Vísir - 04.12.1952, Qupperneq 8
IrÆKN AR OG LYFJABÚÐIR
Vanti yður Iækni kl. 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Reykjavíkur Apóteki,'sími 1760
LJÓSATÍMI
bifreiða er 15,20 til 9,10.
Næst verður flóð í Reykjavík kl. 19,25.
Fimmíudagiinn 4. desember 1952.
4. dagur verkfallsins:
Um hval er eiginlega
verið al semja ?
Verkfallið hefur nú staðið síðan á mánudag, eða þrjá daga
þegar þetta er skrifað. Þó eru þegar farin að koma í ljós áhrif
þess á þann hátt, að einstakar vörutegundir eru að mestu upp-
seldar í verzlunum, svo sem smjörlíki, kaffi o. fl. En þetta mun
þó stafa aðallega a£ því að margir hafa sýnt talsverða van-
stiilingu í þessum efnum og hamstrað vörurnar. Er slíkt mjög
ámælisvert undir núverandi kringumstæðum. Ilér eru allir í
sama bót. Verkfallið bitnar á öllum jafnt hvað snertir dreifingu
nauðsynja. Ef einhver tekur til sín meira af eilnstökum vörum
en hann þarf nau,synlega að nota í svipinn, veldur það skorti
iijá öðrum, sem ef til vill skortir fé til að kaupa matarforða nema
frá degi til dags.
fc
Heyrzt hefur að verkfallið verði! látið ná til Keflavíkur-
flugvallar. Þar munu vera nú á annað þúsund manns við vel
launaða vinnu, Hér er um nokkuð sérstakar aðstæður að ræða
þár sem völlurinn undir bandarískri herstjórn. Kommúnistar
munu ekki harma það að allar framkvæmdir verði þar stöðvað-
ar nú. En ef svo verður gert, má búast við að ekki verði þörf
fýriir íslenzka verkamenn þar framvegis. Væri það mikið áfall
fýrir alia þá sem nú vinna þar að framkvæmdum og mundi
skapa varanlegt atvinnuleysi um skeið.
~fc
Vegna þeirra frétta sem birtast um verkfallið í blöðunum,
fteyrist nú oftast spurt: UM HVAÐ ER VERIÐ AÐ SEMJA?
Litið er sagt frá því sem gerist á fundum samninganefndanna
en víst er um það, að umræðurnar snúast nú lítið um kaup og
kjör, heldur senda nefndirnar út fyrirspurnir um hvaða áhrif
Mnar og aðrar ráðstafanir mundu hafa ef gerðar væri, svo sem
Jækkun farmgjalda, lækkun álagningar, lækkun skatta og
lækkun tolla. Upplýsingarnar taka Iangan tíma. En þegar þær
hafa fengist er samt eftir að leysa úr aðalvandamálinu. Er
þetta hægt? og hver á að borga brúsann? Á meðan þessu fer
fram þrengist óðum afkoma fólksins.
Hundur og köttur keppa
um L verðlaun í óperu.
FilhanuoiKÍuhljóiaijsveiáÍH í Ncw
Y®rk skemmtír börnnin.
F ílharmóníu-hl jómsveitin í
New York telur það ekki fyrir
neðan virðingu sína að
skémmta börnum.
Fyrir nokkru hafði hún til
dæmis frumsýningu á óperu
fyrir börn, þar sem efnið snýst
um það, hvort hundur eða
köttur fái fyrstu verðlaun á
sýningu slíkra dýra. Áheyr-
endur — börnin — áttu svo að
taka þátt í sýningunni á þann
veg* að fylgismenn hundsins
áttu að gelta á viðeigandi stöð-
um í óperunni, en kattarvin-
irnir áttu að mjálma, til þess
að styrkja málstað vinar síns.
New York Times taldi það
heldur ekki fyrir neðan virð-
ingu sína að skrifa næstum
hálfan dálk um óperu þessa,
þótt gagnrýnandinn tæki það
fram, að réttast hefði verið, að
einhver 10 ára gamall drengur
eða stúlka hefði verið fengin
til að skrifa dóm um skemmt-
unina, því að ekki hafi leikið
vafi á því, að óperan átti hug
áhorfenda allra. Tóku börnin
einnig hiklaust þátt í leiknum,
þegar til þess var ætlazt —
injálmuðu eða geltu, þegar við
Hætti að reykja
— tyggur bnappa.
Ensk hlöð segja það nýj-
asta af hertoganum af Ed-
inborg, að hann sé hættur að
reykja. Til þess að veita sér
styrk í haráttunni við tó-
bakið hefir hann tekið upp
á því að tyggja hnappa.
