Vísir - 04.12.1952, Qupperneq 4
VÍSIR
Fimmtudaginn 4. desember 1952.
wxsxxe.
dagblað
Ritstjóríir: Kristján G-uöiaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Er að vænta afturbata?
Yafalaust má deila fram og aftur um aðdraganda verkfalls
þess, sem nú er háð og hver eigi á því sökina. Verkfallið
er víðtækara en dæmi eru til um langt skeið, en það sannar,
að þótt rætur þess megi rekja að einhverju leyti til henti stefnu
stjórnarandstöðunnar vegna kosninga þeirra, sem í hönd fara
með vorinu, þá er þó grundvöllur fyrir hendi til að koma slíkum
áformum fram, með því að verkalýður og launþegar telja hag
sinn hafa verið skertan svo, að nauðsyn beri til úrbóta.
Alþingi hefur sjálft tengt afurðaverð og kaupgjald saman
með löggjöf, sem í verulegum atriðum er byggð á röngum
forsendum og óréttmætum. Af þessari löggjöf hafa leitt verð-
lagshækkanir og kauphækkanir til skiptis, auk þess sem vísi-
tala hefur tekið eðlilegum breytingum ársfjórðungslega síðasta
kjörtímabil. Öllum mátti vera ljóst, að einhverntíma hlaut
þetta að enda, með því að gjaldþoli atvinnurekstrarins eru
takmörk sett, enda verða kauphækkanir eða kjarabætur þá
ekki knúðar lengur fram. Á síðasta hausti hækkaði afurðaverð
landbúnaðarins svo sem lög stóðu til, en af hlaut að leiða
óánægju launþega. :;em nú hefur brotist út í verkfalli.
Vissulega er þao alvörumál, sem ekki verður skotið við
skollaéyrum, er verkamenn og launþegar leggja niður vinnu
sökum þess, að þeir telja atvinnuleysið betra, en neyðarkjör, sem
þessar stéttir telja sig búa við. Kaup- og kjaradeilur eru mál,
sem varða atvinnurekendur og verkþega, en slíkar deilur varða
einnig þjóðina alla og geta telft hagsmunum hennar í voða og
jafnvel öllu öryggi, ef svo vill verkast. Því er það ekki einkamál
atvinnurekenda og verkþega hvort atvinnulífið er lamað um
langa hríð eða skamma, heldur varðar það hagsmuni þjóðar-
heildarinnar og er þá jafnframt skylt að vinna að lausn deilunn-
ar með öllum tiltækilegum ráðum.
Samninganefndir atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna
sitja á rökstólum og ræða lausn málsins með vinsemd, enn sem
komið er. Hinsvegar verður almenningur að þola afleiðingar
þessa óheillaverkfalls alla stund, meðan samningsgerð er höfð
með höndum, auk þess sem nokkurn tíma tekur að atvinnulífið
komist í samt lag að verkfalli loknu. Viðbúnaður vegna yfir-
vofandi verkfalls kostar einnig fé og fyrirhöín, sem ástæða
er til að reikna með, þótt ýmsum virðíst yfirsjást slíkt óhag-
ræði, þegar vinnudeilur eru í uppsiglingu. Vegna almanna-
hags ber deiluaðilum, sem og því opinbera, að leggja allt kapp
á lausn deilunnar, enda getur allur dráttur í því efni leitt af
sér óbætanlegt tjón.
Kröfur verkalýðsfélaganna og annarra launþega beinast
gegn atvinnurekendum fyrst og fremst, en svo er að minnsta
kosti látið heita, að önnur lausn en kauphækkun komi til
greina, og virðist þá stefnt að því að kaupmáttur krónunnar
verði aukinn. Ef einhver alvara liggur þarna á bak við, virð-
dst svo sem verkalýðs og launþegasamtökin séu loks orðin að
því leyti reynzlunni ríkari, að þau leggi ekki lengur allt kapp
á að auka krónutöluna, heldur kaupmáttinn, svo sem einnig
er rétt og hin eina raunverulega kjarabót til langframa. Þegar
ennfremur er ljóst að atvinnureksturinn allur þolir ekki auknar
byrðar, virðist auðsætt að deiluaðilarnir sjálfir geti ekki leyst
ágreininginn, nema með opinberri fyrirgreiðslu á einhvern veg,
og mun viðhorfið aldrei hafa verið að því leyti Ijósara fyrr í
vinnudeilum. Úr því sem komið er þýðir ekki að sakast um
öfugþróun kaupgjalds og verðlagsmálanna í einn áratug, sem
loks hefur endað í verkfalli og kyrrstöðu. Það' sem máli skiptir
er lausn málsins, sem jafnframt hlýtur að fela í sér vísi að
afturbata, sem þjóðin í heild þarfnast eftir taugaþenslu gull-
æðis styrjaldaráranna. í -þessari deilu á þjóðin að sigra, en
launþegar og atvinnurekendur mega eiga alla hina ,,sigrrana!‘,
sem unnist hafa í vinnudeilum síðasta áratuginn.
