Vísir - 04.12.1952, Blaðsíða 1
42. árg.
Finimtudagiinn 4. desember 1952.
279. tbl,
Hermenn S.Þ. í Kóreu nota mikið lögregluhunda til að hafa upp
á leyniskyttum. Myndin sýnir bandarískan hermann með einn
slíkan hund, sem virðist hafa fundið annarlegan þef, og her-
maðurinn á bágt með að fylgja honum eftir.
Kíakstöi fyiir allt landið
verður byggð við Elliðaár.
Ríki, Reykjavíkurbær og Stangarveiðifélag
Rvíkur standa sameiginlega að bygg-
ingu stöðvarinnarv
Á aðalfundi Stangarveiðifé-
lags Reykjavíkur sl. sunnudag
var mikið rætt um væntanlega
klakstöð, en nú virðist það
mál vera komið á þann rekspöl,
að búast má við framkvæmd-
um í því á næstunni.
Gert er ráð fyrir því, að rík-
ið, Reykj av íkurbær og Stangar-
veiðifélagið vinni saman að því
að hrinda málinu í fram-
kvæmd og er nú þegar kominn
á það nokkur skriður.
Klakstöðin er hugsuð við
Elliðaárnar og mun verða
byggt klakhús í sambandi við
rafveitustöðina. Er gert ráð
fyrir, að klakstöðin verði svo
stór, að hún fullnægi klakþörf
alls iandsins, og verða fiski-
Obreytt ástand í
verkfaHsmálunuin
Ekkert liefir gerzt í verk-
fallsmálunum í sambandi við
lausn deilunnar.
Undirnefndir deiluaðila komu
saman til fundar í gær, en þar
gerðist ekkert markvert. —
Hins vegar kom samninganefnd
verkalýðssamtakanna saman til
fundar í gærkveldi, og mun þá
hafa átt að ganga frá svari til
ríkisstjórnarinnar vegna bréfs
þess, er hún ritaði, og birt er
annars staðar í blaðinu í dag.
Ekki hafði verið gengið frá
svarinu, þegar Vísir vissi síð-
ast til, nokkru f.yrir hádegi í
dag.
Undirnefndirnar áttu að lcoma
saman til fundar kl. 2 í dag
með sáttasemjara.
stofnar fengnir úr ýmsum fleiri
ám en Elliðaánum, en síðan
verða seyðin flutt út um lands-
byggðina og væntanlega þá
bæði í bæði í lofti og á landi.
Veiðimálastjóri, Þór Guð-
jónsson, hefir veitt þessu máli
mikinn stuðning í orði og verki
og verið áhugasamur að hrinda
því í framkvæmd. Hann hefir
og gert ýmsar áætlanir varð-
andi byggingu og rekstur hinn-
ar fyrirhuguðu klakstöðvar við
Elliðaárnar.
Málið er að vísu á undirbún-
ingsstigi enn sem komið er, en
félagsstjórninni falið að vinna
að framgangi þess í samráði við
veiðimálastjóra og aðra þá, sem
hún kann að kveðja sér til full-
tingis og ráða.
Fráfarandi form. Stangar-
veiðifélagsins, Gunnar Möller,
skoraðist eindregið undan end-
urkosningu. í hans stað var
Særaundur Stefánsson kjörinn.
Meðstjórnendur eru Gunn-
björn Björnsson, varaform.;
Vig'gó Jónsson, ritari; Ólafui;
Þorsteinsson gjaldkeri og Ólaf-
ur Pálsson meðstjórnandi.
Birgir Kjaran
formaður Varðar.
Á aðalfundi landsmálafélags-
ins Varðar í gærkveldi var
Birgir Kjaran bæjarfulltrúi
kjörinn einum rómi formaður
félagsins, eftir að fyrrv. fonn.,
Ragnar Lárusson, hafði ein-
dregið skorast undan endur-
Fundurinn var mjög fjöl-
mennur og var í upphafi hans
börin upp og samþykkt. inn-
göngubeiðni 80 nýrra félaga.