Hefir liann þó sagt, að kona
sín kunni illa við það, að
hann tyggi hnappana.
Þess má geta, að Elisabet
drottning reykir ekki, og
hefir bóndi hennar kannske
hugsað sér að verða bind-
indismaður að þessu leyti
eins og hún.
Póstur til Eng-
lands 6. des.
Athygli skal vakin á því, að
n.k. laugardag verður skipsferð
til Bretlands, og þá unnt að
koma pósti.
Póststofan væntir þess, að
fólk skili bréfum, og bögglum
ekki síðar en á morgun.
Vantraust rætt á
Bretaþingi í dag.
London (AP). — Síðdegis í
dag verður rætt í neðri mál-
stofu brezka þingsins um van-
traust á ríkisstjórnina.
Jafnaðarmenn bera fram
vantrauststillöguna og saka
stjórnina um ósæmilega til-
högun á afgreiðslu þingmálá.
átti.
Stjórnandi 'hljómsveitariim-
ar var að þessu sinni Igor Bu-
ketoff, og hafði hann lag á að
koma börnunum í gott skap.
Hann sneri sér til dæmis að
þeim og spurði: „Hvað kom
fyrir Hans og Grétu í skógin-
um?“ Börnin svöruðu: „Þau
villtustf“ Þá spurði Buketoff:
„Úr hverju var kofi nornar-
innar?“ „Úr sætabrauði,“ köll-
uðu börnin einum rómi — og
þar fram eftir götunum.
En meðal annara orða — get-
ur Þjóðleikhúsið ekki fengið
einhverja hugmynd - af þessu?
Fóstbræður efna
til samsöngs,
Karlakóriim Fóstbræður
efnir til samsöngva í dag og 7.
þ. m. í Þjóðleikhúsinu fyrir
styrktarfélaga kórsins.
Söngstjóri kórsins er Jón
Þórarinsson, tónskáld, ein-
söngvari Guðmundur Jónsson,
en Carl Billich og hljóðfæra-
leikarar úr symfónuhljósveit-
inni aðstoða með undirleik.
Landamæraskærur
í Tibet.
Bombay (AP). — Hinir frið-
sömu Tibetbúar eru farnir að
kenna á hernámi kínversku
kommúnistanna.
Fréttir hafa löngum verið
stopular frá Tibet, en þegar nú
berast fréttir þaðan er það oft-
ast frásagnir af átökum milli
hinna friðsömu bænda og
kínverskra hermanna. Nýlega
sagði stutt tilkynning frá því að
30 Tibetbúar og 10 kínverskir
rauðliðar hefðu fallið í landa-
mæraskærum.
Átök framundan innan komm-
únistaflokksins franska.
Flokkadeíldiniar Silýda ekki.
Hafís 60-70
m. frá Vest-
fjörðum.
Veðurstofunni bárust fregnir
í gær urn ísbreiðu, sem mun
vera 60—70 sjómílur út af
Vestfjörðum.
Hún er næst landi ut af
Barðanum og Skálavík. Fregn-
irnar voru frá íslenzkum tog-
ara og þýzka eftirlitsskipinu
Meerkatze, en þau voru þá um
50 mílur út af Vestfjörðum og
sást til ísbreiðunnar af skipun-
um. Vegna ríkjandi suðvest-
lægrar áttar á þessum slóðum
hefir ísinn færzt eítthvað nær
en vanalega á þessum tíma.
Brezk blöð hafa það eftir
fréttariturum sínum í París, að
ókyrrð sé talsverð innan
kommúnistaflokksins franska.
Þetta á rót sína að rekja til
þéss, að tveir af áhrifamönn-
um flokksins, Marty og Tillon,
fengu ádrepu hjá meirihluta
flokksstjórnarinnar, en báðp
ekki afsökunar opinberlega,
eins og af þeim var krafizt. Með
því móti gerðu þeir sig seka um
agabrot, sem þykir mjög ai-
varlegt í augum kommúnista,
en óhlýðni þeirra hefur gripið
um sig í flokksdeilunum úti um
landið. Er farið að bóla á þyí,
að menn setja þar hagsmuni
staðarins ofar flokkshagsmun-
um.
Átök eru talin framundan í
baráttunni um forustuna í
flokknum, því að þótt Maurice
Thorez komi aftur frá Moskvu
á næstunni, mun hann varla
geta verið meira en áhorfandi
að flokksstarfinu, því að hann
er enn sjúkur maður. í þeirri
baráttu kemur einnig til greina,
að ríkisstjórnin hefur hafið
málaferli gegn forsprökkum
kommúnista, og sakar þá um
undiróður, sem sé hættulegur
öryggi ríkisins.