Stjórnín óskar aftur, aó
verkfailmu verði frestað.
Vinnnstöðvnn ónauðsynle<> nicðan
UDibediit atbugun fer frani.
Vísi barst síðdegis í gær svo-
hljóðandi tilkynning frá for-
sætisráðuneytinu.
Reykjavík 2. des. 1952.
„R'íkisstjórnin hefur í dag
ritað samninganefnd verkalýðs-
félaganna svofellt bréf:
Ríkisstjórninni hefur borizt
bréf yðar, dagsett í gær. Þótt
fátt nýtt komi fram, þykir sami
rétt að benda á eftirfarandi:
Þér segið í bréfinu:
„f bréfi yðar, dags. 28. þ. m ,
var gefinn kostur á að láta sér-
fræðinga athuga uppástungur
vorar og ennfremur afkomu
ríkisins, fjárhagshorfur þess,
greiðslugetu atvinnuveganna o.
f 1., — allt saman að því til-
skildu, að vér frestum verkt’alli
meðan á rannsóknarstarfinu
stæði. Þessari verkfallsfrestun
um óákveðinn tíma synjaði íul1.-
trúanefnd verkalýðsfélaganna,
þar sem allt benti til, að hæst-
virt ríkisstjórn hugsaði sér víð-
tæka rannsókn, sem gæti tekið
langan tíma.“
Vegna þessara ummæla í
bréfi yðar vill ríkisstjórnin
benda á með tilvísun til bréfs
síns, dags. 28. nóvember s. 1. og
bréfs yðar, dags. 29. s. m., að
þér synjið skilyrðislaust um
frestun verkfallsins. Það var
einmitt þessi skilyrð'islausa
synjun yðar um frest á verkfall-
inu, sem kom ríkisstjórninni
mjög á óvart og varð til þess,
að hún leit svo á, að þér vær-
uð algerlega staðráðnir í að
láta verkfallið koma til fram-
kvæmda, hvað sem öllum at-
hugunum liði.
Nú hefur sáttasemjari í dag
komið á fund ríkisstjórnarinn-
ar með allmargar fyrirspurnir
frá yður varðandi fjárhags- og
atvinnumál, sem óskað er eftir
að ríkisstjórnin hlutist til um
að svarað' verði. Hefur þegar
verið séð um, að sérfróðir menn
um þessi efni veiti umbeðnar
upplýsingar fyrir milligöngu
sáttasemjara.
Ýmis þau atriði, sem um er
spurt, eru á þann veg, að nokk-
urn tíma þarf til að rannsaka
þau. Virðist ríkisstjórninni ó-
nauðsynlegt að láta margar þús-
undir manna vera í verkfalli,
sjálfurii sér og þjóðfélaginu til
tjóns, meðan ransókn sú, sem
um er beðið af yðar hálfu, fer
fram. '
Vill ríkisstjórnin því enn á
ný leita eftir því, að verkfall-
inu verði frestað þann tíma,
sem deiluaðilar og ríkisstjórn-
in kynnu að koma sér saman
um, meðan áðurnefnd rannsókn
fer fram og aðrar athuganir, er
áhrif kunna að geta haft á lausn
deilunnar.
Steingrímur Steinþórsson
(sgin).
Birgir Thorlacius
(sgin).
Samsöngur Fóstbræðra.
Karlakórinn Fóstbræður hélt
fallega og að ýmsu leyti ó-
venjulega söngskemmtun í
fyrrakvöld undir stjórn Jóns
Þórarinssonar, með aðstoð
Carls Bijlichs, Guðm. Jónssonar
og sjö blásara úr Sinfóníusveit-
iijni. Til nýbreytni var óvenju -
legt efnisval og aðstoð liinna
ágætu tónlistarmanna.
Á efnisskránni voru þrjú
finnsk lög, tvö eftir Kuula og
eitt eftir Sibelius, skozka þjóð-
lagið „Loch Lomond“, raddsett
af Vaughan Williams, „Land-
kjenning“ Griegs, sálmur eftir
Schubert, tvö lög eftir Schu-
mann, söngvasyrpá eftir Bell-
man, „Ó, blessuð vertu sumar-
sol“ eftir Svb. Sveinbjörnsson
og „Einum unni ég manninum“,
raddsett af Þórarni Jónssyni.
Söng Guðmundur einsöng i
skozka laginu og „Landkjenn-
ing“ og tókst afburða vel. Sann-
aði hann enn einu sinni, hver
listamaður hann er, ekki ein-
ungis að því er snertir radd-
styrk og fegurð, heldur engu
síður með tilliti til söngvísi. í
Griegs-laginu aðstoðaði Billich
af smekkvísi og öruggu valdi
á hljóðfærinu.
í sálmalagi Schuberts og Bell-
mans-syrpunni lék blásarakór-
inn með, svo að unun var á að
hlýða. í sálminum kom einnig
fram sólókvartett, vel sam-
vís. Hámarki náði konsertinn í
meðferð kórs og hljóðfæraleik-
ara á hinum sígildu „rókókó“-
sönglögum Bellmans, sem kór-
inn varð að endurtaka.
