Vísir - 04.12.1952, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 4. desember 1952. V.Í S I R
S 5 ' -
■, ■
1 TttOMAS B. 06STAEN:
i :
■ ■
i i
i Ei má sköpum renna. j
i I
s-------- 53 —■»--------------
týrabragur á öllu, en ábótinn sofnaði vært í hominu, sem hann
sat í, eftir að hann hafði maulað á ýmsu, sem hann haíði stungið
í vasa sína, áður en þau fóru.
Aldrei hafði Frank fundist Gabrielle fegurri. Hann varð að
gæta þess að segja ekki:
„Eg mundi fúslega fylgja þér á heimsenda".
Þunglyndis gætti í augum Margot, er hún horfði í augu Franks
og las hugsanir hans.
5.
Gistihúsið „Anvil and Torch“ var myrkri hulið, er vagninum
var ekið inn í húsagarðinn í úrhellisrigningu. — Eftir um
stundarfjórðungs barsmíðar og köll tókst að vekja gistihússtjór-
ann. Caradoc var ekki kominn — og hefði hann þó átf að vera
kominn fyrir góðri stundu, ef allt hefði verið eins og um var
talað.
„Við-neyðumst til að bíða hérna,“ sagði Frank við Gabrielle,
er hann kom aftur að vagninum, gegnblautur í fætur.'Hann
forðaðist að horfa í augu hennar. Hann sagði ökumanninum, að
tími væri kominn til að matast, og bað hann rétta niður matar-
körfuna. Ábótinn tók gíruglega til matarins, en hvorug stúlkn-
anna hafði nokkra matarlyst. Gabrielle lét sér nægja glas af
víni — hugur hennar var axmarsstaðar.
„Caradoc kemur þá ekki?“ sagði hún loks.
„Ef hann verður ekki kominn, þegar við förum, hlýtur hann
að ná okkur. Hann veit hvaða leið við fömm. En við skulum
nú bíða hér klukkustund eða svo. Hestarnir þarfnast hvíldar.“
„Eg hefi enga trú á, að hann komi.“
„Auðvitað kemur hann. Hann varaði mig við því, að hann
kynni að koma seint — það var þingfundur.“
„Það er víst fyrirmyndarstofnun þetta þing ykkar — eilífir
þingfundir. — En sakaðu mig ekki um vanþakklæti. Þú gætir
ætlað, að eg kynni ekki að meta að hafa þig í stað Caradocs. Eg
veit, að enginn gæti annast okkur betur en þú. Hvert förum
við?“
„Til lítils hafnarbæjar skammt hér frá. Þar verðum við ef
til vill að bíða eftir skipinu. Carr kemur áreiðanlega þangað.“
Enn var löng þögn.
„Eg er smeyk um, að þú komist í vandræði, þegar þú kemur
aftur til London?“ sagði Gabrielle.
„Það fellur enginn grunur á mig,“ sagði hann í léttum tón.
„Enginn sá okkur fara. Og hvað sem öllum grun líður er auð-
velt að bægja honum frá. Eg á nefnilega frænku, sem á heima
skammt hér frá — sem betur fer — og ef lögreglan spyr um
mig þá hefi eg farið til þess að heimsækja hana.“
„Francilea?“
„Já, og hún er talsvert lasin um þessar mundir og eg ætla
mér að heimsækja hana áður en eg hverf aftur til London.“
„Hún var í Towers þegar við vorum þar. Við ræddinn saman.
Og eg er farin að sjá, að hún hefur víst haft satt að mæla.“
En hún vék ekki að því hvað þær hefðu rætt og Frank vildi
ekki spyrja.
--------Brátt var lagt af stað. Ábótinn svaf í sínu hornii —
Gabrielle mókti annað veifið, en Margot gældi við kanarífugl-
inn eða horfði út í dimmuna og rigninguna.'
Frank hugsaði um hve heppilegt það hefði verið, að Caradoc
kom ekki, því að fyrir bragðið gat hann verið lieilan dag með
Gabrielle, en hann hafði ekki augun af henni þar sem hún sat
og mókti. „Hún er í hættu“, hugsaði hann, „og samt kemur
hann ekki til hennar, þrjóturinn“. Hann hugsaði til hans af
mikilli beiskju. Blessun sú, sem því fylgdi að vera elskaður af
slíkri konu, var hans — og hann kunni ekki að meta hana betur
en þetta.
„Þú elskar hana mjög heitt,“ sagði Margot lágt.
Frank varð þess nú var, að Margot haíði sennilega ekki haft
af honum augun — góða stund.
„Já, Margot, svo heitt, að mér mun finnast að öll heimsins
Ijós slokkni, þegar hún stígur á skipsfjöl. Lífið verður einskis
virði án hennar. Líttu á hve fögur hún er. Er það nokkur furða?“
Gabrielle opnaði allt í einu augun og sagði lágt:
„Þið voruð að tala um mig?“
„Já, eg,“ sagði Margot. „Það, sem eg hefi aldrei þorað að
segja þér.“
„Þú talaðir í miklum alvörutón.“
„Eg held ekki, að þér hefði mislíkað, þótt ég segði þetta —
mér var það léttir.“
Hún lagaði sig dálítið til og speglaði. sig. Andvarpaði svo
dálítið og mælti:
„Eg er rauðeygð. Um það hafið þið verið að tala?“
„Nei, ekki um það.“
„Jæja, Tobías bróðir, þú verður að reyna að vera dálítið
skemmtilegri, annars sofna eg.“
„Eg get að minnsta kosti sagt þér fréttir. Það er engu líkara
en að heldur en ekki hafi verið leikið á Napoleon.“
„Ef svo er munum við eiga erfiðleikum að mæta. Eftir það,
sem Sosthéne hefur gert getum við ekki búist við neinu góðu,
komist konungurinn aftur til valda.“
Henni virtist vera allórótt.
