Stúlkan og hreysikött- urinn; Herragarðsdraugurinn og fleira. Veðrið. Lægð yfir Grænlandshafi á hreyfingu norðaustur. Veður- horfur: Vaxandi suðaustan eða J sunan átt, hvassviðri og rign- ing upp úr hádeginu. Togararnir. Hvalfell og Pétur Halldórs- | son eru á leið til lándsins frá Danmörku. Pétur Halldórsson kom við í Englandi á heimleið til þess að taka olíu. Jón for- seti er á heimleið frá Þýzka- landi. Keflvíkingur er á útleíð. Geú' og Helgafell eru í slipp og Harðbakur á að fara í slipp. — Júní og Júlí eru á karfa- veiðum. Esso með 8 stig. Vísi hefir verið bent á, að sú villa hafi slæðzt í frásögn blaðsins af úrslitum í firma- keppninni á'dögimum, áð kapp- lið Esso hafi hlotið 8 stig,. en ekki 6, eins og þar. var. sagt. Esso-kapplíðið varð annað í röðinni í keppninni, en Héðins- menn fyrstir eins og fyrr getur. B.v. Marz er væntanlegur frá Græn- landí á þriðjúdag. Fer héðan til Esbjerg. Neptúnus og Úr- anus eru á saltifskveiðum við Grænland. — Surprise er á Karfaveiðum. Röðull er á fisk- veiðum fyrir Þýzkalandsmark- að. Bjarni riddari er að veiðum við Grænland. Ljósmyndasýning Ferðafélags íslands verður apnuð í Listamannaskálanum i kvöld kl. 6. ---*-—. -skAk- Tefld á Haustmóti T.R. 21. okt. 1952. Hvítt: Lárus Jóliannson. Svart: Guðjón M. Sigurðsson. 1. d2—d4 d7—d5 2. Rgl—f3 Rg8—f6 3. e2—e3 g7—g6 4. c2—c4 Bf8—g7 5. Rbl—c3 0—0 7. 0—0 c7—c5 8. d4—d5 a7—a6! 9. a2—a4 e7—e6 10. e3—e4 e6Xd5 11. e4Xd5 Bc8—g4 12. Be2Xc4 Rb8—d7 13. Hfl—el Rd7—b6 14. Bc4—a2 c5—c4 15. h2—h3 Bg4—f5 16. Rf3—e5 Rf6Xd5 17. Rc3Xd5 Rb6Xd5 18. Ba2Xc4 Rd5—b4? 19. DdlXd8?>) Ha8Xd8 20. Bcl—g5 Hd8—c8! 21. Hal—cl Rb4—c2! 22. Rc4Xf7 Hf8Xf7 23. Re5Xf7 Rc2Xel 24. HclXel Kg8Xf7 25. Hel—e?| Kf7—g8 26. He7Xb7 Bf5—e4 27. Hb7—b6 h7—h6 28.Bg5—-e3 Hc8—c6 29. Hb6—b8f Kg8—h7 30. b2—b4 Hc6—c4 31. f2—f3 Be4—c2 32. b4—b5 Hc4—a4 33. b5—b6 Bc2—d3? 34. Hb8—d8 Ha4—alf 35. Kgl—h2 Bd3—f5 36. b6—b7 Hal—bl 37. g2—g4 Bf5—e6 38. Hd8—e8 Be6—d5 Gefst upp. F.L hefur samstarf ¥ið 40 flugfélög. Flugfélag Islands hefur nú gert gagnkvæma farmiðasölu- samninga við næstum 40 flug- félög víða um heim. - Félagið hefur nýlega tekið að sér aðalsöluumboð hérlendis fyrir brezka flugfélagið BEA, og' selur miða þess samkvæmt reglum fjárhagsráðs um far- seðlasölu með erlendum flug- félögum. FI annast og móttöku varnings, sem á að flytjast með vélum BEA innan Evrópu. Bandaríkin krefja iússa um skaðabætur. New York (AP). — Banda- ríkjastjórn krefst bóta af Ráð- stjórninni fyíir flugvélina, sem skotin var niður fyrir 10 dögum fyrir norðan Japan. ■ f nýrri orðsehdingu er því algerlega heitáð, að flugvéiin haf i verið voþnuð, eins og Rússar hafa haldið fram, en þeir héldu því einnig fram, að hún hefði skotið á rússnesku orrustuflugvelarnar. í orðsend ingu Bandaríkj astjórnar segir, að þetta séu staðlausir stafirt 1) 18. —“—. Fram til þessa hafa átökin verið alljöfn, en hér var Rf6 betri leikur. 