Söngkórinn, Jóri Þórarinsson,
hefur ekki brugðizt þeim von-
um, sem kórfélagar hafa gert
sér um hann sem verðugan eft-
irmann Jóns Halldórssonar.
Kemur smekkvísi hans og fróð-
leikur hvarvetna fram, svo að
fram er sótt, án þess að góðum
erfðum sé á glæ kastað. Hef-
ur kórinn enn tekið framförum
undir stjórn hans, svo að vand-
fundnir munu jafngóðir kórar
með jöfnum aðstæðum.
Skemmtunin verður væntan-
lega oft endurtekin.
B. G.
Æ wnerískat*
rörur
Unglingaúlpur vatteraðar,
gaberdine skyrtur, herra
sportskyrtur, myndabolir,
kvenpeysur, kvenbuxur
mikið úrval, nylonsokkar
kr. 34,50, myndaveski, dúkk-
ur og fleira nýkomið.
JVatið tœki-
fa&w'ið
kaupið ódýra lampa og ljósa-
krónur meðan eitthvað er til.
Raflampagerðin
Suðurgötu 3. Sími 1926.
BERGMAL >
Almennt öryggl.
Oamningar hafa tekist um að sjúklingum og börnum verði
^ fryggð mjólk, meðan á verkfalli stendur. Sjúki-ahúsin
verða einnig starfrækt. Hinsvegar er óvíst um hvort sjúkra-
ílutningum verður komið við, þótt líf liggi við. Samkvæmt
gildandi hegningarlögum varðar refsingu, ef menn stofna lífi
annarra í voða með aðgerðum eða aðgerðaleysi, en vinnumála-
löggjöfin gefur þessu engan gaum. Starfsfólk á sjúkrahúsum
getur gert verkfall, ef því sýnist svo, án þess að það baki sér
nokkra ábyrgð. Þannig mætti lengi telja, því til sönnunar að
lífi og heilsa almennings er lítils virði í vinnudeilum. Væri
ekki ástæða til að endurskoða slíka vinnumálalöggjöf, þótt
verkfallsrétturinn væri jafnframt tryggður.
Þótt verkfallið sé nú aðeins
á fjórða degi er mörg húsmóð-
irin orðin þungbrýn yfir því,
kve miklum erfiðleikum það
veldur henni. í: gær var það
mjólkin, sem kvenfólkið sakn-
aði mest, en í dag er það smjör-
líkið, því nú er bærinn nær
smjörlíkislaus, að' því er full-
yrt er. Nú hafa tekizt samning-
ar um að mjólk verði seld í
bænum, einir 8 þús. lítrar, til
barna og sjúklinga. En ekki er
sopið kálið, þótt í ausuna sé
komið, því sala mjólkur er að-
eins á íáum stöðum, og veldur
fyrirkomulagið miklum tíma-
töfum fyrir húsmóður, sem
varla má frá heimilinu fara.
Við þessu vérður þó ekkert
gert.
Þurt
brauð.
Bráðum verða menn að sætta
sig við að eta brauðið sitt án
þess að hafa viðbit, því það litla
smjörlíki, sem til var í verzlun-
um, mun vera nær uppselt, og
sumar verzlanir eiga ekkert
lengur. Ennfremur munu
bii-gðir hafa verið mjög litlar
hjá smjörlíkisgerðum, um það
leyti er verkfallið hófst, svo
enginn vegur var fyrir
kaupmenn að birgja sig upp
með það. Og þó eru ótalin
mestu vandræðin, en þau steðja
auðvitað að þeim heimilum, þar
sem fyrirvinna hefir enga
vinnu vegna verkfallsins. Það
er því von allra, að allt verði
gert til þess að verkfallið verði
sem fyrst leyst.
Veitingahúsum
lokað.
Eins og rætt var í Bergmáli
í fyrradag eiga nú margh' ein-
hleypir, sem fáa ættingja eiga
eða engan hér í bæ, erfitt um
vúk. Allflest veitingahús eru
lokuð vegna verkfalls starfs-
fólks, og því nær ómögulegt að
fá nokkurs staðar matarbita. Þó
hafa nokkrir veitingamenn
mat, en þeim einum hefir verið
leyft það, sem sjálfir höfðu áður
unnið að staðáldri við fram-
reiðslu eða matseldun. Verk-
fallsverðir hafa þó líka reynt
að leggja.stein í götu þessara
manna, og meinað þeim að hafa
opið, þótt þeir hafi til þess ó-
tvíræðan rétt.
Einhvers
staðar
verða einstaklingar að fá að
eta, og það er ekki rétt að gera
þeim það erfiðara en nauðsyn
krefur með því að meina mat-
sölustöðum að afgreiða mál-
tíðir til þeirra, ef það er hægt
án þess það geti talizt hafa
veruleg áhrif á gang verkfalls-
ins. Óþarfa stirfni gerir ein-
ungis illt verra. — kr.