Margar ræður voru fluttar og
meðal ræðumanna voru bæði
fráfarándi og svo hinn nýkjörni
formaður, ennfremur Bjarni
Benediktsson ráðherra, Fi’ið-
leiður Friðleifsson bifreiðarstj.,
Ólafur Thors ráðh. og Gunnax
Thoroddsen borgarstjóri
Lögðu allir ræðumenn ríka á-
herzlu á samheldni flokksins í
þeim erfiðleikum, sem nú ste^a
að þjóðfélaginu bæði innbyrðis
og að utan. Myndi sjálfstæðis-
stefnan vera líklegust til þess
að ráða fram úr vandamálun-
um.
í ræðu sinni minntist Ólafur
Thors ráðherra sérstaklega
Benedikts Sveinssonar, fyrrum
alþingismanns, er varð 75 ára
í fyrradag, þakkaði honum bar-
áttustörf hans í þágu sjálfstæð-
isbaráttu íslendinga og árnaði
honum allra heilla í framtíð-
inni. Voru þau hjónin, Benedikt
Sveinsson og Guðrún Péturs-
dóttir, hyllt af fundarmönnum.
í stjórn Varðar voru kosnir,
auk Birgis Kjaran, þeir Þor-
björn Jóhannesson, Björgvín
Frederiksen, Ragnar Lárusson,
Ólafur Pálsson og Friðrik Þor-
steinsson.
Alifuglapest komin
upp í Englandi.
London (AP). — Gripið
hefur verið til víðtækra varúð-
arráðstafana vegna skæðrar
alifuglapestar, sem hér hefir
komið upp.
Hún er skæðust í sveitunum
við Halifax, en hefur annars
komið upþ á 22 stöðum í 10
greifadæmum.
Heimdðliarfundur
í kvöld.
Heimdallur, félag ungra
sjálfstæðismanná, gengst fyrir
fundi í sjáífstæðishúsinu í kvöld
og verður þá rætt um kjaramál
launþega.
Verður það snið haft á fund-
inum að fjórir menn hafa þar
framsögu. þeir Björgvin Sig-
urðson, framkvæmdastj. Vinnu-
veitendasambandsins, próf. Ól-
afur Björnsson, form. BSRB,
Sigurjón Jónsson, sem á sæti í
stjórn ASÍ og Sverrir Júlíusson,
formaður LÍÚ. Jóhann Haístein
alþm. stjórnar samræðum þeim,
sem þarna fara fram, en gerí
er ráð fyrir, að menn laggi
fram fyrirspurnir að loknum
framsöguræðum.
Lífláínii* í gœr.
Kommúnistaleiðtogamir 11,
sem dæmir voru til lífláts í
Prag, voru hengdir þar í gær,
að því er segir í tilkynningu
dómsmálaráðherra Tékkósló-
vakiu.
Riíssar og lepprlkin eluangrui
í fangaskiptamálmu.
Visliinskj MBÍstóksí aö 's'éSa IvS»
ræðisþjóðit' ti.il fylgis við sig.
Einkaskeyti frá A.P. —
New York í morgun.
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna staðfesti í gær sam-
þykkt stjórnmálanefndarinnar
á indversku tillögunum með 54
atkvæðum gegn 5. Fulltrúi
þjóðernissinnastjórnarinnar
kínversku sat hjá. •
Fulltrúar kommúnista einir
greiddu atkvæði gegn tillögun-
um. Voru á fundinum fulltrúar
allra aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna og sýnir atkvæða-
greiðslan hver einhugur hefir
náðst um þá leið til samkomu-
lags, sem nú verður reynt að
fara, þar sem Vishinsky tókst
ekki að fá eina einustu þjóð til
fylgis við tillögui' Rússa, þeg-
Hlýindi rnn
land allt.
Frostlaust var um land allt
í morgun.