„Mér finnst næstum, að eg sé liðhlaupi, Frank.“
„Þú þarft engar áhyggjur að ala enn. Það þarf meira en einn
ósigur til þess að koma Napoleon á kné.“
-----Nálægt landamærum Surrey urðu þau fyrir þvi óhappi,
að öxull brotnaði, og það var ekki fyrr en að morgni næsta dags,
sem þau námu staðar við gistihúsið Elephant’s Head, en þar
fengu þau bað og hvíldu sig margar klukkustundir og því næst
ágæta máltíð. Og svo fóru þau Gabrielle og Frank til að skoða
sig um í bænum, sem var lítill fiskimannabær. Þau gengu upp
hæð eina, hönd í hendi. Er þangað kom tók Gabrielle þétt í
handlegg hans.
„Frank — hafið, það er í fyrsta skipti, sem eg lít það.“
Hann. horfði á hana með undrunarsvip.
„Það er furðulegt, að þú skulir ekki hafa ferðast meira,
Gabrielle“.
„Við vorum svo fátæk — eg hefi ekki farið neitt út úr Lon-
don, nema þegar eg fór til Towers“.
Hún horfði hugfangin út á sjóinn.
„Er Frakkland hér fyrir handan?“
’„Já, Dieppe mun vera í þessa átt.“
„Hve langt er það?“
„Sjötíu mílur — það sést til Frakklands frá Dover í heið-
skíru veðri.“
„Frakkland. Mig hefur dreymt svo oft um Frakkland. Skiptir
máli, nema að það es mitt land og þar á eg heima.“
„Eg skil þig mæta vel. England var fagurt — úr fjarska —
þegar eg hafði verið að heiman heilt ár.“
„Heim, hve dásamlegt," sagði Gabrielle. „Eg mun alltaf elska
England og aldrei gleyma vinum mínum þar, en eg er að fara
heim — loksins!“-
„Eg mun sakna þín, Gaby.“
„Þetta er ekki skilnaður að eilífu, Frank. Eg finn það á mér.
Við eigum eftir að hittast aftur. En hvar — og hvenær — það
veit eg ekki.“
Seinna um kvöldið ræddu þau frekara um Caradoc. Það var
hún, sem fór að tala um hann, eftir að þau höfðu gengið góða
stund niður hæðina, án þess að mæla orð af munni.
„Nú verðum við að spjalla um Caradoc", sagði hún. „Og eg
ætla a ðsegja þér allt af létta. Þegar eg fyrst kom auga á hann
stóð hann í austurenda ganganna við gluggann — og hann kom
IDuIrænav
frásagnir
I
Hnífurinn er í vasamim, t
Sumarið 1900 fór Jóhanrr
Jónsson á Ásnum á Gamla—
strönd í kaupstað og hafði.
vasahníf meðferðis, sem ekkf.
er frásöguvert. Þegar heim kom.
um kvöldið ætlaði hann að taka.
upp hnífinn til að borða með-
honum, en fann hann hvergi.
Leitaði hann í vösum sínum að:;
honum, en fann ekki. Hélt-
hami þá, að hnífurinn væri
týndur. Hugsað hann ekki.
frekai-a um þetta, háttaði og
sofnaði. Um nóttina dreymdi
hann, að maður kom á glugg-
ann og sagði: „Hnífurinn er i
vasanum“. — Um morguninn,.
þegar Jóhann vaknaði, mundi.
hann drauminn, og bað Guð—
rúnu konu sína, Jónsdóttur,.
að svipast eftir hnífnum í vös-
unum. Gjörði hún það, en fanrr.
ekki hnífinn. Næstu nótt.
dreymdi hann sama drauminn,
Leitaði hann þá sjálfur alls-
staðar í vösunum, en fann ekki.
að heldui’. Þriðju nóttina.
dreymir hann enn, að komið er
á gluggann og sagði: „Hnífurinn
er í vasanum“.
Hugði nú Jóhann, að þetta.
væri allt tóm vitleysa, og varð
ekki af leit í það sinn. Þess
verður að geta, að þegar Jó-
hann fór inn í kaupstaðinn,
hafði verið rigning og hann ver—
ið í olíukápu. En snemma um.
morguninn eftir að Jóhann kom
heim, hafði Friðgeir Jónsson.
frá Bakkagerði komið og fengið
kápuna lánaða. Skilaði hann.
kápunni nokkrum dögum
seinah og stóð þá heima, að
hnífur Jóhanns var í kápuvas-
anum. (Sögn síra Ðavíðs Guð-
mundssonar eftir Jóhann sjálf-
um fám dögum eftir atburðina,
— Þjóðs. Ó. D.).
MARGT A SAMA STAÐ*
BEZT A3 AUGLYSAI VlSf
'copT.lM9.E<le“
Dlstr. by 1
-a, nife ButronthJ.Jnc,—TTO.nec.w...
United Feature Syndicatc, Inc.
‘3Z09
iru
Rándýrið tók undir sig mörg og
mikil stökk, en gat ekki hrist Tarzan
af sér, sem beið með hníf í hendi.
Félagi Tarzans stóð og horfði á,
vopnlaus, og gat ekkert aðhafst. En
Tarzan léti sig ekki.
Hann lét' hnífinn stingast hvað
eftir annað á kaf í háls villidýrsins
og máttur þess þverraði óðum.
Þegar dýrið féll dautt niður stökk
Tarzan til hliðar og var ósár. Maður-
inn talaði til Tarzans.
12. Sunouqki.
1297
FARZA