Benda því öll sólarmerki til
þess, að tíðinda megi vænta úr
herbúðum franskra kommún-
ista á næstunni.
Flokksstjórnin hefur skipað
deildum flokksins úti um land
að fordæma Marty og Tillon,
en þær eru ófúsar- til þess.
Þannig hafa t. d. aðeins 30
deiídir af 500 í Róndalnum gert
þetta. Einkum mun Tillon hafa
sterk tök á flokksmönnum víða
um landið, síðan hann var for-
ingi baráttusveitar flokksins,
sem veittu Þjóðverjum viðnám
á stríðsárunum.
Fjárhagsáætiun
bæjarms lögð
fram í dag.
Fjárhagsáætlun fyrir Reykja-
víkurbæ verður lögð fyrir bæj-
arstjórnarfund í dag.
Niðurstöðutölur f járhagsáætl-
unarinnar eru að þessu sinni
103.4 millj. kr., en voru 94
millj. kr. á fjárhagsáætlun fyrir
yfirstandandi ár.
Samkvæmt áætluninni verða
útsvörin 86.8 millj. kr. í stað
82.9 millj. kr. á síðustu áætlun.
Fasteignagjöld hækka um
200%, eða úr 2,1 millj. kr. á
vfirstandandi ári upp í 6.6 millj.
krónur.
Arður af eignum bæjarins eru
áætlaðar 2.3 millj. kr. og 1.7
millj. kr. af rafmagnsveitu,
vatnsvéitu og hitaveitu.
Á gjaldalið krefst félagsmála-
starfsem'in mestra framlaga, eða
samtals röskar 30 millj. kr. til
gatnagerðar og umferðarmála
tæpar 14 millj. kr., til fræðslu-
mála tæpar 10 millj. kr. og á-
líka upphæð til heilbrigðismála,
en til lista, íþrótta og útiveru
röskar 4 millj. kr._
Afgangur á rekstursreikningi
eru áætlaðar 14,7 millj. kr. Af
því fé hyggst bærinn verja 11
millj. kr. til byggingafram-
kvæmda og 2 millj. kr. til á-
haldakaupa.
Ágæt kvöld-
skemmtun í Aust-
bæjarbíói.
f gærkveldi héldú íslenzkir
skemmtikraftar fjölhreytta
skemmtun í Austurbæjarbíó og
komu har fram allir helztu og
kunnustu hljómleikarar og
dægurlagasöngvarar.
Heildarsvipur kvöldskemmt-
unar íslenzku listamannanna
var góður og væri ástæða til
þess að hvetja þá til að efna
aftur til svipaðrar skemmtunar.
Hófst kvöldið með því að hljóm-
sveit Carl Billich, er kunn er úr
útvarpsþættinum „Undir ljúf-
um lögum“ lék þrjú lög. Síðan
söng Svanhvít Egilsdóttir tvö
lög, þá las Höskuldur Skagfjörð
upp kvæði eftir Tómas og 4.
þáttinn úr leikriti Davíðs,
„Gullna hliðinu“. Ingþór Har-
aldsson lék meistaralega á
munnhörþu, Sigrún Jónsdóttir
söng dægurlög, Gunnar Orms-
lev og félagar hans léku þrjú
lög, Karl Guðmundsson las upp,
Soffia Karsdóttir söng gaman-
visur, en kvöldinu lauk með
dægurlagasöng Hauks Mort-
hens.
Sjálfsagt mætti gagnrýna
ýms skemmtiatriði skemmti-
skránnar, en í heild verður ekki
annað sagt, en að skemmtunin
hafi tekizt vel, og því takmarki
náð að skemmta gestunum, sem
nær fylltu húsið.
Ekki fór þó hjá því að nokkr-
um drukknum götudrengjum
tókst að spilla einu atriðinu
verulega, en við það varð ekki
ráðið.
Allur ágóði skemmtunarinnar
rann til Krabbameinsfélags
Reykjavíkur. — Kynnir var
Svavar Gests.
Frá Abadan tíl Aden
London (AP). — Brezk-
íranska olíufélagið, sem Mossa-
degh hefur hrakið út úr Iran
er að hefja byggingu olíu-
hreinsunarstöðvar í Aden við
Rauðahaf.
Talið er að það muni taka
ekki skemur en tvö ár, að reisa
olíuhreinsunarstöðina, og verð-
ur bj’ggingarkostnaðurinn gií-
urlegur, milli 110—140 millj.
dollara. Afköstin verða þó að-
eins fimmti hluti þess. sem hægt
var. að afkasta í Abadanstöð-
inni..