2) Gott var 19. D—b3 og svartur má alvarlega gá að sér. Ef t.d. 19 —'R—c2, þá RX f7f! Eðea ef 19. —D—e7 þá B—d2! — Ekki er létt að sjá hvernig svartur kemst lijá skakkaföllum, eftir hinn gerða leik er breytist viðhorfið þann- ig að nú er þáð hvítur, en ekki svartur, sem á örðugt með að losna úr klípunni og er nú líklegast ekki viðbjargandi. 3) 33. —“— Hér missir svart- ur þráðinn, gefur hvítum jafn- teflismörguleika, gott var B— f5. 4) Nú átti hvítur kost á jafn- tefli með K—f2, B—f5. 36. b6—b7. H—bl. 37. b7—bXD, HXb8. 38. HXb8, B—e5f. 39. B—f4, BXb8. 40. BXb8 og er þá komið í þekkta jafnteflis- stöðu með ósamlitum biskup- um. — Héðan af er voðinn vís þar sem hvítur getur nú ekki borið biskupinn fyrir skákina á e5. -----♦----- Jazzgestunum íagnað í Austur- bæjarbíói. Húsfyllir var á hljómleikun- um í Austurbæjarbíó í gær- kveldi, og fögnuðu áheyrendur ákaft beim, er þar komu fram, einkum hinum erlendu gestum, Marie Bryant söngkonu og Mike McKenzie, píanóleikara og söngvara. Marie Bryant er bandarísk, kunn fyrir söng sinn með hljómsveitum, en auk þess dansar hún, og kemur yfirleitt vel fyrir á sviði, enda vakti hún feikna hrifningu áhorf- enda. Flest lögin, sem hún söng, könnuðust menn við, og spillti það ekki ánægjunin.Mike McKenzie er geisidökkur, brezkur Afríkumaður, berst lítt á, þar sem hann situr við slag- hörpuna, leikur og syngur. Hann hefur ekki mikla rödd, en beitir hljóðnemanum þeim mun betur, er hann syngur einn, en auk þess sungu þau saman nokkur lög. Mike lék eitt lag, sem ekki telst til dæg- ur- eða jazzlaga, eftir De Falla, og fögnuðu menn því ekki síð- ur en Basin Street, Rum-Boo- gie og fleiri lögum. Rhythma-tríó Guðmundar R. Einarssonar aðstoðaði gest- ina, og gerði það vel, en svo mikill alvörubragur var á mannskapnum, að það var lík- ast því, sem væri hann stadd- ur í biðstofu tannlæknis. Þá kom og fram hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar og þokkalegur kvartett (Smára-kvartettinn), og íoks Dixieland-hljómsveit Þórarins Óskarssonar. Vakti stíll þessarar hljómsveitar mik- inn fögnuð, en til skamms tíma mun svonefndur Dixielandstíll ekki hafa átt upp á pallborðið hjá jazzmönnum. Svavar Gests kynnti atriðin, var röskur, og minnti helzt á sjónhverfinga- mann, en hefði getað látið ó- gert áð þakka háttvirtum á- heyrendum fyrir að þeir skyldi ekki hafa framið ólæti á hijóm- leikunum. Ókunnugt fólk gæti haldið, að slíkt væri alsiða við sííkr tækifæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.