Hæg vestan og suðvestan átt.
er ríkjandi. Suðvestanlands er
lítils háttar súld og rigning á
Vestfjörðum, en úrkomulaust
á öllum austurhelmingi lands-
ins. Kaldast var 0 stig kl. 8 í
morgun á Möðrudal, en heitast
í Vestmannaeyjum 6 stig. —
Kl. 8 var hiti 4.6 sig í Rvk.
Danskt skip strandar
vi5 EngSand.
London (AP). — Danskur
fallbyssubátur strandaði í gær
á sandrifi við Great Yarmouth.
Björgunarbátur og heli-
kopter-flugvél björguðu 13 af
25 manna áhöfn. Þeir 12, sem
eftir vom í skipinu, voru ekki
taldir í mikilli hættu. Björgun-
araðstaða er þó erfið. Sjóir
gengu yfir skipið, er síðast
fréttist.
Hnippingar við
veitingastaði.
Smáhnippingar urðu í gær
við tvo veitingastaði bæjarins
út af verkfallságreiningi.
Voru þetta veitingastaðirnir
Central og Heitt og kalt en eig-
endur þeirra telja sér heimilt
að halda veitingastöðunum
opnum með því að vinna sjálí-
ir ásamt fjölskyldum sínum að
framleiðslu og veitingasölu. —
Verkfallsmenn leggja hins veg-
ar þann skilning í þetta mál,
að eigendunum sé því aðeins
héimilt að vinna að þessum
störfum að þeir hafi unnið að
þeim áður. Út af þessu spannst
deilan.
ar undanskildar eru hinar
kúguðu þjóðir í Austur-
Evrópu, sem verða að hlíta
t ' r
boði og banni Russa. Þratt fyrir
það, að fulltrúi Indlands breytti
tillögunum nokkuð til þess að
koma til móts við skoðanir
Rússa, hafði það engin áhrif á.
Vishinsky, sem taldi tillögur
indversku stjórnarinnar jafn ó-
aðgengilegar og áður.
Síðar. felldi allshei-jarþingið
tillögur Ráðstjórnarríkjanna um
stöðvun vopnaviðskipta þegar
og 11 þjóða fangaskilanefnd,
en það var til samræmis skoð-
unum Rússa um stöðvun vopna-
viðskipta, sem tillögunum var.
breytt, en ekki var hróflað við-
því grundvallaratriði, að engia
nauðungarafhending fanga
skyldi eiga sér stað.
Lester Pearson, forseti alls-
herjarþingsins, gerir nú ríkis-
stjórn N.-Kóreu og Peking-
stjórninni grein fyrir því, sem
gerst hefir og sendir þeirn ind-
versku tillögurnar, eins og
endanlega var frá þeim gengið,
og er þess vænst, að hann geti
skýrt allsherjarþinginu frá
undirtektunum áður en það
lýkur störfum.
Hafnfirzkir bátar
hætta veiðum.
Hafnfirzkir netabátar eru að
hætta og gugna á þeim veiðum
vegna þess hve afli hefir verið;
sáratregur frá upphafi.
Af f jórum bátum, sem stund-
að hafa veiðar með þorskanet,.
eru tveir hættir, Fagriklettur og
Illugi, en Villi og Jóhannes Ein-
arsson halda enn áfram, en bú-
izt er við að þeir hætti líka
bráðlega. Aflinn hefir verið oft-
,ast um lest í róðri.
Ef ekki hefði dregið til verk-
falls myndu línubátar að lík-
indum hafa byrjað róðra frá
Hafnarfirði, en nú getur orðið'
bið á því. Línubátar, sem veiða
fyrir fisksalana í Reykjavík,
hafa haft sæmilega afkomu.
Skotar hei&ra
Eisenhower.
Glasgów. (A.P.). —
Dwight D. Eisenhower hefir
fallizt á að vera heiðursfor-
seti í Fornleifa- og náttúru-
fræðafélagi Ayrshires. Hann
hefir áður verið heiðraður
af því skíri, því að hann á s
ævilangan íbúðarrétt í
Culzean-kastala vegna af-
reka sinna á stríðsórunum, .
og er þar af leiðandi einn ;
helzti borgari héraðsins. i